Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir íþrótt íþrótt Viðar Simonarson — hann var i leikbanni. Viðar var í leikbanni Aflurelding úr Mosfellssveit náði sér i Ivö dýrmæt stig í baráttunni i 2. deild íslandsmótsins i handknaltleik karla á föstudagskvöldið. Þar sigruðu strákarnir úr Mosfellssveitinni Stjörnuna úr Garðabæ 23—20 eftir að hafa verið 12—7 yfir í hálfleik. Þeir Guðjón Magnússon og Sigurjón skoruðu mest í liði Aftureldingar en Gunnar Einarsson og Eyjólfur Bragason voru iðnastir við að skora fyrir Stjörnuna. í lið Stjörnunnar vantaði að þessu sinni Viðar Símonarson fyrrum landsliðsmann og landsliðsþjálfara úr FH og Haukum. Viðar var í' leikbanni í þetta sinn fyrir að gefa einum mótherja mikið „afturendaspark” í síðasta leik Stjörnunnar þar á undan. Var það spart dýrt, því Viðar hefði án efa komið Stjörnunni að góðum notum með sína miklu leikreynslu i þessari viðureign i Mosfells- sveitinni. Staðan í 2. deild islandsmótsins í handknattleik er nú: Stjarnan 7 4 1 2 1 60—148 9 ÞórVe. 7 4 1 2 140—131 9 ÍR 6 4 0 2 112—106 8 Haukar 5 3 1 1 1 18—98 7 Afturelding 7 2 2 3 1 44—150 6 Týr 6 2 0 4 127—140 4 Fylkir 7 1 2 4 138—163 4 Breiðablik 5 113 91—94 3 Næstu leikir: Haukar-ÍR á Fimmtudaginn, Þór-Týr á föstudag og Breiðablik-Stjarnan á laugardag. -klp- Sigurmarkið á síðustu sekúndum Reykjavíkurmelstarar ÍR í handknattleik kvenna löpuðu fyrir Akranesi í 1. deildinni þegar liðin mættust á Skipaskaga á föstudagskvöldið. ÍR var yfir í hálfleik 8—7 og komst siðan í fjögurra marka forustu í síðari hálfleik. En Skaga- dömurnar jöfnuðu og skoruðu síðan sigurmarkið 15—14 úr vítakasti þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Ragnheiður Jónasdóttir skoraði þá en hún gerði 6 mörk í leiknum. Laufey Sigurðardóttir gerði 4 mörk og Kristín Reynisdóttir 2 mörk. Fyrir ÍR skoruðu mest þær Erla Rafnsdóttir 4, Ásta Óskarsdóttir 4 og Katrin Friðriksdóttir 3 mörk. Staðan í 1. deild kvenna eftir þennan leik er þessi: FH 6 5 10 106—83 11 Valur 5 4 1 0 87—57 9 Fram 4 3 0 1 79—59 6 Víkingur 6 3 0 3 105—86 1 KR 5 2 0 3 85—76 4 Akranes 6 2 0 4 72—114 4 ÍR 5 10 4 76—90 2 Þróttur 5 0 0 5 63—108 0 Næstu/eikir FH-Þróttur og Fram-Valur á laugardag og KR- Víkingur á sunnudag. ÍS-dömur í efsta sæti — í 1. deild kvenna í körfuknaif- leik eftir sigur yfir ÍR Einn leikur var í 1. deild kvenna í körfuknattleik um helgina. ÍS sigraði ÍR 58—36 og tók þar með forustu í deildinni. ÍS náði sér í tvö auðveld stig í deildinni í leiknum þar á undan. Þá mættu stúlkurnar úr Njarðvík ekki til leiks á móti þeim og ÍS var þar dæmdur sigur 2— 0. Staðan í deildinni er nú þessi: ÍS 8 6 2 336—371 12 KR 6 5 1 330—224 10 Laugdælir 6 4 2 327—232 8 ÍR 7 1 6 203—245 2 Njarövík 7 1 6 170—372 2 -klp- Allt upp á gátt í úrvalsdeildinni Keppnin í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik opnaðist heldur betur aftur nú um helgina þegar bæði toppliðin, Fram og Njarövík, töpuðu sínum leikj- um. Fyrirfram var búizt við hreinuein- vigi á milli þeirra um Íslandsmeistara- titilinn og nánast skylduverk að leika leikina um þessa helgi, sem voru sið- ustu leikir þeirra i fyrri hluta mótsins. —þegar bæði Njarðvík og Fram töpuðu leikjum sínum nú um helgina En það fór á annan veg. Islandsmeist- arar Njarðvíkur töpuðu á laugardaginn fyrir ÍR í æsispennandi leik 83—84 og Reykjavíkurmeistarar Fram töpuðu svo á sunnudaginn fyrir KR í enn öðrum æsileik 58—60. Þar með hafa bæði Fram og Njarð- vik tapað tveim leikjum í deildinni og fleiri félög geta því farið að blanda sér í slaginn um titilinn eftirsótta. Bikar- meistarar Vals eiga tvo leiki i vikunni — gegn KR og ÍS — og sigri Valsmenn í þeim eru þeir ekki nema 4 stigum á eftir Fram og Njarðvík. KR-ingar geta einnig blandað sér í baráttuna með því að sigra Val á fimmtudaginn en þeir verða þá 6 stigum frá þeim efstu og 10 leikir eftir af mótinu. Báðir leikirnir um helgina voru mjög harðir, og kvarta menn í körfunni nú óspart undan því að dómararnir leyfi orðiö alltof mikia hörku. einn þeirra er Danny Shouse þjálfari Njarðvíkinga. „Körfuboltinn hér er farinn að verða Meistaramir lágu —Jón Jörundsson skoraði sigurkörfuna þegar 10 sekúndur voru eftir af leik ÍR og Njarðvíkur í úrvalsdeildinni ÍR-ingar mættu með nýjan liðstjóra, gömlu stórskyttuna Agnar Friðriksson, þegar þeir komu til leiks gegn ísiands- meisturum Njarðvikur i úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á laugardaginn. Agnar stjórnaði ÍR-ingunum þar með harðri hendi og þeir gerðu það sem hann sagði þeim að gera. Uppskeran var lika eins og til var sáð — sigur gegn meisturunum úr Njarðvikinni. „Við einsettum okkur að taka ekki fyrir nema 5 eða 10 mínútur í einu og missa þá ekki meira en 10 stigum fram úr. Regla númer eitt var þó að gera sem fæstar vitleysur og það tókst okkur,” sagði Agnar eftir leikinn. Það var allt annað og betra ÍR—lið sem lék þennan leik en liðið sem tapaði fyrir „botnliðinu” ÍS tveim dögum áður og mannskapurinn var þó sá sami. Bob Stanley lék þarna sinn bezta leik með IR frá því að hann kom til félags- ins í haust. Yfirvegaður, ákveðinn og jafnframt öruggur í skotum. Skoraði hann 37 stig og þarf góðan mann til að gera það gegn liði eins og Njarðvík. Jón Jörundsson stal þó senunni frá honum í síðari hluta leiksins. Hann fékk fljótlega 4 villur í leiknum og var þá tekinn út af. Hann var sendur aftur inn á undir lokin og var þá hreint út sagt stórkostlegur. Hann skoraði 14 stig á þeim kafla og hélt ÍR-ingunum á floti með því. Drýgstur var hann þó síðustu tvær mín- úturnar og staðan 79—79. Danny Shouse kom Njarðvík yfir, 81—79, en Jón jafnaði i 81—81. Danny kom Njarðvík aftur yfir með glæsilegri körfu, 83—81. Jón fékk boltann undir körfunni í næstu sókn og brauzt af miklu harðfylgi í gegn og skoraði. Gunnar Þorvarðarson braut á honum um leið — 5. villa hans í leiknum — og Jón fékk því 1 vítaskot fyrir það að auki. Ekki voru nema 10 sekúndur eftir af leiknum þegar þetta gerðis og pressan því mikil á Jóni þegar hann tók vítið. En hann brást ekki sfnum mönnum. Boltinn rataði rétta leiö og ÍR var þar með komið yfir 84—83. Njarðvíkingar höfðu 10 sekúndur til að skora eina körfu — og sigra þar með í leiknum — en skot Danny Shouse á síðustu sek- úndunni rataði ekki réttu leiðina og sigur IR var þar með staðreynd. Harka var mikil í leiknum og mörgum mönnum líka þungt í skapi. Einn ÍR-ingur, unglingalandsliðs- maðurmn Benedikt Ingþórsson, var til dæmis rekinn í bað af öðrum dómaran- um, Þráni Skúlasyni, snemma í fyrri hálfleik fyrir „kjaftbrúk”. Eftir leik- inn dró líka til tíðinda við tímavarða- borðið, en þar mættu Njarðvíkingar í hópum og höfðu hátt sumir hverjir. Ekkert varð þó úr neinu þar nema stór orð — aðallega í garð dómaranna, sem alltaf er gott að skella skuldinni á þegar stjörnurnar 1 uppáhaldsliðinu bregðast með öllu. Danny Shouse var áberandi í liði Njarðvíkur sem fyrr — skoraði 36 stig þrátt fyrir að hann væri oft grátt leik- inn af varnarmönnum ÍR. Valur Ingi- mundarson skoraði 16 stig og Gunnar Þorvarðarson 13. Bob Stanley skoraði eins og fyrr segir 37 stig fyrir ÍR, Jón Jörundsson 21 en næstu menn voru með þetta 4 og 6 stig hver. -klp- Brazy skoraði meira en helming stiganna —en Framliðið allt skoraði ekki nema 58 stig og KR sigraöi með tveggja stiga mun, 60 - 58 „Það má vel vera að sumir okkar hafi haldið að við værum með þetta allt í hendi eftir að ÍR hafði sigrað Njarð- vík og því ekki með hugann við það sem þeir þurftu og áttu að gera i leikn- um við KR,” sagði Bandaríkjamaöur- inn í liði Fram, Val Brazy, eftir leikinn á milli KR og Fram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Þar komu KR-ingar heldur betur á óvart og sigruðu Framara 60—58 í spennandi leik. „KR-Iiðið spilaði góðan varnarleik en við vorum líka ömurlega lélegir. Að ná ekki að skora einu sinni 60 stig í heilum leik segir svolítið um það,” sagði Brazy og virtist ekki taka tapinu neitt illa. Sóknarleikur Fram var tekur landi hans, Bob Stanley, á móti honum en hann bar sigurorð af Danny i þessum leik, skoraði meira en hann og lið hans sigraði þar að auki i leiknum. DV-mynd S. óvenjuslakur. I fyrri hálfleiknum — 20 minútum — skoraði liðið ekki nema 24 stig. KR-ingarnir voru þá aðeins betri eða með 29 stig — og það voru búnar meir en 25 mínútur af leiknum þegar Fram tókst loks að komast í 30 stigin!! Þá voru KR-ingarnir búnir að skora 42 stig, eða 12 stigum meir. Þann mun tókst Fram að brúa og vel það, þvi liðið komst yfir 53—52 þegar 4 mínútur voru til leiksloka. Þá reiknuðu menn almennt með að KR-ingarnir gæfust upp því Framliðið virtist vera allt að vakna ti! lífsins. En það var ekki aldeilis svo. Hver dellan á fætur annari var gerð á næstu mínútu og þegar 3 mínútur voru eftir var KR komið aftur yfir 60—55. Á þessum þremur mínútum voru gerð slík mistök að menn vissu ekki hvort þeir áttu að hlæja eða öskra á leikmennina. Dómararnir gerðu ekki síður vitleysur en leikmennirnir — dæmdu helzt ekki neitt — og þannig tifaði klukkan áfram. Á þessum þrem síðustu mínútum voru skoruð heil 3 stig og sáu Framarar um að skora „þau öll”. Var staðan þvi 60—58 KR í vil síðustu mínútuna en þá náðu KR-ingar boltanum og héldu honum þar til flautan gall. Af þeim 58 stigum sem Fram skoraði í leiknum gerði Val Brazy 32 stig eða rúmlega helminginn. Hann hitti þó allt annað en vel, því 14 skot átti hann þar fyrir utan sem ekki rötuðu rétta leið. Þorvaldur Gerisson skoraði 12 stig í leiknum, Guðsteinn Ingimarsson 6 stig og Símon Ólafsson ekki nema 8 stig. Hann var í strangri gæzlu hjá Stew- art Johnson í KR-liðinu og „saltaði” Stew hann gjörsamlega eins og sést á skori Simonar. Stew skoraði aftur á móti 21 stig fyrir KR en 17 skot átti hann í leiknum sem hann hitti ekki úr og þykir það ekki neitt sérlega góð nýt- ingáþeim bæ. Ágúst Líndal átti enn einn stórleik- inn með KR. Hann skoraði 17 stig og var líka mjög góður í vörninni. Jón Sig- urðsson var með 10 stig. Þeir Garðar og Bjarni náðu ekki 10 stigum, en voru aftur á móti geysigóðir i vörninni, sér- staklega þó Garðar. -klp- Haukar héldu það ekki úf — þegar þeir mættu Keflvíkingum í 1. deildinni f körfuknattleik karla ígær Keflvíkingar komu með „fullt hús” út úr fyrri hlutanum í 1. deildinni í körfuknattleik. Þeir léku sinn síðasta leik í þeim hluta — sjötta leikinn af tólf — gegn Haukum í Hafnarfirði í gær og sigruðu þar 73:65. Það var hörkuskemmtilegur leikur enda mikið í húfi. Haukarnir urðu að sigra til að hafa möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina. Þeir voru búnir að tapa tveim leikjum áður og bilið á milli þeirra og Keflvíkinga því orðið nokkuð stórt. Það leit lengi vel út fyrir að þeir ætl- uðu að verða fyrstir til að taka stig af Keflvíkingum, því lítill munur var á liðunum í fyrri hálfleiknum og langt fram í þann síðari. Þegar 12 minútur voru til leiksloka var munurinn í stiga- skorun ekki nema 2 stig, en þá náðu Keflvíkingar mjög góðum leikkafla og komust 15 stigum fram úr — 61—46. Þann mun tókst Haukunum ekki að vinna upp og urðu að sætla sig við 8 stigatap — 73—65. Tim Higgins var mjög góður í liði ÍBK og áttu Haukarnir i hinum mestu vandræðum með hann. Skoraði Tim 40 stig en Viðar Vignisson kom næstur honum með 14 stig. Hjá Haukum var Webster stigahæstur sem fyrr — skor- aði 21 stig. Hálfdán Markússon var með 18 stig og Pálmar Sigurðsson 15 stig. -klp- eins og handboltinn sem þið leikið — ekkert annað en pústrur og hrindingar. Ég cr dauðhræddur um að verða stór- slasaður í hverjum leik sem ég tek þátt f en það á ekki að þekkjast að körfu- knattleiksmaður þurfi að hugsa þannig.” Kolbeinn Pálsson liðsstjóri KR-ing- anna var á sama máli og Danny. „Þetta er orðin miklu meiri harka í körfunni núna en þegar ég var að leika. Að vísu hefur reglunum aðeins verið breytt — varnarmanninum í hag — en þetta er orðið of mikið af því góða hér hjá okkur. Dómararnir verða að tala sig saman og samræma þetta hjá sér áður en illa fer.” Staðan í úrvalsdeildinni eftir leikina um helgina er nú þessi: Fram Njarðvík Valur KR ÍR ÍS 10 8 2 826—741 10 8 2 831—753 4 627—613 5 663—693 7 758—827 8 699—777 8 4 9 4 10 3 9 1 -klp- LENSVANN4-2, TEITUR SK0RAÐI —og Laval sigraði á útivelli „Þetta var áy.ætur sigur á útivelli Staðan er nú þannig: gegn Auxerre. Niton bakvörður skor- aði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu fyrir Laval. Ég var varamaður að þessu sinni, kom inn á lokakaflann. Leikinn varnarleikur 4—4—2. Teitur Þórðar- son kom einnig inn sem varamaður hjá Lens og skoraði eitt af mörkum liðsins í 4—2 sigrinum á Tours,” sagði Karl Þórðarson þegar DV ræddi við hann í gær. Heil umferð var í 1. deildinni frönsku um helgina. Úrslit urðu þessi: Paris SG—Metz 2—0 Auxerre—Laval 0—1 Brest—Bastia 2—0 Nice—Lyon 0—0 Lens—Tours 4—2 Nantes—Montpellier 7—0 Sochaux—Monaco 1—4 Nancy—Lille 1—1 St. Etienne-Strasbourg 2—0 Valencien-Bordeaux 0—1 St. Etienne 21 13 5 3 45—18 31 Monaco 21 14 2 5 46—22 30 Bordeaux 21 11 7 3 34—22 29 Sochaux 21 10 7 4 34—26 27 Paris SG 21 10 5 6 35—22 25 Laval 21 8 8 5 25—24 24 Brest 21 8 8 5 30—31 24 Nancy 21 8 6 7 32—27 22 Lille 21 8 6 7 33—30 22 Nantes 21 8 5 8 31—24 21 Lyon 21 9 3 9 19—19 21 Bastia 21 7 6 8 29—39 20 Tours 21 8 3 10 32—32 19 Strasbourg 21 6 5 10 23—26 17 Valencien 21 6 4 11 23—37 16 Auxerre 21 5 6 10 18—38 16 Metz 21 2 11 8 16—24 15 Montpellier 21 5 5 11 19—37 15 Lens 21 5 4 12 23—36 14 Nice 21 3 6 12 19—34 12 -hsim. igjöfin áungu dömunu Litir: hvitt, blátt eða vinrautt Peysakr. 190,50 buxur kr. 98,00 Trefillkr. 73,50 Stœrðir: 10 12 14 PÓSTSENDUM W n LAUGAVEGI61. SiMI 22566 AEG UOLA GJAFIR Nú getum við boðið AEG smátæki á sérstaklega hagkvæmu verði vegna lækkunar erlendis. Notið tækifærið og kaupið jólagjöfina strax. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 XJNBANFARIN ÁR HAEA HAPPY HÚSGÖOHVERIB MJÖG VTNSÆL JÓLAGJÖF ... Og það ekki að ástæóulausu. Happy eru falleg og vönduð húsgögn sem uppfylla allar þær kröfur sem ungt fólk ger- ir til húsgagna. Hægt er að byrja smátt, t.d. með skrifboröi og bæta síðan við smám saman t.d. svefnbekk, fataskáp eða bókahillum. Happy býður upp á óteljandi möguleika og flestir finna eitthvað við sitt hæfi í Happy kerfinu. Og síðast en ekki síst... HAPPY KOSTAR MINNA EN ÞIG GRUNAR. rifeyjili HUS/Ð Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfiröi. simi 54499 AKUREYRI: Örkin hans Nóa, EGILSSTAÐIR: Verslunin Bjðrk, SAUÐÁRKRÓKUR: Húsgagnaverslun Sauðárkróks, ÓLAFSVlK: Verslunln Kassinn, IVESTMANNAEYJAFÚÞorw^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.