Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. SUÐURNESJAKONUR ATHUGIÐ LÍKAMSÞJÁLFUN - LEIKFIMI Nýtt 5 vikna leikfiminámskeið hefst 2. marz í íþrótta- húsi Njarðvíkur. Dag- og kvöldtímar tvisvar í viku. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Upplýsingar og innritun í síma 6062. BIRNA MAGNÚSDÓTTIR. TILBOÐ ÓSKAST í cftirtaldar bifrciðar scm skcmmst hafa í umf er ðaróhöppum: árg. 1977 — 1980 Lada1500...... Wartburg st. ... Galant....... AMC Spirit.... Austin Mini.... Mazda 616 .... Datsun 180 B... Toyota Celica... Austin Allegro.. Galant ■■••••.. Simca llOOSendi 1981 1980 1974 1981 1973 1972 1976 1979 1980 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi mánudaginn 1/3 1982 kl. 12—17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga fyrir kl. 17 þriðjudaginn 2/3 1982. Roykjavik 26. fobr. 1982. Samvinnutryggingar G/T. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Vestur- landsvegar frá Saltvík að Brautarholtsvegi á Kjalarnesi. Helstu magntölur eru eftirfarandi Fylllng 90.000 rúmmetrar Farg 17.000 rúmmetrar Malbik 21.000 fermetrar Gerð slitlags á veginn skal lokið eigi síðar en 1. október 1982 og verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 1983. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5 Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 2. mars nk. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 9. mars. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 hinn 12. mars 1982 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Roykjavík, í fobrúar 1982. Vcgamálastjóri. SÉRLEYFISHAFAR Á AUSTFJÖRDUM KREFJ ASTFLEIRI LEYFA Sérleyfishafar á Austfjörðum, þ.e. Austfjarðaleið, Reyðarfirði, Benni og Svenni, Eskif., Stál, Seyðisfirði og Sigurður Kristinsson, Fáskrúðsfirði, hafa sótt um endurnýjun á leyfum sínum þar sem 15. marz nk. renna út fyrrútgefin leyfi. Auk þess sækja svo sérleyfishaf- arnir allir sameiginlega um sérleyfi á Ieiðunum Egilsstaðir— Mývatn og Egilsstaðir— Höfn. En þau leyfi hafa til þessa (þótt furðulegt sé) verið í höndum utanhéraðsmanna sem hafa aðeins haldið uppi ferðum þrisvar í viku, einungis yfir hásumar- ið, með Seyðisfjörð sem endastöð. í fyrra hófust þessar ferðir 2. júní en lauk 16. september. Þessar dag- isetningar segja sína sögu. Þær byrja Jdaginn sem Smyrill kemur sína fyrstu ferð og lýkur daginn sem hann kemur síðast á sumrinu. Það er því augljóst að tilgangur þessara ferða er sýnilega ekki sá að bæta samgöngur innan landshlutans eða samgöngur milli landshluta heldur eingöngu sá að I fieyta rjómann ofan af Smyrilsferð- ! unum. Þetta stríðir á móti þeim hug- myndum sem að baki sérleyfisferðun- um liggja. Þeim er ætlað að vera þjónusta við almenning en ekki fjár- plógsfyrirtæki. Vegna þessa er mikil og megn óánægja meðal sérleyfishaf- anna á Austfjörðum. Sérleyfishafarnir telja auk þessa ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir jressum rekstri eins og hann er í dag. En þeir bæta sér það upp með hóp- ferðum á sumrin. Aftur á móti telja þeir hagjínum betur borgið fái þeir sérleyfin sem nú eru í höndum utan- héraðsmanna sem hafa einungis fleytt rjómann af sumartraffíkinni. Telja þeir að með þessu móti yrði betur séð fyrir hag almennings með tíðari ferðum samfara betra skipu- lagi. Sérleyfishafarnir hafa því snúið sér til ráðherra, þingmanna, Sambands sveitarféiaga í Austurlandsumdæmi og sveitarstjórna, skýrt málin og ósk- að eftir liðsinni. Sérleyfishafarnir hafa þann fyrirvara á umsóknum sínum að ef ekki verður orðið við þeim og utan- aðkomandi aðiljum púttað burt með sina fjárglæfrastarfsemi yfir sumar- mánuðina þá hætti þeir öllum sér- leyfisakstri frá og með 15. marz nk. Haukur Sigfússon hjá Austfjarðaleið tjáði mér að þeir (sérleyfishafarnir) myndu allir hætta sem einn ef öll sérleyfin innan fjórðungsins (þar með Egilsstaðir Hornafjörður og Egilsstaðir Mývatn yrðu ekki veitt austfirzku sérleyfis- höfunum. Hann sagði ennfremur: Við þurfum að halda uppi árssérleyfum á rýrum leiðum. Á sama tíma horfum við upp á það að sérleyfishafar að sunnan, frá Hvolsvelli og norðan frá Akureyri keyra hér á sumrin i 2 og hálfan mánuð og hirða ungann af þessu öllu saman en eru svo hættir um leið og flutningar minnka. Með því að fá þessa flutninga teljum við okkar hag betur borgið og getum bætt reksturinn þannig að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað. En það hefur ekki verið svo hingað til. Aldurinn á bilakosti okkar talar þar sínu máli. Bílarnir eru gamlir og úreltir, 10 til 18 ára, því ekkert svig- rúm hefur verið til endurnýjunar þar sem sérleyfin eru dýr. Til þess að geta stundað sérleyfisakstur þarf viðkom- andi að eiga eins og tveggja drifa bíla og auk þess snjóbíl. Það gefur því augaleið að þessu fylgir mikill rekstrarkostnaður og viðhald. Við erum reiðubúnir að halda uppi árs- sérleyfum Hornafjörður— Egilsstað- ir 1 sinni til 2var í viku. Að lokum vildi Haukur koma eftirfarandi á framfæri: Allt tal um að ekki sé hægt að láta okkur hafa leyfin (þ.e. leyfin sem utanhéraðs- menn hafa haft yfir sumartímann og svo ekki meirj þar sem aðrir séu fyrir tel ég furðulegt og raunar út í hött þar sem Austurleið á Hvolsvelli fór að keyra hér á fjarðaleiðinni inni á mínu sérleyfi og Sigurðar Kristins- sonar án þess að við okkur væri talað. Við Austfirðingar teljum okkur því vel að öllum sérleyfum innan fjóðungsins komna. Aksturinn yfir vetrarmánuðina er geysilega dýr og erfiður þar sem ferðirnar eru háðar flugi. Og svo má ekki gleyma erfiðum vegum eins og Oddskarði, Fjarðar- heiði og Fagradal. Þess skal að lokum getið að þetta er 21. starfsárið hjá Austfjarðaleið og eitt er víst að Austfirðingar geta ekki án þessarar þjónustu verið. —Emil Eskifiröi. NÝ KODAK MYNDA- VÉL A MARKAÐINN Kodak Disk heitir hún arftaki Kodak Instamatic myndavélarinnar sem Hans Petersen hf. hefur sölu á siðar á þessu ári. Kodak Disk er einföld, lítil og með- færileg. Með því að styðja á afsmellar- ann fer samhæfður rafbúnaður vélar- innar í gang og á sekúndubrotum stillir vélin réttan lýsingartíma, hleypir af flassinu, ef með þarf, færir filmuna og hleður flassið á ný. Flassið er sjáifvirkt í tvennum skiln- ingi, annars vegar sendir það frá sér blossa, ef með þarf, og hins vegar ákveðurþað ljósmagnið eftir að- stæðum hverju sinni. Þar fyrir utan er flassið aðeins um eina sekúndu að hlaða sig og því er hægt að taka myndir allt að því jafnhratt og hægt er að styðja áafsmellarann. Myndavélin verður með svo- kölluðum „lithium” rafhlöðum sem endast í um fimm ár. 'Filman, sem í vélarnar fer, erog nýaf nálinni. Húner fínskornari og gefur meiri skerpu en fyrri filmur fyrirtækisins og er auk þess hringlaga. Samhliða þessari nýju filmu hefur verið hönnuð ný, mjög sérstæð og vönduð linsa, sem er fjögurra glerja, með stórt Ijósop og mikla dýptar- skerpu. -KÞ Þröstur Einarsson skákmeistari Kópavogs 1982. Þröstur Einars- son skák- meistari Kópa- vogs Þröstur Einarsson, hinn ungi og efni- legi skákmaður fór með sigur af hólmi á Skákþingi Kópavogs sem er nýlokið. Verðlaunaafhending fór fram á laugar- dag að Hamraborg 1 og var jafnframt efnt til hraðskákmóts. Keppnin á Skákþinginu var nokkuð jöfn en þátttakendur voru 23. Þurfti að efna til sérstakrar aukakeppni um titil- inn en þar sigraði Þröstur örugglega. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.