Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. HELGARSKÁKMÓTIÐ Á SIGLUFIRDI —og skákir f rá svæðismótinu í Everen Skákbylgja Jóhanns Þóris Jóns- sonar skall á Siglufirði um síðustu helgi, þar sem 13. helgarskákmótið fór fram. Mót þessi eru komin á fulla ferð aftur eftir nokkurt hlé og vinsældir þeirra virðast hreint ekki i rénun, nema síður sé. Næsta mót er fyrirhugað á Raufarhöfn, helgina 23.-25. apríl, siðan verður væntanlega teflt i Borgarnesi i mai og i sumar eru mörg mót á dagskrá. Timaritið Skák og Skáksamband íslands sáu um mótshaldið á Siglufirði i samvinnu við bæjarstjórn Siglufjarðar og Skákfélagið. Mótið þótti fara mjög vel fram í hvívetna og má mikið vera ef ekki hefur kviknað ljós i einhverjum ungum skákljósum staðarins. Áhorfendur á mótsstað voru fjölmargir og greinilegt að skák- áhugi á Siglufirði er almennur. Það sönnuðu reyndar heimamenn sem þátt tóku í mótinu. Flestir þeirra eru eitilharðir skákmenn og oftar en einu sinni sluppu landsfrægir aðkomumenn með skrekkinn. Svo var þó ekki alltaf. 1 einni af fyrstu umferðunum gerði t.a.m. Jóhann Halldórsson, sér lítið fyrir og lagði Elvar Guðmundsson að velli á sannfærandi hátt. Jóhann er kokkur á Sigluvíkinni og hefur lítið sem ekkert teflt í tvö ár. Yngri kynslóðin var einnig fjölmenn á mótstað. Þeir Páll Jónsson, Siglufirði, og Bogi Pálsson, Akureyri, bitust um unglinga- verlaunin! Svo fór að þeir urðu jafnir að vinningum og tefldu þeir þá til úrslita um það hvor skyldi hljóta í verðlaun vikudvöl á Skák- skólanum Kirkjubæjarklaustri. Þá rimmu vann Páll, en Bogi má þói engu að síður vel við una, því hann er aðeins 10 ára gamall. Báðir augljós- lega bráðefnilegir skákmenn! Keppendur voru 29—reyndar30 með „skóttu”, sem að þessu sinni tefldi undir dulnefninu „Þang- brandur Þengils”. Framan af var alls óvíst um úrslit, en er líða tók á þróaðist baráttan um 1. sætið upp í einvígi milli Helga Ólafssonar og undirritaðs. Hinn síðarnefndi vann 6 fyrstu skákir sínar, en tapaði þá fyrir Helga og fyrir siðustu umferð höfðu báðir 7 v. af 8 mögulegum. Helgi hafði þá aðeins leyft 2 jafntefli, við Jóhann Hjartarson og Dan Hansson. Hann hélt slnu striki í síðustu umferð og sigraði gömlu kempuna Benóný Benediktsson. Keppinauturinn ökklabrotnaði hins vegar í skák sinni vð Dan Hansson og þar með stóð Helgi einn uppi sem sigurvegari. Röð efstu manna varð annars þessi: 1. Helgi Ólafsson 8 v. 2. JónL. Ámason7. v. 3. -4. Dan Hansson og Jóhann Hjartarson 6 1/2 v. 5. SævarBjarnasonóv. 6. -11. Margeir Pétursson, Benóný Benediktsson, Ásgeir Þ. Árnason, Rögnvaidur MöUer, Elvar Guðmundsson og Jakob Kristinsson 5 1/2 v. o.s.frv. Kvennaverðlaun hlaut Ólöf Þráinsdóttir og af „öldungum” stóð Benóný sig best. Hann tefldi í toppnum allan timann og vann m.a. Margeir Pétursson. Svœðismótið f Erevan Frá Sigló víkur sögunni austur til Erevan i Sovétríkjunum en þar lauk einu af svæðamótunum á dögunum. örugglega sterkasta svæðismótið sem fram fer i ár. Til marks um það má nefna, að það var í 12. styrkleika- flokki FIDE (þ.e. meðaltal Eló-stiga á bilinu 2526—2550) og því sterkara en mUlisvæðamótinu síðustu i Rió og Riga! Á mótinu tefldu 13 stórmeistarar og 3 óbreyttir skákmenn. Röð efstu manna: 1. Jusupov 10 1/2 v. af 15 mögulegum. 2. -3. PsahisogTukmakovlOv. 4. GeUer9v. 5. -6. Dorfman og Romanishin 8 1/2 v. o.s.frv. Fjórir efstu komast áfram á miiUsvæðamót. Hinn 57 ára gamli Efim GeUer mun því tefla á sinu 9. mUUsvæðamóti. Hann var aldursfor- seti mótsins, sem að mestu var skipað ungum og upprennandi skák- mönnum. Yngstur var sigurvegarinn Jusupov, sem er 22ja ára. Skák Jón L Árnason Frammistaða Psahis kom heldur ekki á óvart, en Tukmakov er mjög mis- tækur skákmaður. Annar góðkunningi okkar íslendinga Viktor Kupreichik var hins vegar langt frá sínu besta. Hann tapaði t.d. aðeins i 20 leikjum gegn sigurvegaranum Jusupov. Við skulum líta á hvernig það atvikaðist.en óhætt er að segjaaö Jusupov hafi teflt I sannkölluðum Kupreichik-stíl. Hvitt: Kuprelchik Svart: Jusupov Bird-byrjun 1. f4 d5 2. b3 Bg4! Ég hef litið álit á f4 eða b3 í 1. deild og þegar báðir koma saman er þvi varla á góðu von. Nú á hvitur erfitt með að þróa stöðuna kóngs- megin. 3. h3 veikir peðastöðuna og eftir 3. Rf3 Bxf3 fær hvitur tvípeð. 3. Bb2 Rc6 4. g3 e5! 5. fxe5 f6 6 . Bh3 Eða 6. exf6 Rxf6 og svattur hefur yfirburði í liðskipan. 6. — Bxh3 7. exf6 Rxf6 8. Rxf3 Bc5 9. e37 Betra er 9. d4 en svartur hefur álitleg færi fyrir peðið. 9. — d4! 10. e4 0—0 11. d3Bb4 + 12. Rd2 12. — Rd5! Þvi ef 12. exd5, þá 13. — Dxd5 og síðan 14. — Hae8+ og vinnur. Skákinni er i rauninni lokiö. Ridd- arinn kemst til e3 og hviti kóngurinn festist á miðborðinu. 13. Dh5 Re3 14. Ke2 g6 15. Dh6 Dd7 16. Dh4 Bxd2 17. Kxd2 Re5 18. Rg5 Hf2 + 19. Kcl Rxd3 +1 20. Kbl. Eða 20. cxd3 Dc6 + og mátar. 20. — Rxb2 og hvitur gafst upp. Tukmakov og Gavrikov sköpuðu eina fjörugustu skák mótsins. Hvitt: Gavrlkov Svart: Tulunakov Slkileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0—0—0 h6 9. Bf4 Bd7 10. Rxc6 Bxc6 11. Del Da5 12. Bc4 Be7 13. Í3 b514. Bb3 Dc7 15. Re2 — 0—0 16. g4 a5 17. a3 Hfc8 18. Kbl a4 19. Ba2 b4 20. axb4. 2 abcdefgh 20. — Bxe4 21. fxe4 Dxc2+ 22. Kal a3 23. Hbl Dxe4 24. Bd2 Rd5 25. Rcl Dxel Hxel Bf6 27. Hdl Hc2 28. Rd3 Rb6 29. Bcl Rc4 30. b5 Ra5. — H vitur gaf st upp. A-RIÐIIX 1. 2. 3. 4. 5. 6. Röð Sævar Þorbjömsson • /7 20 /0 20 /7 23 /. Sigfús Þðrðasson / • 2 0 r2 3 /0 6. Bragi BJömsson /2 • T.2 é /3 2H S. Erla Sigurjönsdóttir /0 20 20 • /2 / £>3 3. Armann J. Lfirusson r3 20 !H 2 m 3 H2 H. Eirlkur Jðnsson £ /7 7 /7 /7 • 66 2. B-RIÐIIX 1. 2. 3. 4. 5. 6. Stig Röð Norðurland vestra • 2 5 /7 O 25 Q. Sigurfur B. Þorsteinss, /S • 20 é 7 55 3-H. Aðalsteinn Jörgensen )5 m /5 7 /S 55 j-y. Þðrarinn Sigþðrsson 0 /7 s • // 20 SC, 2. Steffin Ragnarsson 20 /0 // 7 • 7 63 /. Sigfðs Öm Amason /0 /3 2 /3 • Hl 5. C-RIÐILL i. 2. 3. 4. 5. 6. Stig Röð Gestur Jðnsson • /5 20 /3 /0 O SH 2. Gunnar Jðhennesson 5- • 7 O 0 13 Co. Aðalsteinn Jðnsson O 13 • 6 ) O 20 5. Jðn Agðst Guðmundsson 7 20 /H • s r3 23 5. Kristjfin Kristjánsson H )H /7 /5 m r2 3- Karl Sigurhjartarson 70 ?0 20 ?n 20 • /oo /. D-RIÐILL i. 2. 3. 4. 5. 6. Stig Röð Öm Amþðrsson • 20 20 /7 /5 /0 S2 /. Guðni Þorsteinsson 0 • /7 5 l r.2 23 s. Siguröur Steingrlmsson '3 / m 5 3 / 7 6. Egill Guðjohnssen 3 /5 /5 m /s // 6Z 3. Jðn Þorvarðarson 5 /7 11 2 m 12 55 5. Steinberg Rlkarðsson /0 20 /7 7 2 m 6/2 2. Sveit Karls Sigurhjartarsonar með fullt hús í undankeppninni Undankeppni íslandsmótsins i sveitakeppni var spiluð um sl. helgi á Hótel Loftleiðum og tóku 18 sveitir þátt í mótinu. Sex sveitir spiluðu i Iðn- skólanum á Akureyri, sem einnig var undankeppni fyrir úrslitakeppni móts- ins, sem haldin verður í dymbilvik- unni. Tvær utanbæjarsveitir náðu að vinna sér rétt í úrslitakeppnina, sveit Eiríks Jónssonar frá Akranesi og sveit Stefáns Ragnarssonar frá Akureyri. Reyndar vann sveit Stefáns sinn riðil. Sveit íslandsmeistaranna, Egils Guðjóhnsen, varð að láta sér lynda þriðja sætið í sínum riðli og missti þar með af sæti i úrslitakeppninni. Sveit Karis Sigurhjartarsonar virðist ósigrandi um þessar mundir, en hún spilaði til úrslita um íslandsmeitaratitil- inn í fyrra. Ef til vill kemst hún alla leið iár? Sveit islandsmeistaranna tapaði — aðeins einum leik, þótt hún kæmist ekki áfram. Hér er spil úr jteim leik, sem var við sveit Arnar Arnþórssonar. Norður gef ur/allir utan hættu. Norður *6 V K6543 0 865 * 8743 Austur * A87 V DG10 O K93 + D1062 SUÐUK * KDG52 ^ A2 0 ADG1042 + _ í lokaða salnum sátu n-s Runólfur og Óli Már, en a-v Guðlaugur og örn. Ekki var hægt að tala um miklar svipt- ingar í sögnunum: Norður Austur Suður Vestur pass pass il pass 1T pass 2T! pass pass pass Ekki meira um það. í opna salnum var heldur meira fjör í því. Þar sátu n-s Símon og Jón, en a-v Stefán og Egill: Norður Austur Suður Vestur pass 1G 2L » dobl pass pass 4S dobl 5T dobl redobl pass pass pass Tveggja laufa sögnin var yfirfærsla i tígul, en hinar sagnirnar útskýra sig sjálfar. Austur trompaði tvisvar út, en allt kom fyrir ekki, norður náði að trompa spaða. Síðan kom hann með hjarta- kónginn og yfirslagurinn varð ekki um- flúinn. Fjórtán impar til Amar, sem vann leikinn 17—3. TO Bridge Stefán Guðjohnsen Bridgefólag V.-Hún., Hvammstanga: Nýlokið er aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 5 sveita sem spiluðu tvöfalda umferð. Úrslit: 1. Eyjólfur Mgnússon 124 (Eyjólfur, Aflalbjörn, Björn, Jóhannes) 2. Kristján Björasson 122 (Kristjón, Karl, Flemmlng, Hrafnkell) Sveit Eyjólfs verður fulltrúi félagsins á Norðurlandsmóti, sem haldið verður á Akureyri seinna í vor. Svæðismót Norðurlands vestra f tvimenningi var haldið á Hvammstanga 20/3 sl. með þátttöku 24 para. Spilaður var barómeter, keppnisstjóri Guðmundur Kr. Sigurðsson. Úrslit: Stlg 1. BJöraog Jóhannes, Hvammstanga, 150 2. Einar og Skúli, SauOftrkróki, 123 3. Jón og Unnar, Hvammstanga 100 4. Reynir og Stefán, Fljótum 98 5. Kristján og BJarki, SauOftrkróki 95 6. Garðar og Pftll, SauOftrkróki, 80 7. Kari og Kristjftn, Hvammstanga, 61 8. Flemming og Hrafnkell, Hvammstanga, 48 • 9. GuOmundur og Niels, SlgluflrOI, 44 10. Jón og Alda, Fljótum, 26 11. Alfreð og Benddikt, Fljótum 20 12. BJöra og Jóhann, SigluflrOi, 14 13. Eyjólfurog AOalbJöra, Hvammstanga 13 14. örn og Einar, Hvammstanga, 6 MeðalskorO. Bridgefólag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kvölds tvimenningur og var spilað i tveimur tíu para riðlum. Úrslit urðu þessi: A-rlölll 1. Halldór—Þórarinn 118 2. Helgi — Ailson 116 3. GuOlaugur — Þorsteinn 115 B-riOill 1. Bergur — Sigf ús 133 2. Helgi — Hafsteinn 132 3. Anton — FriOjón 131 MeOalskor 108 Næstkomandi þriðjudag verður spiluð páskarúbertubridge og eru pen- ingaverðlaun f boöi en eftir páska verður aftur eins kvölds tvímenningur á dagskrá. Spilaö í húsi Kjöts og Fisks Selja- braut54kl.7.30. Frá Bridgesambandi íslands Dregið hefur verið um töfluröð þeirra sveita sem unnu sér rétt í úrslit fslandsmótsins í sveitakeppni. Röðin er þessi: 1. Eirfkur Jónsson. 2. örn Arnþórsson. 3. Gestur Jónsson. 4. Sævar Þorbjörnsson. 5 Karl Sigurhjartarson. 6. Þórarinn Sigþórsson. 7. Stefán Ragnarsson. 8. Steinberg Ríkarðsson. Úrslitakeppnin byrjar kl. 13 fimmtudaginn 8. apríl á Hótel Loftleið- um og klárast á páskadag. Eins og komið hefur fram er íslands- mótið í tvimenningi, sem fer fram 22. til 26. april, opið fyrir alla félaga í Bridgesambandinu. Þeir spilararar, sem hafa hug á að taka þátt i mótinu eru beðnir að hafa samband við það brigdefélag sem þeir eru meðlimir i og það sjái síðan um að koma þátttökutilkynningunum til BSl ekki seinna en 21. apríl. VestOr +10943 V 987 07 * AKG95

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.