Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn HREINDÝRASTEIK íJÓLAMA TINN Þá er farið að styttast í jólin og flestir komnir á kaf í jólaundirbún- inginn. Sennilega eru matarvenjur ís- lendinga um jólin nokkuð hefð- bundnar. Margir borða rjúpur á jól- unum, nú ekki má gleyma hangikjöt- inu margumtalaða. Áhugi íslendinga á matreiðslu hef- ur aukizt stórlega hin síðustu ár og því má búast við að ýmsar fjölskyld- ur reyni einhverja nýja spennandi rétti um hátíðisdagana. En það er óþarfi að eyða mörgum tímum á dag um jólin i matreiðslu Ekki má gleyma boðskap jólanna og nauðsynlegt er að hreyfa sig um jólin svo að auka- kílóunum fjölgi ekki um of. Það er um að gera að undirbúa matreiðsl- una á jólamatnum í tíma — því meiri og vandaðri sem undirbúningurinn er því styttri tími fer í sjálfa elda- rnennskuna. Hvernig væri að hafa hreindýra- steik í jólamatinn? Hreindýrakjöt er bragðgott og er alls ekki erfitt að malreiða það. Hér koma tvær upp- skriftir sem ekki eru of margbrotnar. Byrjið á því að hringia r nokkrar kjötverzlanir og athuen isort hrein- dýrakjöt sé á boðstó'um. Sælkera- síðunni er kunnugt um nokkrar verzlanir sem yfirleitt eiga hreindýra- kjöt fyrir jólin. Fyrsti hreindýrakjötsrétturinn er pottréttur með marineruðu kjöti. f hann þarf: 1 kg hreindýrakjöt í löginn sem kjötið er marinerað i þarf: 2dl rauðvín 2 1/1 d! vatn 1/2 mat.sk. vínedik 2 tesk. timjan 2 hvítlauksrif 2 lárviðarlauf 10 piparkorn (svört) 15 einiber Þegar kjötið er sleikl þarf: 2 matsk. smjör 2 lauka 200 gr. sveppi 4 gulrætur salt eftir smekk Það er óþarfi að kaupa hrygg í þennan rétt, ágætt er að nota lær- vöðvann. Kjötið er skorið i gúllas- bita. Kjötið er sett í skál. Blandið svo saman: rauðvininu, vatninu, vínediki, timjan, pressuðum hvít- lauknum, muldum lárviðarlaufum, grófmöluðum piparkornunum og einiberjunum. Hellið þessari blöndu yfir kjötið. Látið kjötið liggja í leg inum i 12 tíma. Þá er kjötið fært upp úr leginum og það steikt í smjöri á pönnu. Þegar kjötið er orðið vel brúnt er það fært yfir í pott. Saxið því næst laukinn og sveppina og brúnið á pönnu. Að því loknu eru sveppimir og laukurinn settur í pott- inn yfir kjötið. Gulræturnar eru skafnar og skornar í þunnar sneiðar og settar í pottinn. Þá er lögurinn sem kjötið var marinerað í síaður og honum hellt yfir í pottinn. Kjötið er svo soðið í 45-60 mín. Saltið kjötið eftir smekk. Upplagt er að útbúa þennan rétt daginn áður og hita hann svo upp áður en hann er borinn á borð. Með þessum rétti má hafa hrísgrjón eða kartöfiumús. Réttur nr. 2 heitir „hreindýrabuff simjan” og er þessi réttur sænskur. í réttinn þarf: 4 buff úr hreindýrakjöli (hver sneið u.þ.b. 150 gr.) salt 2 tesk. grófmalaðan hvítan pipar smjör 1 bunkt steinselju 1 lauk 1/2 dl vatn 1/2 dl. hvitvín Klappið kjötsneiðarnar með flöt- um lófa og kryddið þær með salti ogpipar.klappið kryddið inn í kjötið. Hvernig vœri að hafa hreindýrasteik íjólamatinn? Það er svo steikt í smjöri á pönnu svona í 2—4 mín. á hvorri hlið. Á meðan kjötið er á pönnunni er laukurinn fínsaxaður svo og steinselj- an. Þegar kjötið er tilbúið er það fært af pönnunni á fat og breitt yfir það. Þá er laukurinn og steinseljan sett í pönnuna. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er vininu og vatninu hellt á pönnuna og hrært upp úr botni pönnunnar. Þetta er látið malla í 2— 3 mín. Þessari sósu er svo hellt yfir kjötið. Með þessum rétti er höfð kartöflumús og hrásalat sem lagað er úr blómkáli og agúrkusneiðum. Þessir réttir eiga það báðir sameig- inlegt að í þeim eru ekki margar hita- einingar. Eftiriætisrétt- urinn minn Hin nýja verzlun Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Ostur er veizlukostur Eftirlætisrétturinn minn nefnist bók sem nýlega kom á markaðinn og bókaforlagið Vaka gefur út. Axel Ammendrup tók saman. Það er nú svo að við verðum að nærast, það ætti þvi að vera þáttur í menningu hvers manns að kunna að matreiða ofan í sig. Það mætti kannski segja að bók þessi sé forvitnileg fyrir þjóð- félags- og sálfræðinga. Hver veit netna hægt sé að draga einhverjar Hver er uppáhaldsréttur Markúsar Arnar? Svarið er að finna í hinni nýju bók. Hinn sænski jóladrykkur „glögg” er allvinsæll ' hér á landi. En þessi góði drykkur getur verið göróttur. Þeir sem eru á bíl œttu ekki að drekka glögg, því það er missterkt, Umsjón: Sigmar B. Hauksson. ályktanir um sálarlif og persónu ein- staklingsins eftir því hver sé uppá- haldsrétturinn hans? Annars er það athyglisvert hve margir fiskréttir eru í bókinni en þeir eru 19. Það sýnir að áhugi íslendinga á fiskréttum hefur aukizt allverulega á síðustu árum. Einnig er það athygl- isvert hve margar uppskriftanna eru einfaldar. Það sannar það að alls ekki er nauðsynlegt að yfirhlaða disk- ana með allskonar gumsi, eins og yf- irleitt er gert á íslenzkum veitingahús- um. Sumir karlmannanna sem eiga uppskriftir í bókinni viðurkenna að þeir hafi fengið þær hjá eiginkonun- um. Það hefði kannski ekki verið úr vegi að snúa sér beint til eiginkvenn- anna. í bókinni eru nokkrar athyglisverð- ar uppskriftir. Mætti þar t.d. nefna uppskrift Auðar Haralds sem er „lambahjörtu í steinselju”, uppskrift Gt:-' nundar Kjærnested sem er ,.s!.ii! iasteik” uppáhaldsréttur Magnúsar H. Magnúsconar lyrrver- andi ráðherra er ,. n,.utasteik með svínafeiti”, uppskrilt Magnúsar Torfa Ólafssonar er ,. nautahala- ragú”. Svona mætti lengi telja. Auðvitað eru ýmsar aðrar áhuga- verðar uppskriftir í bókinni. Einkum ætti bók þessi að vera áhugaverð fyrir veitingamenn — þeir geta fengið. smáinnsýn í matarvenjur íslendinga. sum veitingahús hafa brennda drykki svo sem brennivín í glögginu. Það vœri kannski ekki úr vegi að bjóða óáfengt glögg samhliða hinu áfenga. 1 Hér kemur þá uppskrift: 1 flaska óáfengt rauðvín börkur af einni sítrónu 1 kanelstöng 10 negulnaglar Já, það segja þeir hjá Osta- og smjörsölunni. Vissulega eru ostar frábær matur. Osta- og smjörsalan er mjög vel rekið fyrirtæki og mættu ýmis fyrirtæki í matvælaiðnaöi taka 1/2 bolli möndlur 1 bolli rúsínur Rauðvíninu er hellt í pott og allt það sem nefnt er í upp- skriftinni sett í pottinn. Þegar þið flysjið sítrónuna notið þið bara yzta börkinn, þann gula, en ekki þann hvíta. Þessi blanda er svo hituð — hún má ekki sjóða því þá verður bragðið of beizkt. Osta- og smjörsöluna sér til fyrir- myndar. Þjónustan við neytendur er ljómandi. Nú er fyrirtækið komið í nýtt húsnæði að Bitruhálsi 2 í Reykjavík. Þar er starfrækt sérverzl- un með osta og ýmislegt viðkomandi ostum, svo sem kex og ídýfur svo eitt- hvað sé nefnt. Blessuð jólin nálgast nú óðum. Það er ekki úr vegi að þið sælkerar góðir brygðuð fyrir ykkur betri fætinum og heimsæktuð Osta- búðina að Bitruhálsi 2 og keyptuð osta til jólanna. Á boðstólum eru 42 tegundir af ostum, svo nógu er af að taka. Auk þess eru að koma á mark- aðinn 3 tegundir af rjómaosti, dill- piparrótar- og kryddostur. Einn- ig er hægt að fá í Osta- búðinni uppskriftir og góð ráð. Ef þið ætlið að halda samkvæmi, þá er hægt að fá í Ostabúðinni uppskriftir og góð ráð. Ef þið ætlið að halda samkvæmi, þá er hægt að kaupa ostapinna, partíbollu, ostaköku og ýmislegt góðgæti úr osti. Ef ykkur finnst langt að fara upp í Árbæjar- hverfi eða Bitruháls til að kaupa osta, þá er rétt að geta þess að það er osta- verzlun að Snorrabraut 54, Reykja- vík. Starfsmenn Osta- og smjörsöl- unnar eru svo með sýnikennslu alla fimmtudaga og föstudaga í hinum ýmsu verzlunum. Ef þið þurfið á góðum ráðum að halda í sambandi við osta, þá er upplagt að hringja í Osta- og smjörsöluna, sími 82511 og biðja um góð ráð. íslenzku ostarnir eru að verða ljómandi góðir og sumir þeirra eru ekki síðri en þeir erlendu. íslendingar eru farnir að neyta tölu- vert mikils af ostum eða um 7,2 kg per mann á ári. Það er um 10—11% aukning á árinu. Framleiðslan í mjólkurbúunum úti á landi hefur batnað stórlega að undanförnu, þetta er svo sannarlega ánægjuleg þróun. En Sælkerasíðan vill þó koma á framfæri smábón sem að visu hefur áöur verið nefnd hér á Sælkerasið- unni en hún er þessi: Gæti Osta- og smjörsalan ekki fengið leyfi til að flytja inn parmesan-ost, sem er nauð- synlegur þegar ítalskur matur er bú- inn til. Þetta ætti varla að vera neitt stórmál. Hvað um það. Sælkerasíðan skorar á alla sælkera að heimsækja Ostabúðina að Bitruhálsi 2 — þið sjá- ið ekki eftir því OAFENGT GLÖGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.