Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
999 • • • hassið og límið er
orðið dag/egt brauð. ”
„ ... nokkur þeirra eyði-
leggja sig á þessu ”.
„ ... búin að vera í þessu
Jrá 10 ára aldri”.
í Grjótaþorpinu í Reykjavík erað finna ofursmátt hús, gulmálað, en að öðru leytifálátt ásýnd-
ar. Þetta er eitt fárra húsa í borginni sem ennþá geymir sál og Ijær nóttunni sín undarlegu hljóð
þegar vindarnir blása. Og húsið er eina athvarf unglinga og barna höfuðborgarsvœðisins, sem reika
jafnan á síðkvöldum um miðbæinn íleit að sjáifum sér og sínum jafnöldrum.
Sú sem rekur þennan stað er kona, komin til ára sinna, sem kann frá mörgu og misjöfhu að segja.
Laufey heitir hún og er Jakobsdóttir.
Blaðamaður og Ijósmyndari DV hittu Laufeyju að máli á dögunum og spjölluðu við hana dá-
góða stund um arftaka landsins og þá erfiðleika er þeir mæta í samfélagi nútímans. Árangurinn
fer hér á eftir.
Ræturnar að fínna
í þjóófólaginu
„Það er ekki til neitt i okkar þjóðfé-
lagi sem kallast getur réttu nafni ungl-
ingavandamál. Ef unglingarnir eiga við
einhver vandamál að stríða eru þau
ekki komin frá þeim sjálfum. Þau eiga
sér dýpri rætur. Og þær rætur er að
finna i þjóðfélaginu sjálfu,” segir hún
og leggur áherslu á hvert orð sem hún
lætur frásér fara.
„Þetta þjóðfélag sem við lifum í er
orðið svo mikið mötunarþjóðfélag og
það er svo mikill hraði i öllu sem þvi er
samfara. Það er ekki hægt að ætlast til
þess af unglingum að þeir geti fylgt
þessum gifurlega hraða. Hann er
raunar svo mikill, að líkja máþjóðfé-
laginu við hraðbraut, þeir sem verða
undir, liggja þar framvegis og það eru
fáir sem gefa sér tíma til að koma þeim
aftur inn á rétta braut.”
— Hver eru svo stærstu vandamálin
sem ungiingur á við að etja á okkar
tímum?
„Það eru fíkniefnin. Að mínu mati
eru þau miklu stórvirkari og hættulegri
vandamál en vinið er nokkru sinni.
Börnin verða þó bara veik af víninu,
leggjst fyrir og gefast upp. En þetta
pilluát og öll þessi ömurlegu efni sem er
svo auðvelt að fá. Það er stórt og hrika-
legt vandamál. Börnin verða miklu
fremur háð þessum pillum og kannski
alit frá 12 ára aldri.
Þau geta farið inn í apótek og keypt
sér sjóveikistöflur sem eru mjög mikið
„Já, já, það kemur iðulega fyrir. En
þó eru þetta aðallega krakkar um 12
ára og upp úr. Þau eru mörg börnin
sem hafa haft það á orði við mig að þau
séu búin að vera í þessu allt frá því þau
voru 10 ára gömul. Það er bara með
þennan aldur að hann er svo hrikalega
viðkvæmur og þessi neysla er svo
hættuleg upp á frekari þroska barn-
anna.
Mér finnst alltof lítið gert að því að
kynna þessi mál og einfaldlega kenna
börnunum að umgangast vín og öll
þessi lyf. Það er t þessu sem öðru, að
það er of seint að byrgja brunninn
þegar barnið er dottið ofan í hann.
Hvað vita t.d. foreldrar um það hvort
barn þeirra noti sér ekki reglulega lyfja-
skáp heimilisins?”
— En hvað er það í eðli barnsins,
sem gerir það svona leitandi eftir
þessum hlutum?
„Ég held að flest þessara barna geri
þetta út af þvingun. Þvingun frá heim-
ili og foreldrum, þvingun frá skóla eða
þá vinnustað.
Börnunum er gert heyrinkunnugt að
þau séu ekki gjaldgengt fólk. Það er
litið á þau sem slík allt frá byrjun og
alveg þangað til foreldrar þeirra taka
allt í einu eftir þvi að þau eru orðin full-
orðin.”
— Þú ert að meina að það sé ekki
gert ráð fyrir barninu sem lifandi veru i
okkar þjóðfélagi?
„Það er ekki gert ráð fyrir því að
barnið hafi þá sál sem það raunveru-
er eins og með afbrotamann sem er að
hnupla einhverju lítilvægu til þess eins
að geta haldið áfram í sinni vímu og er
settur undir lás og slá og geymdur þar í
ákveðinn fjölda ára. Það er að sama
skapi engin lausn. Svona menn og ungl-
ingar verða að fá meðferð. ”
— Og hver er afstaða þin til fangels-
ismála eins og þau tíðkast nú í landinu?
„Fangelsi sem slík eru óþverri. Hitt
er annað mál, að mér finnst það algjör-
lega útilokað að ekki sé til einhver
staður, ég vil segja verndaður staður,
fyrir þessi börn sem þau geti leitað til á
nóttunni þegar þau þora ekki heim.
Það kemur iðulega fyrir mig á
kvöldin þegar ég er að hringja heim til
foreldra barnanna sem verða hvað
verst úti, að þeir segi eitthvað á þessa
leið: — Æ, leyfðu því bara að vera
þarna, eða, ég vil ekki sjá það, láttu
lögguna bara hirða það, og svona má
lengi telja.
Börnin hafa komið hingað til min
barin og limlest og hrikalega illa á sig
komin, svo ekki sé talað um andlegu
hliðina. Og þá er það venjulegast við-
kvæðið; það var maðurinn sem býr
með henni mömmu sem gerði þetta. Og
svo er það nú líka, að vínið í heimahús-
um er orðið svo yfirgengilegt. Og þar er
rót margra þessara vandamála að
finna.
Andleg
átök
Ég heyri oft þegar barn hringir héðan
i foreldra sína og þau andlegu átök sem
—segir Laufey Jakobsdóttir, semrekurathvarffyi
notaðar. Og þau verða mörg illa leikin
og óskaplega veik af þeim. Siðan hafa
þau aðgang að mönnum sem geta út-
vegað þeim taugatöflur og þær eru
óspart notaðar ef þvi er að skipta. Þeir
selja börnunum þetta hérna niðri i bæ.
Gaskveikjararnir
Svo má nefna gaskveikjarana. Þau
kaupa svona hylki, sem sett eru á
kveikjara, og þefa af þeim. Gasið er
nefnilega það alhættulegasta af þessu
öllu. Þess eru dæmi að börn sem hafa
þefað af gasi fari algjörlega út úr heim-
inum. Sum þeirra á aldrinum 12 til 15
ára. Gasið virkar nefnilega á heilasell-
urnar og skemmir þær. Ég hef horft
upp á nokkur þeirra eyðileggja sig á
þessu. Það er það sorglega við þetta.
Og svo er náttúrlega óþarfi að nefna
hassið og limið. Það er nú orðið dag-
legt brauð margra þessara unglinga.”
— Yfir hvað stóran hóp nær þessi
neysla?
„Það er orðið ógnvekjandi hve mörg
börn nota sér þetta. En þau eru náttúr-
lega fá sem endast eitthvað í þessu, en
sáhópurertil.
Það er 'misskilningur að þetta séu
einungis börn hérna af höfuðborgar-
svæðinu. Þetta eru líka börn og ungl-
ingar sem koma utan af landi. T.d. úr
héraðsskólunum. Þeir koma með stór-
an hóp barna, sem fer eðlilega beint á
planið til þess að komast í snertingu við
þessa svonefndu menningu.
En hvað þessi lyf snertir, þá er rétt að
taka það fram að það eru fuliorðnir
menn sem aðallega beina þessum
óþverra til barnanna. Og þá menn ætti
að rannsaka svolitið betur.”
— Og þetta eru þá e.t.v. börn allt
niðurí lOáraaldur?
lega hefur og þá hugsun sem það
geymir. Það á að hugsa fyrir það, það á
að gera þetta og þetta og þetta sem því
er fyrirlagt. Svo er það lika í flestum til-
fellum að heimilin eru alltof fín fyrir
börnin. Þau geta ekki fengið að hafa
félaga sína heima hjá sér, vegna þess að
pabbinn eða mamman þarf að gera
þetta og hitt, þarf að hafa næði o.s.frv.
Þetta er ástæðan fyrir þvi að börnin
sækja sina félaga hingað niður í bæ.
Og þar blandast síðan inn í allslags
lýður, sem ég vil ekki telja unglinga.
Þeir bjóða krökkunum í partý hérna og
hérna og hérna. Og úr þessum partýum
koma börnin síðan iðulega fárveik.
Þau hafa verið að prófa hass og ýmis-
legt annað. En þau vilja ekki segja
hverjir þeir eru sem útvega þeim þenn-
an óþverra. Þau eru nefnilega múl-
bundin. Ef þau segja frá þessum mönn-
um og þeir komast að þvi, þá er tekið í
hnakkadrambið á þeim og þau barin til
óbóta og þess vegna vilja þau ekki segja
neitt um þessi mál. Ég held ég hafi nú
fengið þau mörg hingað sundurbarin
vegna þessa. Þetta er nefnilega að
verða óhugnanlegt.”
... verðaað
faraímeðferð
„Það þýðir náttúrlega ekkert að
segja barni, sem er búið að vera lengi í
þessum fíkniefnum, hvernig það eigi að
bæta sinn hag. Það er orðinn svo mikill
skortur í þeirra sál og þeirra líkama.
Þau eru einfaldlega andlega niðurbrot-
in. Það þýðir ekkert að segja barninu,
að nú geti það byrjað nýtt líf, það sé
búið að finna góða vinnu handa því
o.s.frv.
Þessi börn þurfa að fara beint í
meðferð og undir læknishendur. Þetta
það á við þá. Svo þegar barnið er búið
að leggja símtólið á er það yfirleitt yfir
sig komið af gráti. Þá segir það: ja, nú
skal ég grípa til minna ráða og fara af
stað. Það er ekkert sem heitir.
En það er líka til í dæminu að for-
eldrar sæki börn sin hingað, en það er
líka algjör undantekning.
Ástandið er ömurlegt eins og því er
háttað nú. Eins og ég segi þá vil ég að
komið verði upp húsnæði víðs vegar
um borgina þar sem börnin geti leitað
skjóls um nætur þegar þau þora ekki
heim til sín. Lausnin er ekki sú að fara
með þau á lögreglustöðina og þaðan
beint heimt til foreldranna. Þar er iðu-
lega tekið á móti þeim með steyttan
hnefann. Hvað lögreglunni viðvíkur,
þá eru mörg barnanna mjög hrædd við
hana. Og við vitum líka að innan um í
lögreglunni eru til menn sem ættu ekki
að koma nálægt börnunum.
Þessir fáu fermetrar í þessu húsi er
eina athvarfið á öllu höfuðborgarsvæð-
inu sem krakkarnir geta leitað skjóls í
um nætur. Hér koma kannski hundruð
unglinga á einu föstudagskvöldi og það
getur hver maður ímyndað sér hvað
húsið er þá troðið. Þau sem eru þá
hvað verst á sig komin, annaðhvort af
vímunni eða kulda, fá þá iðulega að
liggja hérna inni hjá mér.
Síðan, þegar einhver fullorðin mann-
eskja kemur hingað að degi til, þá
kemur hún einungis til þess að gagn-
rýna hvernig umhverfs er hérna En sá
hinn sami gerir sér einfaldlega ekki
grein fyrir því hvað hér er troðfullt um
helgar.”
— Er ekki einn þáttur þessa vanda-
máls sá að foreldrar vilja ekki viður-
kenna það?
„Jú, jú, en við verðum lika að horfai
á annan þátt þessa máls. Hvað er það
sem unglingar eru mataðir á í dag.
Tökum sem dæmi sjónvarpið, kvik-
myndahús og nú síðast videoið. Margt
það sem sýnt er í þessunt fyrirbrigðum
finnst mér einfaldlega vera brot á frið-
helgi heimilisins. Það rosalega við þetta
allt er að margar þessar ofbeldismyndir
og hryllingsmyndir skuli yfirleitt vera
leyfðar. Og ég tala nú ekki um videoið.
Það ætti ekki að eiga sér stað.
Auðvitað er allur þessi viðbjóður
sem sýndur er fyrirmynd unglingsins og
leiðir han síðan út í alls konar vit-
leysu.”
þambaþað
— Svo er alltaf verið að fara i kring-
um hlutina þegar barnið heyrir til. Það
villir fvrir því.
ogþau
prraw i
—^ - II1 \
? .... IIII <1
Það lœtur ekki mikið yfir sér húsið í Gr
hcim um helgar, oftast illa á sig komnir vef