Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Svartamarkaðs- brask með myndbönd á íslandi: pMfYHARRY íl) Ríetronome ' Med Cllut Eastwood DE Tl BUD (S) Esielte _______S-Ied Tttl Brunner STR0MERE I BAK5PEJLET (2) Esseltft Med Burt Beynolds DE GR0NNE DJÆ.VLE > (1«> Metrasome _______Med John Wayne ■ DET VÍLDE RÆS (í) Essclte Med Burt Reynold* ALLE TIÐERS RACE •< <9) B.T. Vldeoklub Med Jack Lemmon FAMILIEN GYLDÍKAi „ , (D Irlsh Med AKsel Str0byo f; KRIGFRNE (líí> Esselte Med Mich liack Tll uss NIMITZ < (5) B.T. Vldeoklub Med Klrk Douglas ÁLT PÁ ETlRÆÐT (16) AB coUectlon Med Dlrch Pascer GUMMI-TARZAN M (NV) B.T. Med Alex H Videoklub fed Alex Svanbjorg SOMMERSÆS (13) Se & H0r Videokiub „ Amer. UEsgdomsjmm 3. VERDENSKRIG (NY) 8eajid Vldeo Med Koek Hudson DE R0SE BA8ETTER (NY) Dansk Vldeosyndi ko.t, Mcí1 Marlo SuelHano DIRTY HARRY GÁRAMOK/I (NY) Motronomo Mcd Olint Pastwood PAHSERNÆVEN (11) JVfctronome MedCUnt Eastwood fi DE ViLDE GÆS . (I!)) A3 Collectlon Med P.lcSmrd Burton »10« ) (NY) B.T. Vídeoklub Bo Pcrek/Budloy Moore SHERIFFEN SKYDER )C (18) B.T. Vldeoklub Méö Mel Brooka NEW YOSK KíLLER ^ (12) B.T. Vldeoklub Med Jamea Broltn 'iPQ'jn ReaiSSBlejct al Vltleograsnfore- I nionen.s advokat. John Evrh.titei- I Dönsku btööin bérta Msta yfir vinsækistu spótumar og akki óaigengt aðum helmingur só frá Warner Brothers (krossað við þær ó myndinni). Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Þjófnaöur sem nem- ur milljónum a érí — segir André Poulsen, umboðsmaður Wamer Brothers og forstjéri Metronome Video í Höfn Andri Pouisen: frmmteiöHa hvarrar spótu kostar 10 mHljónir Bandarikja- daia. (DV-mynd EVA) — Ég get sagt þér alveg hrein- skilnislega að hingað til hefur stór- fyrirtækjum eins og Warner Brothers verið gjörsamlega ókleift að senda myndbönd sín á islandsmarkað, sagði André Poulsen, umboðsmaður Warner Brothers og forstjóri Metronome Video í Kaupmanna- höfn, en hann er staddur hér á landi í samningaviðræðum við islenzk fyrir- tæki. — Ástæðan er hið gegndar- Iausa svartamarkaðsbrask sem hér hefur viðgengizt í sambandi við myndbandaieigur. Er myndbanda- byltingin hélt innreið sina hér á iandi voru um 95% útleigðra mynda teknar upp á spólur með ólöglegum hætti. Sem betur fer hefur þó tekizt að hreinsa til á markaðnum hvað Warner Brothers snertir, og þá en ekki fyrr gátum við farið að senda ykkur spólur, en þær hafa verið leigðar út í gegnum Hamrasel s/f. — Gerð einnar kvikmyndar kostar að meðaltali 10 milljónir Bandarikja- dala. Allt það fólk er að kvikmynda- gerð vinnur lifir á prósentum af sðlu myndarinnar. En það er ekki nóg með að svartamarkaðsbraskararnir ræni allt þetta fólk vinnulaunum sinum.heldur er þetta mál sem snertir líka skattgreiðendur og ríkiskassann. Við skulum taka sem dæmi mann sem hefur til umráða 200 ólöglegar spólur. Hann ieigir hverja um sig fyrir 5 dali og hefur að meðaltali upp úr krafsinu 200.000 daii á ári. Gjöld og tollar ríkisins á iöglega innfluttum myndböndum er 129% og þótt við tökum bara söluskattinn af þessari upphæö þá hefur þessi maður þar með haft af ríkinu 46.000 dali. Miðað viö fólksfjölda er eölileg heildarvelta á myndbandaleigu alls um 2,4 millj- ónir Bandaríkjadala á ári. Þetta er óneitaniega stór kaka og ríkinu hlýtur því að vera mikið í mun að fá sinn skerf af henni. Kaplasjón varpið Hkavandamál — önnur ólögleg starfsemi sem hefur viðgengizt á tslandi í stærri stíl en í nokkru öðru landi er kapalsjón- varpið. Það hefur enn ekki verið ráðið fram úr þvi vandamáli en ég býst við að það verði á þann hátt að spólur verða leigðar út á mun hærra verði til slíkrar notkunar. — Danmörk, Svíþjóð og Noregur hafa gengið mjög hart til verks í sam- bandi við ólöglega myndbandaleigu og eiga þeir sem slíkt stunda yfir höfði sér allt að 1 1/2 árs fangelsis- dóm. tslendingar ættu að fara að þeirra dæmi. Og þeir sem verzla lög- lega með myndbandaspólur munu ekki liða nein undanbrögð. T.d. höfum við í Kaupmannahöfn myndað með okkur samtök og leigt okkur leynilögreglumenn til að fylgj- ast með slíkum lögbrotum. Við hikum heldur ekki við málssókn ef i það fer og neytendur verða að gera sér grein fyrir að þeir eru jafnsekir og kaupmaðurinn. — Þeir verða líka að gera sér grein fyrir að löglegur markaður er þeim sjálfum í hag. Mynd og tóngæöi ólöglegra upptaka eru svo miklu verri en þeirra löglegru og foreldrar geta verið vissir um að virt, löglegt fyrir- tæki verzlar ekki með soramyndir sem böm þeirra geta Ieigt sér á laun. Nákvæmt eftirlit er haft með siikum spólum og sé myndin ekki við hæfi barna, stendur það iika kirfilega á spólunni. Myndbönd: Arftaki dagbiaðanna — Warner Brothers eru eitt stærsta fyrirtækið í þessum bransa. Það réði yfir rúmlega 1000 titlum áður en það keypti United Artists en með þeim kaupum bættust 500 titlar í búið. Allt eru þetta stórmyndir eins og t.d. James Bond-myndirnar, Dirty Harry-myndirnar með Clint East- wood og myndir með Peter Sellers. En við erum ekki aðeins umboðs- menn fyrir þá, heldur framleiöir Metronome Video lika eigin myndir. T.d. er hin margverðlaunaða barna- mynd, Gúmmí-Tarzan, sem m.a. var valin bezta barnamynd ársins af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna frá okkur. Við höfum líka hafið sam- vinnu við blaðið BT um videoklúbb, sem leigir út heilu prógrömmin Það getur t.d. verið pakki með tveimur myndum frá Thames, sem við höfum Ifka umboð fyrir, og svo einn heima- gerður þáttur. Við gætum t.d. vel hugsað okkur að fá islenzkan þátt inn í svona pakka. — Sem dæmi um þáttagerð okkar og BT vil ég nefna að nýlega var haldin 6 daga hjólreiðakeppni í Danmörku. Við tókum keppnina upp á myndband og að kvöldið síðasta dagsins var allt tilbúið nema úrslitin. Þau lágu ljós fyrir á miðnætti, klukkan 7 um morguninn voru spólurnar fullfrágengnar og komnar á almennan markað þremur timum síðar. Þannig skutum við jafnvel blöðunum ref fyrir rass. Og þetta er greinilega það sem koma skal, mig skyldi ekki undra þótt blöð yrðu ekki lengur til eftir nokkur ár nema sem videospóiur eða videobreiðskifur. Ríkissjón varpið getur lœrt mð Hfa með mynd- böndunum — Myndböndin munu ekki ganga af ríkissjónvarpinu dauðu, heldur verða því heilbrigð samkeppni. Hin eðlilega þróun verður sú að ríkissjón- varpið snýr sér meira að fræðslu- þáttum og fréttamennsku en lætur myndbandaiðnaðinn frekar um skemmtiefnið. Kvikmyndahúsin leggjast heldur ekki niður. Sfaukin áherzla verður Iögð á kvikmyndahús með mörgum sölum, sem bjóða upp áúrval nýrra mynda áður en þær koma á videomarkaðinn. Við megum ekki gleyma því að kvikmyndahúsin fullnægja líka vissri félagslegri þörf. T.d. er ennþá meiri stíll yfir því að bjóða elskunni sinni í bíó en upp á imbakassann heima hjá sér í félags- skap pabba og mömmu. Myndbandaiðnaðurinn er áreiðan- lega sú bylting 20. aldar, sem mest áhrif hefur á líf almennings. Og það hiýtur að verða stefna þeirra sem að henni standa að berjast fyrir þvi að ■jákvæðu áhrifin verði ofan á og útrýma þeim gúUgrafaraanda sem segja má að einkennt hafi hana í byrjun. Óhófíegir toílar — Það eina sem ég hef reglulegar áhyggjur af í sambandi við ísiands- markaðinn eru hinir óhóflegu skattar og tollar sem ríkið leggur á innfluttar spólur. f öðrum iöndum flokkast spólumar undir menningarmál á sama 1 hátt og bækur. Sú óhóflega álagning sem viðgengzt hér gerir það óneitanlega freistandi að fara í kringum lögin og stinga dálaglegum gróða í eigin vasa. T.d. með því að taka kópiur af löglega innfluttum spólum og leigja þær undir borðið. — Eins finnst mér einkennilegt að leigusalar skuli ekki fá tollinn endurgreiddan er spólunum er skilaö, þar sem þeir hafa í raun og veru aldrei keypt þær. Ég held að þessu þurfi að breyta ef mönnum er á annað borð alvara með það að þurrka út allt svartamarkaðsbrask í sambandi við myndbandaiðnaðinn. —JÞ. TILVALDAR FERMINGARGJAFIR VARIANT skíði, bindingar, stopparar Stærðir 140—150 cm, kr. 850,- Stærðir 160—175cm, kr. 1.050,- tda9 Einnig mikii VERDLÆKKUN á skíðafatnaði td.: Stakir jakkar frá kr. 250,- skíðabuxur frá kr. 330,- skíðavesti frá kr. 198,- Einnig stretchbuxur á börn verð frá kr. 400,- Grensásvegi 50 — 108 Reykjavík — Sími 31290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.