Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.
,,Þú ert ævintýrargjarn, hugrakkur
og sjálfstæöur — fæddur foringi. Þú
þoHr illa gagnrýni, átt erfitt með aö þoia
fastar skoröur og venjur og nýtur þín
jbezt í athafnasömu og tilbreytingarrfku
starfi. Þú ert framgjarn, starfsamur og
góður skipuleggjari, en þeir hæfileikar
þínir gera það aö verkum að þú kemst
undra fljótt á toppinn. Þú Iifir fyrir
liðandi stund og sjálfstraust þitt er svo
stórkostlegt aö þú gætir þess ekki alltaf
að gera nauösynlegar varúðarráðstaf-
anir.”
Þessa lýsingu er að finna á
| skrifborðinu hjá viðmælanda mínum,
reyndar er klausan aftan á almanaki og
|á að lýsa sérkennum hrútsins, eni
I viðmælandinn er einmitt hrútur. Er
i þetta lýsing á þér? spyr ég viðmæland-
ann.
1 „Já, égheldþað,”segirhann.
Annars erum við stödd inni á litilli
|skrifstofu, hún er hæfilega snyrtileg.
Það er skápur i einu horninu, ljós-
ritunarvél í öðru. Skrifborð þar sem
ægir saman pappirum af öllum stærð-
um og gerðum stendur við einn vegg-
: inn, litUl sófi við annan og bókahillur
prýða þann þriðja. Þar getur að lita
imeðal annars Laxness, lögbækur og
i matreiðslubækur. Á skápnum hangir
| apagervi og í ljósakrónu i loftinu hanga
íapar tveir.
i Það er Tommi í Tommaborgurum,
sem er í Helgarviðtalinu eða Tómas A.
Tómasson, eins og hann heitir fullu
nafni. Fyrir rúmu ári vissu fáir, hver
Tommi var, í dag þekkir hann hvert
mannsbarn. En hver er hann þessi
Tommi?
„Howard Huges
og séra Halldór
Gröndaleru
mimr menn
Tommi í Tomma-
borgurum í helgarviðtalinu
„Ég var tvarti sauðurfnn
í UO/akyUunnl"
,,Ég er Reykvikingur, nánar tiltekið
Vesturbæingur, fæddur ’49. Pabbi
minn er Amerfkani og hann hef ég
jaldrei séð. Mamma fór tii Ameriku og
skildi mig eftir hjá afa og ömmu, þegar
ég var tveggja ára, og hjá þeim ólst ég
| upp. Fimmtán ára gamall missti ég svo
afa og ömmu, þau létust bæöi sama
. daginn, og eftir stóð ég einn og yfirgef-
inn.
I Sem unglingur var ég mjög óstýrilát-
|ur, byrjaöi að drekka 13 ára gamall og
auðvitað féll það ekki i góðan jarðveg.
i Ég var þvi sannkallaður svarti sauður-
inn i fjölskyldunni. Ég hélt mig þó
sæmUega aö skóla, kláraði Hagaskóla,
fór svo f Verzló, en féU upp úr öörum
bekk. Þá fór ég i kokkaskóla og fjórum
árum siðar fór ég aftur i Verzló og lauk
verzlunarskólaprófi. Svo fór ég tU
Ameriku og lærði hótel- og veitinga-
húsarekstur og lauk þar BS prófi ’79.
Annars hef ég alla tíð verið hálfgerð-
ur flautaþyrUl og fólk hefur sagt, ,hann
tollir hvergi” og kannski er það rétt, ég
hef flækzt viða og aldrei fest rætur ndns
staðar, unnið hér og þar og yfiridtt
staldrað stutt við á hverjum stað.
Sjáöu, ég held nefnilega, að til þess að
ná svona skjótum eöa snöggum
árangri, dns og ég hef gert, þá þarf
flautaþyrU. Mann, sem er tilbúinn tU
að hella sér úti hlutina og láta svo kylfu
ráða kasti, hvort tUtekst eða ekki.
En heyrðu, viö vorum að tala um,
hvar ég hefði unnið. Hálft ár var ég i
Þýzkalandi við veitingastörf, svo sá ég
um veitingarekstur fyrir Hermann
Ragnar, danskennara, hótelstjóri City
Hótel var ég um tíma, rak Matarbúðina
í Hafnarfirði, en það átti ekki við
mig....”
— Átti ekki við þig?
„Nei, sjáðu.kaupmaðurinn á horn-
inu er svona stabill gæi, sem sér um að
þjóna ákveðnum og þröngum kúnna-
hópi, en ég er svo glysgjarn og vil hafa
meira umleikis en það. Svo var ég
hreinlega ekki nógu þroskaður til að
reka slfka verzlun. Mér fannst mér allir
vegir færir af því ég væri kokkur og
með verzlunarskólapróf, en það var
alger misskilningur. Ég gerði mér enga
grein fyrir, hvað ég væri að fara úti.
En heyrðu, eftir matvörubissnessinn
fór ég f Festi í Grindavik og rak Festi i
þrjú og hálft ár. Þá byrjaði ég að róast,
sko, altso, ég meina, þá fór ég að finna
mig. Skilurðu...? Þetta var ’75, ’76 og
’77, manstu ekki eftir þessum árum?
Sveitaballatfzkan f hámarki og allt sem
því fylgdi. í sveitaballamóralnum fékk
ég að njóta mfn..
’77 fórégsvotil Ameriku....”
Textí: Kristih Þorsteinsdóttír
Myndir: EinarÓlason
„Þessírmenn láta ekkí
bjóóa sér uppá tros "
— Þú ert hrifinn af Amerfku?
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
,,Já, ég er það. Þeir eiga mjðg góða
hótelskóla, einhverja þá albeztu og þar
teru til menn, sem eiga svo mikla
. peninga að þeir gætu keypt allt Island
ef það væri til sölu. Það er mjög al-
menn skoðun hér hjá kokkum og þjón-
um, sem aldrei hafa farið erlendis, að
: Amerikanar kunni ekki að búa til mat,
en það er misskilningur. Sjáðu þessa
riku kalla, sem ég var að tala um, held-
urðu, að þeir láti bjóða sér upp á tros?
Nei, hreint ekki, þeir borða af gulldisk-
um með gullhnífapörum og hafa þjón á
hverjum fingri. Þessir menn hafa keypt
alla beztu kokkana frá Evrópu, svo í
dag er Ameríka Mekka matargerðar-
listarinnar.”
— Ertu kokkur fram f fingurgóma?
„Þegar ég var að læra til kokks
héma heima, þótti ég lélegur kokkur,
enda segja kollegar mínar að ég sé ekki
kokkur heldur bissnessmaður. Það seg-
ir sina sögu. Þegar ég tók mig svo út úr
hópnum og fór til framhaldsnáms í
kokkafræöum, biðu félagar mínir hér
heima spenntir eftir því, hvaö kæmi út
úr þessu. Ég fór út með því hugarfari
að stúdera staði eins og Naustið en ég
var giftur þegar þetta var og átti og á
. tvo syni. Þeir vildu hvergi borða nema
1 á hamborgarastöðum og óafvitandi fór
ég að gefa hamborgurum meiri
gaum...”
„Þá varekkíhátt
á mór risfð."
„Þegar ég kom svo heim úr vestur-
ferðinni, átti ég við áfengisvandamál
að striða, svona í tæpt ár. Á þeim tíma
misheppnaðist allt, sem ég tók mér fyr-
ir hendur. Eg gerðist rekstrarráðunaut-
ur á Sögu en það gekk ekki, var í
Brauðbæ, ekki gekk það. Svo fór ég á
sjóinn, á loðnuna, ætlaöi að moka inn
pening, en þá vildi hvorki betur né verr
til en svo að við veiddum ekkert. Það
var þvi ekki hátt á mér risið á þessum
tíma, skftblankur og allt ómögulegt.
Ég fór f meðferð.... heyrðu, min
edrúmennska byrjaði daginn sem Vig-
dis varðforseti.
Þegar ég kom úr meöferðinni, var ég
svo stálheppinn, að Þórir Gunnarsson
bað mig aö setja upp með sér ham-
borgarastað, Winnys. Mdningin var að
opna hamborgarastað út um allan bæ.
Þegar Winnys hafði verið opinn í tvo
mánuði eöa svo, datt ég ofan á þetta
húsnæði á Grensásveginum. Ég
brunaði með Þóri til að sýna honum
plássiö, en honum leizt hreint ekkert á
það. Það náði þvi ekki lengra, en ég gat
ekki gleymt húsnæðinu og hversu vel
það myndi henta matsölustað. Þessar
vangaveltur enduðu á því, að ég ákvað
að byrja sjálfur.
Þannig byrjaði þetta, sem ég vil kalla
ævintýri.”
„ByrJaðJ með 16 þúsund
krónurí vasanum "
— Velgengni þfn þetta ár hefur verið
ótrúleg. Þú hefur opnað fimm veitinga-
staði, ýmist einn eða í félagi við aðra, á
einu ári. Hvernig hefurðu fjármagnað
þetta?
1 „Þegar ég byrjaði á Grensásvegin-
um, þar sem fyrsti Tommaborgarinn
opnaði, átti ég sextán þúsund krónur.
Ég flutti úr ibúðinni minni og leigði
hana, en var sjálfur í draslinu á
Grensásveginum. Ég hringdi í vini og
kunningja, sem aðstoöuðu mig við inn-
réttingar og svo fékk ég Ufeyrissjóðslán
og lán í Verzlunarbankanum. Þetta var
erfitt, ég man, þegar þetta allt byrjaði,
vann ég eins og hundur, allan sólar-
hringinn, alla daga vikunnar, kom ekki
út undir bert loft dögum saman. En
mér finnst svo gaman að byggja eitt-
hvað upp, að ég geri það af lifi og sál.
Ég hef heyrt þvi fleygt, að fólk útí
bæ segir, að ég eigi ekki Tommaborg-
; ara, heldur einhverjir ríkir kallar úti
i bæ, en það er ekki satt, bara rógur.”
| — Hverju eða hverjum viltu þakka
þessa velgengni þfna?
„Heppni, ég legg allt að veði, legg
sálina f pottinn, eins og Haukur
Hjaltason orðar það gjarnan. Ég kaupi
I dýrustu og beztu hráefni, sem völ er á,
1 svo fólk geti treyst því, sem það gengur
| að. Ég hef verið heppinn með starfs-
fólk, að ógleymdri tilvonandi eigin-
konu minni, Helgu Bjarnadóttur, sem
verið hefur mér stoð og stytta. Ef við
segjum, að ég hafi 75 prósent af þvi,
sem til þarf, hefur hún 25 prósentin.
Svo hef ég auövitað verið 1 sviösljósinu
sfðan ’75, þegar ég var meö Festi. Þaö
er stór hópur fólks, sem man eftir mér
siðan þá. Ég hef verið i mörgum viðtöl-
um og aldrei verið feiminn aö láta uppi
skoðanir mfnar. Allt hefur þetta hjálp-
iðtil.”
„Ég meina, maðurinn
hefur ekkart breytzt"
1 — Ertu dálítið fyrir það að komast í
blöðin?
l „Já, ég segi það alveg eins og er, að
I mér þykir það ekki verra, mér finnst
soldiö gaman að þvf en maður verður
að gæta tungu sinnar þó.”
— Ertu að færa út kviarnar?
„ Já, ég er að opna hamborgarastaö á
Akureyri alveg á næstunni, þaö verður
I sá sjötti. Sá sjöundi er á teikniborðinu,
en hann veröur f Hafnarfiröi og svo er
| sá áttundi i bígerð. Hann verður í
í Reykjavfk, ætlaður 16 ára krökkum og
eldri og tekur 500 manns. Þetta verður
svona hamborgaradiskó.”
— Talandi um unglinga. Er til ungl-
ingavandamál?
„Þaö er ekkert meira unglingavanda-
mál nú en áður, til dæmis þegar ég
sjálfúr var á þessum aldri eða foreldrar
okkar. Það er frægt dæmi, þegar ein-
hverja hvítasunnuhelgina fyrir svona
20 árum, að unglingahópur fór f
Þjórsárdalinn. Þeir gerðu allt kolbrjál-
að. Einmitt sama fólkið og á nú börn
á þessum aldri. Þetta sem er að gerast
núna á Hallærisplaninu er alveg það
sama og hefur alltaf verið að gerast eða
hvað segið þið um Rómverjana til
forna? Þar var spillingin svo mikil, að
karlmenn áttu eiginkonur skyldunnar
vegna, höfðu stúlkur eftir þörfum og
pilta sér til gamans. Það eru tvö þúsund
ár eða eitthvað siðan þetta gerðist. Ég
meina, maðurinn hefur ekkert breytzt.
Sjáðu, viðmótið er alltaf það sama.
Fullorðna fólkið hefur alla tfð haft
tendens til að siða unglinga til og segja
þeim fyrir verkum, en þeir ungu fila
það bara hreint ekki, þeir vilja gera
hlutina sjálfir og reka sig á. Svona hef-
ur þetta alltaf verið, þeir sem eru
reynslunni rikari, vilja alltaf vera að
miðla henni til þeirra, sem minni eða
enga reynslu hafa, algerlega óbeönir.”
„Það var takmarkið að
efgnast þennan bM "
— Þú keyptir þér einhvern fínasta
Benz, sem ekur hér á götunum, eins og
frægt er orðið. Keyptirðu hann vegna
þess aö þú ert með bíladellu eða til aö
sýna fólki, hvað þú værir stöndugur og
vekjaumtal?
„Ég er ekki með biladellu en ég hef
alltaf haft gaman af að aka um f fínum
bilum, svo ég keypti bílinn einungis
sjálfs min vegna. Ég hafði áður átt tvo
Benza og ég bara setti mér það takmark
þegar ég byrjaði i hamborgarabransan-
um að vera búinn að eignast Mercedes
Benz 280 SE innan árs og það tókst!
Hver og einn verður nefnilega að keppa
aö einhverju marki.”
— Nú hefurðu eignazt bflinn og
hvað er næst?
„Ég ætla að selja milljón hamborg-
ara og þá ætla ég aö gefa öðrum sjens á
að taka við. Ég held, að ég verði út-
brunninn i þessum bransa þá og þurfi
hvíld. Hins vegar hef ég ekkert ákveðið
ennþá, hvort ég selji staðinn eöa hvað,
en alla vega ætla ég að hvila mig þá og
endurskoða afstöðu mina til þessa.”
„Ogþéœtia óg
ílögfrœðí"
„En þetta er kannski ekki alveg nógu
gott takmark f sjálfu sér, þvi ég bíð
bara rólegur, þangað til ég hef selt
mina milljón hamborgara,núnaeru þeir
orðnir um 400 þúsund. Hins vegar hef
ég ákveðið að fara í lögfræði, af ein-
skærum áhuga. Ég er af lögfræðingum
kominn og ég ætla að sanna það fyrir
sjálfum mér og öðrum að ég get vel
lært. Ég var eins og ég sagði svarti
sauðurinn f familfunni og sagt var, að
ég gæti ekki lært, ég vil afsanna þessa
kenningu. Ég lenti f óskaplegu rugli og
veseni sem unglingur og það er margt
fólk, sem ég ólst upp með, sem lftur
mig enn sömu augum og í þá daga. í
þeirra augum er ég og verð alltaf sami
vitleysingurinn þó það hafi ekki séð
mig f tuttugu ár og þaö hef ég orðiö aö
sætta mig við.”
— Þig skiptir miklu máli al-
menningsálitið?
,,Já, gerir það okkur ekki öll? Ég hef
vakið gffurlegt umtal, bæði neikvætt
| og jákvætt, en ég held þó, ef á heild-
ina er litið verði þaö jákvæða ofan á,
; svo ég má vel við una. Þannig auglýsir
j maður bezt vöruna, sem maður selur.
' Óbeinar auglýsingar hafa miklu meira
gildi en hinar. Ef þú auglýsir í dagblaði
er auglýsingin lesin einu sinni, ef hún er
þá lesin. Dagblaðið í dag lestu bara f
dag, ekki á morgun, þá er komið nýtt.”
„Þetta ar Tommi "
— Þér skýtur mjög skyndilega upp á
stjörnuhimininn. Fyrir ári eða svo
þekkti þig enginn en nú allir. Hvernig
finnst þér sjálfum þessi kúvending?
„Þessu fylgja óþægindi, en
ánægjan, sem fylgir er meiri en óþæg-
indin, svo ég sætti mig mjög vel við
I þetta. Til dæmis ef ég fer út fyrir húss-
ins dyr verð ég að haga mér vel og
keyra snyrtilega, skiluröu. Á manna-
mótum þekkja mig mjög margir og
fólk snýr sér við á götu og horfir á mig
og svoleiðis. Stundum er þetta voða
gaman, en stundum pirrandi, oft
1 langar mig bara til að labba um bæinn
| og skoða f búðarglugga og spá f mann-
| lffið eins og hinir. Þetta er ósköp skrýt-
1 ið að upplifa á svona skömmum tíma.
Ég verð enn meira áberandi fyrir það,
að fyrirtækið heitir i höfuðið á mér og
oft er nóg fyrir mig að segja í síma
„Þetta er Tommi”. Þá vita allir, hver
ég er. Vegna þess að fyrirtækið heitir í
höfuðið á mér, er ég lfka háðari þvf en
ella, ég og fyrirtækið erum eitt, og ég
tek æðislega nærri mér, ef einhver er
óánægður hér.”
„Fktnst óg aHtaf
varaátjón "
— Ertu ríkur?
„Ég veit það ekki, allavega líður mér
ekkert öðruvfsi nú en fyrir fimmtán ár-
um, þegar ég átti ekki grænan eyri og
var að byrja sem kokkalærlingur á
Loftleiðum. Annars er það nú svo, að
mér finnst ég afltaf vera átján ára. Og
ég meina, þó töluverðir peningar séu i
umferð hérna, þá eyði ég ekki miklum
peningum i sjálfan mig. Þegar ég var
blankur eyddi ég langt um efni fram, en
nú eiginlega engu, þvi ég er alltaf að
vinna. Að vfsu á ég hús og Benz, en
samt... Ég á engar fúlgur f banka og
koddinn minn er ekki úttroöinn af seðl-
um, ef það er það sem þú meinar. En
alia vega hef ég ekki leyfi til að kvarta.
Reyndar gæti ég vel hugsað mér að
byrja uppá nýtt með tvær hendur tóm-
ar. Það er mitt lif og yndi að byggja
eitthvað upp frá grunni. Annars langar
mig til að spyrja, er það neikvætt, ef
fyrirtæki gengur vel?”
— Ertu ævintýramaður og frama-
gosi?
„Já, ég held ég verði að viöurkenna
það. Ég er þannig gerður að ég þarf að
prófa allt, einu sinni fór ég í fallhlifa-
stökk, en það hef ég aldrei gert aftur.”
— Ertu ánægður með sjálfan þig?
„Ég er aldrei ánægður með sjálfan
mig. Daginn sem ég verð ánægður með
sjálfan mig, er um leið dagurinn, sem
ég byrja að fara niður á við. Ég er þó
ekki óánægður, svo langt frá því, mað-
ur má bara ekki verða of ánægður með
lifið og tilveruna og ætla sér að sigla
glaður og reifur fram á veg. Það er ekki
hægt, maður þarf alltaf að vera að
bæta og breyta.”
„Ég er fagkHJót"
„Heyrðu, ég ætla að segja þér sögu,
ég er nefnilega algert fagidiót og get
ekki talað um neitt nema veitingarekst-
ur. Ég er sko ekki samræðuhæfur. Ég
var f kokkteilpartfi um daginn og þar
var fullt af toppköllum hérna úr bæn-
um. En ég gat bara ekki talað við þessa
menn, ég átti enga samleiö með þeim.
Þeir vildu nefnilega ekki tala um
veitingarekstur, svo ég fór eftir fimm
mínútur, var hreint ekki gjaldgengur f
hópinn.”
„Howard Hughes og sóra
HaUdór Qröndal eru mktk
menn "
— Áttu þér einhverja fyrirmynd,
lifandi eða dauða, sem þú yj]t
reyna að líkjast?
Ég las einu sinni bókina „Carpet
Baggers” eftir Harold Robbins. Sögu-
persónan þar heitir Cord, en allir sem
til þekkja vita, að Cord er enginn annar
en Howard Hughes, svo i raun er sagan
ævisaga Hughes. Þessi saga hafði mikil
áhrif á mig og sfðar hef ég lesið heil-
mikið um Huges. Ég dáist að þessum
manni, ævintýramennska hans er að-
dáunarverð. Þar þykir mér ekki leiðum
að likjast og að nokkru leyti er hann
mfn fyrirmynd. Af innlendum vett-
vangi þykir mér séra Halldór Gröndal
mjög sérstakur persónuleiki, sem ég ber
mikla virðingu fyrir. Sjáðu, hann fer til
Ameríku fyrir þrjátfu árum, lærir
veitingarekstur, kemur heim og setur
upp Naustið sem er alger nýjung á þess
jumtíma og stendur enn fyrir sínu. Svo
fer að halla undan fæti hjá Halldóri,
hann snýr við blaðinu og lærir til
prests. Þetta er frábært afrek! í dag
gerir hann akkúrat það, sem hann lang-
ar tii, það sem er hans köllun. Ég gæti
vel hugsað mér að verða prestur, ég
mundi fílaþað vel.”
„Ég erbissnessmaður
með vftámat"
— Ef þú værir aftur orðinn 15 ára
með þá reynslu, sem þú býrð að nú,
hefðirðu valið sama lífsstfl og sömu
braut?
„Já, ég hefði ekki viljað missa af
neinu, sem ég hef upplifað. Erfitt líf er
undirstaða þess að kunna að meta ljúft
Iif. Maður þarf að hafa fundið til til að
geta metið það að llða vel. Maður þarf
að hafa verið æöislega svangur til að
fíla það að borða og sömuleiðis þarf
maður að hafa verið fátækur til að fíla
það að hafa peninga á milli handanna.
Ef þú færð sældarlífið i vöggugjöf, er
ekkertgaman að hví.”
— Telur þú sjálfur þig kokk eða
bissnessmann?
„Ég er titlaður matreiðslumaður, en
sjálfur tel ég mig vera bissnessmann
með vit á mat. Ég hef sans fyrir biss-
ness, þótt ég segi sjálfur frá, enda hefur
hugur minn alltaf stefnt að þvi að verða
bissnessmaður, frekar en að verða tal-
inn bezti kokkur á Islandi. ”
„... og vera svo
bara fíottmann
með skjalatösku"
— Ef ég væri að fara núna og stofna
veitingahús, hvað myndirðu ráðleggja
mér?
„Þú yrðir að gera þér grein fyrir því í
upphafi, að mikil vinna biði þin, mjög
mikil. Þú yrðir að vera sjálf f þessu af
lífi og sál, þjóna kúnnunum, eins og þú
gætir. Svo þyrftir þú að leggja áherzlu
á einfaldan matseðil, þvf miklu betra er
að hafa einn rétt á matseðlinum og
hann frábæran en tuttugu og engan
þeirra neitt sérstakan. Þá myndi ég
undirstrika við þig, aö þú yrðir sjálf að
vera í fyrirtækinu. Það þýðir ekki að
eiga fyrirtæki og vera svo bara flott
mann með skjalatösku einhvers staðar
úti 1 bæ. Það gengur ekki upp, alveg
sama hvað fyrirtækið heitir. Ef þú ert
kúnni, viku vita af dgandanum einhvers
staðar rétt hjá þér, alveg eins og ef þú
ert i flugvél, þá liður þér betur að vita
af flugstjóranum frammf heldur en
afturí hjá fiugfreyjunum, er það ekki?
Ef þú rekur fyrirtæki, er það númer
eitt, tvö og þrjú að þú sért meðal kúnn-
anna, þar sem þeir sjá þig, ekki loka
þig inná skrifstofu. Eins þarftu að vera
innan um starfsfólkiö. Góð byrjun á
vinnudegi er að koma inn bakdyrameg-
in og segja „halló” við uppvaskarana,
því fyrirtæki gengur ekki öðruvísi en
allir séu ánægðir. Bezt er, að þú sért
sjálf með svuntuna aö steikja, eins og
ég reyni að gera sem oftast. ”
„Égómárdraum "
—Áttu þér draum?
„Þessi er erfið, jú, ég á mér draum.
Mig langar til að opna veitingastað,
sem liti út eins og sögualdarbærinn í
Þjórsárdal og með sömu innréttingum.
Þar væru svo á boðstólum tveir réttir,
það væri fiskréttur annars vegar og
glóðarsteikt lambalæri hins vegar, mat-
urf sérklassa....”
Og með vangaveltum um matreiðsl-
una á lambalærinu, létum við samtal-
inu lokiö.
-KÞ