Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Nýjustu tízkulampamir á ótrú- lega hagstœðu verði. (Jtsölustaðir: CORUS Hafnarstræti 17 — Sími22850 Sórverzlun meO gjafavörur. ÚTSALA Áður Nú íþróttaskór kr. 155,- • 95,- Kveninniskór — 140,- 50,- Barnainniskór — 60,- 15,- Kvenskór — 330,- 200,- Danskir kuldaskór . . — 527,- 295,- Enskirkjólar — 490,- 295,- Pils — 310,- 170,- Þykkarsokkabuxur . — 120,- 65,- Háskólabolir — 96,- 65,- Karlmannaskyrtur . . — 101,- 60,- Gallabuxur — 290,- 150,- Vatteraðar úlpur . . . — 350,- 240,- Barnakjólar — 130,- 85,- Hvítar barnaskyrtur. 111,- 85,-1 Auk þess handklæði, peysur, stuttermabolir, sokkar o. fl. VALFELL SfF Akranesi RÓM, Keflavík AMARÓ, Akureyri TANGINN, Vestm.eyjum L ÝSING S/F, Reykjavík. DOMUS ;ron)) KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS MEÐ NÍÐSTERKRI STALKLÆONING PVChud Stálklæðning með níðsterkri PVC-húð. Mikið litaúrval, allir fylgihlutir. Setjið stálklæðningu með PVC-húð á þök og veggi. Þarf aldrei að mála. Varnaleg og falleg lausn. Leitið upplýsinga. Við gerum verðtilboð og ráðleggjum ef óskað er. 9ingavoruvsr* la o Trjjjvfl Hannessonnr SIOUMÚIA 37 - SlMAR 83290-83360 Nýting frítíma og áhugamál á lífeyrísaldrínum Ljóst er að á næstu árum munu lífeyrismál og staða fólks á vinnu- markaði breytast. Vegna nýrrar tækni og hagræðingar mun vinnu- tími styttast og lífeyrisaldur að likindum færast neðar. Þetta er sú þróun sem flestir telja sig sjá fyrir. Um hitt er minna rætt, hvernig eigi að bregðast við slíkri framtíð. Fljótt á litið virðist um tvo kosti að velja. Annars vegar er sá möguleiki að frítími mannsins, og elli þá meðtalin, verði að meira eða minna leyti bið eftir tímanum, skipulagslitil leit að einhverri afþreyingu. Hins vegar gefur aukinn fritími möguleika á lífsfyllingu sem gerir hverja stund að tilhlökkunarefni og hvern dag að nýjum áfanga i frjóu starfi að marg- víslegum áhugamálum. Einmanaleiki Nýting frítíma og tómstunda er mjög persónubundin. Til eru þeir sem eru sjálfum sér nægir og finna sér ætíð eitthvert verk að vinna. Aðrir eru þannig staddir að þeim reynist erfitt að hafa ofan af fyrir'sér. Enginri vafi er á því að mjög margiriseni komnireruá lífeyrisaldur, eða Itafa af öðrum orsökum fallið út af hinum hefðbundna vinnumarkaði, búa við mikinn einmanaleika. Margt fólk vantar beinlinis hentug verkefni til að glíma við, verkefni sem gefa meira en sú einfatda afþrey- ing sem nú er fyrir hendi. Ég tel að þeir sem eitthvað þekkja til viðurkenni þessar staðreyndir. Það er þess vegna timabært að huga að Hrafn Sæmundsson þessu máli í fullri alvöru og af fullu raunsæi. Aðlögunartími Það er að mínu mati ekki raunsæi að bíða með aðgerðir í þessu efni eftir því að einstaklingurinn nái lífeyris- aldri. Að byrja fyrst að hugsa um nýtingu frístunda eftir að 67 ára aldri er náð. Öll starfsemi sem nú er í gangi til að hafa ofan af fyrir öldruðu fólki er að vísu allrar virðingar verð og hana ætti að auka til mikilla muna. En fyrir framtíðina verður að taka upp nýjar starfsaðferðir jafnframt. Fyrst og fremst verður að byrja undirbún- ing ellinnar miklu fyrr. Ég hef oft reynt að benda á líu ára aðlögunartíma á undan aldursmarki lífeyrisþega sem hæfilegt tímabil til að vinna skipulega að undirbúningi ellinnar. Auðvitað ætti einstaklingurinn sjálfur að vinna af eigin hvötum aö þessu verkéfni fyrst og fremst. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að sköpuð séu ytri skilyrði til að gefa fólki möguleika á fleiri kostum. Stefnumörkun Það vantar stefnumörkun í þessum málaflokki. Það va .tar heildaryfir- sýn yfir þetta auða rúm í ævi manns- ins. Alveg á sama hátt og skólakerfi okkar miðast við vissar þarfir ei.-- staklingsins á starfsaldri ætti að huga að þessu máli á svipaðan hátt í sam- bandi við nýtingu frítímans. Svo dæmi sé tekið um skipulagða starfsemi fyrir þá sem stefna að ein- hverju starfi eða frama í atvinnulíf- inu eða listum þá mættu sömu aðilar beina starfi sínu einnig beint að undirbúningi undir aukna frítíma og elli. Skólakerfi (fullorðinsfræðsla), leiklist, tónlist, handmennt, málara- list, bókmenntir og .nargar aðrar greinar, gætu beint starfi sínu meira skipulega að því verkefni að gefa al- menningi kost á nýrri innsýn með það fyrir augum að nota þá þekkingu i auknum irítíma. Andieg veiferö Á þessu ári beinum við athygli að öldruðu fólki. Sú ánægjulega þróun hefur orðið að komin er á skrið mikil starfsemi og miklar fram- kvæmdir sem koma öldruðunt að haldi. Þarna er byrjað að_ greiða upp í mikla vanræksluskuld við þennan aldurshóp. En við meguni ekki gleyma því að andleg velferð og lifsfylling er for- senda fyrir sæmilegri elli. Þess vegna megum við ekki festast í efnislegum hlutum og einblína á byggingar og rekstur. Hrafn Sæmundsson ^ „Fyrir framtídina veröur aö taka upp nýjar starfsaðferðir jafnframt. Fyrst og fremst veröur að byrja undirbúning ellinnar miklu fyrr,” segir Hrafn Sæmundsson í grein sinni þar sem hann fjallar um lífeyrismál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.