Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Fundarmenn vlð skrifstofubyggingu Flugleiða. Frá vinstri: Gylfi Siguriinnason, Karl Sigurhjartarson, Slmon Pálsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Marinó Einarsson, Björn Theódórsson, Sigurður Helgason, forstjóri, Hans Indriðason, Jóhann Sigurðsson, Skarphéðinn Árnason, Knut Berg og Sveinn Sæmundsson. Sumaráætlun Flugleiða: Flug milli Glasgow og Kaupmannahafnar Arlegur vorfundur yfirmanna noiður- svæðis Flugleiða var haldinn í Reykja- vík fyrir heigi. YGrmenn sölusvæða frá Norðurlöndum, Bretlandi og íslandi ræddu starfsemina. Endanleg sumaráætlun Flugleiða liggur nú fyrir og samkvæmt henni verður aftur tekið upp flug milli Keflavíkur, Glasgow og Kaupmannahafnar, en á sínum tíma þrengdu Bretar svo að þessu Gugi að því var hætt. f sumar verður einnig tekið upp aftur flug milli KeGavíkur og Gautaborgar. Sætaframboð á áætlunarleiðum eykst i heild í sumar og ferðum fjölgað miðað við tvö siðustu ár. Áður óþekktar örverur i íslenzku hveravatni f febrúarhefti tímaritsins Scala sem gefið er út á vegum v-þýzkra stjórn- valda er grein um rannsóknir á örverum í hveravatni. Var sýnum safnað hér á landi af tveimur þýzkum prófessorum er að rannsókn- inni standa, þeim Wolfram Zillig frá Max-Planck lífefnafræöistofnuninni í Miinchen og Karli Otto Stetter frá háskólanum i Regensburg. Telja þeir félagar sig hafa upp- götvað hér áður óþekktar örverur sem tilheyra hópi baktería er nefnast archaebakteríur (fornbakteríur): Einkenni þessara örvera eru m.a. afar mikið hita- og sýruþol. Rannsóknir sem þessar renna stoðum undir nýjar hugmyndir í sam- bandi við upphaf lífs á jörðinni og þróunarferil fyrstu örveranna. Segjast þeir Zillig og Stetter vænta mjög mikils árangurs af áframhald- andi rannóknum á þessu sviði. - JÞ SMÁAUGLÝSINGl ERENGIN SMÁ-AUGLÝSING Ný íslenzk óperaog danskur sirkushópur —meðal dagskráratriða Listahátíðar’82 Óperur, popp, jas? og leikrit verða meðal dagskráratriða á Listahátíð í Reykjavík, sem haldin verður í júní næstkomandi. Meðal annars verður frumsýnd ný íslensk ópera og ýmsir þekktir erlendir listamenn koma fram. Silkitromman heitir hún, islenzka kammeróperan, og er eftir Atla Heimi og örnólf Árnason. Verður hún fr.umsýnd í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og söngvarar eru sex, meðal annarra Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann. Þá verður og að öllum líkindum frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur nýtt verk eftir Kjartan Ragnarsson, Skilnaður heitir það. Af tónlistarviðburðum má nefna þau Vidon og Elenu Kremer, fiðlu- og pianóleikara, sem halda munu tónleika, svo og ungverski píanóleikarinn Zoltán Katzwich, söngvarinn Boris Kristoff og sin- fóníuhljómsvfeit frá Lundúnum. Hverjir verða fulltrúar poppsins eða jassins er hins vegar ekki afráðið enn. Þá má nefna, að hingað kemur danskur sirkushópur, sem hafa mun aðsetur í Norræna húsinu, og bregða á leik með yngri kynslóðinni. - KÞ Kaupfölag Hajhfirðinga afhenti rúmar 62 þíisund krónur til eflingar fölagsstarfsemi aldraðra i Garðabte og Hafnarfirði á dögunum l tilefhi af aldarafmteli samvinnu- hreyfingarinnar á Islandi. Það var Hörður Zóphaníasson, stjómarformaður Kaupfölags Hafhfirðinga, sem afhenti peningana, en við þeim tóku þau Sverrir Magnússon, formaður Styrktarfélags aldraðra t Hafnarfirði og Guðfinna Snœbjörns- dóttir, félagsmálafulltrúi Garðabtejar. (DV-mynd Einar Ólason) I dag kostar Volvo 343 DL aðeins 136.000 kr Hjúkrunarfræðingar: Samþykktu nær einróma Krafan um fyrirframgreiðslu launa, eitt helzta keppikefli hjúkrunarfræðinga i samningun- um við Reykjavikurborg, fékkst viðurkennd i samkomulaginu, sem áðurnefndir aðilar gerðu með sér um helgina. Ákvæðið um fyrirframgreiðsl- una stóð styrrinn lengi vel um, en hjúkrunarfræðingarnir létu sig ekki og fengu slnu framgengt. Þá er i samkomulaginu, að desemberuppbót verði miðuð við 12. launaflokk, en ekki 11. elns og áður, en það atriði var I sátta- tillögunni. Einnig er að hluta til tekin inn i samkomulagið krafa hjúkrunarfræðinga um ýmis rétt- indi, tii dæmis varöandi barns- burðarleyfi og hlutastarf. Að öðru leyti er miöaö viö samning þann, sem BSRB og ríkiö gerðu með séri haust. - KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.