Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAEHÐ* VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.
11
' bri *ér i mUhiaið i
og aUaOi ung-
vmnkmn mmt mf mikiMi sniitd um leið
og hún kynnti leyndardóma mmtmr-
gerðmr Ungverjm fyrir gestum.
(D V-mynd Einmr ÓlmsonX
Nú
flykkist
fólk til
Ung-
verja-
lands
„Straumur ferðamanna til
Ungverjalands hefur farið sívaxandi á
undanförnum árum. í fyrra komu um
eða yfir 16 milljónir ferðamanna til
landsins til lengri eða skemmrí dvalar.
Veðursæld, einstök gestrísni, faUegt
landslag og hagstætt verð, ásamt
góðum aðbúnaði hefur gert Ungverja-
land að eftirsóttu feröamannalandi og
við höfum varla við að byggja hótel,”
sagði Anna Hirslund frá ungverska
flugfélaginu MALÉV í stuttu spjalU við
ferðasiðuna.
Anna hefur aðsetur i Kaupmanna-
höfn, gift Dana og ber þvi danskt ætt-
arnafn þótt hún sé Ungverji í húð og
hár. Hún dvaldi hér nokkra daga í
vikunni á vegum Feröaskrífstofu
Kjartans Helgasonar, en Kjartan býður
Ungverjalandsferðir 1 sumar eins og
fyrrisumur.
Að sögn þeirra önnu og Kjartans
sækist fólk frá Vestur-Evrópu,
Bandaríkjunum og viðar, ekki sízt eftir
því að ferðast til Ungverjalands.
Landiö er frjósamt og fallegt, þar
ríkir meira frjálsræði en viðast hvar
annars staðar i Austur-Evrópu og i
matargerð eru Ungverjar einhverjir
frægustu snilUngar sem fyrirfinnast í
Evrópu. Búdapest er meðal fegursta
borga Evrópu og við Balatonvatn,
stærsta stöðuvatn Evrópu, eru mjög
skemmtilegar baðstrendur, hótel og
villur sem leigðar eru ferðamönnum.
Hægt er að fara með fljótabát tU Vinar
auk þess sem margt er að skoða og sjá i
Ungverjalandi sjálfu.
Sem dæmi um verð á Ungverja-
landsferðum má nefna að fyrir 23 daga
ferð, þar af tvær nætur i Búdapest og
dagsferð um borgina, hringferð um
landið með fullu fæði, vikudvöl f villu
við Balatonvatn auk flutnings á flug-
völl og leiösagnar, þarf hver maður að
greiða 9.855 krónur. Er þá miðað við
að fjórir dvelji í sömu viUu við vatnið.
Ef tveir eru um villu með tveimur
svefnherbergjum hækkar verðið um
eitt þúsund krónur.
-SG.
Krukkað í SAS-kerf ið
Jan Carlzon, hinn nýi forstjóri SAS,
er byrjaöur að krukka i kerfið hjá
þessu stóra fiugfélagi sem er sameign
þriggja Norðurlanda. Meðal annars fór
hann að kynna sér sitthvað varðandi
mannahald SAS í New York. Kom þá i
ljós að þama starfa 405 manns við að
afgreiða þær tvær SAS vélar sem fara
þarna um á dag. Sænsk blöð segja að
Carlzon sé nú aö kanna nánar hvað
hver og einn úr hópnum hafl fyrir
stafni 1 vinnutimanum.
Sömuleiðis segja sænskir að Carlzon
leggi kapþ á að þagga niður i
óánægöum farþegum. 1 þeim tUgangi
hafi hann meðal annars látið
Kaupmannahafnarkontór SAS hafa
bunka af hundraðköllum og fyrirskip-
að að stinga seðli og seðli að farþegum
sem ekki komast með flugvélum vegna
yflrbókana eða telji sig eiga sökótt viö
félagiö af öðrum orsökum.
Mikið tap varð á rekstrí SAS á
reikningsárinu sem lauk 30. september
og nam tapið nokkuð á annað
hundrað miUjónir króna (isl.). Þá er átt
viö SAS-fyrirtækið i heild, en tap á
flugrekstrinum sjálfum var mun meira.
Forráöamenn félagsins kenna
einkum um háu eldsneytisverði og
auknum kostnaði á öðrum sviðum
meðan hækkun fargjalda hefur verið
lítil.
-SG
Jmn Cmrtzon er ákveðinn i mð stefnm
SAS upp á við á ný.
ÚTSALA
áskíða-
fatnaði
og
barna-
skíðum
Sendum
ípóstkröfu
FÁLKINIM
SUÐURLANDSBRAUT 8.
SÍMI 84670.
GOÐAR WPSKRIFTIRd
^ /s^\ Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur
°MEÐ MÓNU
TERTU
HJÚP
/.
1 líter mjólk
100 tertu-hjúpur, dökkur
Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða,
einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt
eftir smekk.
2.
I líter mjólk
150 gr. tertu-hjúpur, dökkur
Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi
borinn með, eða látinn í hvern bolla.
Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og
hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn-
legt að nota vatnsbað).
SÚKKULÍKI
500 GR.
i
100 gr. smjör
100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt.
4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og
60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta.
2.
I00.gr tertu-hjúpur
2 eggjarauður
2 matsk. rjómi
2 matsk. flórsykur
Eggjarauður og flórsykur þeytt saman.
bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í.
Súkkulaðibráð.
100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært
stöðugt í, síðan er 1 matskeið af smjöri
(mjúku) hrært saman við (má vera meira),
látið.volgt á kökuna.
Skreytikrem.
100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita,
síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel
saman við. Síðan er þetta látið í sprautu
eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt-
inga, látið ekki bíða.
mona
SÆLGÆTISGERÐ
STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI
S(MI 50300 - 50302