Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 18
18
DAGBLAÐID & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981.
Menning Menning Menning Menning
HÓGVÆR EN HEIMILDARÍKUR
VITNISBURÐUR ÚR ELDUNUNNI
Ólafur Ragnarason ræðir vlð
GUNNARTHORODDSEN
Útgafandi Vaka 1981
Stjórnarmyndun Gunnars
Thoroddsens snemma árs 1980 er að
sjálfsögðu tímamótaviðburður f
stjórnmálasögu siðari ára á ísiandi pg
ber margt til þess. Hún er að n'okkru
vitni um ákveðna stjórnmálaþróun,
sem ekki er bundin við flokk Gunn-
ars einan, lausn flokkshnúta og nýjar
kröfur fólks um frjálsari tengsl við
fiokka. Lið flokka er nú í þremum
fylkingum — flokksþrælar, flokks-
menn og samferðafólk, og mun síð-
astnefnda fylkingin liklega orðin
stærst. Flokkar eru að verða allt aðr-
ar stofnanir eii áður var vegna þessar-
ar þróunar í pólitísku lífi. Hér er án
efa um að ræða sókn til persónufrels-
is. Frá sjónarmiði flokksþræla hvar í
flokki sem er var framtak Gunnars
svik fordæmt af sumum en fagnað af
öðrum. Að flokksmannaskoðuri,
mátti hún teljast álitakostur, og að
mati samferðafólks pólitískra flokka
alveg eðlilegt úrræði. En þótt stjórn-
armyndun Gunnai sé hiklaust leiðar-
steinn í pólitískri frelsisbaráttu ein-
staklinganna hnigu miklu fieiri og
margþættari rök að þessum úrslitum,
og það er engan veginn rétt að lita á
hana sem einangrað fyrirbæri, eða þá
einvörðungu sem eðlilega afleiðingu
þessarar almennu stjórnmálaþróunar
og gliðnunar flokksbanda. Þar kem-
ur að minnsta kosti tvennt annað
veigamikið til — manngerð og hug-
sjónaviðhorf Gunnars sjálfs og sam-
lyndi hans og annarra fyrirmanna í
Sjálfstæðisflokknum á liðnum ára-
tugum. Þegar þetta er skoðað má
gerla sjá, að rætur að siðustu stjórn-
armyndun liggja miklu dýpra en í yf-
irborði umrótsdaganna í upphafi árs-
ins 1980.
Að mínu áliti veitir samtalsbók
Ólafs Ragnarssonar og Gunnars
Thoroddsens gild og greinargóð svör
við spurningum um þessar djúpstæð-
ari rætur málsins fremur en mönnum
opnist einhver ný bók um fæðingar-
hríðirnar sjálfar þegar stjórnin var í
heiminn borin. Hún er mjög skilrik
til skilnings á öllum lengri aðdrag-
anda.
Bókin Valdatafl í Valhöll sem út
kom í fyrra veitti töluverða innsýn í
fæðingarhríðirnar en miklu minni í
aðdragandann og auk þess sem ýms-
um fannst sem Gunnar nyti þar varla
fyllilegs réttdæmis. Að minnsta kosti
kemur það skýrt fram í þessari við-
talsbók, að honum þykir hafa verið á
sig hallað þar. En víkjum nú að bók-
inni.
Þetta er ekki ævisaga og raunar er
þar ekki margt um einkalíf Gunnars,
fræðistörf eða tómstundagaman.
Þetta er auðvitað nær einvörðungu
pólitísk saga, sett fram í þáttum,
samtalsstundum ef svo má segja. Þeir
Ólafur og Gunnar virðast hafa tekið
sér ákveðnar stundir til spjalls og sett
sér fyrir dltekna efnisþætti hverju
sinni. Síðan rekur Ólafur það sem
þeim fór á milli. Þetta er því samtals-
bók um málefni og hluti en ekki ná-
kvæm sagaþeirra nema stundum.
Fyrsti kafli bókarinnar heitir Sam-
bandsslit og fyrsti gusturinn. Hann
hefst áþví að Ólafur kveður dyra hjá
Gunnari, er ljúfmannlega tekið og
síðan fer nokkur útlitslýsing á mann-
inum sem „gengur sparibúinn að
reiptogi stjórnmálanna”. En maður
spyr ósjálfrátt: Hvern fjandann kem-
ur þetta manninum við? Hann er lík-
lega samur hver sem klæðnaður
hans. háralitur eða andlitsdrættir
eru. Þaðeitt skiptir máli í þessari lýs-
ingu að hann ber aldurinn vel og er
enn í fullum færum.
„Ekki upp ó pallborðið
hjá íhaldsmönnum"
Gunnar víkur fyrst spurningarlaust
að sjálfstæðismálum þjóðarinnar og
segir: „Allt frá því er ég fór að hugsa
um þjóðmál var ég eindregið fylgj-
andi þeirri hugmynd og hugsjón að
íslendingar ættusvo fljótt sem föng
væru á að segja upp sambandinu við
Dani, taka öll mál í eigin hendur og
stofna lýðveldi”. Það þarf ekki aðef-
ast um einlægni þessara orða, stjórn-
málastörf Gunnars síðan gefa ekki
ástæðu til þess. Hann rekur síðan
hvernig hann blés þessum anda í nýja
stefnuskrá Heimdallar ýmsum eldri
íhaldsmönnum til hrellingar. Þá segir
hann allgreinilega frá ræðu sinni á
norrænu stúdentamóti í Kaupmanna-
höfn 1935 þar sem hann lýsti hiklaust
vilja íslendinga til sambandsslita og
stofnunar sjálfstæðs og óháðs ríkis.
Sú ræða varð allfræg og er líklega
eitthvert mikilvægasta framlag á
þeim árum til þess að sannfæra Dani
um, að islendingar mundu þrátt fyrir
allt standa saman í þessu máli þegar
til skarar skriði. Fram að þeim tíma
munu danskir stjórnmálamenn marg-
ir hverjir hafa treyst því og trúað að
þeir gætu haldið sambandstökum í
krafti íslensks sundurlyndis um mál-
ið. Þessi ræða hlýtur því jafnan að
teljast mikilvægur leiðarsteinn í sjálf-
stæðismálinu.
Þessu næst er stutt spjall um fyrstu
forsetakosninguna og fleira, og þann
ágreining sem uppi var í flokki
Gunnars um kosningu Sveins Björns-
sonar, en hann kveðst hafa stutt
Svein og telur að þjóðinni hafi mis-
líkað það að þingmenn skyldu ekki
geta fylgt einingu þjóðarinnar eftir
með því að standa saman um forseta-
kjör á lýðveldishátíðinni á Þingvelli.
Þegar Gunnar hefur haslað sér
stjómmálahólminn með þessum
hætti á tveim samtalsstundum létt-
ir hann á með því að víkja að ættum
sínum og dvelst einkum við Jón
Thoroddsen afa sinn og móðurkyn
sitt úr Briems-ætt. Þá segir hann lítil-
lega frá uppvexti sínum og pólitísk-
um rótum, verður þar að vonum
tíðrætt um Skúla Thoroddsen og hlut
hans að sjálfstæðismálinu. Þegar
hann ræðir um „uppkastið” 1908
gerir hann hlut Skúla mikinn að verð-
leikum, en mér finnst þó að hann
hefði mátt hefja svolítið meira úr-
slitamikil áhrif Bjarna frá Vogi.
Frelsistmdi og áræði Skúla var auð-
vitað sjálfur eldurinn, hyrinn sem
lýsti, en Bjarni gerði honum arin eða
vafði honum kyndil. Um póli-
tísk viðhorf sjálfs sín á un 'um aldri
segir Gunnar:
„Strax þegar ég fór að hafa af-
skipti af stjórnmálum tók stefna
frjálslyndis og félagslegra umbóta
hug minn. En margt af því sem við
ungir menn settum á oddinn, féll ekki
í góðan jarðveg hjá hinum eldri og
íhaldssamari í Sjálfstæðisflokknum.
Þannig hefur það verið alla stund, að
sumar skoðanir sem ég hef, hafa ekki
átt upp á pallborðið hjá hörðustu
íhaldsöflunum”.
Af þessum orðum má ráða að
Gunnar telji sig i raun hafa verið i
nokkurri andstöðu við ráðamikil öfl 1
flokki sinum allt frá öndverðu, og þvi
ekki átt þar haldmikla heimilisfesti,
ef til vill aldrei átt þar fullkomið hug-
sjónaathvarf. Augljóst má vera að
Gunnar Thoroddsen stendur ekki á
sömu pólitisku stólparótinni og meg-
inforysta Sjálfstæðisflokksins alla
tíð. Gunnar er runninn upp af tvi-
skiptri rót og stendur öðrum pólitísk-
um fæti i arfi Skúla en hinum í jötu
Hannesar frænda síns Hafstein og
gefur það raunar sjálfur í skyn í þess-
ari samtalsbók.
Færist f jör í leikinn
Nú tekur að færast fjör í leikinn
þegar Gunnar vindur sér i forseta-
kjörið 1952, en Ólafur gefur því eink-
unnina „hjaðningavíg” í samræmi
við efni málsins. í þeim kafla kemur
fátt nýtt fram, né drættir úr djúpinu,
en ljósara verður en fyrr að afstöðu
Gunnars þar ráða ekki aðeins ná-
tengdir við Ásgeir Ásgeirsson heldur
toga þar einnig hinar gömlu rætur.
Samstöðu þeirra Hermanns og Ólafs
Thors um séra Bjarna má i raun kalla
„sögulegar sættir”, en það eru álög á
því fyrirbæri í íslenskri pólitík að
valda ósköpum og heppnast helst
aldrei. Svo fór um sjóferð þá og fleiri
siðar.
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
í kafla um „viðreisnarbúskapinn”
er fátt fréttnæmt. í frásögn Gunnars
af þeirri stjórnarmyndum eru það
helst ný tiðindi, að Bjarni Benedikts-
son „þverneitaði” að taka að sér
fjármálaráðuneytið og varð Gunnar
því að fara í það ,,vonbrigða”-skarð.
Skynugur maður, Bjarni Benedikts-
son.
Þokan á Mosfellsheiði og í Grafn-
ingi á næsta samræðudegi þeirra
Ólafs hefur ef til vill kallað fram þá
samlíkingu Gunnars að brottför hans
úr stóli fjármálaráðherra á miðri ver-
tíð hafi verið ráðstöfun til þess að
draga sig ,,út úr púðurreyknum”
enda viðurkennir hann það hiklaust
að hann hafi þá verið farinn að hugsa
til forsetaframboðs. Hann nefnir þó
tvær ástæður aðrar: þrjátfu ára opin-
ber erilstörf og löngun til að ljúka
doktorsriti. Ræður og tillögur á
landsfundi, sem þarna er skýrt frá,
sýna gerla að bæði hann og sam-
flokksmenn hans lita þá svo á að
hann sé að kveðja flokkspólitik.
Gunnar er nokkuð stuttorðum um
sendiherrastörfin í Höfn og eru þar
þó töluverð frásagnarefni, því að það
er alkunna að þeim gegndi Gunnar
með miklum ágætum.
í púðurreykinn
„Forsetakjör með dapurlegum
skugga” er einhver athyglisverðasti
samtalskaflinn í bókinni og fjallar
um forsetakjörið 1%8. Þar galt
Gunnar óheppilegra aðstæðna, sem
að sumu leyti má kenna þvi hve óvan-
ir menn voru því að ganga til þess
leiks. Gunnar hlaut verri útkomu en
efni stóðu til eða réttlæti gat talist.
Hann átti í raun meira fylgi og hefði
fengið það ef menn hefðu skilið betur
hve þjóðin var og er viðkvæm fyrir
því hvernig nálgast ber slíkt framboð.
Gunnar fjallar nú um þessi úrslit af
mikilli hlutlægni og skilningi og met-
ur réttilega flestar meginástæður nið-
urstöðunnar. Eina veigamestu ástæð-
una finnst mér þó vanta. Hún er sú
að mjög margir felldu sig illa við það
hve lengi hafði verið unnið að fram-
boðinu áður en kallað væri til kjörs.
Fólki virtist þetta eins og viðleitni til
þess að búa til forsetann fyrir það og
þann rétt vildu menn ekki láta taka af
sér eða rýra. Þetta varð áreiðanlega
afdrifaríkt. Og svo verður auðvitað
að hafa það í huga, að „púðurreyk-
urinn” var ekki hjaðnaður. Mökkur-
inn sást enn úti við sjóndeildarhring-
inn, þó að Gunnar væri þá ekki leng-
ur í honum.
En þetta er allt saman sagan einber.
Miklu nákomnari okkur um þessar
mundirer afturkoma Gunnarsí ,,púð-
urreykinn” og það sem siðan hefur
leitt af henni. Um það fjallar allur
siðari helmingur bókarinnar, og sú
lýsing finnst flestum nú vafalítið for-
vitnilegust. Af henni má augljóslega
ráða, að myndun núverandi rikis-
stjórnar er ekki einvörðungu að
minnsta kosti tilþrif upp úr þurru í
því skyni að ná völdum, og af löng-
um aðdraganda og málefnaágreiningi
má sjá að um annað og meira er að
ræða. í köflunum um stjórnarmynd-
unina rekur Gunnar framvindu mála
af skýrleik og hlutlægni að því er best
verður séð, en með hliðsjón af því að
leiðrétta misskilning eða missagnir
sem skotið hafa upp kolli og sýna og
sanna að hann hafi ekki gripið í gang
mála með óeðlilegum hætti né heldur
tekið fram fyrir hendur formanns
flokks síns. Eitt lítið atriði virðist þó
enn á dálitlu reiki. Það er tímasetning
fyrstu umræðu við hann um þennan
möguleika — að hann myndaði ríkis-
stjórn. Um þetta hafa orðið nokkur
blaðaskrif siðustu daga og ber vitn-
um sem leidd hafa verið ekki alveg
saman við frásögn hans í bókinni um
þetta. Menn sem við þessi mál komu i
öndverðu telja að þau hafi komist á
umræðustig nokkrum dögum fyrr en
Gunnar tilgreinir. Skýringin á þessu
getur verið sú, að menn hafi rætt um
þetta einhverjum dögum áður en það
var borið í mál við Gunnar sjálfan,
en hann miði hins vegar við það i
sinni frásögn. En þetta skiptir auðvit-
að engu máli og augljóst er að það
fór ekki á flot fyrr en forsetinn hafði
gefið þingmönnum frjálsar hendur.
Ekki verður annað sagt en samtals-
bók þessi sé á margan hátt mjög vel
gerð enda samræðumennirnir báðir
vel verki farnir. Ólafur er liðlega rit-
fær og hefur vald á góðri blaða-
mennsku. Þó finnst manni að hann
gæti stundum verið haldur tann-
hvassari í spurningurri, eggjað þær
betur eða fylgt eftir orðum sögu-
manns með spurningum til skýringa.
Það verður varla sagt með réttu að
hann gangi nærri Gunnari. Þá finnst
mér það nokkur ljóður hve lítil og
ógreinileg skil eru gerð í texta milli
spurninga og svara og það liggur ekki
ætíð þegar í augum uppi þegar litið er
yfir blaðsíðu, hvað er hans og hvað
Gunnars. Til þess þarf að lesa ofurlit-
ið kringum staðinn. Gæsalappir eru
auðvitað hvimleiðar í annarrí hverri
línu, en vel hefði farið á að nota
hæfilega leturbreytingu til aðskilnað-
ar. Þá hefði líka verið hægt að kom-
ast hjá orðum sem fylgja spumingum
til þess að ekki fari milli mála hvers
kyns er.
í bókarauka eru ýmis gögn er
varða efnið sem um er rætt, svo sem
fimmtug stefnuskrá Heimdallar sem
sýnir viðhorf í sjálfstæðismálum og
félagsmálum þar sem áhrifa Gunnars
Thoroddsen gætir. Þá er þar birt
ræða Gunnars á stúdentamótinu í
Höfn 1935, grein Gunnars úr blaðinu
Forsetakjör 1952, kaflar úr ræðu
Bjarna Ben. á landsfundi 1965, yfir-
lýsing Alberts Guðmundssonar við
stjórnarmyndunina 1980, yfirlýsing
Pálma og Friðjóns við sama tækifæri
og loks stjórnarsáttmálinn í heild.
Síðast er nafnaskrá sem er góðra
gjalda verð í slíku riti.
í fótspor Adenauers?
Ég tel að þessi samtalsbók sé góð
brúargerð milli Gunnars Thorodd-
sens og þjóðar hans og til þess fallin
að eyða ýmsum hindrunum góðs
skilnings á þeirri leið. Ég þykist vita
að margir fagna því að hann skyldi
gera svo einlæga grein fyrir sjálfum
sér og viðhorfum sínum sem þarna
birtast einmitt á þeim tíma sem henn-
ar þurfti helst við, en ekki geyma það
síðari tíma. Dómar hans um menn og
málefni eru oftast svo hógværir, og
umburðarlyndi svo mikils ráðandi,
að það vekur virðingu og traust.
Menn vita vel að slik afstaða er eng-
inn leikur þegar staðið er í miðjum
eldinum þar sem heitast brennur,
þótt það sé og eigi að vera auðvelt,
þegar dagur er að kvöldi. Bókin er
mikilvægt framlag til skilnings á
þeim atburðum sem gerðust fyrstu
dagana í febrúar 1980. Ánægjulegt er
að sjá að bókstafirnir dr. skuli ekki
látnir fylgja nafni Gunnars i bókinni
hvenær sem það er nefnt. Það segir
líka sögu.
Gunnar Thoroddsen segir einhvers
staðar í bókinni, að hann geri ráð fyr-
ir þvi að hætta alveg afskiptum af
stjórnmálum þegar forsætisráðherra-
tið hans ljúki, en hann bætir við að
ekkert fararsnið sé á sér enn. Ef til
vill má líta á það sem áréttingu þeirra
orða að síðasta myndin sem birt er
þarna er af honum á tali við Konrad
Adenauer hinn langlífa kanslara V-
Þýskalands. „Kannski Gunnar eigi
eftir að feta í fótspor hans,” segir
skrásetjari á síðustu blaðsíðunni.
Eigi þau orð að rætast dugar ekki
einu sinni næsta kjörtímabil.
Þetta er óneitanlega bók sem á full-
gilt erindi til manna þessi misserin.
Gunnar Thoroddsen og Ólafur Ragnarsson virða fyrir sér eitt eintak af bókinni.