Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. 21 OG ÞÁ EMI PÁSKAEGGIN þekkjum i dag, eru búin til. Þar er allt unnið á færibandi og tekur um fimmtán mínútur frá því að páskaeggið, ef páskaegg skyldi kalla, er eins og sósa i skál og þar til það er orðið lögulegt egg með gulum páska- unga rauðnefjuðum, trónandi á toppn- um. Þeir hjá Nóa byrja að huga að eggj- unum strax í júníbyrjun og i janúar er af fullum krafti byrjað að framleiða eggin og við það starfa hvorki meira né minna en 40 manns. „Framleiðum 300 þúsund egg þetta árið " „Við höfum aukið páskaeggjafram- ieiðsluna um fimmtiu prósent frá í fyrra,” sagöi Kristinn Bjömsson, for- stjóri Nóa, Síríusar og Hreins. „Við erum nú með 35 tonn af eggium, en það gera um 300 þúsund egg. Þetta er gifurlega mikið. Þótt við séum stærstir i þessu eru tvö fyrirtæki önnur sem framleiða páskaegg svo að fólk virðist borða ótrúlega mikið af þessu. Reyndar höfum við þegar selt allt sem við framleiðum.” — Hvernig standa islenzkir páska- eggjaframleiðendur sig í samkeppni við innflutt páskaegg? ,,Það er ekki mikið um innflutning á erlendum páskaeggjum. Það hefur verið reynt, en Isléndingar vilja þau isienzku. Þeir vilja hafa gula ungann á toppnum og islenzkan málshátt innan i, ásamt sælgæti. Erlendu páskaeggin sem hafa verið hér á boðstólum eru hins vegar yfirleítt fyllt með súkkulaöi eða einhverju kremi. Þar er aðallega lagt upp úr umbúðunum, svo að í reynd eru þau mjög frábrugðin þeim islenzku.” „Notum aðeins beztu hráefni" — Leggiö þið ykkur í lima við að hafa úrvalshráefni í eggjunum? „Já, það gerum við svo sannarlega. Við höfum aðeins beztu hráefni i okkar páskaeggjum, þar eru engin gerviefni. Svo leggjum við áherzlu á, að innihald eggjanna sé nokkuð fjölbreytt, en við fylium eggin með karamellum, konfekti, lakkris, súkkulaðikútum og brjóstsykri.” — Hversu lengi hefur Nói framleitt páskaegg? „Ætli mér sé ekki óhætt að segja að við höfum framleitt páskaegg 1 ein fimmtiu ár,” sagði Kristinn Björnsson. Páskaeggjunum pakkað inn og þá em þau tilbúin aO fara til neytandans. (DV-myndir Bj. Bj.) TRAKTORSGRAFA [Ólafsvíkurhreppur óskar tilboða i Case 680 G traktorsgröfu árg. 1980 ^ I Keyrð 1850 klukkustundir. Vélin er í góðu ástandi. jGrafan verður til sýnis í áhaldahúsi hreppsins, Ólafsvík. Tilboðum sé skilað á skrifstofu Ólafsvikurhrepps, Ólafsbraut 34, Ólafsvík. Merkt „Ólafsvíkurhreppur traktorsgrafa”. “MAMIYÆ" GERIR SUMARIÐ SKEMMTILEGRA MAMIYA135AF KR. 1.760- SJÁLFSTILLING Mamiya sjálístilling tryggir skýran lókus hverju sinni. Mamiyo 136EF MAMIYA 135 EF KR.810,- Aðgengileg myndavél sem er sáraeinföld í meðtorum, en gefur góðan árangur. 1) Stiliið á ASA hraða filmunnar 2) Setjið sjálí stillinguna á 3) ... og smellið af. , 35 MM JMYNDAVÉLAR Á tttjöfaÓÐlS VERÐI. HANS PETERSEN HF Bankastrœti Austuiver Glœsibœr UMBOÐSMENN s. 20313 S. 36161 s. 82590 UMALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.