Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982.
13
Jón Óttar Ragnarsson
Samhliða velmegun eftirstríðs-
áranna reið svo steinsteypuöld yfir
eins og holskefla. Þar með hófst nýtt
tímabil i umhverfismótun og húsa-
gerð hér á landi, tímabil sem enn er
engan veginn lokið.
Steypan var að mörgu leyti
erfiðari viðureignar en viðurinn og
járnið. Fyrir bragðið urðu húsin
klunnalegri, kuldalegri og umfangs-
meiri en timbur- og bárujárnshúsin.
Á tímabilinu frá 1950 lil 1980 voru
byggð mörg ósjáleguslu hús í íslands-
sögunni. Forljótar blokkir dreifðust
um borg og bí. Vöruskemmum og
verksmiðjum var hróflað upp á
mörgum fegurstu blettum landsins.
Ekki tókst betur til á ýmsum
öðrum sviðum. Göngugötur,
aðlaðandi miðbæir með notalegum
veitingastofum og kaffihúsum voru
lengi vel nær óþekkt fyrirbæri í
þjóðlifinu.
Þess í stað settu hallærisplön og
sjoppugöt svip sinn á næturlífið, ekki
síst hjá unglingunum. Þau slys verður
að skrifa á kostnað þeirrar hug-
myndafræði sem hér réð rikjum.
Samt er ekkert skrítið að svona
skyldi fara. Eftir margra ára slen og
doða varð þróunin skyndilega svo ör
að nær öll tengsl við fortið og nállúru
rofnuðu á einum áratug.
Sennilega fór hér saman oftrú á
iðnbyltinguna, efnishyggju sósíalism-
ans, en þó ekki síst viss skortur á fjöl-
breytni, borgaralegum hefðum og
vísindalegri hugsun í íslensku þjóð-
félagi.
Auk þess var í miklu ríkara mæli
farið að gæta þeirra velmegunar-
einkenna sem áður var minnst á.
Hvort það er úrkynjun eða byrjunar-
örðugleikar nýríks samfélags skal
ósagt látið.
A síðustu árum hefur ástandið
verið að skána. Sumpart vegna al-
þjóðlegra strauma, sumpart vegna
innri breytinga í þjóðfélagsgerðinni
hefur islenskt samfélag verið að lifna
við.
Þessi breyting hefur m.a. valdið
því að við umhverfismótun er nú lögð
vaxandi áhersla á það fjölbreytilega
og manneskjulega. Gildir það jafnt
um húsagerð sem á öðrum sviðum.
Nú eru aftur að koma fram
mannvirki sent jafnast á við það
besta sem hér hefur verið gert á því
sviði. Enn er um tiltölulega fáar
byggingar að ræða en mjór er ntikils
vísir.
Þá hafa veitingahús og kaffistofur
sprottið upp eins og gorkúlur á und-
anförnum árum. Loks er hægt að
fara út að borða án þess að bera stif-
an flibba og troðna buddu.
Jafnvel hugmyndir um víðtækar
göngugötur virðast njóta vaxandi
vinsælda meðal þjóðarinnar. Og
meira að segja eru einhverjir farnir
að hyggja að félagsþörfum ungling-
anna fyrir aivöru.
Þessari þróun þarf að fylgja eftir.
Ef tekst að losna við eitthvað af því
kaldranalega í íslensku þjóðfélagi
leysast sennilega ýmis félagsleg
vandamál í leiðinni.
En jafnframt þurfum við að gæta
þess að ríkið rétti okkur ekki alla
hluti upp í hendurnar. Við þurfum að
læra að standa á eigin fótum, læra að
stjórna okkursjálf.
En umfram allt eigum við að hefja
fegurðina til öndvegis í allri
umhverfismótun. Aðeins með því
nióti verða vcrk okkar samboðin
þeirri náttúru og sögu sem íslenskt
samfélagbyggirá.
Jón Öttar Ragnarsson,
dósenl.
NOKKUR ORD TIL
ÓBREYTTRA ALÞÝÐU-
BANDALAGSMANNA...
Samkvæmt skoðanakönnunum
Dagblaðsins og Visis hefur fylgi
Alþýðubandalagsins farið jafnt og
þétt minnkandi í u.þ.b. heilt ár.
Auðvitað ber ekki að taka niður-
stöður skoðanakannana bókstaflega.
Eins og formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins hefur bent á
sýnir þó reynslan, að skoðana-
kannanirnar gefa vísbendingu um
meginstrauma i pólitíkinni. Ýmsar
aðrar vísbendingar um stöðu stjórn-
málaflokkanna benda aukin heldur í
sömu átt og skoðanakönnun DV.
Óánægja og áhugaleysi flokksbund-
ins alþýðubandalagsfólks leynir sér
t.d. ekki í forvali flokksins til undir-
búnings sveitarstjórnarframboðum.
Á sama tíma og þátttakendur i próf-
kjörum annarra stjórnmálaflokka
skipta hundruðum í Reykjavík
þúsundum; koma aðeins örfáir tugir
til þátttöku í prófkosningum Alþýðu-
bandalagsins og það enda þótt kven-
fólkið í flokknum sæki stíft á i
þessum prófkosningum, sem ætti að
öllu eðlilegu aðauka þátttöku.
Smáflokkur?
Áhugaleysið fyrir prófkosningum
Alþýðubandalagsins samanborið við
árangur annarra flokka er svo í augu
stingandi, að Þjóðviljinn er hættur
alvarlegrar umræðu í flokknum um
stöðu hans og stefnu þá er Ijóst, að
flokksforystan mun leggjast gegn
því, að slik umræða fái að fara fram
innan flokksins. Þetta er þveröfugt
við afstöðu okkar Alþýðuflokks-
manna, þegar við töldum margar vís-
bendingar, m.a. skoðanakannir
Dagblaðsins og Vísis, gefa til kynna
veika stöðu flokks okkar. Þá efndum
við til funda stofnana flokksins, s.s.
eins og þingflokks, framkvæmda-
stjórnar, flokksstjórnar, stjórnar
verkalýðsmálanefndar og í flokks-
félögunum til þess að ræða stöðu
okkar og störf og lögðum þar grund-
völl að bæði aukinni starfsemi og
nýjum málatilbúnaði, sem hefur nú
skilað árangri. Slíkt á auðsjáanlega
ekki að gera i Alþýðubandalaginu.
Það var svo sem rétt eftir forystunni
á þeim bæ.
Hennar viðbrögð eru þvert á móti
þau að forherðast enn frekar í
þrjósku sinni um að allt hafi verið
rétt og satt, sem hún hafi gert.
Gremju sinni beinir flokksforystan
að kjósendum og flokksfólki eins og
skrif ritstjóra Þjóðviljans eru dæmi
um og beinlínis ávítar þetta fólk fyrir
að vilja ekki skilja og samþykkja, að
Alþýðubaúdalagsráðherrarnir í
ríkisstjórninni séu brjóstvörn launa-
fólksins, að þeir séu að verja það
fyrir heimskreppunni, að þeir séu að
Kjallarinn
Sighvatur Björgvinsson
gjarnir flokkaflakkarar, aðallega úr
Framsóknarflokknum, sem líta á
stjórnmálin sem burtreiðar eða
íþróttakappleik; gáfumannafélög og
hvítflibbaklikur af Þjóðviljanum;
áhugamenn um opinber skýrslu-
gerðir; atvinnumenn i starfshópagerð
og aðrir slíkir en frá var þokað
áhrifum óbreylts alþýðufólks og
verkalýðssinna, sem gefið höfðu
Alþýðubandalaginu sitt „jarðsam-
Niðurstöður skoðanakönnunar DV:
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur um 50 af hundraði
—afþeimsemtakaafstUðu—þríðjungurkiósendaóákveðínn —Alþýðubandalagtapar
—Mþýðuflokkurhjamr við—S)á nánará Ws. 4—5 ogbaksftu
SjálfstæOuflokkurinn nýtut nú
fylgii um 50 af hundraOi þeirra kjós-
cnda. scm taka afstOOu. En þriðji
hver kjósandi lekur ckki afstðOu —
er óákveOinn. Þetta eru niOurstóOur
skoðanakónnunar DV um fylgi
flokkann -.
Af þcim sem taka afstóOu scgjast
50,2% mundu kjósa SjálfstæOis-
flokkinn cf þingkosningar færu fram
nú. Þetta er 3,4% minna en flokkur-
inn haföi i kðnnun I október en
12.9% meira en listar sjálfstæöis-
manna fengu samtals I siOustu kosn-
ingum. Samkvæmt þcssu gæti Sjálf-
stæötsflokkurinn fengiö 30 þingmenn
ogbættviO sig 8.
Framsóknarflokkurinn nýtur sam-
kvæmt kðnnuninni fylgis 22,7% af
þcim sem taka afstðöu. Þctucr0,4%
minna en flokkurinn ftkk I kðnnun i
októbcr og 2,2% minna en hann
haföi f siöustu kosningum.
Oera má ráö fyrir að Framsókn
græöi cinn þtngmann á kjðrdæma-
skipaninni. Samkvæml kðnnuninni
fær Framsókn 14 þingmenn, sem
væri 3ja þingmanna tap.
Tap Atþýóubandalagsins, sem sésl
hefur i skoöanakðnnunum siöustu
mánuöi, heidur áfram. Alþýðu-
bandalagiö hefur samkvæmt kðnn-
uninni fylgi 13,4%. Þafl er 1,2%
minna en var i oklóber og 6,3%
minna en i kosningunum. Alþýðu-
bandalagifl tapaöi samkvæmt þ\l 2
þingmðnnum og fengi 8.
AlþýöuflokLurinn hjarnar nokkuð
viö samkvæml þessari kðnnun cftir
að hafa veriö lengi i miklu tapi. Al-
þýöuflokkurinn fær 13.7% fylgis
þeirra, sem laka afsiðöu. Þaö er
4,9% meira en var i októbcr en santt
3,7% minna cn i kosningunum.
Ftokkurinn fcngi samkva
þingmenn og tapaöi 2.
I þvi 8
að skýra frá fjólda þátttakenda en til-
greinir þess í stað þátttakendafjöld-
ann sem hlutfall félagsbundins fólks.
Sé félagsbundið fólk i Alþýðubanda-
laginu ekki fleira en þessi hlutfalla-
reikningur Þjóðviljans gefur til
kynna, þá er Alþýðubandalagið sem
félagsmálahreyfing miklu veikara en
nokkurn óraði fyrir — raunar lang-
veikasti flokkur landsins. Sé það rétt
gerbreytir það þeirri ímynd af
Alþýðubandalaginu, sem allur al-
menningur hefur haft. Mér kernur
hins vegar ekki til hugar að saman-
lagður fjöldi flokksbundins Alþýðu-
bandalagsfólk i Reykjavik sé ekki
rnikið yfir 700, flokksbundið
Alþýðubandalagsfólk i Hafnarfirði
ekki öllu fleira en á áttunda tug
o.s.frv. Hlutfallareikningur Þjóðvilj-
ans, þegar hann skýrir þátttökuleysið
í forvali Alþýðubandalagsins, ætti að
tákna, að flokksbundið Alþýðu-
bandalagsfólk á íslandi séekki mikið
yfir 2000—2500 manns. Slíkur
smáflokkur er Alþýðubandalagið
ekki — þaðer fráleitt — en þeini mun
alvarlegri visbending er þá líka þátt-
tökuleysið í forkosningunt flokksins.
Þegar afstaða hins traustasta
kjarna i fylgi stjórnmálaflokks, sem
flokksbundna fólkið er, er slik að
það mætir ekki til leiks, þegar
ákvarða á framboð flokksins, þá er
stjórnmálaflokkur i alvarlegum
vanda staddur.
Viðbrögðin.
Ef marka má viðbrögð formanns
Alþýðubandalagsins við því áliti for-
manns þingflokksins, að niðurstöður.
skoðanakannana DV gæfu tilefni til
vernda þjóðfrelsi þess, að þeir séu að
verja kaupmátt þess o.s.frv.
— Það er ekki við okkur að sakast,
segir flokksforystan um stöðugt
fylgistap flokksins. Allt, sem við
gerum og segjum, hefur verið og er
rétt. Um það þarf ekkert að ræða og
það verðurekki rælt!
— Sökin er öll hjá ykkur, segir
þessi sama forysta við fólkið. Þið
skiljið ekki hvað við erum fyrir ykkur
að gera. Þið vitið ekki hvað við
leggjum á okkur. Þið vitið ekki
hvaða voði ykkur er búinn ef við
breytum stefnu okkar eða störfum.
Þetta eru viðbrögð forystu
Alþýðpbandalagsins eins og þau birt-
ast á síðunt Þjóðviljans — svör
hennar við ábendingunt þingflokks-
formannsins og stöðu. Ekki þarf ég
að harma það. Treysta má því, að
þrjóska og óbilgirni flokksforystu
Alþýðubandalagsins verði a.m.k.
ekki steinn í götu Alþýðuflokksins og
ekki er hún hcldur líkleg til þess að
styrkja aftur stöðu Alþýðubanda-
lagsins, sem verið hefur nú unt skeið
andstæðingur Alþýðuflokksins á svo
til öllum sviðum þjóðmála.
Til umhugsunar.
Þó verður því ekki neitað, að þegar
horft er yfir svið islenskra stjórnmála
með nokkuð víðari sjóndeildarhring
en aðeins til þessa árs og e.t.v. þess
næsta er nokkur ástæða, einnig fyrir
okkur Alþýuðuflokksmenn, til þess
að íhuga þessi mál. Með kynslóða-
skiptunum, sem urðu i forystu
Alþýðubandalagsins þegar Lúðvík
Jósepsson lét af störfum, komust
valdahópar til áhrifa, sem vissulega
hafði áður gætt í Alþýðubandalaginu
en höfðu þó ekki verið alls ráðandi.
Meðal þeirra voru ýmsir metnaðar-
band.” Sama er mér þótt fjari undan
flokkaflökkurunum, gáfumanna-
félögunum og starfshópasmiðunum,
sem nú ráða Alþýðubandalaginu, en
þeirra tap er einnig óhjákvæmilega
tap þess fólks úr alþýðustéttum og
úr röðum verkalýðshreyfingar, sem
Að brjóta allar brýr.
í minum huga er þessi ákvörðun
Alþýðubandalagsins frumskýringin
á því stöðuga fylgistapi, sem
flokkurinn helur oiðið fyrir undir
hinni nýju forystu. Fyrsta verk
hennar var að brjóta öll grundvallar-
boðorð flokksins. Lagt var út í póli-
tíska ævintýramennsku, sem grund-
vallaðist á þvi að ganga til stuðnings
við nokkra þingmenn íhaldsins um
stofnun ríkisstjórnar, sem átti að
tryggja Alþýðubandalaginu tiltekin
völd. Til þess að fylgja þeirri ráða-
breytni eftir var sú ákvörðun tekin að
rjúfa alla samvinnu við Alþýðuflokk-
inn á sviði verkalýðsmála en taka þar
höndum saman við ihaldið og lyfta
þvi til þeirra áhrifa i íslenskri verka-
lýðshreyfingu, sem það hefur ekki
áður fengið. Svo langt hefur verið
gengið i íhaldssamstarfinu, að
alþýðubandalagsmenn í verkalýðs-
hreyfingunni hafa verið látnir hund-
elta framámenn Alþýðuflokksins þar
og bjóða fylgi sitt við hvaða mót-
frambjóðenda, sem framsóknarmenn
eða sjálfstæðismenn kynnu að hafa
ef það mætti verða Alþýðuflokks-
mönnum til tjóns.
Þjóðviljinn hefur verið látinn lof-
syngja íhaldsliðið, sem Alþýðu-
bandalagið hefur átt i santvinnu við
svo mjög, að halda mætti. að Þjóð-
viljinn hafi tekiðGunnar i'horoddsen
í guðatölu. Afleiðingarnar hafa orðið
þær, að Sjálfstæðisflokkurinn er
sífellt með um eða yfir 50% í fylgis-
könnunum blaða, Framsóknar-
flokkurinn — hinn afguðaflokkur
Þjóðviljans — heldur sínu, Alþýðu-
fiokknum hefur tekist að slanda af
sér árásir Alþýðubandalagsins og er í
sókn, en Alþýðubandalagið sjálft
uppsker stöðugt tap. Hvernig rná
annað vera, þegar flokksforystan
hefur með svo eftirminnilegum hætti
brotið öll grundvallarboðorð
Alþýðubandalagsins i stjórnmálum
og virðist mestu láta sig varða að gera
veg ihaldsins sem allra mestan, bæði i
verkalýðshreyfingunni og i lands-
málunum?
Hvað ætla fiokkaflakkararnir og
skýrslugerðarmennirnir i ráðherra-
stólum Alþýðubandalagsins svo að
segja flokksmönnum sinum, þegar
ihaldshelmingarnir hafa nú skriðið
saman aftur fyrir kosningar og stefna
að þvi að vinna af vinstri rnönnum
ýmnis þau sveitarfélög, sem vinstri
A „Treysta má því að þrjóska og óbilgirni
flokksforystu Alþýðubandalagsins verði
a.m.k. ekki steinn í götu Alþýðuflokksins og
ekki er hún heldur líkleg til þess að styrkja
aftur stöðu Alþýðubandalagsins sem verið
hefur um skeið andstæðingur Alþýðuflokksins
á svo til öllum sviðum þjóðmála,” segir
Sighvatur Björgvinsson í grein sinni þar sem
hann fjallar um niðurstöður í skoðanakönnun
DV.
við Alþýðuflokksmenn höfum oft átt
gott samstarf við í gegnum árin,
hvernig svo sem sambúðin hefur
verið á stjórnmálasviðinu. Þrátt fyrir
allt er mér því ekki alveg sama um, að
dvínandi fylgi Alþýðubandalagsins
hljóti óhjákvæmilega að hafa í för
með sér dvinandi áhrif þessa fólks,
sem ég tel þó að litla ábyrgð beri á
þeim atburðum, sem orðið hafa aðra
en þá að hlýða af flokksþægð en gegn
betri vitund fyrirmælum hinnar nýju
forystustéttar flokksins um að
höggva á öll tengsl og allt samstarf
við Alþýðuflokkinn i verkalýðshreyf-
ingunni til þess eins að taka þar í
staðinn upp samstarf við höfuðand-
stæðinginn, sjálft ihaldið.
menn hafa stjórnað? Hver verður af-
sökun Þjóðviljaliðsins gagnvart
Sigurjóni Péturssyni el' Reykjavik
fellur fyrir sameinuðu liði Geirs,
Alberts og Gunnars?
Það er þessi spurning, sem er i
hugum óbreyttra Alþýðubandalags-
manna, þegar þeir mótmæla með því
að mæta ekki til leiks i prófkosning-
um fiokksins. Það er lika þessi
spurning, sem er i huga Svavars
Gestssonar, þegar hann lætur Einar
Karl Haraldsson og Kjartan Ólafsson
segja: ..Stefna og störf flokksforyst-
unnar verða ekki rædd í Alþýðu-
bandalaginu.”
Sighvatur Björgvinsson
alþingismaður.