Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 34
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Sasm—lmBnm: Tölvupopp að hætti Maós formanns í eyrum margra er nýrómantíska tónlistin spánnýtt fyrirbæri og býsna óvenjulegt. Auðvitað má til sanns vegar færa að þessi tegund tónlistar — eða öllu heldur þetta afbrigði í dægur- tónlist — sé ekki ýkja gamalt en spán- nýtt er það ekki. Langt er um liðið frá því svuntuþeysar og önnur undarleg apparöt kennd við rafeindir fóru að láta á sér kræla með tónlistarmönnum þó það sé ekki fyrr en á allra síðustu árum sem notkun þeirra.hefur stórauk- izt og jafnframt tekið stakkaskiptum. Gary Numan og John Fox eru tíðast nefndir sem upphafsmenn þessarar nýju línu og víst er það ekki vitlausara en margt annað. Eg vil þó leyfa mér að bæta við nafni i þann hóp frumherja nýrómantíkurinnar David Sylvian. Fimm ár eru liðin frá því Sylvian stofnaði hljómsveit sina, Japan. Um nafngiftina kann ég engar sögur þvi hljómsveitin er albrezk, en austurlenzk áhrif eru þó geysilega áberandi. Þar gæti auðvitað verið að finna skýringu á sérkennilegu nafni hljómsveitarinnar — ef ekki væri deginum Ijósara að austurlenzku áhrifin eiu mestanpart kínversk ekki japönsk. En ef til vill hefur David Sylvian bara ekki verið beturaðsér i landafræðinni! Ég hef fylgzt náið með Japan á síð- ustu árum. Löngum hefur hljómsveitin átt litlu fylgi að fagna, hún hefur þótt of alvörugefin fyrir hinn almenna poppunnanda, textarnir of pólitiskir og undarlegir og söngurinn of líkur söng Bryan Ferrys. Síðasta atriðið er kór- rétt; Ferry og Sylvian eru nauðalikir söngvarar en annað eiga þeir tæpast sameiginlegt. Fyrsta í stað var hljómsveitin ekki með áberandi notkun svuntuþeysa, miklu frekar nokkuð „venjuleg” rokk- hljómsveit með skrýtna texta. En fljótt fór að bera á annarri stefnu og frá árinu 1979 má heita að Japan haft ekki flutt aðra tónlist en þá sem tiðast er nefnd nýrómantísk tónlist, tölvupopp,, eða hvað við viljum kalla það. Þetta segir auðvitað litla sögu því ólíku er til að mynda saman að jafna Human League og Japan, þó báðar teljist vera handgengnar tölvupoppi. Japan hefur ótvíræða sérstöðu og geta hennar hefur að minni hyggju aukizt jafnt og þétt unz hljómsveitin hreinlega springur út á þessari nýjustu plötu sinni, Tin Drum. Ég hef sjaldan orðið ánægðari með plötu í seinni tíð, tónverkin nokkuð jafngóð og austurlenzkum áhrifum blandað saman við Vestur- landarokk á einkar sérstæðan og list- rænan hátt. Við getum líka bara kallað það snilld, en til að forðast allan misskilning skal tekið fram að nafn plötunnar, Tin Drum, á ekkert skylt við skáldsögu Giinter Grass né kvik- mynd með sama nafni byggða á þeirri sögu. Beztu lög: Ghosts / Visions Of China / Still Life In Mobile Homes. -Gsal Það er misjafnt hvernig valin eru vin- sælustu lög ársins. Erlendis er yfirleitt farið eftir sölu laganna og höfum við kynnzt þannig vinsældalistum í blöðunum og einnig i Keflavíkurút- varpinu. Hérlendis hefur yfirleitt verið erfitt að halda úti vinsældalistum, þar sem salan er látin ráða og stafar það kannski helzt af því hversu litið hefur verið gefið út af tveggja laga plötum. Um áramótin tók Páll Þorsteinsson sig til og fór í gegnum þann aragrúa af innlendum lögum sem flutt voru í út- varpinu sl. ár og valdi 25 mest spiluðu lögin 1981 og voru þau leikin einn laugardagseftirmiðdag. Eins og gefur að skiljá eru flest lögin útgefin á síðasta ári en þó eru þarna „standardar” sem eru komnir til ára sinna en eru þó spilaðir það oft að það nægir til að komast á listann. Má þar nefna Litlu fluguna hans Sigfúsar og Vikivaki eftir Jón Múla, sem er að minu áliti eitt allra bezta jasslag sem samið hefur verið hér Ný lög eru í öllum efstu sætum list- ans og eru það flest lög sem komu út á plötum um vorið og urðu vinsæl yfir sumar. Nýju lögin eru misjöfn að gæðum og ólík, oft erfitt að skilja hvernig stóð á því að þau urðu vinsæl, en svo eru önnur sem eru vel samin og ágætlega flutt. Má þar nefna Við freistingum gæt þín, sem Haukur Morthens og Mezzoforte flytja, lagið úr kvikmyndinni Óðal feðranna, Sönn ást, og hið ágæta lag Arnþórs Helga- sonar, Fréttaauki. Til að varðveita þessa vinnu Páls hefur Steinar ráðizt í að gefa lögin 25 út á tveim plötum sem eru seldar sem ein og er það framtak sem virðingarvert er. HK Onceuponatíme ThedngBes —SiouKsSe amS the hamhees; Samansarn af jaröarberjum Siouxsie and teh banshees hefur verið starfandi allt frá '77 en með nokkrum breytingum þó. Þessi plata er samansafn af „hit” lögum hljómsveitarinnar og byrjar með laginu Hong Kong Garden sem hljóm- sveitin varð fyrst þekkt fyrir og endar á laginu Arabian Knights sem var á síð- ustu hijómplötu Siouxsie and the bans- hees, Juvu. Hljómsveitin er vinsæl í heimalandi sínu, Bretlandi, og hefur hvað eftir annað verið kosin ein af beztu hljóm- sveitum áranna og söngkonan Siouxsie Sioux hefur ávallt verið í efstu sætum þegar valin er bezta söngkona ársins. Plata þessi heitir Once upon a time/ The singles og er eins og áður sagði samansafn af lögum hljómsveitarinnar frá '78-81. Hún er nokkuð hrá í byrjun enda eru þar fyrstu lögin sem hljóm- sveitin gaf út, en síðan kemur heil- steyptari mynd á verkið. Beztu Iögin á plötunni eru Play- ground twist, Christine, Israel og Spell- bound. Söngur Siouxsie er hreint og beint dásamlegur og ekki er spiliríið af verri endanum, siður en svo. Textarnir eru góðir, þeir eru ekki þetta „Ég” sem er að fara með alla textaframleiðslu heldur eru þeir lýsandi sögur um hvers- dagsleikann. Lögin eru alls tíu svo það borgar sig að kaupa frekar allar hinar og eiga þá öll meistarastykki Siouxsie and the banshees. QVJ á landi. Stjörnuhrap með Mezzoforte er einnig ágætt lag sem er ekki nýtt en varð vinsælt á árinu út af margum- talaðri sjónvarpsauglýsingu. En eldri lögin eiga það þó sameiginlegt að vera frekar aftarlega á listanum. Þórhaliur Sigurðsson (Laddi) á þrjú lög á vinsældalista útvarpsins. David Sylvian söngvarí og aðallagasmiður brezku Ujömsveitarínnar Japan borðar með priónum að austurlenzkum sið meðan formaðurínn biður þögull á veggnum. Næstádagskrá: Ekki eingöngu nýleg lög á vinsældalista útvarpsins Weather Report—Record: Óvenju litlaus Zavinulplata PLÖTUR Véist þu mikkf um brautir og stangir ? T.d. að til eru gardínustangir úr gjörvulegu smiðajárni? Stangir sérstaklega hannaðar fyrir litla glugga sem leysa af hólmi þrýstistangir og kappastangir? Að til eru ömmustangir í fjórum litum Stangir sem hœgt er að lengja úr 50 cm í 95 og úr 80 cm í ljO cm Það er til úrval af brautum og stöngum hjá okkur sem þú hafðir ekki hugmynd um að væru til Svo pöntum við gardínustangir með gullhúð, sé þess sérstaklega óskað Líttu inn Þá veist þú meir um brautir og stangir meo guurtuo tís brautir og stangir Ármúla 32 Sími86602 Undurlítið hefur farið fyrir afkvæmi hinnar annars ágætustu jass- rokk-hljómsveitar Weather Report en umrædd skífa, er ber hið lítilmótlega nafn Record, læddist upp í hillur hljómplötuverzlana borgarinnar fyrir nokkru. Þessi staðreynd hlýtur að vekja nokkra furðu því eftir því sem ég kemst næst ber Weather Report óvenju hátt meðal þeirra er á nútima-rokk-jass hlýða. Umhugsunarvert. Weather Report fæddist í Banda- ríkjunum árið 1970 og burðinn mynduðu vínarbúinn Joseph Zavinul, er lagði stund á hljómborðsleik, og saxófónblásarinn Wayne Shorter. Báðir höfðu þeir þá um árabil aðstoðað hinn eina sanna Miles Davies en sögðu. skilið við gamla manninn og hófu leit að einhverju nýju.” Sú leit bar svo sannarlega árangur því þeir reyndust meðal frumkvöðla þeirrar tónlistar- stefnu er fyrr var nefnd jassrokk. Segir nú lítið af ferðum Weather Report fyrr en árið 1977 en þá kom út áttunda skífan, Heavy Weather sem margir telja marka hápunkt ferils þeirra Zavinul, Shorter og félaga. Þeirra á meðal er undirritaður. En víkjum sögunni að Record. Liðsskipan Weather Report er nú hin sama og var á síðustu breiðskífu hljóm- sveitarinnar, Night Passage (1980): Zavinul á hljómborð, Shorter á saxófón, Jaco Pastorious á bassa, Peter Erskine á trommur og Robert Thomas Jr. á önnur ásláttarhljóðfæri. Sem áður er það Zavinul sem að mestu sér um tónsmíðarnar en fimm af sjö lögum skífunnar eru á hans nafni alfarið. Record hefst á dæmigerðu Weather Report-lagi er nefnist Volcano for Hire; hraður taktur ef takt skal kalla og Zavinul leikur sér í kringum skemmti- legan lagstúf sem Shorter sér um að koma til skila. Annað lagið er rólegur jass Current Affairs með Shorter og Pastorous i aðalhlutverkum en fyrri lhliðinni lýkur með litlu verki í þremur hlutum sem Zavinul nefnir N.Y.C. (New York City): Hlið B hefst á skífunnar skemmtilegasta lagi og jafnframt þvi „léttasta” og þar fer Erskine á kostum á húðunum. Nefnist verkið Dara Factor One og er eftir Zavinul en síðasta lag plötunnar er Dara Factor Two sem allir meðlimir eru skrifaðir fyrir. En í millum bregður fyrir tveimur lögum. Annað, When It Was Now, er eftir Shorter en hið síðara nefnir Zavinul einfaldlega Speechless. Eru þessi lög án séreinkenna að heita má. Heildareinkun mín um Record er sú að hér sé á ferðinni óvenju litlaus plata frá Zavinul og co. Vantar eitthvað... hvað sem það er. Samt standa nú Weather Report alltaf fyrir sínu, annað verðurekkisagt. _ -TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.