Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Heikal og maðurinn íbláu fötun- um „Ég hafði ávalltsagt að legði Sadat nokkurn tínia hendur á ákveðna áhrifamenn væri það einskær ör- vænting sem ræki hann til þess. Það mundu um leið verða endalok hans.” Mohamed Heikal, fyrrum trúnaðarvinur Nassers og lengi rit- stjóri Al Ahram, hins áhrifamikla dagblaðs sem álitið var hálfopinbert málgagn Kaíróstjórnarinnar, var handtekinn á heimili sinu kl. 2.15 þann 3. september í fyrra.— Þrjátiu og fjórum dögum síðar lét Anwar Sadat Egyptalandsforseti, sem fyrir- skipað hafði handtöku Heikals og 1.536 annarra „hugsanlegra óvina ríkisins,” lífið í kúlnaregni eigin her- manna. Heikal sjálfur stendur engu minni stuggur af spáfestu forsagnar sinnar en hlustendum hans eða lesendum. Á ferð og flugi í dag, þrem mánuðum eftir að Heikal var sleppt úr haldi af Mubarak forseta, arftaka Sadats, sit- ur hann enn við skriftir. Hann er á kaft í ævisögu Nassers. Hreyfingu sækir hann sér helzt í göngu á dipló- mataslóðum hins arabíska heims þar sem hann notfærir sér hve undra- greiðan aðgang hann hefur að nær Guðmundur Pétursson öllum þjóðarleiðtogum hins mú- hameðska heims. Nýlega var Heikal á ferð i London og átti þá Simon Winchester hjá Sunday Times við hann viðtal. Er það fyrsta viðtal Heikals um fangelsisvist hans, um örlagamistök mannsins sem fangelsaði hann og um afstöðu hans og álit á manninum sem lét Heikal lausan. Hvernig klæddur í viðtalinu rifjar Heikal upp hvernig hann, daginn sem útför Sadats var gerð, spurði fangaverði sína í þaula: „Hvernig var Hoshni Mubarak klæddur við útförina? Ég verð að vita hvernig hann var klæddur.” — Aftur og aftur visuðu verðirnir spurningunum á bug.— „Ég verð að vita það," klifaði Heikal. „Framtið Egyptalands varðar það miklu.” Loks sagði einhver fangavörðurinn að Mubarak hefði verið í dökkbláum jakkafötum. „Mér létti,” segir Heikal núna. „Ég þakkaði guði að nýi forsetinn skrýddist ekki einhverjum skrautbún- ingí eins og Sadat. Hann klæddist eins og venjulegur maður i sorg. Það varmikilvægt tákn, bæðiEgyptumog umheiminum. Það fyllti mig bjart- sýni.” Knúið dyra 'Fangelsunin hafði komið flatt upp á Heikal. „Hálfum mánuði fyrr hafði ég verið í Sviss og hitti þá Henry Kiss- inger sem margþýfgaði mig um hvort mér mundi óhætt. Við vissum báðir að Sadat bjó sig undir að láta höggið ríða. Ég fullvissaði Kissinger um að það væri ekki minnsti möguleiki á þvi að ég yrði handtekinn. Sadat vildi að- eins þafa hendur í hári hinna róttæku múslima og ég var vissulega ekki í þeirra hópi. 3. september var Heikal truflaður við skriftir á ævisögu Nassers. Tveir menn úr öryggislögreglunni voru komnir til þess að færa hann á lög- reglustöðina. í dögun næsta dags var hann fluttur til Torah—fangelsisins þar sem hann var settur í klefa með tíu öðrum. í einhæfum félagsskap •Gat í gólfinu var notað sem kamar. „Eina huggunin var að engar voru þó þarna flærnar. Teppin voru stráð DDT — dufti í tonnatali. En þeir voru strangir þarna og hirtu af mér allt: beltið, peningana, bækurnar og blöðin; öll mín föt nema nærklæðin. Þeirlétumér þó eftir tannburstann en tóku hins vegar tannkremstúpuna til vonar og vara. Ég hefði getað falið eitthvað í henni!” Meðfangarnir voru róttækir músl- imar og næsta mánuðinn varð Heikal að gera sér að góðu einhliða samræð- ur við slíka um íslam. Hann sagðist hafa sannfært þá um að bræðralag- ið (eins og hin bönnuðu leynisamtök róttækra múhameðstrúarrrtanna eru kölluð) væru „Frankensteinóskapn- aður sem Sadat hefði sjálfur búið til”. — Ofan á þennan andlega þrönga kost bættust þjáningar af völdum nýrnasteins sem þjakaði Heikal. Eins og öðrum föngum drep- leiddist honum í Torah— fangelsinu. Fögnuðu morðinu áSadat Upp rann síðan 6. október, dagurinn þegar Sadat lét lífiö fyrir hendi þess „Frankensteins” sem Heikal talar um. „Fyrst var okkur sagt að Sadat hefði andazt úr hjartaslagi. Ég játa að það tók á mig. Ég felldi tár. Hins vegar voru fangaverðirnir himinlif- andi. Næstu klukkustundirnar þuldu þeir upp Sadat—- sfcrítlur en ekki vildu þeir segja okkur sannleikann um andlát hans.—Kommúnistafang- arnir urðu fyrstir til að fá fréttirnar um að hann hefði verið skotinn við hersýningu. Þeir höfðu góð sambönd við heiminn utan múra. Það var skrítið andrúmsloft í fangelsinu. Enginn syrgði lengi, ef þeir syrgðu þá nokkuö.” Kennir fjölmiðlum um Sex vikum siðar var Heikal og þrjátíu og einum pólitískum fanga sleppt lausum. Hann tók strax til við ritstörfin og ferðalögin. Hann byrj- aði að grufla í þvi hví Sadat hefði ver- ið drepinn og hverjir bæru hina raun- verulegu ábyrgð. „Ég ásaka bandariska fjölmiðla og sjónvarpið. Walter Cronkite, Barböru Walters og ritstjórana hjá Time og Newsweek. Hjá þeim liggur mikill hluti ábyrgðarinnar. Þeir slógu honum gullhamra, gældu við egóið. Þeir og ríkisstjórnir þeirra notuðu þá aðferðina til þess að ná þeim eftir- gjöfum sem þeir ásældust. Þeir skynjuðu veikleika hans fyrir heims- athygli og frægðarljóma.— Þegar Carter sagði: Ég er feginn að þú ert ekki í mótframboði gegn mér, herra Sadat, eða þegar Reagan sagði: Við viljum læra af vizku þinni, herra Sadat,— þá voru þeir einungis að spila á strengina. Eg minnist þess að Sadat sagði eitt sinn að Nasser hefði fjórum sinnum verið á forsíu Times „en ég hef núna verið sex sinnum á forsíðunni.” Ég minnist samtals við hann í orlofshúsi hans. Hann lá á divan og tottaði pípu sína þegar hann sagði: „Sjáðu til, Mohamed; Nasser og mín verður minnzt sem tveggja síðustu faraóa Egyptalands.”— Mér varð að orði: „Ekki segja þetta, herra forseti. Láttu blöðin um að skrifa það um þig” Hið sorglega var að hann hélt áfram að segja þetta. Það sem verra var: Áður en lauk sagði hann Carter forseta að hann einn væri síðasti far- aóin. Þá var hann hættur að nefna Nasser. Þetta var hrapallegur dóm- greindarskortur.” Vanmat þjóðina Heikal finnst að Sadat hefði vel mátt gera sér grein fyrir hættunni af rót- tækum múslimum. Sadat hafði sjálf- ur átt drjúgan þátt í að efla slika hópa I Egyptalandi. „Frá því 1972 og allt fram til 1980 studdi hann þá í þeirri trú að hann stæði í heilögu stríði gegn kommúnistum og að þeir væru samherjar hans í þvi stríði.” — Síðan var honum sýnt fram á villuna og að róttæklingar sköpuðu honum meiri vanda en kommúnistum Egyptalands. Eftir heimsókn til Washington fannst honum að hann þyrfti að láta til skara skríða gegn öll- um sem hugsanlega gætu verið hon- um hættulegir. Það voru hans örlaga- mistök. „Stærstu mistök Sadats voru að hann vanmat greind egypzku þjóðar- innar. Hann notaði hana til endur- varps. Hann talaði í rauninni aldrei til egypzku þjóðarinnar heldur í gegnum hana til Bandarikjamanna. Þetta skildu Egyptar án þess að hann áttaði sig á því.” Morðingjarnir þjóðhetjur Heikal segir að morðingjar Sadats séu nú þjóðhetjur í Egyptalandi. „Istanbouli (nafn fyrirliða morð- sveitarinnar) er á hvers manns vörum hvar sem þú kemur og hann er álilinn bjargvættur. Réttarhöldin yfir þeim snerust upp í réttarhöld yfir Sadat. Egyptar munu harma það ef þessir menn verða leiddir í gálgann,— Verða þeir hengdir? Mun Mubarak forseti fyrirskipa aftöku þeirra ef þeir verða sakfelldir? Ég býst við að hann neyðist til þess.” Auðmjúkur leiðtogi Mohamed Heikal hefur þekkt Hosni Mubarak í fjölda ára. Þótt hann við- urkenni að Mubarak hafi ekki nema „einn milljónasta af glæsibrag” fyrirrennara hans segist Heikal hóf- lega bjartsýnn á hinn riýja forseta, að hann muni reynast hæfur leiðtogi Egypta.— „Hann er að minnsta kosti maður lítillátur og Amerí- kanarnir munu ekki finna sama veik- leikann hjá honum og Sadat. Þegar ég í siðustu viku fór frá Kaíró sat Mubarak ráðstefnu unt efnahagsmál, um þann sama efnahag og Sadat eyðilagði með því að tvöfalda skuldir okkar við útlönd hvert ár sem hann var í embætti. Það merkilega var að Mubarak sat ekki i forsæti ráðstefn- unnar. Hann var á bekkjum meðal áheyrenda og páraði niður það sem aðrir voru að segja. Það er ánægju- legt tákn.” Ekki í vasa USA „Jafnframt kann hann að sýna Ameríkönum hörku sína. Hann hef- ur algerlega neitað þeim um herstöð í Sharm-el-Sheikh. Hann veit hvaða ólga fylgdi þvi. Hann væri bráðfeigur ef hann leyfði það.— Og hann hefur sagt Reagan að hann muni ekki gera neina samninga, og allra sízt tilslak- anir, af hálfu Palestínuaraba. Alls ekki. Palestínumenn eru sinnar eigin gæfu smiðir. Mubarak veit að hann getur ekki gengið um og veitt ein- hverjar tilslakanir fyrir þeirra hönd. Ameríkumenn verða að semja við Palestínuaraba sjálfir. Mubarak var harður á því.” Heikal segir að þessi óvænta festa hjá Mubarak hafi þegar aukið álil hans meðal araba. Yasser Arafat hef- ur sent honum orðsendingu um að hann geti vel hugsað sér að hafa milli- göngu um að Arababandalagið taki Egyptaland aftur í sátt. „Þegar Mubarak hitti okkur eftir að við vorum látnir lausir bað hann okkur um að gefa sér tima. Ég held að hann nýti timann vel. Fólk lítur ekki svo á að hann sé í vasa Banda- rtkjamanna. Það sér hann taka sjálf- stæða afstöðu og taka vandamálin nýjum og yfirveguðum tökum. Það er full ástæða til bjartsýni,” segir Heikal í viðtalinu. Spáir 20 ár fram (tfmann Hann er þó ekki eins bjartsýnn á þróun mála í Austurlöndum nær. Hann álftur friðnum hætta búin af Begin en hefur þó enn meiri áhyggjur af ísrael framtíðarinnar. „Lítið á skýrslurnar. Ashkenazy-gyðingar (frá A-Evrópu) flytjast frá ísrael í hópum. Sephardim-gyðingum vex ás- megin. Þeir eru herskáastir gyðinga. Ég sé í anda aðra kynslóð þeirra komna til valda í ísrael eftir tuttugu ár. Og ég er ekki í minnsta vafa um að þeir munu nota kjarnorku- sprengjuna. Ekku nokkur vafi.” Þar er kominn enn einn spádómur Heikals. Endursagt úr Sunday Times.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.