Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR i. MARZ 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Burton og Uz saman á ný Elizabeth Taylor leikkona og Richard Burton, fyrrum eiginmaður hennar, hafa enn eina ferðina lagt Gróu á Leiti ærinn efnivið til sögu- smiði. Þau sáust aka ein burt út í nóttina í gærkvöldi og var það í annað sinn á sama sólarhringnum. ,,Við höfum á- vallt elskað hvort annað,” segir Liz. Fyrr um kvöldið höfðu þau ekkert farið í launkofa með það, heldur umfaðmað hvort annað og kysst fyrir fullu leikhúsi. Raunar voru Gróurnar í Banda- ríkjunum og í Bretlandi farnar strax á kreik, þegar skilnaður þeirra Liz og stjórnmálamannsins, Johns Warners lá ljós fyrir. En þau Burton hittust í fyrsta skipti eftir 5 ára aðskilnað núna á laugardaginn i stórveizlu, sem haldin var í næturklúbb, í tilefni fimmtugsafmælis hennar. Dönsuðu þau vangadans og kysstust ástúðlega en Burton (56 ára) sagði blaðamönnum: ,,Ég elska Liz enn.” — Þau eru tvígift hvort öðru og tvískilin. Þau sáust aftur saman í gærkvöldi þegar Burton kom fram i góðgerðar- skyni til upplesturs á leikritinu ,,Und- er Milk Wood” eftir velska skáldið, Dylan Thomas, sveitunga hans. Er upplestri var lokið héldust þau í hendur og kysstust á sviðinu við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Burton er sjálfur nýfarinn frá þríðju eiginkonu sinni, Suzy, sem áður var gift ökuþórnum James Hunt. Þegar blaðamenn spurðu þau, hvort þau hygðu á hjónaband, um ———■—m:h’ i iwumrmwat leið og þau óku ein burt í gærkvöldi frá leikhúsinu, hreytti Burton út úr sér: „Víst gerum við það”. — Liz kallaði hins vegar: „Við erum bæði gift.” í viðtðlum við blaðamenn í gær- morgun sagðist Burton elska báðar, Suzy og Liz . . . „andskotinn eigi það” — „Ég elska Liz. Við vorum saman í 20 ár og á vissan hátt erum viðenn saman.” Liz er í London vegna brezkrar uppsetningar á leikritinu „The Little Foxes”, sem gerði stormandi lukku á Broadway. — Burton, sem að undan- förnu hefur verið í Austurríki vegna kvikmyndunar á Wagner, kom í afmælishófið á laugardagskvöld eftir að hafa hringt í Liz og spurt hvort hann væri velkominn. Taylor og Burton: Nú hefur það sannazt sem haft var eftir Burton er hann skildi við Susan Hunt: Við Liz erum sköpuð hvort fyrir annað og ég get ekki lifað án hennar. Bóka mark aóurím Góöar bækur Gamalt verö f 'U? Í'F* Bokamarkaóurinn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA Nú er tækifæríð fyrír tóniistarunnendur að gera göðkaup. HLJÓMPLÖTUÚTSALA 10% — 80% afsiáttur aföiium vörum verslunarínnar STÓRAR PLÖTUR Á KR. 49 Saumastofan Kór ökfutúnsskó/a Böm og dagar Glámur og Skrámur — / sjöunda himni Rut Reginaids — Simsalabimm Rut Reginafds — Tóm tjara Rut Roginofds — Furðuvork Halli og Loddi — Fyrr má nú aldoilis fyrrvera HLH-ffokkurinn — Í góðu lagi Brimkfó — Nýtt undir náfinnf Brunatiðfð — Úr öskunnií ekiinn Brunaliðið - Með efd i hjarta Bnmaliðið - Útkafí Pálmi Gunnarsson — Hvers vegna varstu ekkikyrr Bjarki Tryggvason — Einn á ferð Ýmsir Ustamonn — Bara það bezta Spilverk þjóðanna — Bráðabirgðabúgi Ámi Egilsson — Basso erectus STÓRAR PLÖTUR Á KR. 89 Guðmundur Guðjónsson og Sigfús Halfd. Vilhjálmur Vilhjátmsson — Hana nú Vilhjálmur Vilhjálmsson — Manni Brímkló — Sanner dægurvísur Brímkló — Glimt við þjóðveginn Pálmi Gunnarsson — íleitað Irfsgæðum Björgvin og RagnhUdur — dagar og nœtur Viðar Atfreðsson spilar og spilar Margt fleira á ótrúlega lágu verði. SENDUM f PÓSTKRÖFU, HRINGIÐ f SfMA 11508. LAUGAVEGI 33 - SIMI 11508 Kassettutöskur fyrir 16 kassetturákr. 83,00 20% afsláttur aftómum kassettum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.