Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VlSlR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Tónlistarskólinn Ólafsvík ! KENNARA VAIMTAR aðTónlistarskólaÓlafsvíkurfrá 1. september 1982. Upplýsingar gefa sveitarstjóri i síma 93-6153 og formaður skólanefndar í síma 93-6181. ORGANISTI Organisti óskast við Ólafsvíkurkirkju. Upplýsingar veitir formaður sóknamefndar í sima 93-6233., Sóknarnefnd. Skólanefnd.l Fóstrur — Fóstrur Á Akureyri vantar fóstrur til starfa. Einnig forstöðumenn fyrir leikskólana, Lundarsel frá 1. maí og Iðavelli frá 1. ágúst. Upplýsingar um störfin gefnar í Félagsmálastofnun Akureyrar. Sími 25880 þriðjudaga og miðvikudaga kl. 10—12, fimmtudaga kl. 1—2. Umsóknarfrestur til 1. maí 1982. Dag vistarf ulltrúi. i Athugið, miðar eru seldir á skrifstofu S.Á.Á., Síðumúla 3—5, og einnig sendir ef óskað er. Símar 33370 og 82399. Opið virka daga kl. 9—5. Opjft bugardag Tökum á með S.ÁÁ |g_ jg Björk Guðmundsöóttír, söngvarí hjjómsvaitarinnar Tappa tikamua, áaamt \Maigant0 kvtirmyntiaUHtuvaaan vM upptökuró myndfnni i HótaiBorg. Kvikmyndin Rokk í Reykjavík framsýnd um næstu helgi: FYRSTA HEIMILDARMYNDIN UM ÍSLENZKT ROKKLÍF —og fyrsta kvikmyndin sem f ramleidd er í dolby stereo á öllum Noröurlöndunum Sjaldan hafa íslenzkir poppáhuga- menn beðið einnar kvikmyndar með eins mikilli eftirvæntingu og ræmu Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokks í Reykjavík. Kvikmyndin verður frum- sýnd næstkomandi iaugardag, tiunda april, í Tónabíói. Sýningar úti á landi hefjast fáeinum dðgum siðar. Rokk í Reykjavík telst vera fyrsta islenzka popptónlistarmyndin i fullri iengd. Óhætt mun að fullyrða að hún sé fyrsta tilraunin til þess að varpa Ijósi á flutning rokktónlistar í landinu eins og hann gerðist á árunum áður og gerist um þessar mundir. Kvikmyndin er heimildarmynd i þess orðs fyllstu merkingu — og heimildin er sá þáttur tónlistarinnar sem einu nafni nefnist rokk og timabilið spannar árin frá 1979 til okkar dags. Þverskuróur afrokk- fífí þfóöarinnar Ljóst er að kvikmyndin gefur góðan þverskurð af rokklifl þjóðarinnar. Fjöldi hljómsveita sem fram kemur í myndinni bendir aliavega í þá átt. Fjöl- breytni þeirra er enda mikil, allt frá gömlum skallapoppurum til örgustu pönkara. Þær hljómsveitir sem fram koma í myndinni teljast vera átján og eru Bara flokkurinn, Bodies, Bruni B.B., EGÓ, Fræbbblamir, Grýlurnar, Jonee Jonee, Purrkur Pillnikk, Q4U, Sjálfsfróun, Tappi tikarrass, Vonbrigði, Start, auk Sveinbjöms Beinteinssonar allsherjar- goða sem kveður nokkrar stemmur 1 myndinni. Rokk i Reykjavík ætti ekki sizt að varpa skýru Ijósi á þann vaxtarbrodd er hljóp i flutning rokktónlistar i upphafi þessa áratugar og áhrif hans á þá tón- list sem fyrir var í landinu. Til að mynda er nokkrum stuttum viðtölum við valinkunna poppara fléttað inn á milli laga. Kappar eins og Bubbi Morthens, Pálmi Gunnarsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Pétur Kristjánsson og Tryggvi Htibner, svo einhverjir séu nefndir, láta móðan mása um álit sitt á rokklifinu eins og það var, er og kemur til með að verða; f jalla um sexið, dópið og liflð í kringum rokkið frá degi til dags — og yfirleitt þann móral sem um- lykur flutning þessarar tónlistar og gerði fyrr á tímum. Kvikmyndin ætti að gera fólki góða grein fyrir því umróti sem rokkið hefur valdið í þróun lifandi tónlistar i land- inu, einnig þeirri byltingu sem angar þess hafa valdið, til að mynda í tizk- unni og raunar allri hugsun unga fólks- ins. Og fyrst og síðast ætti hún að skýra þær hugsjónir og þann boðskap sem hvílir í huga þess fólks sem var og er heilinn á bak við allt rokk i Reykja- vík — og raunar víðar. Tekur níutíu mkiúftur faýningu Gifurlega rnikið efni var tekið upp við gerð myndarinnar, eða allt að tutt- ugu og fjórir klukkutimar sem nú hafa verið styttir niður i einungis niutiu min- útur, sem verður kvikmyndarinnar i sýningu. Það er þvi ljóst að erfitt hefur veriB að velja og hafna í úrvinnslunni. AkaharjargoOinn Svaktb/Om Bajntaktaaon kvaður nokkrar atammur i mynti- inniogmi maO aanniaagfa aOþar tangihann aaman gamlan og nýjan tima. En það er önnur saga. Upptökur myndarinnar hófust í lok október á siðasta ári og stóðu fram i miðjan febrúar þessa árs. Fóru upp- tökur fram á eftirfarandi stöðum: Hótel Borg, Hafnarbiói, Fellahelli, Menntaskólanum við Hamrahlið, Árseli, Félagsstofnun stúdenta, Þursa- biti (hljóðupptökusal Þursaflokksins), Top of the Rock (skemmtistað á Vell- inum), Broadway, Óðali, Lækjartorgi, Nýlistaaafninu og hinum ýmsu æfingarstöðum hijómsveitanna. Rokk i Reykjavik er fyrsta fslenzka kvikmyndin sem tekin er upp i hinu svo nefnda dolby stereo og raunar fyrsta myndin sem tekin er upp i sliku kerfi á öllum Norðurlöndunum. Það að kvik- myndin er tekin upp í slíku kerfi gerir það að verkum að tóngæðin verða allt önnur og betri þegar myndin er í sýn- ingu en ef um venjulegar upptökur hefði verið að ræða. Eins og einn að- standenda myndarinnar komst að orði við blaðamann þá eru tóngæði kvik- mynda næst þvi vera „life sound” þegar dolby stereo kerflsins nýtur við. Hljóðið berst á fjórum rásum um salinn í stað einnar rásar eins og tíðkazt hefur hingað til við sýningar kvik- mynda í islenzkum kvikmyndahúsum. Ætti hver að geta gert sér í hugarlund hversu mikil breytingin er til góðs frá hinu gamla og hefðbundna kerfi kvik- myndahúsanna sem, miðað við alla tækniþróun, hlýtur að teljast orðið löngu úrelt. Eins og kunnugt er verður tveggja platna albúm gefiö út með lögunum úr myndinni sama dag og frumsýning kvikmyndarinnar verður. Um er að ræða upprunalega tónlist úr myndinni. Sérlegar stúdíóupptökur koma þar hvergi nærri. Á plötunni er að finna nokkru fleiri lög en spiluö verða í kvik- myndinni, eins og eðlilegt má raunar teljast þegar tillit er tekið til þess ógrynnis efnis er upp var tekið og ekki komst að i sjálfri myndinni. Verða lögin á plötunni alls þrjátíu og þrjú. Útgefandi hennar er Hugrenningur sf. Sömu aðflar og stóðu að gerö Efdsmfðsíns Loks er aö geta aðstandenda Rokks i Reykjavik. Friðrik Þór Friðriksson er eins og kunnugt er stjómandi hennar og helzti frumkvöðull að gerð hennar ásamt Jóni Karli Helgasyni, 'Ara Kristinssonar og Þorgeiri Gunnarssyni en þeir fjórmenningar hafa staðið að gerð einnar kvikmyndar áður. Það var Eldsmiðurinn sem nýlega var sýndur 1 sjónvarpi og hlaut góöa dóma. Kvikmyndun Rokksins annaðist svo Ari Kristinsson auk þess sem hann hafði yfirumsjón með lýsingu. Tón- DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRlL 1982. . Punkur Ptiktikk ar maðai Manxkrm nýgrmOinga /' rokklnu. A myntikml ajtat filagamlr viO mtingar i mfktgahúanaaOi sinu þar sam upptaka myntiarinnar fór maOai annara fram. hstarupptaka, sem fram fór á átta rásum, var i höndum þeirra Júliusar Agnarssonar, Tómasar Tómassonar og Þórðar Ámasonar. Hljóðvinnsla fór fram í Lundúnum, en hljóðblöndun var i höndum Alan Snelling og Þórðar Ámasonar en sá fyrrnefndi starfar hjá fyrirtæki sem sá um hljóðið fyrir myndirnar Star Wars, The Empire Strikes Back og Flash Gordon, svo ljóst er að hér er enginn aukvisi á ferð. Filmuvinnsla myndarinnar fór svo loks fram í Kaupmannahöfn. Fram- kvæmdastjóri Rokks 1 Reykjavik er Þorgeir Gunnarsson. Heildarkostnaðurinn við gerð kvik- myndarinnar mun nema um tveimur og hálfri milljón króna. Að mati aðstand- enda hennar þarf liðlega flmmtiu þús- und manns tU að sjá myndina svo hún beri sig. Þá er miðað við að verð miða verði sjötiu krónur. Kvikmyndin Rokk i Reykjavik verður sem fyrr segir frumsýnd i Tónabiói næstkomandi laugardag. Óhætt mun að fullyrða að menn biði spenntir eftir þessari fyrstu hljómleika- mynd sem framleidd hefur verið hér- lendis. -SER 17 Landsleikir / körfuknattieik ÍSLAND - ENGLAND / dag — iaugardag — ki. 14.00 / íþróttahúsinu Borg- arnesi Á morgun — sunnudag — kl. 14.00 / íþróttahúsinu Keflavík. Mætum og hvetjum ísienzku strákana tilsigurs. i KKÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.