Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Síða 45
DAGBLAÐIÐ&VlSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. 45 Matthildur Hannesdóttir lézt 5. desember 1981. Hún var fædd 18. október 1898, dóttir hjónanna Hannes- ar G. Kristjánssonar og Einbjargar Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn. Matthildur nam ljósmóðurfræði og gerðist síðan ljósmóðir í uppsveitum Borgarfjarðar en síðar starfaði hún við hjúkrun. Matthildur verður jarðsungin í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. EIis Bergur Þorsteinsson frá Laxárdal, Álftamýri 12 Reykjavík, sem andaðist 2. desember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 14. desember, kl. 15.00. Fjóla Matthiasson, Birkiteig 18 Kefla- vík, lézt í Landspítalanum 10. desember. Guðmundur H. Jóhannsson, Kambs- vegi 34, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 15. desember Aðalfundur pöntunarfélags Náttúrulækningafólags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 14. desember kl. 21 að Laugavegi 25. Jólamarkaður Goðatúni 2 Við Hafnarfjarðarveg i sömu byggingu og Blóma- búðin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00. Andlát kl. 15. Ingibjörg (Didí) Ingvarsdóttir, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. desember kl. 16.30. Ingveldur Teitsdóttir, Skúlagötu 13 Borgarnesi, lézt 12. desember. Rósbjörg Beck verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30. Siguröur Jónsson, Bústaðavegi 69 Reykjavík.andaðist í Borgarspítalanum 10. desember. Tyrfingur Agnarsson, Bræðraborgar- stíg 22, verður jarðsunginn í dag, 14. desember, kl. 13.30 fráHáteigskirkju. Tilkynningar Næsti fræðslufundur Fugla- verndarfélags íslands verður haldinn i Norræna húsinu þriðjudaginn 15. desember 1981 kl. 8.30. Fundarefni: 90 minútna mynd um Galapagoseyj- arnar í Kyrrahafi, um fugla og dýralíf þar. önnur mál. öllum heimill aðgangur. Stjórnin. Félagar úr Alþýðuleikhúsinu í jólasveinabúning Eins og undanfarin ár fara nú félagar úr Alþýðuleik- húsinu aftur á kreik i jólasveinaklæðum. Þeir hafa samið og æft að undanförnu prógramm með ýmis- konar sprelli og uppátækjum. Ef fólk hefur áhuga á að fá jólasveinana á jólaböllin sín getur það leitáð frekari upplýsinga í simum 19567 og 20050. Jóla- sveinarnir senda öllum sínar beztu kveðjur. Ég þarf ekki að fá þessa bók lánaða. Ég frétti að hún yrði sýnd I sjónvarpinu i næstu viku. Um helgina Um helgina „VID GETUM BARA SLEPPT ÞESSU” Þótt ég meti ríkisfjölmiðlana mest fyrir fréttir og fróðleik, sem útvarpið flytur án afláts mestallan sólarhring- inn og sjónvarpið fjörgar svo með lif- andi sýningum atburða, má nota margt fleira af þessum vettvangi. Oft er það þó raunar færra en fleira, sem fellur að mínum smekk, eins og gengur, enda er almennt efnisval rfkisfjölmiölanna sniðið við ,,eitt- hvað fyrir alla” og misjafnlega tekst að raða niður. Frá helginni er fátt efirminnilegt. Útvarpið er úr öllum skorðum vegna óstöðvandi auglýsingalesturs, og er það þó ekki vant að virðingu sinni hvað snertir timamörk á dagskrár- efni. Það er því úr þessari sögu, nema fréttirnar. Þáttur Ómars Ragnars- sonar í sjónvarpinu, Stiklur, var að venju lifandi og að ýmsu leyti vel gerður. Landlýsingar Ómars eru oft frábærar og fundvísi hans á athyglis- vert efni er viðbrugðið. „Loks er spurt” hétu endalokin á spurninga- þætti sjónvarpsins, og var þátturinn nú loksins orðinn sæmilega slípaður. Var að honum allgóð skemmtun og mátti ekki seinna vera. Fréttir í útvarpi og sjónvarpi ganga í byigjum, sem fara greinilega jafnt- eftir dugnaði fréttamanna og sveifl- um í viðburðum. Fréttirnar eiga það því jafnvel til að verða að engu. Þessa helgi voru þær rétt í meðallagi. Annars hef ég mestar áhyggjur af íþróttafréttunum, sem falla mjög að sumum hugðarefnum mínum. Hjá útvarpinu eru þær málamyndaliður, sem er greinilega undir kaflaheitinu: „Við getum bara sleppt þessu”. Framhaldssyrpurnar í iþróttaþætti sjónvarpsins eru einnig oft vísbend- ing um vandræðaefni. Bæði í útvarpi og sjónvarpi er úr hófi kastað til höndunum við flutning innlendra iþróttafrétta. Þar þyrfti að gera bragarbót. Herbert Guðmundsson. Afmæli 90 ára er i dag Valdemar Jónsson i Álfhólum, Vestur-Landeyjum. Valdimar verður að heiman í dag. 75 ára er i dag, 14. desember, Þor- grímur Hermannsson, bátasmiður á Hofsósi. Mánudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiö kl. 14.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiö kl. 21.00 Tjarnargata 5 (91-12010) Græna húsiö. Kvennadeild uppi kl 21.00 Tjarnargata 3 (91-16373 . Rauða húsiö kl. 18.00 Tjamargata 3 (91-16373). Rauðahúsið kl. 21.00 Langholtskirkja (opinn) kl. 21.00 LANDIÐ Akureyri, (96-22373) Geislagata 39 kl. 21.00 Dalvík, Hafnarbraut 4 kl. 21.00 Hafnarfjörður, Austurgata 10 kl. 21.00 Hvammstangi, Barnaskóli kl. 21.00 Mosfellssveit, Brúarland kl. 21.00 Raufarhöfn, Hótel Noröurljós kl. 21.00 Selfoss, (99-1787) Sigtúnum 1 kl. 21.00 Suðureyri Súgandafirði, Aðalgata kl. 21.00 Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 kl. 20.30 Ferðafélag íslands Áramótafcrö í Þórsmörk 31. des.—2. jan.; brollför kl. 07. Gönguferðir eftir þvi sem birtan leyfir, áramóta- brenna, kvöldvökur. Ef færð spillist svo, að ckki yrði unnt að komast i Þórsmörk, verður gist í Hér- aðsskólanum að Skógum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, öldu- götu 3. Afsökun Opið bréf Jóhönnu Birgisdóttur blaðamanns til Sverris Haraldssonar læknis birtist hér í blaðinu á laugardag- inn fyrir mistök. Við hörmum þau og biðjumstá þeim afsökunar. -Ritstj. KVIKMYNDAMARKAÐURINN VIDC0 • TÆKI • FHMUR SKÓLAVÖRÐUSTtG 19 (KLAPPARSTtGSMEGIN) - SiM116490. FATABREYTINGAR Breytum og lagfærum fatnaðinn á alla fjölskylduna. Lagfærum einnig mokkajakka og -kápur. Buxumar með víðu skálmunum eru komnar úr tízku. Ath. Það er hægt að gera þær sem nýjar. Fataviðgerðin Drápuhlíð 1. Ýmislegt Fundir ÉíbIWpMí Þettá er önftur hljómplata hans í sevintýraflohknum. í fyrra kóm ót wSóng0evintýrið“ me5 eevintýrunum um Rauðhettu og Hans & Gétu §em geröj stormandi lukku hjáyngri kynslóðímii, Nú eru ELDFÆRIN komin á markaö, og ekki minnkar spennan. Flytjendur eru m.a. Gylfi Ægisson, Hermann Gefið eftírminnílega sióf gggg~vintýri ■ í Öllum hljómplotuverálunum. Dreifing sloinorhf Utgefandi ONG'pFT--H ? jí.jp' plli Py i J y § ik BPm &}laÍisogGnlta ' •^ ‘sV ___ jÉrjjult. Tlr!' 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.