Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐID & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
15
Fyrir þá sem horfðu á
sjónvarp á miðvikudags-
kvöldið mátti ekki á milli sjá.
hvor þátturinn var hasar-
fengnari, Dallas eða Þingmál.
Fyrst birtist JR, skúrkurinn í
bandaríska myndaflokknum,
með allan sinn óþverraskap,
enda mun sá karakter vera ill-
ræmdastur allra vondra í
Vesturheimi og kalla þeir þó
ekki allt ömmu sína.
Miklar sögur höfðu farið
af Dallasþáttunum áður en
þeir voru teknir á dagskrá ís-
lenska sjónvarpsins. Nú verð
ég að játa, þótt ekki sé það
gott til afspurnar fyrir út-
varþsráðsmann, að ég hef lít-
ið sem ekki fylgst með þessum
þáttum. Hins vegar er ekki að
heyra að þeir njóti nándar
nærri þeirra vinsælda. sem
reiknað var með og kemur
mér það sosum ekki á óvart,
ef þeir eru allir keimlíkir
þættinum á miðvikudaginn.
Dallasþættirnir munu halda
áfram eitthvað fram eftir
næsta ári en útvarpsráð
hefur ekki mælt með áfram-
haldandi sýningum þegar þar
lýkur. Farið hefur fé betra.
Skammir og
skattyrði
Ástæðulaust er fyrir okkur
íslendinga að kaupa dýrt er-
lent efni til sýningar í sjón-
varpi meðan þingmennirnir
okkar efna endurgjaldslaust
til skemmtiþátta, eins og þess
sem áður er á minnst.
Þeir komast að vísu ekki í
hálfkvisti við JR, þann and-
styggilega óþokka, en eitt-
hvað kunna þeir þó fyrir sér í
refskap og slóttugheitum, og
svo bæta þeir það sem upp á
vantar með hressilegum.
skömmum og skattyrðum.
Þingmálaþátlurinn á
miðvikudaginn var hinn
fjörugasti enda virtust þátt-
takendur gera sér grein fyrir
því að þeir voru til skemmt-
Sérernú
hvert afrekiö
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
Laugardags-
pistill
Alþjóðlegur
samanburður
Gaman var að heyra hvað
Ólafur Ragnar var orðinn al-
þjóðlegur í hugsun. Helst var
að skilja að íslendingar ættu
að Ieggja niður allar deilur um
kaupmátt, kaupgjald og
kjarabætur. Þeir mega þakka
fyrir að halda atvinnunni. á
sama tíma og hálfur heimur
líður skort og hungur austur í
Asíu. 'eða niðri I Afríku.
Sjálfsagt er eitthvað til í því
að íslensk þjóð missir stund-
um sjónar á þeirri gæfu að
hafa nóg að bíta og brenna.
Við erum lánsöm að búa í
þessu landi. Þetta mættu þeir
alþýðubandalagsmenn muna
oftar þegar þeir skera upp
herör og æsa til ófriðar, hvort
heldur er vegna verkalýðs-
ellegar utanríkismála. Það er
ekki alltaf að heyra að þeir
kunni að meta farsæld á
Fróni, jafnvel þótt for-
ingjarnir hafi haft tæki-
færi til að ferðast heims-
horna á milli. Ekki hefur
eftirspurn eftir vinnuafli, allt
frá stríðslokum, ef frá er talið
erfiðleikatímabilið í lok
sjöunda áratugarins.
Atvinnuleysið þá var ekki
viðreisnarstjórninni að
kenna, heldur hruni síldar-
stofnsins og verðfalli á
Bandaríkjamarkaði. Atvinnu-
leysisvofan hefur þvi aldrei
hrjáð íslenskan vinnumarkað'
að neinu marki, sama hvaða
rlkisstjórn hefur setið að
völdum. Launþegar þurfa þar
af leiðandi ekki að lofsyngja
ráðherrana fyrir þá náð að út-
vega þeim vinnu og varla
;getur það verið ýkja þungt lóð
á vogarskálarnar þegar kemur
til kjarasamninga.
Afstaðan til
námsmanna
Námsmenn hafa haft hátt
vegna meintra svika stjórn-
valda varðandi breytingar á
námslánalöggjöfinni. Ein-
hvern pata munu þeir hafa haft
af því að menhtamála-
ráðherra hygðist breyta
valdinu og stjórnvöldum,
vegna þess mikla kostnaðar
sem það hefur í för með sér
fyrir ríkissjóð.
Alþýðubandalagið og þá
einkum Ragnar Arnalds hafði
á árum áður stór orð um fjand-
skap ríkisvaldsins og hinna
istjórnmálaflokkanna gagnvart
námsmönnum, einmitt vegna
þess að 100% umframfjár-
þörfinni var ekki mætt.
Skyldi Ragnar hafa breytt um
skoðun þegar hann er nú sest-
ur í ráðherrastól í fjármála-
ráðuneytinu og sér það svart á
hvítu hvaða útgjaldahækkun
hlýst af því að fallast á náms-
mannakröfurnar? Eða eru'
þeir að malda í móinn, ráð-
iherrarnir sem áður, þegar þeir
voru óbreyttir þingmenn,
'fussuðu og sveiuðu náms-
mönnum?
Enginn getur haft á móti
rausnarlegum námslánum ef-
ríkissjóður getur undir þeim
staðið en óneitanlega hlýtur
það að vera lærdómsrikt fyrir
launþegahreyfinguna að
fylgjast með því að náms-
upplýst að á báðum stöðum
vanti hundruð milljóna króna
til að ná endum saman og
standa við skuldbindingar.
Ýmist hefur þessum
sjóðum verið haldið í svelti,
ellegar samþykktar á þá
kvaðir, án þess að nokkurt
tillit sé tekið til tekju-
möguleika. Örþrifaráð
þeirra, sem og flestra
opinberra stofnana sem ekki
hafa fengið leyfi til hækkana
á gjaldskrám sínum, hefur
verið að taka lán, bæði hér-
lendis og erlendis. Ríkis-
stjórninni er augsýnilega
orðið Ijóst að stjórnlaus
skuldasöfnun erlendis er
slæm til afspurnar og skamm-
vinn til lifgjafar. Nýrra ráða
er því leitað og nú er litið
löngunaraugum til lífeyris-
sjóðanna.
í Morgunblaðsgrein á
dögunum lýsti Pétur Blöndal,
framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, ráða-
gerðum fjármálaráðherra til
að seilast lengra í fjárhirslur
þessara sjóða.
Lífeyrissjóðirnir hafa að
sjálfsögðu mótmælt fyrir-
ætlunum ráðherrans, enda
blasir það við að miðstýring
og bindiskylda af þessu tagi
er grímulaus eignaupptaka á
sjóðum frjálsra félaga-
samtaka. Einhvern tíma
hlýtur að koma að þvi að ein-
staklingum og samtökum
þeirra sé nóg boðið í yfirgangi
ríkisvaldsins og nú virðist
mælirinn fullur.
Verndgegn
viUimennsku
Hér I blaðinu hefur vérið
tekið harkalega á þeim
ógæfunranni sem réðst
grimmilega að unglingsstúlk-
unni í Þverholtinu. Nafn hans
hefur verið birt, svo og mynd,
auk upplýsinga um ýmis fyrri
afbrot. Alltaf má deila um
það hversu langt skuli ganga I
slíkum málum með hliðsjón
af viðkvæmni og tilfinningum
aðstandenda hins seka.
Likamsárásin á ungu
stúlkuna var hrottaleg og
unar en ekki skoðanaskipta.
Ólafur Ragnar gaf tóninn og
það var nóg fyrir Matthías
Bjarnason. Vanþóknun hans
á viðmælandanum leyndi sér
hvorki í orðum né ásjónu.
Karl Steinar Guðnason fór
með „gróusögur” um fyrir-
ætlanir efnahagsmálanefnd-
arinnar sem Ólafur Ragnar
lýsti sem „bulli og vitleysu”.
Báðir báru skrök upp á hvor
annan. Halldór Ásgrímsson
virtist vera sá eini sem tók sig
alvarlega í þessari kostulegu
umræðu og alvara hans kom
fram í því að segja ekki neitt.
alþjóðlega mælistikan hans
Ólafs verið notuð áður þrátt
fyrir tíðar ferðir flokks-
bræðra hans austur yfir járn-
tjald. Það þarf nefnilega ekki
að leita til Austurlanda til að
uppgötva ófrelsi og fátækt
annarra þjóða.
Full atvinna
Full atvinna er sífellt
tiunduð sem eitt helsta afrek
núverandi stjórnar. Fyrir það
á þjóðin að leggjast á fjóra
fætur og lofa ríkisstjórnina.
En sér er nú hvert afrekið.
Hér á landi hefur verið stöðug
frumvarpi sem orðið hafði
samkomulag um milli
ráðuneytisins og námsmanna.
Nú hefur ráðherrann hins
vegar lýst því yfir að hann
legði fram frumvarpið
óbreytt. Vandséð er hvers
vegna námsmenn tóku að
byrsta sig úr því mennta-
málaráðherra kokgleypir
kröfur þeirra. Frumvarpið'
mun gera ráð“fyrir að lánin
mæti 100% umframfjárþörf
námsmanna, en það hefur
lengi verið helsta baráttumál
þeirra. Sú hækkun hefur
aftur á móti staðið í fjármála-
menn fá verulega ef ekki full-
komna viðurkenningu á kröf-
um sínum til bættra kjara- á
meðan niöurtalningin
blómstrar gagnvart öðrum
þjóðfélagshópum, bæði í
kaupmætti og lífskjörum.
Stjómlaus
skukiasöfnun
Talandi um sjóði á vegum
hins opinbera þá virðist
vandamál fjármálaráðherra
vera frekar í því fólgið að afla
þeim tekna heldur en hitt.
Stjórnendur Byggingasjóðs
og Framkvæmdasjóðs hafa
Ógeðfelldar aðfarir
Ráðherrann bauð for-
svarsmönnum lífeyrissjóð-
anna til þríréttaðrar veislu í
Þingholti með kokkteil í for-
rétt og tilkynnti síðan undir
matarborði, að ætlunin væri
að skylda sjóðina til að
ráðstafa 45% ráðstöfunarfjár
Iþeirra til kaupa á skulda-
bréfum opinberra sjóða.
Ekki fara sögur af því
hvort maturinn hafi bragðast
vel undir þessum afarkostum,
heldur eru það ógeðfelldar
aðfarir að kaupa sér frið og
fylgi með mat og víni.
hvort sem ógæfumaðurinn
var geðveikur eða undir á-
hrifum lyfja þá er engin á-
stæða til að sýna honum
miskunn. Það er meira virði
að hlífa borgurunum fyrir
slíkri villimennsku heldur en
að vernda afbrotamennina og
æru þeirra. Upplýst er að
maðurinn hafði margsinnis
áður orðið uppvís að líkams-
meiðingum og sú spurning
vaknar hvort fleiri slikir
menn ganga lausir sem
hættulegir eru umhverfi sínu
og samborgurum.
Ellert B. Schram.