Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Kirkjuvegur
35 í Keflavík, þingi. eign Björns Ragnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri
að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands föstudaginn 5. marz kl. 11.30.
Bæjarfðgetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Sunnubraut
10 í Keflavík, þingl. eign Friðriks Þorbjörnssonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. föstudaginn 5. marz 1982 kl.14.30.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteign-
inni Hjallavegur 3 G (íbúð) í Njarðvík, þingl. eign Flosa Jóhannessonar og
fleiri, fer fram að kröfu Jóns G. Briem hdl. föstudaginn 5. marz 1982 kl.
15.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Suðurgata 29,
efri hæð, í Sandgerði, þingl. eign Sigurðar T. Þórðarsonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs föstudaginn 5. marz kl.
15.30,
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 100., 103. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á
eigninni Dalsbyggð 2, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Hafsteins
Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins, Inn-
heimtu ríkissjóðs, Skúla Th. Fjeldsted hdl., Páls A. Pálssonar hrl., Skúla
Pálssonar hrl., Hilrnars lngimundarsonar hrl., Garðakaupstaðar og
Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. marz 1982
kl. 16.00. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Faxabraut 25
D (íbúð) í Keflavík, þingl. eign Kristins Bjarnasonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Veðdeildar Lands-
banka íslands, Jóns G. Briem hdl., Tryggingastofnunar ríkisins,
Vilhjálms Þórhailssonar hrl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl.
miðvikudaginn 3. marz 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn I Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Hafnargötu;
75, miðhæð og hálfum kjallara, i Keflavik, þingl. eign Evu Sögaard
Jóhansen, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl.,
Vilhjálms Þórhallssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 3. marz 1982 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
Prjónagarn -
Prjónagarn
Smyrna — útsaumur
dúkar — rúmtcppi
Pingouin Conserto
acryl-polyester m/þræði,
prjónar nr. 2 1/2—3. Verð kr. 15,00.
Lítið inn - eða hringið.
Við póstkröfusendum daglega.
Sjón cr sögu ríkari. Vcrið vdkomin
HOF
Ingólfstræti 1 (gcgnt Gamla bíói). Sími 16764.
frá Pingouin
Pingouin - Étincelle
bómullargarn m/gullþræði,
prjónar nr. 31/2-4. Verð kr. 14,80.
Útlönd Útlönd Útlönd
Flugræningjar
högguðu ekki
„jámfrúnni”
„Ef þeir eru flugræningjar og koma
hingað fara þeir ekki héðan aftur,”
sagði Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, til þess að undirstrika
afstöðu stjórnar sinnar til flugrána.
En þá var líka hjá liðin tveggja sólar-
hringa spenna, þegar fjórir flug-
ræningjar frá Tanzaníu, sem rænt
ihöfðu Boeing 737-þotu í Austur-
Afriku, höfðu gefizt upp á Stansted-
flugvelli, norðaustur af London.
Ræningjarnir höfðu neytt flugstjór-
ann til þess að fljúga með þá víða eftir
að þeir rændu vélinni í innanlandsflugi
í Tanzaníu á föstudag. Höfðu þeir við-
komu i Nairobi, Jeddah í Saudi
Arabíu og í Aþenu þar sem aðstoðar-
flugmaðurinn þurfti læknishjálpar við
vegna skotsára.
Þeir komu til Stansted á laugardag
þar sem vélin var kyrrsett með því að
loka flugbrautinni. Komið var fyrir
slökkvibílum umhverfis vélina svo að
hún gat ekki farið lengra. — 96 manns
voru um borð.
Lögregla og herlið var látið
umkringja flugvélina og kröfum flug-
ræningjanna um að fá að útvarpa
klögumálum sínum á hendur stjórnar
Julius Nyerere Tanzaníuforseta var
synjað.
Flugræningjarnir gáfust upp....
smám saman. Þeir slepptu gíslum
sínum i hópum. Síðustu tveir gíslarnir,
tiu ára gömul börn, liklegast í fjöl-
skyldu með flugræningjunum, voru
send úr vélinni með vopn flugræningj-
anna til þess að afhenda þau lögregl-
unni. Reyndust þau flest vera fölsk.
Eiturefni
flogandi
lest
Tvær pistólur og ein handsprengja, öll
skorin út úr tré. En eina hlaðna
skammbyssu höfðu ræningjarnir haft.
Talsmaður lögreglunnar sagði eftir á
að menn hefðu verið staðráðnir í að
hleypa ræningjunum ekki lengra á flug-
vélinni. Reynt hefði verið að taka
vélina með áhlaupi ef nauðsyn hefði
krafið og aldrei hefði komið til greina
að láta undan nokkurri kröfu ræningj-
anna.
„Ef öll ríki færu pannig að væri
endi bundinn á flugrán,” sagði
Thatcher forsætisráðherra.
Nixon og Chou En-Lai, þáverandi forsætisráðherra Kina, skála 1 tei fyrir
Shanghai-samkomulaginu.
Nixon varar Reag-
an við að styggja
Kína vegna Taiwan
Lögreglan varð að rýma 500 manna
byggðarlag norður af Toronto i
Kanada í gær vegna járnbrautarlestar
sem fór út af teinunum. 1 vögnum lest-
arinnar (35 talsins) voru flutt hættuleg
eiturefni og kom upp eldur í þeim við
óhappið.
Farmurinn var meðal annars
saltpéturssýra, própangas, bútangas,
hráolía, naphtha og metylalkóhól.
íbúum Hillsdale var ekki talið
óhætt, meðan eldurinn geisaði og hætt
var við eiturgufum. Fólkið var flutt á
öruggari staði meðan mesta hættan
stóð yfir.
Selveiði
byrjar
Fyrstu selfangararnir frá Nýfundna-
landi búa sig nú undir að halda til sel-
veiða á Labradorströnd síðar í þessari
viku. Þar munu þeir veiða 57 þúsund
kópa skinnsins vegna en veiðikvóti
Norðmanna, sem leggja af stað í dag og
á morgun, er 24 þúsund selir.
Vertíðin hófst með sérstakri guðs-
þjónustu í St. Johns í gær þar sem
prestar blessuðu þau sex veiðiskip sem
fyrst halda af stað. Þar eru menn minn-
ugir þess að margur selveiðimaðurinn
hefur farizt í ísnum og hafinu. Enda
eru ekki nema tvær vikur síðan 116
manns létu Iffið í óveðri út af
Nýfundnalandi þegar bandarískur
olíuborpallur og sovézkt flutningaskip
fórust. — Það er fyrrverandi
selveiðiskip sem heldur uppi leitinni að
borpallinum en menn telja sig hafa
fundið hann á dýptarmælum.
Grænfriðungar hafa eins og fyrr
Richard Nixon, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, skrifaði grein í New
York Times, sem birtist i gær, í
tilefni þess að tíu ár eru síðan Shang-
hai-sáttmálinn var undirritaður en
hann var upphaf stjórnmálatengsla
Kína og Bandaríkjanna.
Í grein sinni varar Nixon við að
ágreiningur vegna Taiwan (áður
Formósa) verði látinn spilla tengslun-
um við Pekingstjórnina. Brýnir hann
mjög bæði Kínastjórn og Banda-
ríkisstjórn að gera sér glögga grein
fyrir mikilvægi tengsla þeirra.
„Það væri hámark heimskunnar
að reyna að „bjarga” Taiwan ef það
kostar að við missum Kina. Ef Kína
rynni aftur i réttina til Sovétmanna
mundi valdajafnvægið halla mjög á
okkur,” skrifar Nixon.
Hann lýsir tengslunum milli USA
og Kína á þann veg, að þau hafi
grundvallazt á sameiginlegum
áhyggjum vegna Sovétríkjanna og
öðrum „yfirvegunum með beggja
hag fyrir augum”... „Þeir þörfnuð-
ust okkar, við þörfnuðumst þeirra. ”
Nixon skrifar, að þessar sömu
ástæður sé enn í fullu gildi i dag tíu
árum síðar. „Ef menn vilja viðhalda
tengslunum krefst það málantiðlun-
ar.” segir hann.
Pekingstjórnin gerir engan
dagamun vegna tíu ára afmælisins og
sýnist ætla að leiða það alveg hjá sér.
Speglast í því óánægja hennar með
þá ákvörðun Reagans forseta í síð-
asta mánuði, að selja Taiwan
orrustuþotur.
áætlanir á prjónunum um að trufla
selaveiðina en yfirvöld Kanada og
Nýfundnalands vernda hana með sér-
stökum reglum, sem banra
óviðkomandi að nálgast veiðisvæðin
um of, bæði í lofti (í þyrlum til þess að
fæla selina) og á ísnum.
Skip Grænfriðunga, Rainbow
Warrior, hefur verið kyrrsett í Halifax
fyrir 400 dollara sekt vegna brota á
tollareglum þegar skipið var þarna á
ferð í fyrra.
Grænfriðingar hafa í sinni að fara á
svifnökkva á veiðislóðirnar og reyna að
spilla veiðinni. Þeir hafa við fyrri tæki-
færi gripið til ýmissa ráða til að
hindra nytjar af selunum. Eins og
t.d. að úða úr úðunarbrúsum litarefn-
um yfir kópana til að skinnið nýtist
ekki.