Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 32
32; DAGBLAÐIÐ& VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Tapað -fundið Tapazt hefur budda raeð lyklum i. Hin ct svOrt mcð tveim hólfum, annað undir lykla. Vinsamlegast halið samband við ritstjórn DV. Fundarlaun. Leiklist BrúðuleiRhúshátfð að Kjarvalsstöðum Laugardaginn kl. 15 verður sýnt Hátíð dýranna og Eggið hans Kiwi. Sunnudag kl. 14.30 sýnir íslenzka brúðuleikhúsið tvo þætti scm hcita Gamla konan og Kabarett. Klukkan 16 sýnir Lcikbrúðuland 3 þjóö- sógur sem heita Gípa, Umskiptingurinn og Púka- blístran. GARÐALEIKHOSIÐ sýnir Karlinn í kassanum á laugardagskvöldið klukkan 8.30. í Tónabæ, slöasta sýning fyrir páska, aðalhlutverk: Magnús Ólafsson, Aðalsteinn Bergdal og Guðrún Þóröardóttir. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 46600. ÍSLENZKA BRCÐULEIKHÚSIÐ. Vegna mikillar aðsóknar verður aukasýning hjá ísl. brúðuleikhús- inu að Kjarvalsstöðum sunnudaginn 4. apríl^ klukkan 14.30: Þjóðleikhúsið AMADEUS veröur sýndur á sunnudagskvöldið. Sýningin hér i Þjóðleikhúsinu okkar viröist ætla að hljóta viðlika vinsældir og uppfærslur á verkinu víðast annars staðar, enda heillandi þessi saga af samskiptum meöalmannsins Salieris og snillingsins^ Mózarts. GOSI, barnalcikurinn vinsæii, verður sýndur í 30. skiptið á laugardag kl. 14 og aftur er sýning á sama tima á sunnudag og litiö lát á aðsókninni. Leikfólag Reykjavfkur Á laugardagskvöldið var átti aö vera síöasta' sýning á Skomum skömmtum Jóns Hjartarsonar og Þórarins Eldjárn en vegna mikillar aösóknar veröur aukasýning i ' kvöld og hefst hún kl. 23.30 að vanda. Sem kunnugt er koma fjölmargir leikarar fram í reviunni, þ.á.m. Gisli Rúnar Jóns- son, Gisli Halldórsson, Sigriöur Hagalín, Hclga Þ. Stephensen, Karl Guömundsson og Soffia Jakobs- dóttir. Fjöldi söngva er i reviunni, bæöi gömul og ný lög, og er það Jóhann G. Jóhannsson sem annast undirleik. Annað kvöld er 55. sýning á Jóa eftir Kjartan Ragnarsson á sviðinu i Iðnó en það fjallar sem kunn- ugt er um vanda ungra hjóna er þau skyndilega þurfa að taka að sér þroskaheftan bróður konunnar. Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karlsson og Jó- hann Sigurðsson hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn i þessari sýningu. Höfundur er sjálfur leikstjóri. Á sunnudagskvöldið er svo frumsýning á nýjum farsa eftir Dario Fo, Hasslð hennar mömmu, sem eins og nafnið bendir til fjallar um fikniefnaneyzlu, en aö sjálfsögðu, eins og þessa höfundar er von og^ visa, er hér fléttað saman gamni og alvöru á hinn skoplegasta hátt. Með stærstu hlutverk fara Margrét Ólafsdóttir, Gisli Halldórsson og Emil Gunnar Guð- mundsson, auk Kjartans Ragnarssonar, Aðalsteins Bergdal, Ragnheiðar Steindórsdóttur og Guðmund- ar Pálssonar. Þýöandi verksins er Stefán Baldurs- son, lýsingu annast Daniel Williamsson, leikmynd og búninga gerir Jón Þórisson og leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, sem sett hefur á svið ýmsar vinsæl- ustu sýningar Leikfélagsins, svo sem Rommí, Fló á skinni, Skjaldhamra og Þið munið hann Jörund. 2. sýning á Hassinu er á þriðjudag og 3. sýning á fimmtudag. Laikfólag Mosfellssveitar sýnir Gildruna eftir Robert Thomas í Hlégarði sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Erna Gísladóttir. Miðasala I Hlé- garði á sunnudag frá kl. 17. Miðapantanir í sima 66822 og 66195. Nemendaleikbúsið sýnir svalirnar i Lindarbæ á sunnudagskvöldið klukkan 20.30, siðasta sýning fyrir páska. Tvær sýningar verða eftir páska. Miða- sala opin frá klukkan 17.00 í Lindarbæ, sími 21971. íþróttir Laugardagur: Sund: Sundhöllin: Innanhússmeistaramótið í sundi kl. 14.00. Knattspyrna: Melavöllur: Víkingur — KR i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu. Badminton: Laugardalshöll: íslandsmeistaramótið i bad- minton kl. 10. Körfuknattleikur: Borgames: ísland — England kl. 14. Sunnudagur Sund: Sundhöllin: Innanhússmeistaramótið i sundi kl. 14. Badminton: Laugardalshöll: íslandsmeistaramótið kl. 10. Körfuknattleikur: Keflavik: ísland — Englandkl. 14. Árshátíðir Árshátíð Fram Árshátiö Fram verður haldin í Rafvcituhúsinu (félagsheimili) við Elliðaá — laugardaginn 3. apríl kl. 20. Aðgöngumiöar afhentir í Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar, Lúllabúð og HP-húsgögnum. Fundir Kvenfólag Hóteigssóknar. Fundur verður þriöjudaginn 6. apríl í Sjómanna- skólanum og hefst klukkan 20.30. Gestur fundarins veröur Hólmfríður Pétursdóttir, sem mun segja frá starfi þjóðkirkjunnar í Löngumýri í Skgafiröi. Mæt- iö vel og stundvisiega. Prestar í Reykjavíkurprófastsdœmi halda fund í Norræna húsinu nk. mánudag. Kvenfólag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 5. april kl. 8.30. Spilaö verður bingó. Mætið vel og stundvíslega. Kvenfólag Fjallkonurnar Fundur verður mánudag 5. apríl klukkan 20.30 að Seljabraut 54. Kynning á örbylgjuofnum. Skipti- nemar koma i heimsókn, kaffiveitingar. Jassf Stúdentakjallaranum Guðmundur Ingólfsson, pianó, Pálmi Gunnarsson, bassi, Sigurður Jónsson, trommur, spila jass í Stúdentakjallaranum á sunnudagskvöldið frá klukkan 21—23.30. Kvenfólag Lauganessóknar heldur afmælisfund i fundarsal kirkjunnar 5. april klukkan 20. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnin. Kór Langholts- kirkju efnir til aukatónleika. Eins og fram hefur komið flytur Kór Langholtskirkju óratóriuna Messias eftir Hándel i Fossvogskirkju á pálmasunnudag kl. 16 og á mánudag kl. 20. Uppselt er nú þegar á fyrri tón- leikana og hcfur þvi veriö ákveðið að efna til auka- tónleika þriðjudagskvöldið 6. april kl. 20.00 irEoss- vogskirkju. Einsöngvarar vcröa ólöf Kolbrún Harðardóttir,, Sólveig Björling, Garöar Cortes og Halidór- Vilhelmsson; konsertmeistari Michael Shelton og stjórnandi Jón Stefánsson. Ekki veröa haldnir aðrir aukatónleikar. Forsala aðgöngumiöa er hjá úrsmiðnum i Lækjar- götu 2 og i Langholtskirkju. Tilkynningar Árlagir tónleikar Lúðra- sveitar verkalýðsins verða laugardaginn 3. apríl kl. 14 i Gamla Bíói. Efnisskráin verður að vanda mjög fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Hluti efnisskrárinnar verður fluttur á tónleikum sveitarinnar i Pori, Finnlandi, en þangað heldur hún i lok júni- mánaðar, ásamt Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur og kór Starfsmannafélags Álafoss, til þátttöku i 8. samnorræna alþýðutónlistarmótinu. Aðgangur að tónleikum Lúðrasveitar verkalýösins i Gamla Bíói er ókeypis. Stjórnandi er Ellert Karls- son. Kynnir verður Jón MúliÁrnason. Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum ölfusi, verður slitið laugardaginn 3. april og útskrifast þá 33 nemendur frá skólanum eftir tveggja vetra nám. Félagslíf i skólanum hefur verið mjög fjölskrúðugt enda mörg sameiginleg markmið sem unnið var að. Fyrri veturinn unnu nemendur að því að fjármasna náms- og kynnisferð sem farin var til Svíþjóðar og Finnlands siðastliðiö sumar og heppnðist sú ferö mjög vel. Vilja nemendur nota tækifærið til að þakka öllum þeim mörgu sem studdu við bakið á þeim fyrir aðstoðina, sem gerði þeim kleift að fara þessa ferð. Fjáröflunarleiöir voru ýmsar, svo sem rekstur krambúðar á Skólavörðustíg, aðventu- kransasála og sala þurrskreytinga. Til að reka enda- hnútinn á góöa samvinnu þessa árgangs er ætlunin að hafa hina árlegu pottaplöntusölu í Breiðfirðingabúð á Skólavörðustíg 6b. Verða þar seldar pottaplöntur af ýmsum stærðum og gerðum. Ætlunin er að nota það fjármagn til þess meðal annars að gefa skólanum gjöf til minningar um veru nemenda sem hefur verið bæði skemmtileg og fræð- andi. Fjölskyldusamkoma KFUM £f K Sunnudaginn 4. april (pálmasunnudag) verður fjöl- skyldusamkoma á vegum KFUM & K að Amtmannsstíg 2b kl. 16:30. Á undan samkomunni eða frá kl. 15:00 verður hægt að fá kaffi eða gos og gott, eins verða sýndar kvikmyndir fyrir börnin frá kl. 15:00. Samkoman hefst siðan kl. 16:30 með fjöl- breyttri dagskrá og miklum söng. Allir eru hjartan- lega velkomnir. JAZZ-INN í Háskólabiói Dansflokkur JSB ásamt hljómsveitinni Friðryk sýnir um þessar mundir söngleikinn Jazzinn í Háskólabíói. Næsta sýning er í kvöld og síöan á sunnudag og siöasta sýning fyrir páska er á miðvikudagskvöld Tónleikar í Austurbæjarbíói Tónlistarskólinn í Reykjavík verður’með tvenna tónleika um helgina í Austurbæjarbiói. Fyrri tónleikarnir eru í kvöld kl. 19.00. Hjálmur Sighvats- son leikur á píanó verk eftir J.S. Bach, Beethoven Brahms og Prokofieff. Á morgun kl. 14.30 flytja þær Guörún Th. Siguröard., celló og Anna Þorgrímsdóttir, pianó- verk eftir A. Vivaldi, H.W. Henze, R. Schumann og Fr. Chopin. Þctta eru einleikarapróf þeirra Hjálmars og Guðrúnar. Kökubasar Körfuknattleikskvenna Landsliðskonur halda kökubasar í anddyri Breið- holtsskóla á laugardag 3. apríl og hefst hann kl. 13.30. Þar verður mikið úrval af kökum á boðstólum og allir eru velkomnir. Konur landsiiðsmanna KKI. Frá Sjólfsbjörg ÍReykjavfk og nágrenni Bingó veröur spilaö sunnudag 4. apríl klukkan 14 aö Hátúni 12. Góðir vinningar, við væntum þess að flestir félagsmenn mæti og hafi með sér gesti. JC-VÍK stendur fyrir kökubasar á Hallveigarstöðum laugar- daginn 3. apríl kl. 14. Verkefni með OrAaskyggni fyrir 7—10 ára böm Bókaútgáfan Bjallan hefur sent frá sér Verkefni meö Orðaskyggni fyrir 7—10 ára börn. Höfundar eru Kolfinna Ðjarnadóttir og Guðrún Gísladóttir kennarar. Verkefnin eru ætluð til móðurmálskennslu á ofangreindum aldursstigum til þess aö auka orða- forða og skilning barna á mæltu máli. Einnig falla sum verkefnanna inn I námsefni 1 samfélagsfræöi. Fyrst um sinn verða verkefni þessi einungis seld tíl skóla. Antlun Alnaborgar Frá Akranesi kl. 8,30 kl. 11,30 kl. 14,30 kl. 17,30 Frá Reykjavík kl. 10,00 kl. 13,00 kl. 16,00 kl. 19,00 Kvöldferflir: kl. 20,30 og 22,00, júlí og ágúst, alla daga nema laugardaga. Mai, júni og september, á föstudögum og sunnudögum. Apríl og október á sunnudögum. Hf. Skallagrímur: Afgreiðsla Akranesi simi 2275, skrifstofan Akranesi simi 1095, afgreiöslan Rvík sími 16050,, simsvari í Rvik simi 16420. Fundaskró A A-samtakanna á íslandi Febrúar 1982 Laugardagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5. (91-12010). Græna húsið kvennadeild uppi kl. 14.00. Tjarnargata 3 (91-16373). Rauöa húsiö kl. 21.00 Tjarnargata 3 (91-16373). Rauða húsið kl. 23.30 Langholtskirkja kl. 13.00 ölduselsskóli Breiðholti kl. 16.00 LANDIÐ Akureyri, (96-22373). Geislagata 39 kl. 16.00 Höfn Hornafirði, Miötún 21 kl. 17.00 Staðarfell Dalasýslu, (93-4290). Staðarfell kl. 19.00 • Tálknafjörður, Þinghóll kl. 13.00 Vestmannaeyjar, (98-1140). Heimagata 24, opinn kl. 17.00 Keflavík (92-1800). Klapparstig 7 kl. 14.00 * og þegar togari er inni. Sunnudagur Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 11.00 Tjarnargata 5 (91-12010) Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið. Spora- fundir kl. 16.00 Tjarnargata 5 (91-12010) Græna húsið. Framsögu- maður. kl. 21.00 Tjarnargata 3 (91-16373) Rauöa húsiö kl. 21.00 LANDIÐ Akranes, (93-2540). Suðurgata 102 kl. 11.00 Akureyri, (96-22373). Geislagata 39 kl. 11.00 Bildudalur, Samkomuhúsið kl. 14.00. Egilsstaðir, Furuvellir 10 kl. 17.00 Fáskrúðsfjörður, Félagsheimilið Skrúöur kl. 11.00 Grindavík, Gamli Kvennaskólinn kl. 14.00 Grundarfjörður, Verkalýöshúsiö kl. 16.00 Húsavík, Höfðabrekka 11 kl. 16.00 ísafjörður, Gúttó við Sólgötu kl. 14.00 Keflavík, (92-1800) Klapparstig 7 kl. 11.00 Keflavík, Ensk Spor kl. 20.00. Reyðarfjörður, Kaupfélagshúsinu kl. 11.00. Selfoss, (99-1787) Sigtúnum 1 kl. 11.00 Siglufjöröur, Suðurgata 10 kl. 11.00 Staðarfell, Dalasýsla (93-4290) Staöarfell kl. 21.00 Vopnafjörður Hafnarbyggð 4 kl. 16.00 Messur KEFLARVtKURKIRKJA: Fcrmingarguðþjónusta veröur á sunnudag kl. 10.30. og 14. Sóknarprestur. Guðsþjónustur i Reykjavikurprófastsdæml á pálma- sunnudag 4. apríl ’82. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Bamasamkoma i Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Fermingarguðsþjónusta i Safnaöarheimilinu kl. 2. Altarisganga fyrir fermingarböm og vandamenn þeirra þriöjudagskvöld 6. april kl. 20.30. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSPREST AK ALL: Fermingarguðsþjónusta í Laugameskirkju kl. 2. Altarisganga Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa á pálma- sunnudag kl. 14 i Breiöholtsskóla. Bamasamkoma kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30og 13.30. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. DIGREANESPRESTAKALL: Barnasamkoma i Safnaöarheimilinu Bjarnhólastig kl. 11. Ferming i Kópavogskirkju kl. 10.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Fermingarguðsþjónustur kl. 11.00 og kl. 14.00. Sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Mánudagur 5. april kl. 20, altarisganga. Sr. Þórir Stephensen. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- og HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu- dagur: Bamasamkoma i Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðs- þjónusta i Safnaðarheimilinu Keilufelli 1, kl. 2 e.h. Eftir guðsþjónustu vcröur tekin fyrsta skóflustunga að kirkjubyggingu Fclla- og Hólasóknar við Hóla- berg. N.k. þriðjudagskvöld verður samkoma i Safnaðarhcimilinu kl. 20.30. Sr. Hrcinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Ferminmgarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Organleikari Ámi Arinbjarnarson. Altarisganga þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11, ferming og altarisganga. Sóknarprestar. Mánudagur 5. april, kvöldbænir kl. 18.15. Þriðjudagur 6. april, fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. -Kvöldbænir kl. 18.15. Miðvikudagur 7. april, kvöld- bænir kl. 18.15. LANDSSPÍTALINN: Messa kl. 10. Ragnar Fjalar Lámsson. H ÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Sunnudagur: Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14.00. Prestamir. KÁRSNESPRESTAKALL: Bamasamkoma í Kárs- nesskóla kl. 11. Fermingarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2. Sr. Ámi Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 12.30. Sr. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ferming og altarisganga. Messa kl. 14.00 i umsjá Áspresta- kalls. Fetming og altarisganga. Mánudagur 5. april, kvenfélagsfundur kl. 20.00, afmælisfundur. Þriðju- dagur 6. april, bænaguðsþjónusta á föstu kl. 18.00. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardagur 3. apríl: Samverustund aldraðra kl. 15. Blómaferð i Mosfellssveit. í leiöinni verður dælustðð hitaveitunnar skoðuð. Sunnudagur 4. april: Barnasamkoma kl. 10.30. Fermingarguðs- þjónustur kl. 11 og kl. 14. Þriðjudagur 6. apríl: Altarisganga kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54, kl. 10.30. Bamaguðsþjónusta ölduselsskóla kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta i Fríkirkjunni kl. 10.30. Föstumessa i ölduselsskóla kl. 20.30. Safnaðarfólk les úr pislarsögu og Passiusálmum. Sungnir verða pislarsálmar. Kirkjukór Seljasóknar syngur undir stjóm ólafs W. Finnssonar og kór ölduselsskóla undir stjóm Margrétar Dannheim. SELTJARNARNESSÓKN: Bamasamkoma kl. 11 í félagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN i Reykjavtk: Messa kl. 2, ferming og altarisganga, Safnaðarprcstur. EYRARBAKKAKIRKJA: Bamaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2, altarisganga. Sóknarprestur. FUadeiriusöfnuAurínn: Sunnudagsskóli klukkan 10.30. Almenn guðsþjónusta klukkan 20.00. Ræðu- maður Einar J. Gislason. Bergþórshvolsprestakali Pálmasunnudagur: Messa i Akureyrarkirkju kl. 2: e.h. Skirdagnr: Messa og altarisganga i Voðmúlastaöa- kapellu kl. 2e.h. Föstudagurínn langl: Guðsþjónusta i Krosskirkju kl. 1. e.h. Páskadagur: Hátíöarmessa i Krosskirkju kl. 1 e.h. Hátíöarmessa i Akureyrarkirkju kl. 3 e.h. Séra Páll Pálsson. Þjónustuauglýsingar // Ýmislegt Tónskóli Entils Kenntlugreinar: • Pianó • Harmónika • Gítar • Munnharpa • Rafmagnsorgel - . . Hóptímar og einkatímar innritUn Símar 16239 og 66909 Brautarhoftí 4 Húsdýraáburður 4 j Dreift ef óskað er, sanngjarnt \ verðj ! Einnig tilboð. Guðmundur, sími 77045 og 72686. | Ennfremur trjáklippingar!) Verzlun attóturlmáb unbrabernlb 1 JasmiR fef Grettisqötu 64- s: 11625 Rýmingarsala Allur fatnaður á niðursettu verði, kjólar á 200—300 kr., 3E blússur á 90—120 kr., pils á 175 kr., vesti (vatteruð) á kr. 2 150, kjólH- vesti (sett) á 400 kr., klútar 20—40 kr., piLs + blússa (sett) á 300 krM piLs + blússa + vesti (sett) á 500 kr. og Ímargt fleira. 25% afsláttur af metravöru. Einnig mikið úr- val austurlenzkra handunninna listmuna og skrautvara til heimiUsprýði og gjafa. OPIÐ A LAUGARDÖGUM. auóturtntók unörabrrölti f>jónusta Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurta aö biöa lengi meö bilaö rafkerti, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þart aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem þregöur skjótt viö. {•fRAFAFL SmiBshöfSa. 6 ATH. Nýtt slmanúmer: 85955 NÝ ÞJÚNUSTA, STEINSTEYPUSÚGUN. Tökum að okkur alhliða sögun í stein- steypta veggi og gölf, t.d. fyrir glugga, hurðir og stigagöt. Hrcint sagarfar „þýðir” minni frágangsvinnu, hljóðlátt — ryklaust — fljótvirkt. FifuseG 12 109 Reykjavik. Sími 91-73747 og 91-83610.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.