Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. 8 ;OtQ«uW«B: FfJAIc qwmlálun hf. '8t}ónwformaður og útBéfustJórl: 8vslnn R. EyJúHsson. 'Frsnútvasmdsstjóri og útuáfustjóri: Hfirður Elnsrsson. 'Rltstjórsn Jónss Krist)ónsson og EBsrt B. 8chrsm. Afistofisrrttstjðrl: Hsukur Hslgsson. Fróttsstjórl: Samundur Qufivlnsson. Auglýslngsstjórsr PÓ8 Stsfónsson og IngóHur P. Stsinsson. Ritstjóm: Síðumúta 12-14. Augiýsinyar: SMJumúla 8. AfgraiMi, áskrtftir, .mAauglý.lngar, •krtfatofa: thrarhoM 11. Sfeni 27022. Sfrni ritstjómar 86611. Satnlng, umbrot, mynda- og piötugarð: Hilmir M., Sfðumúla 12. Prsntun; Aryókur WL.SksHunnl to, ______ ________________________ ^Askrtftsrvsrfi ó 110 kr. Vsrfi I Isusssðki 0 kr. Hstgsrhlsfi 10 kr. Valdið og freistingin Enda þótt enn séu tæpir tveir mánuðir til sveitar- stjómarkosninga er þegar farið að hitna í kolunum. í fyrradag kom til snarpra umræðna í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útgáfu bæklings um skipulagsmál.i Davíð Oddsson talsmaður minnihlutans kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á borgarstjórnarfundi þar sem hann hafði haft spumir af útgáfu bæklingsins. Óskaði hann eftir því, að borgarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér efni ritsins, en auk þess gagnrýndi Davíð að ,,meirihlutinn notaði peninga skattborgaranna til að dreifaáróðri”. Báðum þessum athugasemdum var vísað á bug af meirihlutamönnum og borgarbúar munu næstu daga fá bæklinginn inn um bréfalúgurnar. Hér munu vera á ferðinni skipulagstillögur þær, sem meirihluti borgarstjómar hefur samþykkt fyrr á kjör- tímabilinu. Á sínum tíma vöktu þær upp deilur, enda orka þær mjög tvímælis, svo ekki sé meira sagt. í skoð- anakönnunum kom fram að meirihluti Reykvíkinga var andvígur þeim ráðagerðum, sem aðallega felast í því að skipuleggja byggð við Rauðavatn ofan við Ár- bæjarhverfið. Sá ágreiningur skal látinn liggja milli hluta og er ekki aðalatriðið umræðunnar í íyrradag. Út af fyrir sig getur það ekki talist gagnrýnisvert, að lög- legur meirihluti í borgarstjórn, sem staðið hefur að samþykkt og ákvörðunum um skipulagsmál, vilji kynna þetta sama skipulag fyrir borgarbúum. Hitt er alvarlegra ef réttu máli er hallað og kynningarrit sem þetta er einhliða áróður um umdeilda ákvörðun, kosn- ingapési fyrir tiltekna flokka. Þess vegna er sú ósk réttmæt hjá minnihlutanum að fá tækifæri til að lesa bæklinginn yfir, enda er hann gefinn út í nafni borgarstjómarinnar allrar. Það kom og í ljós við umræðuna að flestir meiri- hlutafulltrúarnir höfðu enga vitneskju um innihald bæklingsins. Það er vissulega reginhneyksli ef meirihluti borgar- stjórnar nýtir sér fé skattborgaranna til að dreifa bækl- ingum til borgarbúa, í þeim tilgangi að kasta ryki í augu þeirra og upphefja sjálfa sig. Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd í Reykjavík í hálfa öld, og hvað svo sem sagt verður um þann valda- feril, þá var hann aldrei sakaður um að mgla saman fjárreiðum borgarsjóðs og eigin herkostnaði, þegar til kosninga dró. í rauninni má það teljast lofsvert afreki að halda svo á málum í fimmtiu ár, að engin spilling eða misnotkun skyldi upplýsast þá loks sá flokkur missti völdin. Af þeim ástæðum hafa fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn efni á því að vara við og gagnrýna, ef og þegar slík misnotkun á sér stað, eftir fjögurra ára valdaferil hinna flokkanna. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna, flutti ræðu i þinginu nú í vikunni og gaf í skyn að stórfelld misbeiting á opinberri aðstöðu og fé hefði átt sér stað meðal valdhafa vegna Blönduvirkjunar. Áður hefur verið upplýst, að tveir ráðherrar höfðu í heimildarleysi boðið gull og græna skóga í sama til- gangi. öll þjóðin hefur orðið vitni að siðlausum af- skiptum samgönguráðherra í tengslum við kaup Arnar- flugs á Iscargo. öll þessi dæmi eru talandi tákn þess, hversu sú freisting er hættuleg og nálæg fyrir valdhafa að misnota aðstöðu sína. Núverandi meirihluti borgar- stjórnar ætti að varast að falla fyrir þeim freistingum. íslenskir kjósendur hugsa þeim þegjandi þörfina, sem misnota vald sitt. ebs Kosturinn við að búa á tslandi er, að þar færðu allt, sem hugurinn girnist....öðru hvoru megin við helgina. Það er sama, hvað þér dettur í hug að kaupa þér, þú getur gengið að því sem vísu hér á landi...bara ekki i bláu númer 42. ,,Það er ekki til” er ekki til í orða- forða verzlunarmannanna okkar. Þótt ekkert sé inni I sjoppúnni annað en afgreiðslumaðurinn segir hann: „Jú, við eigum það til...... inni í tollvörugeymslu, á bakkanum, í pöntun, á leiðinni til landsins ef ekki í tolli.” Og sé það hvorki nýbúið né rétt ókomið, þá er bara hægt að panta það fyrir þig, smíða það fyrir þig, jafnvel finna það upp fyrir þig. Ég þekki mann, sem náði sér í um- boð fyrir góðar flísatengur fyrir mörgum árum og hefur síöan lifað góðu lífi. Þetta var hans vendipunkt- ur í lífinu. Ég veit líka um mann, sem flytur inn plastik utan um bjúgu og bróðir hans, sem breytir öllu, sem hann snertir, I olíu, er með umboð fyrir umferðarljós. Með vaxandi um- ferð hefur fyrirtæki þess siðarnefnda verið skipt upp I þrjár deildir. Eini þeirra sinnir nú einvörðungu græna ljósinu. Ég komst að þvf, að það eru til fulltrúar á íslandi fyrir allt, sem framleitt er í heiminum, þegar ég ætlaði loks að taka á mig rögg og hefja innflutning á einhverju. Ég ætlaði að vera framsýnn og fá mér umboð fyrir þægilega geimferðar- búninga^en jafnvel þar hafði einhver orðið á undan mér. Ég var að gefast upp, þegar ég fékk þá snjöllu hugmynd einn rígningar- daginn að reyna að krækja mér i einkaumboðið á íslandi fyrir gott veður. Miðað við veðráttuna gat ekki verið, að neinn væri með umboðið fyrir þaö hér á landi. Ég gáði I simaskrána undir erlend umboð fyrir sólargeisla frá Flórida en hingað kominn reyndist hann bæði blautur og kaldur og þar með ekkert frábrugðinn okkar veðráttu. Ég komst í samband við góöan aðila á Spáni, sem sérhæfir sig í að flytja út gott veður, pakka því og koma því á skip fyrir lítið verð. Ég fékk átta sólardaga í tilrauna- sendingu með síðasta Laxfossi. Þetta voru nokkrar mismunandi gerðir. Ég fékk einn dag af dýrustu týpunni, heiðskíranhiminnallan sólarhringinn, hitinn frá 15 til 25 stig. Lognið er innifalið I þessarí týpu, en verður að Úrritvél Jóns Björgvinssonar sérpantast meö þeim ódýrari, þar sem dregur fyrir sólu I einn upp i fjóra klukkutíma á dag. Veðurstofan sýndi ódýrasta degin- um nokkurn áhuga og ætlaði að dreifa honum um veðurathugunar- stöðvar sínar í tilraunaskyni. Ef það gengi vel var jafnvel talað um, að ég pantaöi fyrir þá tvo til þrjá daga af lúxus týpunni til að eiga upp á sumar- ið. En málið strandaði í tollinum. Ég vildi flytja þetta inn undir flokkun- inni 29.34.01. (Ýmis önnur lífræn og ólífræn efnasambönd) og ekki borga nein aðflutningsgjöld. En þeir á toll- inum vildu flokka þetta með loftþyngdarmælum og öðrum veöur- tækjum I 90.23.14 og leggja á þaö 35% toll, 24% vörugjald, 1% tollaf- greiðslugjald og 25.85% sölugjald eða flokka það jafnvel með sólar- lömpum í 85.20.06 með enn hærri álögum. Það mundi með öðrum orðum þýða, að við hefðum ekki efni á nema einum virkilega góðum veðurdegi á árí vegna tolla. Síðustu þrem vikum hef ég varið niðri á tollstjóraskrifstofu til að leið- rétta þetta ranglæti. Eina niðurstað- an, sem ég hef komizt að er sú, að væri Livingstone lifandi legði hann vafalaust strax upp í leiðangur um myrkviöi islenzka tollafrumskógarins með minnst þrjátlu innfædda burðar- menn. Góða veðrið okkar er sem sagt fast í tolli og það er útséð um, að ég nái af þessari sendingu fyrir hvítasunnuna. En ég geri mér vonir um að geta leyst einn eða tvo sæmilega daga út fyrir sumarið...... öðru hvorum megin viðeinhverja helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.