Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 40
Verkfall mjólkurfræðinga á mánudag: EKKEKTÞOKASTí SAMOMULAGSÁTT —sáttasem jari boðar til f undar á morgun Tiðindalaust hefur verið í samningamálum mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra. Þykir allt benda til þess að boðað verkfall hinna fyrr- nefndu komi til framkvæmda á mánudag. Sáttafundur hefur verið boðaður I deilunni á morgun, sunnu- dag. ,,Það bendir ekkert til neinnar glæsistöðu eins og er,” sagði Sig- urður Runólfsson, formaður Félags mjólkurfræðinga, er DV spurði hann um horfur á verkfalli. Sagði Sigurður að nú hefðu verið haldnir þrír sátta- fundir í deilunni. Væru málin enn í nákvæmlega sama farvegi og þau hel'ðu verið í byrjun. Sem kunnugt er felldu mjólkur- fræðingar samning á grundvelli ASÍ- samkomulags. Sagði Sigurður að vilji þeirra nú væri sá að fá kjarasamning svipaðan þeim samningum sem vinnuveitendur hefðu gert síðastliðið ár við öll aðildarfélög ASÍ önnur en félag mjólkurfræðinga. ■Sáttasemjari ætlar að leiða deilu- aðila saman til fundar á morgun, eins og áður sagði. Hefst fundurinn kl. 13. í frétt frá Vinnuveitendasamband- inu og Vinnumálasambandi SÍS segir meðal annars að mjólkurfræðingar geri kröfu um að verða settir í hlið- stæða launaflokka og aðrir iðnaðar- menn án niðurfellingar á aukagreiðsl- um og ýmsum álögum í núgildandi samningum. í þessari kröfu felist 17—23% kauphækkun umfram það sem aðrir launþegar hafi samið um. -JSS. Kjarasamningur BSRB: Samþykktur með semingi Samningar BSRB og ríkisins voru undirrilaðir unt fjögurleylið i gær. Áður hal'ði svokölluð stóra samninga- nel'nd BSRBgengið til alkvæðagreiðslu utn samkomulagið. fellu alkvæði þannig að 30 samþykktu, 8 voru á móli og 1 I sálu hjá. Auk þeirra atriða santningsins sem DV sagði l'rá í gær. er kveðið á um 5.214 kr. lágmarkstekjur l'yrir fulla dagvinnu. Verðbætur greiðisl sám- kvæml „Ólafslögum”. Varðandi röðun í launallokka segir í 6. grein samkomulagsins. að hún skuli að ineginsiefnu niiða við núverandi röðun, kjör launþega er vinna sain- bærileg slörf samkvæml öðrum kjara- samningum eða kröfur sem gerðar eru til mcnntunar, ábyrgðar og sérhæfni slarl'smanna. Undirbúningur allsherjaralkvæða- greiðslu samningsins hófsl þegar i gær. Ei stefnt að þvi að Itún lari l'ram i siöasta lagi el'lir viku eða föslttdagimi 18. desember. -JSS. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra og Haraldur Steinþórsson framkvœmdastjóri BSRB undirrita samkomulagið. DV-mynd Bjarnleifur. Ný könnun Umf erðarráðs og lögreglu: Aðeins 30% sem nota bílbeltin Íslendingar eru ekki löghlýðnir menn. Innan við þriðjungur ökumanna og framsætisfarþega hlítir lögum Alþingis um skyldunotkun bílbelta samkvæml könnunum sem lögreglu- menn hala gert að lilstuðlan Umferðar- ráðs. Ljósl er að lögleiðingin I. október sl. hefur ekki leitl til verulega aukinnar bilbeltanotkunar. Er þvi greinilegt að viðurlög þurfa að koma lil eigi að takasl að fá Islendinga lil að spenna bellin. Lögreglumenn i Reykjavik og á Sel- lössi könnuðu bilbeltanotkun sl. I'immtudag, 10. desentber. Var aðallcga kannað á slöðunt þar sent umferð et hröð. Meirihluti könnunarstaða voru vegir með slitlagi, utan bæja. Niðurslaðan varð sú að 29 al' Itundr- 19 DAGAR 1A TILJÓLA aði ökumanna voru með bellitt spennt. 30 af hundraði framsætisfarþega reyndust spenntir. Lögreglan í Kellavík kannaði einnig bílbeltanotkun þennan saman dag á Hafnargötu og á Reykjanesbraut. Á Reykjanesbraut reyndust um 30 af hundraði vera spenntir en á Hafnargöt- unni innan við 10 af hundraði. Lögreglumenn í Reykjavík og á Sel- fossi hal'a kannað reglulega bilbelta- nolkun allt þetta ár. f febrúar reyndusl 12 al' hundraði ökumanna nota bilbelli, 16 al'hundraði í mai, í júlí íór notkunin upp í 23 af hundraði og í seplember var hún 20 af hundraði. Bílbeltadaginn 1. október spenntu 52 af hverjum Inmdr- að.ökumönnum beltin. Viku síðar var notkunin komin niður i 45 af hundraði, 26. október var hún 26 af hundraði en reyndist 38 af hundraði 15. nóvember. Sl. fimmtudag reyndist notkunin, sem fyrr sagði, 29 af hundraði, litlu meiri en íjúliísumar. -KMU. BÓKIN UM GUNNAR ER NÚ SÖLUHÆST — Möskvar morgundagsins og Ólaf ur Thors fylgja fast á eftir Viðtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Gunnar Thoroddsen er söluhæsta bókin á íslandi um þessar mundir samkvæmt bókalista Dagblaðsins og Vísis. Þetta er þriðja árið í röð sem Vísir og nú Dagblaðið og Vísir hala gert lista yfir söluhæstu bækurnar fyrir jólin. f öðru sæti er bók Sigurðar A. Magnússonar, „Möskvar morgundagsins”, og bók Matthíasar Johannessen um Ólal'Thors fylgir fast á eftir. Eins og áður er listinn gerður þannig, að tíu bókaverzlanir, fjórar i Rcykjavík og hinar á Selfossi, Borgar- nesi, ísafirði, Akureyri, Húsavík og á Egilsstöðum, gefa okkur lista yfir tíu söluhæstu bækur verzlunarinnar. Þess- um bókum gefum við stig, söluhæsta bókin fær tíu stig, næst söluhæsta bókin níu stig og siðan koll af kolli. Stigin eru lögð saman og þannig fáunt við bókalistann. Viðtalsbókin við Gunnar Thoroddsen fékk þannig 70 stig, Möskvar morgundagsins fékk 68 stig og Ólafur Thors 63 stig. Í fjórða sæti er „Háskaför á norðurslóðum” eftir Alistair McLean nteð 53 stig og „Skrifað i skýin” eftir Jóhannes Snorrason fékk 52 stig. Aðrar bækur fá talsvert færri stig, Meðal bóka, sem voru nálægt því að komast á listann, má nefna ,,GPU- fangelsið” eflir Sven Hazel, „Stofublóm”, „Ofsögum sagt” eflir Þórarin Eldjárn, ,,444 gátur”, „Bókin um Daníel” eftir Guðmund Danielsson og „Bara Lennon” eflir llluga Jökulsson. Alls komust tæplega fjörutíu bækur á blað að þessu sinni. Bókalisli Dagblaðsins og Visis 11. 12. 1981 1. Gunnar Thoroddsen 2. Möskvar morgundagsins 3. ÓlafurThors 4. Háskaför á norðurslóðum 5. Skrifað í skýin 6. Lífsjátning Guðmundu Elíasd. 7. -8. Stórabomban 7.-8. Ástarsaga úr fjöllunum 9. Við heygarðshornið 10. Fimmtán gírar áfram. -ATA. frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR12. DES. 1981. ferdaginn að lengja á ný í kuldanum getum við huggað okkur við það að nú eru ekki nema níu dagar þar til daginn fer að lengja á ný. Myrkur er i um sautján klukkustundir af sólarhringnum en dagsbirtan var í sjö klukkustundir í gær, 11. desember. Skemmstur sólargangur er 21. desember. Þá hefst hin visindaiega skil- greinda nótt kl. 16:50.en lýkur kl. 10:04. -KMU. Stóriðjuhöfn íHelguvík? Frumkönnun er hafin varðandi hafnaraðstöðu fyrir stóriðju á Reykja- nesi, sem vonazt er til að leiði af sjóefnavinnslu þeirri sem nú er hafin þar. Einna æskilegast er talið að slík höfn verði byggð sunnan Hafna, sent næst iðjusvæðinu, en ýmsir staðir aðrir koma til greina norðar, þar á meðal sú fræga Helguvík, sem er næsta vík ulan Keflavikur. Sjóefnavinnslan hf. verður stofnuð i dag i Njarðvík og hefst stofnfundur í Stapa klukkan 16. Þar gefst almenningi kostur á að gerast hluthafar og er minnsti hlulur eill þúsund krónur, sem greiða má með afborgunum. Fimm milljóna króna hlutabréf samtals eru boðin á almennum markaði, en til viðbótar kemur hlutur Undirbúnings- félags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. Heildarhlutafé Sjóefnavinnslunnar, nú í fyrstu, verður 42.5 milljónir króna. í samtali við Aðalstein Júlíusson hafnarmálastjóra sagði hann DV að fyrstu athuganir á hafnarstæði vegna stóriðjuhafnar, ef til kæmi að byggja slíka höfn, beindust að mörgum stöðum, allt frá svæðinu sunnan Hal'na og inn með Faxaflóa. Kænti jafnvel til álita að nota Straumsvíkurhöfn. Flutningar vegna þeirrar verksmiðju, sem næst væri á dagskrá, gætu liins vegar farið hvort Iteldur sem menn vildu um Njarðvíkurhöfn eða Kefla- víkurhöfn. -HERB. Lokl Það verða ófáir sem fá Gunnar í jólagjöf, en hvernig ætli nýórsgjöfin hans verði? c ískalt beven up. pe hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.