Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 40
Móður vísað af heimili sínu frá fimm bömum telur bamavemdamefnd hlutdræga og hyggst kæra Deilur miklar hafa risið fyrir auslan fjall vegna umráðarétlar vfir fimm börnum á aldrinum 4ra lii 15 ára í framhaldi af skilnaði hjóna. Telur konan sig miklum óréni beftla af barnaverndarnefnd þar eystra og hyggur jafnvel á að kæia málið til dómsmálaráðuneytis. Forsaga þessa máls er sú að maður- inn, sem er útlendingur, fór fram á skilnað í haust og flutti að heimai.Á sama tíma lá konan á sjúkrahúsi vegna fótbrots, en dóttir hennar frá fyrra hjónabandi gætti bús og barna á meðan eða þar til konan kom heim. Síðan gerðist það í síðustu viku, að formaður barnaverndarnefndar staðarins kom að máli við þær mæðgur og rak þær út af heimilinu með fógetaúrskurði. Konan sá að ekki þýddi að deila við dómarann en bað hann að útvega ráðskonu fyrir börnin fimm meðan hún kannaði málið. Lofaði formaður barna- verndarnefndar því. Ráðskonan reyndist hins vegar vera eiginmaður- inn fyrrverandi. ,,Ég skil ekki af hvaða ástæðu mér er hent út,” sagði konan í samtali við DV „formaður barnaverndarnefndar gekk á bak orða sinna og fékk eigin- mann minn fyrrverandi til að gæta bús og barna, en sá síðarnefndi hefur margsýnt og sannað að hann er ger- samlega óhæfur uppalandi enda eru tvö elztu börnin flúin að heima. Þá þykir mér i meira lagi undarlegt að mér skuli vera hent á dyr þar sem jörðin fyrir austan er gjöf til mín frá föður mínum en þangað er mér bann- að að koma, svo og að sjá og heyra börnin.” En hvað segir barnaverndar- nefndarformaðurinn um málið? „Við höfum fylgzt með heimilinu og sáum að þar var allt í ólestri. Við létum börnin ráða hvern þau vildu inn á heimilið og þau vildu föður sinn. Þó elztu börnin séu farin sýnir það aðeins að móðirin hefur spillt þeim.” — Hvað um ásakanir móðurinnar að hann sé óhæfur uppalandi. „Hann er ekkert verri en hún. Ég veit ekkert misjafnt um manninn, hann hefur að vísu eitthvað slegið til barnanna, en þurfa ekki öll börn að- hald?” sagði barnaverndarnefndar- formaðurinn. Nokkru eftir að samtalið við barnaverndarnefndarformanninn fór fram, hafði hann samband við blaða- mann og sagðist ekkert vilja segja um málið því hann mætti ekkert segja.KÞ Prófkjörkrata á Akureyri: Bæjar- fulltrúi sleginn út Freyr Ófeigsson varð efstur í prófkjöri Alþýðuflokksins á Akureyri sem fram fór unt helgina. Hlaul hann 262 atkvæði i fyrsta sæti en samtals 323 atkvæði. 327 gild atkvæði voru i prófkjörinu en 63 ógild. Samtals kusu þvi390 manns. Úrslitin i baráttunni um annað sætið kom mest á óvart. Þar féll Ingólfur Árnason, bæjarfulltrúi Samtakanna, fyrir Tryggva Gunnars- syni verkantanni. Ingólfur fékk að vísu fleiri atkvæði i annað sæti en Tryggvi, eða 117 á móti 98, en Tryggvi átti 31 atkvæði í fyrsta sætið til góða, sem bættust við. Fékk hann því 129 atkvæði í annaö sæti. Þetta varð til þess að Ingólfur féll út úr prófkjörinu, því hann fékk sárafá atkvæði íönnur sæli. „Ég er hvorki sár né reiður vegna þessara úrslita, það er ekki nema von að kratar vantreysti mér eftir að ég hef verið andstæðingur þeirra i öll þessi ár,” sagði Ingólfur um úrslitin i samtali við DV. Jórunn Sæmundsdóttir hlaut kosn- ingu í þriðja sæti, Snælaugur Stefánsson í það fjórða, Birgir Marinósson í fimmta og Alfreð Ó. Alfreðsson í sjötta sæti. Er Alfrcð sá eini sem náði bindandi kosningu i prófkjörinu. GS/jb Forkosningarnar á Siglufiröi: Fylgishrun hjá Alþýðu- bandalaginu? Fylgi stjórnmálaflokkanna i Siglu- firði riðlaðist verulega í forkosning- um á laugardaginn, ef miðað er við siðustu bæjarsljórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn vann verulega áen Alþýðufiokkurinn og þósérstak- lega Alþýðubandalagið töpuðu fylgi. A-listi fékk nú 96 atkvæði (273 1978), Jón Dýrfjörð hlaut 38atkvæði í 1. sæti en 81 alls, Anton Jóhanns- son 41 í 1. og 2. en 71 alls. B-listi fékk 118 atkvæði (245 1978), Bogi Sigurbjörnsson hlaut 96 í 1. sæti, Sverrir Sveinsson 63 í 1. og2. D-listi fékk 194 atkvæöi (296 1978), Björn Jónasson 93 í 1. sæti, 165 alls, Birgir Steindórsson 68 í 1. og 2 sæti, 138 alls. G-listi fékk 121 atkvæði (339 1978). Efst urðu Kolbeinn Frið- bjarnarson, Sigurður Hiöðversson og Signý Jóhannesdóttir. HERB Grýlurnar að undirbúa brottfbrina. Frá vinstri: Herdls Halivarðsdóttir, Linda Björk Hreiðarsdóttir, Inga Rún Páímadóttir og Ragnhildur Glsladóttir. (D V-mynd: Friðþjófur) Grýlumar í sænska sjónvarpinu í kvöld — hringt f rá Svíþ jóð sl. föstudag og þær beðnar um að koma strax í beina útsendingu íslenzka kvennarokkhljómsveitin Grýlurnar kemur fram í beinni útsend- ingu i sænska sjónvarpinu í kvöld. Leika þær í þætti sem heitir Mandags- börsen en i honum eru gjarnan kynntar hljómsveitir sem eru á ferð um Norður- lönd. „Svíar komust að því í gegnum Arnar Hákonarson, sem hefur verið að kynna íslenzka tónlist í Svíþjóð, að til væri íslenzk kvennarokkhljómsveit og heyrðu plötu með þeim. Þeir höfðu áhuga á að fá Grýlurnar út og þeim var síðan send video-spóla með þeim,” sagði Jónatan Garðarsson hjá hljóm- plötuútgáfunni Steinum hf. í samtali viðDV. „Þegar þeir voru búnir að sjá spóluna með þeim hringdu þeir hingað um leið. Þetta var á föstudagsmorgun. Þeir spurðu hvort þær gætu komið út bara strax, annaðhvort á laugardegi eða sunnudegi, til að þær gætu koniið fram i beinni útsendingu í þessum þætti,” sagði Jónatan. Fóru Grýlurnar út í gær. „Það tókst að bóka Grýlurnar auk þess á fimm klúbba í Stokkhólmi og nágrenni. Verða þær úti í tíu daga og koma heim á þriðjudag í næstu viku,” sagði Jónatan. -KMD Prófkjör Sjálfstæðisf lokksins á Akureyri: Glæsileg endurkoma Jóns GL Sólness „Ég er stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri afskap- lega þákklátur fyrir að hafa fjöl- mennt til þessa prófkjörs og fyrir það traust og þá tryggð við mig sem úr- slitin sýna,” sagði Gísli Jónsson menntaskólakennari í samtali við DV í morgun, en Gisli varð efstur i próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, sem fram fór um helgina. Hlaut hann 770 atkvæði. í öðru sæti varð Gunnar Ragnars með 725 atkvæði og Jón G. Sólnes fylgdi honum fast á eftir með 723 atkvæði. í fjórða sæti varð Sigurður J. Sigurðsson með 644 atkvæði og Margrét Kristinsdóttir varð í fimmta sæti með 557 atkvæði. „Endurkoma Jóns. G. Sólness er glæsileg og söguleg og á sér fáar hlið- stæður,” sagði Gísli Jónsson. „Ég bjóst við að hann yrði í einu af fimm efstu sætunum. Hann varð þar i miðju. Ég held að út úr þessu próf- kjöri geti komið mjög sterkur fram- boðslisti.” -GS Akureyri frjálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Iscargo: Selt með leyfunum? Enn standa yfir viðræður um kaup Arnarflugs á Iscargo. í morgun var ekki enn ljóst hvort af kaupunum yrði eða ekki. Magnús Gunnarsson hjá Olíufélaginu, fyrrverandi forstjóri Arnarflugs, hefur að undanfömu unnið að samningamálum með Arnar- flugsmönnum. Eins og fram hefur komið í DV á Iscargo nú í miklum fjárhagskröggum. Háttsettur maður í bankakerfinu sagði í samtali við blaðið, að það væri hins- vegar ljóst að valdamiklir aðilar reyndu mjög til þess að forða félaginu frá gjaldþrofi. Iscargo hefur leyfi til vöru- flugs til nokkurra landa, aúk þess sem félagið hefur leyfi til áætlunarflugs með farþega til Amsterdam. Það er fyrst og fremst það leyfi sem Arnar- flug sækist eftir. Gárungarnir segja að hér sé komið nýtt Steindórsmál en með öfugum formerkjum. Steingrímur vilji endilega að Arnarflug kaupi Iscargo ásamt leyfunum, þótt ekki megi selja leyfin! -SG Landbúnaðarafurðir: Verðhækk- anir í dag Verðhækkanir verða á öllum land- búnaðarafurðum frá og nteð deginum í dag. Hækkanir á verði til bænda verða að meðaltali 9.16% en smásöluverð hækkar á bilinu 5—15% og er hækk- unin mest á stnjöri en minnst á kartöflum, að því er Agnar Guðnason blaðafulltrúi Stéttasambands bænda sagði í samtali við DV í morgun. Verð á einum lítra mjólkur verður nú 6,35 kr, hálfur lítri rjóma kostar 24,90 kr. og lítrinn af undanrennu 6,15 kr. Kílóið af smjöri hækkar úr 56,50 kr. i 64,90. Hálft stykki af osti kostar nú 69,25 og hefur hækkað um 7 krónur. Smásöluverð á kindakjöti í heilum skrokkum verður nú 44.95 kr. hvert kíló og heil læri kosta 57,30 kr kílóið. Frá og með 1. marz verða einnig reiknaðar 7,5% verðbætur á laun. ÓEF LOKI Þá er Sólin farín að hækka á lofti á nýjan leik á Akureyrí. c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.