Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og Hvemig líður tímanum? Ágætlega,takk Nýtt á markaðinum; klukka sem' talar. Þetta erraunar armbandsúr — tölvustýrt að sjálfsögðu, framleitt af þýzka fyrirtækinu MEO. Hún vekur: eiganda sinn með þvf að segja Góðan daginn, góðan daginn. Svo spilar hún lítið lag og hafi enn ekkert heyrzt frá svefnþyrstum eigandanum, byrstir klukka sig dálitið og segir Flýttu þér, flýttu þér. Auk þessa segir klukka upphátt einu sinni á klukkustund hvað timanum líður. Auðvitað talar þessi klukka aðeins þýzku, enn sem komið er a.m.k. Illar tungur segja hana tala bæerísku, en bæeriska er mállýzka Bæjara- þótt skrýtið kunni að virðast en þeir hafa löngum haft undarlegan smekk á klukkum og framleitt um árabil klukkur sem ganga aftur á bak. SNJÓKORN - SNJÓKORN - SNJÓKORN - SNJÓKORN - SNJÓKORN Krataraunum lokiö — fbili allavega Þá hafa kratar loksins orðið nokkuð ásáttir um skipan framboðs- lista við bæjarstjómarkosningarnar á Akureyri í vor. Að vísu tóku þeir þann kostinn að móta listann i áföngum. Skipað var í 6 efstu sætin um sfðustu helgi, en síðan er meining- in að fyila i þau 16 sæti sem eftir eru með áhlaupi í einni lotu og sömu törn, um næstu helgi. Prófkjörskandi- datarnir inni Lokaniðurstaðan hjá krötum varð sú, eftir allt jamlið, japlið og fuðrið, að niðurstaða prófkjörsins er látin gilda, að þvl undanskildu, að Tryggvi Gunnarsson, murari og verkamaður,, færist ur i. sætt t 4. Um leiö færast Jórunn Sæmundsdóttir og Birgir Marinósson upp um eitt sæti. Var þetta sú skipan, sem flestir kratar gátu sætt sig við, úr því sem komið var. Fæstir þeirra munu þó vera fullkomlega sælir meö listann. Bárði hafnað Sjö manna uppstillinganefnd kratanna gerði tvær tillögur til full- trúaráðsins, auk þeirrar er endanlega var samþykkt. Var nefndin þvi þriklofin. Þökkuðu kratar forsjón- inni fyrir, að nefndin var ekki fjöl- mennari! Ein tillagan mun hafa verið komin frá Hauki Haraldssyni. Hann vildi setja Gígju MöUer í 2. sætið. Sú til- laga var dregin til baka. Þá kom fram tiliaga um Bárð Halldórsson í 2. sætið og mun sú hugmynd hafa veriöj komin frá honum sjálfum. Þeirri til- lögu var vísað frá vegna formgalla. Hafði fiutningsmönnum láðst að leita samþykkis annarra fram- bjóðenda sem þeir gerðu ráð fyrir á iistanum. Auk þess var tillagan á skjön viö þá stefnu sem fundarmenn höfðu orðið ásáttir um, að setja ekki aðra í 6 efstu sætin en þá sem tekið höfðu þátt í prófkjörinu, þó svo að úrslit þess hafi ekki veriö bindandi. Ekki meira af krötum Þá er nóg sagt af krötum í biii. Ég veit svei mér ekki um hvað ég hefði átt að skrifa ef þessar framboðs- raunir þeirra hefðu ekki komið til! Áfengisvandamá! Andrés vinur minn Templar, frá Alkóhóli, hlustaði á umræður um áfengisvandamálið í vinahópi á dögunum. Sat Andrés hljóður undir þeim umræðum sem voru í gáfu- mannastil. Loks brást þolinmæði vinar míns. Hann ræskti sig hoff- mannlega, en hóf síðan upp sína hljómmiklu rödd og sagði: ,,Ég skil ekki þetta sífellda jarm um áfengis- vandamál. Nú er enginn maður með mönnum nema hann hafi farið á silungsveiðar fyrir sunnan. Nú er sagt: — Elsku bezti alkóhólistinn minn, við menn sem áður voru bara helvítis fyllibyttur”, sagði Andrés og lagði áherzlu á orð sín, enda taldi hann að búið væri aö gera úlfalda úr áfengisvandamálinu. Kynntist því af eigin raun En Andrés vinur minn átti eftir að kynnast áfengisvandamálinu af eigin raun. Hann vék sér að mér á förnum vegi á mánudaginn og sagði: „Hvað heldurðu maður, ég átti við áfengis- vandamál að stríða um helgina.” Ég hrökk við; Andrés Templar lfka fali- inn í sollinn, hugsaði ég með hrærðum huga. En áður en þessar fregnir yllu mér frekara hugarangri bað ég Andrés um nánari skýringu: Jú, sjáðu til,” sagði hann, „ég varð nefnilega brennivínslaus, og það ámiðju fyliirii.” Útvarp Akureyri að veruleika Nú virðist óðum styttast í að Ríkis- jútvarpið setji formlega upp útibú á Akureyri. Búið er að auglýsa eftir tæknimanni til starfa. Líklegt er talið, að meðal umsækjenda verði Snorri Hansson og Björn Sigmunds-\ son, útvarpsvirkjar á Akureyri. Einnig er búizt við að einhverjir tæknimenn útvarpsins i Reykjavík hafi hug á að flytja norður. Þá standa vonir tii að Jónas Jónas- son fáist til að koma norður. Er það fengur fyrir okkur norðanmenn að fá jafn reyndan og hæfan útvarpsmann til að ýta úr vör. Jónas er rétti maður- inn, því hann veit hvað klukkari slær í aðalbækistöðvum útvarpsins við Skúlagötu, auk þess sem hann er vel kunnugur mönnum og málefnum hér nyrðra. Nýtt útvarpshús Fyrir nokkrum árum festi Ríkisút- varpið kaup á „Reykhúsinu” við Norðurgötu. Þar var komið fyrir tækjabúnaði til beinna útsendinga og til að taka upp efni að noröan. En húsið er gamalt og hljóðbært; mun upphaflega hafa verið hesthús, síðar reykhús. Hentar það því ekki fyrir „stúdíó”, samhliða skrifstofuhaldi, fréttastofurekstri og auknum um- gangi. Yrði þá hætt við að ýmis auka- hljóð færu út á öldur ljósvakans. Með hliðsjón af þessu er í bígerð að rikisútvarpið festi kaup á nýju húsnæði á Akureyri undir útibú sitt þar. Eru líkur til að það verði gert strax á þessu ári, en á næsta ári verði keypt ný tæki fyrir „Útvarp Akur- eyri”. Trabant Magnús heitir mætur maður á Akureyri og er sá Aðalbjörnsson. Er Magnús yfirkennari við Gagnfræða- skólann á Akureyri. Hér áður fyrri á árunum var Magnús einn af þeim fáu Akureýr- ingum, sem hafði hugrekki til að kaupa Trabant. Ætli það séu ekki að verða hátt i 20 ár síðan. Fékk Magnús þá viðurnefnið „Trabant” meðal kunningja og nemenda í „Gaggan- um”. Það er grunnt á stráknum I Magnúsi og átti hann það til sjálfur aökynnasig „Magnús Trabant”. Það kom, að Magnús seldi Trabantinn. Væntanlegur kaupandi spurði hvað bíllinn væri mikið ekinn. „Ja,” svaraði Magnús,” mælirinn sýnir nú hátt i 12 þúsund kílómetra, en í rauninni hef ég ekki ekið Trabantinum nema 10.000 km. Honum hefur nefnilega verið ýtt það sem uppávantar!” Ekki vitum við hvort sá sem spurði keypti biiinn, en Magnús er allavega búinn að selja hann fyrir iöngu. Hins vegar ber það enn við, að Magnús er nefndur „Maggi Trabant”. Gisli Sigurgeirsson Þau leiðu mistök urðu í myndaröðinni af Eysteini Jónssyni í síðasta helgarblaði, að karíkatúrmyndin var hreint ekki af Eysteini, heldur allt öðrum. Við biðjum velvirðingar þar á, en birtum nú rétta mynd með text- anum, sem átti að fylgja henni. „Það hafa verið notaðir af mér tveir karíkatúrar. Á öðrum þeirra var ég alltaf hafður eins og barn því að ég fór svo ungur af stað út í stjórnmálin. Ég hafði alltaf lúmskt gaman af þessum teikningum, en þó af engri eins og þessari.” -KÞ. IJémmyndir tveggja dogbíoða fré útifundi hernámsandstæðinga i AusturveUi é þriðjudaginn. Vogir sannleikans M svo sannariega ill-rannsakanlegiri ViO iétum lesendum okkar eftír að geta upp 6 úr hveOe dagbiöðum mfndimar eru fengnar. KARÍKATTJRffM AFEYSTEINI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.