Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 1
49. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982.
frjálst, úháð dagblað
Jósteinn
í 4. sæti?
„Það er rétt, ég átti viðræður um
helgina við Hrólf Halldórsson, einn
uppstillingarmanna, þar sem ég bauð
það, að ég skipti á sæti við Sigrúnu
Magnúsdóttur, þannig að ég tæki
fjórða sætið á listanum, en hún það
þriðja,” sagði Jósteinn Kristjánssori,
einn frambjóðenda Framsóknarflokks-
ins til borgarstjórnar, i samtali við DV,
en eins og kunnugt er hafnaði Jósteinn
í þriðja sæti listans í prófkjörinu á dög-
unum.
— Er það vegna þrýstings frá ein-
hverjum innan flokksins, sem þú gerir
þetta?
„Nei. alls ekki, ég tók það upp hjá
sjálfum mér. Ég held að mun sterkara
sé fyrir okkui að hafa tvær konur í
þremur efstusætunum.auk þess sem ég
er sannfærður um, að Framsóknar-
flokkurinn fær toppfylgi í
kosningunum, svoég flýginn.”
— Verður þessu boði þínu tekið?
„Já, ég á fastlega von á því. Það er
mikil samstaða innan flokksins og mér
sýnist mönnum lítast mjög vel á þetta,”
sagði Jósteinn Kristjánsson.
Listi Framsóknarflokksins hefur þó
ekki endanlegaverið ákveðinn, en vonir
standa til, að hann verði birtur ein-
hvern næstu daga. -KÞ
Prentararhættu
vinnu íBlaðaprenti
Bókagerðarmenn í Blaðaprenti
lögðu niður vinnu í morgun. Vinnu-
stöðvunin er tilkomin vegna þess að
þessum mönnum hafði öllum verið sagt
upp störfum og rann samningstími
þeirra út í morgun. Viðsemjendur
þeirra buðu hins vegar áframhaldandi
vinnu í einhvern tíma og var tilboðið
lagt fyrir fund í prentsmiðjunni í morg-
un. Það var fellt.
Að sögn Sveinbjörns Stefánssonar
trúnaðarmanns átti að bíða fram eftir
degi og sjá til hvort nýtt og betra tilboð
bærist. Færi svo ekki hugðust bóka-
gerðarmenn ganga út.
Geri þeir það eða sitji áfram í dag að-
gerðalausir koma dagblöðin Tíminn,
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið ekki út í
fyrramálið. Þessi blöð hyggjast hætta
að verulegu leyti að notfæra sér þjón-
ustu Blaðaprents. En þau eru hins
vegar ekki tilbúin enn með eigin prent-
aðstöðu og verða líklega ekki fyrr en í
fyrsta lagi um næstu mánaðamót.
Hvernig prenta á blöðin fram að því er
alls óljóst. _DS
Milli 80 og 90 prósent hjúkrunar-
fræðinga á ríkisspítölunum, Landakoti
og hinum ýmsu stöðum útum landið
hafa sagt upp störfum. Taka fyrstu upp
sagnirnar gildi 15. maí.
„Þetta stafar fyrst og síðast af
óánægju með kjör, svo og óheyrilegu
álagi vegna skorts á hjúkrunarfræðing-
um,” sagði Sigrún Óskarsdóttir, vara-
formaður Hjúkrunarfélags íslands, i
Samtali við DV. „Málin hafa mikið
verið rædd okkar á milli enda ekki
mannsæmandi laun sem hjúkrunar-
fræðingum er boðið upp á og ástæðan
fyrir þvi að þessi leið var valin er ein-
faldlega sú að við töldum hana þá einu
sem vænleg væri til árangurs.”
Sigrún sagði að þótt náðst hefði sam-
komulag við borgina um helgina og við
ríkið stuttu áður væri hér aðeins um
aðalkjarasamninga að ræða, sérkjara-
samningarnir væru eftir, en hjúkrunar-
fræðingar krefðust þess meðal annars,
að byrjunarlaun þeirra væru greidd
eftir 16. launaflokki, en ekki þeim 11.
eins og nú tíðkast.
Þá sagði hún og að áðurnefndar
uppsagnir væru mjög almennar. Þeir
fáu sem ekki hefðu sagt upp væru
hjúkrunarfræðingar er væru í eða á
leið í barnsburðarleyfi, námsleyfi eða
að komast á ellilaun. Nefndi Sigrún
meðal annars að í Keflavík væru upp-
sagnirnar 100 prósént, 75 prósent á Vif-
ilsstöðum og 80 prósent á Landakoti.
Þá væru og almennar uppsagnir á
Landspítala, Kleppsspítala, í Vest-
mannaeyjum, á Selfossi og í Hafnar-
firði, svo eitthvað væri nefnt.
Þess má geta að þegar um slíkar
fjöldauppsagnir er að ræða hefur ríkið
heimild til að framlengja uppsagnar-
frestinn um þrjá mánuði.
-KÞ
Leyfum úthlutað til
29 leigubOstióra
Tæplega 30 leigubílstjórum var
úthlutað atvinnuleyfum um helgina og
eru þá um 570 slík leyfi í umferð á höf-
uðborgarsvæðinu.
„Af þeim 29 leyfum sem úthlutað er
nú eru 11, sem gerð voru upptæk hjá
þeim Steindórsmönnum,” sagði
Ármann Magnússon, formaður úthlut-
unarnefndar atvinnuleyfa, í samtali við
DV. „En samkvæmt okkar lögum og
reglugerðum hafa þeir gerzt brotlegir
og refsing gegn því er atvinnuleyfis-
svipting.”
Ármann sagði ennfremur að nú
hefðu borizt 57 umsóknir en við
úthlutun væri starfsaldur látinn ráða,
nema sérstakar ástæður mæltu gegn
því. Að þessu sinni hefðu óvenjumargir
fengið úthlutað og allir atvinnuleyfis-
hafar hefðu starfað þrjú ár eða lengur
viðakstur. _KÞ
Loigubílstjórarnir 29 sem úthhitað var atvinnuloyfum um helgina.
(DV+nyndBj. BJ.)
Hjúkrunarfræðingar grípa til róttækra aðgerða:
Almennar uppsagnir
ríkisspítíölunum
—Fyrstu uppsagnir taka gildi 15.maí
Lárusopnaði
markareikning
sinníBelgíu
— sjáSsíðna blað-
auka um íþróttér
DVáleikjum
PétursGuð-
mundssonarí
New York
— Sjá8síðna blað-
auka um íþróttir
•
Áðuróþekktar
örverurfínnast
íhveravatni
— sjábls.2
íslendingará
skoiskónum
íV-Þýzkalandi,
Belgíuog
Frakkíandi
-Sjá8sí»nablað-
auka um íþróttir
Ávextir
hækkamest
— sjáneytendur
bls.6-7
Álskallarallaballa
týnaglæpnum
— sjá Svarthöfða
bls.4
Þúogéggera
þaðgottíJapan
— sjá Sviðsljós
bls.45
Aðlokinnitón-
listarvikuFÍH
-sjábls.30
Kvikmyndadálkur DV:
Mánudagsmyndin
— sjábls.31
Sighvatursendir
allaböllum kveðjur
— sjá kjallara bls. 13