Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Page 29
37
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981.
I gærkvöldi
Með þokkalegra móti...
Dagskrá útvarps var með þokka-
legra móti í gærkvöld og raunar
skemmtileg á köflum. Mér þykir þó
þættinum þeirra Sigmars og
Arnþrúðar, Á vettvangi, hafa hrakað
nokkuð að undanförnu. Oft hafa
verið þar á ferðinni skemmtilegar og
vel útfærðar hugmyndir, en nú upp á
síðkastið hefur þeim fækkað
verulega. Og langlokur um ferðir
flugfélaganna finnast mér varla eiga
heima í svona þætti. Þar kemur til
kasta fréttastofu.
Aftur á móti virðist leikritagerð í
útvarpi vera að færast til betri vegar.
Undanfarin ár hefur verið sparað
mikið, of mikið, við gerð leikrita.
Leikendur hafa verið þetta tveir, þrír
í hverju verki. í gærkvöld kvað við
annan tón. Þá fengu útvarpshlust-
endur að heyra marga ágæta leikara í
bráðfjörugu leikriti. Efni þess var ef
til vill langt fyrir utan og ofan allan
veruleika. En hvað gerir það til?
Kvöldstundin hans Sveins Einars-
sonar stendur alltaf fyrir sínu. Og
gaman er að fylgjast með ferðalagi
Jónasar Guðmundssonar, ásamt
„vísitölufjölskyldu” um bakka
Rínar. Þetta eru þættir, sem vert er
að hlusta á.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Andlát
Guðrún Aðalbjörg Richter Stefáns-
dóttir lézt 8. desember 1981. Hún var
fædd 21. maí 1921. Guðrún var yngst
10 systkina. Hún giftist Gunnlaugi
Guðmundssyni og stofnuðu þau
heimili á Akureyri en fluttu til ísa-
fjarðar 1943. Til Keflavíkur fluttu
þau árið 1971 og síðast var heimili
þeirra hjóna Lyngmóar 7 í Ytri-
Njarðvík. Guðrún og Gunnlaugur
eignuðust fimm börn. Hún var
jarðsungin í morgun, 18. desember, frá
Fossvogskirkju kl. 10.30.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, Brautarholti
5 Ólafsvík, lézt 9. desember 1981. Hún
var fædd á Eyrinni á Arnarstapa 16.
maí 1895. Foreldrar hennar voru
hjónin Steinunn Vigfúsdóttir og Sigur-
geir Árnason. Þau eignuðust sex dætur
og var Guðrún elzt þeirra. Hún giftist
Guðbrandi Jóhanni Guðmundssyni.
Þau eignuðust sex börn, fimm syni og
eina dóttur, en elzta soninn misstu þau
í bernsku. Guðrún verður jarðsungin
frá Ólafsvíkurkirkju í dag kl. 13.30.
Anna Jónsdóttir Reiners hjúkrunar-
kona, sem lézt í Borgarspítalanum 15.
desember, verður jarðsungin frá
Hvammstangakirkju laugardaginn 19.
desemberkl. 11.
Ásgeir Jóhannsson frá Kálfholti and-
aðist að kvöldi 15. desember að heimili
sínu, Mánavegi 5 Selfossi.
Fjóla Matthíasson, Birkiteigi 18 Kefla-
vík, verður jarðsungin frá Keflavíkur-
kirkju laugardaginn 19. desember kl.
14.
Guðrún Aðalheiður Benediktsdóttir frá
Torfustöðum, Heiðargerði 104 Reykja-
vik, er látin. Jarðarförin hefur farið
fram.
Markrún Felixdóttir, Mjósundi 3
Hafnarfirði, andaðist St. Jósefsspítala
þriðjudaginn 15. desember.
Sigurður Hannesson, Stóru-Sandvik,
Flóa, sem varð bráðkvaddur að heimili
sínu 11. desember sl., verður jarðsung-
ien frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
19. desember kl. 14.
Sverrir Sigurðsson kaupmaður, Lind-
arbraut 45 Seltjarnarnesi, er látinn.
Afmæli
70 ára er f dag, 18. desember, Júlíus
Jóhannsson frá Siglufirði. Hann er til
heimilis að Þórufelli 12.
Viðunandiskamm-
fímasamningur
— segir Þórhallur
Slæm villa slæddist inn í tilvísun í
kjallaragrein Þórhalls Halldórssonar í
blaðinu í gær. Stóð þar að greinar-
höfundur teldi skammtímasamning
BSRB og ríkisins „óviðunandi” en átti
að vera „viðunandi” eins og glöggt
kemur fram í greininni.
^jARAKJöj?
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON
skrifar bók sem er skráning
alls í senn:
Leitar skáldsins að óvininum
sem œtlar að tortíma heiminum
í kjarnorkustyrjöld,
hversdagslega skáldlegs lífs
í Reykjavík,
vonar, vonleysis og ótta,
tilhlökkunar og eftirvœntingar
verðandi föður.
Frásögn
full af ádeilu og skopi,
fleyguð Ijóðum
og hversdagslegri lífsspeki.
ALMANAK JÓÐVINAFÉLAGSINS
Ijóðsaga
eftir
ÓLAF HAUK SÍMONARSON
Máll^log menning