Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. „....þar sem handklæðin eru eins og margundnar gólftuskur...." „Ég gæti haldið svona áfram að benda á aðstöðuleysi á ferðamanna- stöðum um allt land, t.d. mörg hótel og veitingastaði, þar sem enn, svona seint á 20. öldinni, virðist ekki vera hægt að halda klósettunum hreinum, þar sem handklæðin eru eins og margundnar gólftuskur, þar sem kranarnir virka ekki, en úr klósettskálum flæðir gulleit- ur vökvi út um allt gólf. Fyrir gluggum hanga mislitar og missíðar druslur og á veitingaborðum eru hálftómar gos- flöskur og á diskunum hálfétnir ham- borgarar með tilheyrandi eldrauðri tómatsósu og bleikri oliusósu, sem virðist aðalfæða íslendinga á ferðalögum.” Þessi skelegga og hreinskilna lýsing er kafli úr ræðu Birnu G. Bjarnleifs- dóttur leiðsögumanns á nýafstaðinni ráðstefhu Landvemdar um ferðamál á íslandi. Ráðstefnan stóð daglangt og þar voru flutt nokkur merk erindi og síðan störfuðu umræðuhópar, en ráðstefnunni lauk með almennum umræðum. Landvernd, með Hauk Hafstað framkvæmdastjóra í broddi fylkingar fékk Félag leiðsögumanna og Landvarðafélag íslands til samstarfs um ráðstefnuna sem tókst með miklum ágætum. Hér er ekki rúm tíl að gera þvi efni sem þarna kom fram nein tæmandi skil, hvað sem siðar verður. Eins og fram kom hér í upphafi er ýmislegt sem betur má fara á sviði ferðaþjónustu hérlendis. Fram til þessa hefur margs konar ósómi verið látinn óátalinn opinberlega. Stafar það eflaust af einhverri misskiiinni tíllits- semi, en sá misskilningur getur orðið okkur æri dýr i formi vafasams vitnis- burðar um land og þjóð á erlendum vettvangi. í ferðamálakönnun sem Ferðamálaráð lét gera árið 1978 kom í Ijós að 24% erlendra ferðamanna hafa- komið vegna ummæla vina og kunningja. Það hefur þvi ekki svo lítið að segja að þeir sem hingað koma fari aftur með jákvæðar upplýsingar. Hér á eftir fara kaflar úr erindi Birnu G. Bjamleifsdóttur. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Kfósettsamstæða Gullfoss Það væri freistandi að ganga með ykkur í huganum um hverasvæðið við Geysi og sýna ykkur, hvernig stolti islenzkra hvera, Geysi í Haukadal, hefur verið nauðgaö á hinn hrottaleg- asta hátt, en við skulum þess í stað fara í huganum að Gullfossi. Þið munið eftír veitingastaðnum, er þar var einu sinni, en búið var að breyta í klósett. Þessi klósett notuöu ferðamenn sára- lítið, enda 10 minútna leið frá Geysi. Húsið var helzt notað af þeim, sem ferðast á eigin vegum og þá til að elda mat og þvo sokka og skyrtur. Auðvitað er í lagi að hafa slikar þjónustumið- stöðvar fyrir þessa ferðamenn, en bara ekki þarna rétt við fossinn. Eftir svolítíð nöldur fékkst kofaskriflið rifið, sennilega vegna þess að einhver hafði háleitar hugmyndir um að byggja 230 m2 steinsteypuhöll í staðinn með 11 klósettum fyrir hvort kyn, ís- og korta- sölu og íbúð fyrir húsvörð. En þá kom bara ný silkihúfa, ný klósettsamstæða nokkuð fjær fossinum.Sömu sögu er að segja um þetta kofaskrifli, að þaðer ekki notað nema til matseldar og þvotta af ferðamönnum, sem ferðast á eigin vegum. Á veturna fyllist kofinn af snjó og íshella þekur öll gólf. Talað var um að hafa þetta bara tíl bráðabirgða, en nú eru komin nokkur ár og er kostnaöurinn á þessu ári áætlaöur 30 þúsund krónur, einn sjöundi af því sem á að verja til umhverismála á þessu ári. En lítum nánar í kringum okkur við Gullfoss. Þakka ber þá viðgerð sem gerð var á gangstignum niður að fossin- um. Áður en það var gert kom það margsinnis fyrir á hverju sumri að ferðamenn hrösuðu þar, óhreinkuðu fötin sín, brutu sig eða kollsteyptust niður brattann í átt að gilbrúninni. Þvi miður hefur verið látið staðar numið við gangstígagerð, malarhrúgurnar sem afgangs urðu voru bara skildar eftir og í hlíðinni upp á efri stallinn hafa myndazt einir tíu göngustígar, mismunandi grýttir og torfærir fyrir ferðamenn. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur nokkrar seríur af myndum, sem ég hef tekið af ferðamönnum þar sem þeir reyna að styðjast hver við annan og hrasa svo og veltast um í hlíðinni. Áhrifaríkast hefði verið að geta sýnt ykkur kvikmyndir af þessu veslings fólki sem er að berjast við að halda jafnvægi, til að komast til að skoða það, sem það hefur keypt. Við verðum að muna að enda þótt hingað komi hraustír ferðamenn sem sækjast eftir fjallaklifri og ævintýrum, koma hingað einnig aðrir t.d. fjölmargir ellilífeyris- þegar, sem búast við að hér sé Iágmarksaðstaða á ferðamannastöðum a.m.k. þeim sem eru nálægt byggð. Ferðahópur hjá Snorrastyttunni í Reykholti. Stykkishólmur: Flug og gisting á lágu verði Hótel Stykkishólmur og Arnarflug hafa slegið sér saman um aö bjóða ódýrar „pakkaferðir” til Stykkis- hólms og byrja þær um páska. Með þessu tílboði er ekki sizt höfðað til þeirra sem vilja njóta hvildar á góðu hóteii í nokkra daga gegn vægu verði, að sögn Sigurðar Skúla hótelstjóra i Hólminum. Hægt er að velja um gistíngu í tvær, þrjár eða fimm nætur. Flugfar fram og til baka frá Reykjavík ásamt gistingu f fimm nætur með morgunverði kostar aðeins 1.080 krónur á mann. Ef dvalið er í þrjár nætur kostar pakkinn 860 krónur og 770 krónur fyrir tvær nætur. Þetta er miðað við gistingu i tveggja manna herbergi með sturtu. Þessi kjör standa fólki til boða allt tíl maíloka. Flugvélar Arnarflugs eru skotfljótar vestur og Hótelið í Stykkishómi er svotil nýtt og vel búið á allan hátt. Þegar líður á vorið verður hægt að fara í skipulagðar bátsferðir um Breiðafjörð. -SG Bókasafn sem ekkierti/ Ég ætla að biðja ykkur að fylgja mér um einn stað enn, þ.e. Reykholt í Borgarfirði. Hugsum okkur aöeins, hvernig erlendum ferðamanni, sem þann stað er að heimsækja, er innan- brjósts. Fyrir hvað er staðurinn frægur? Hvað er verið að sýna þar? Leiðsögumaðurinn, ef hann er með í ferð, segir frá Snorra sem stjórnmála- manni, höfðingja og ritskörungi, þátt hans í bókmenntum íslands og Norður- landa. Norðmenn þekkja hann senni- lega betur en við íslendingar og vilja helzt eigna sér hann. Þeir, eins og aðrir ferðamenn, fyllast eftírvæntingu að sjá þann stað, þar sem þessi mikli maður bjó, baðaði sig í eigin setlaug og var drepinn. Ekið er í hlað hjá Snorrastyttunni, gengið niður tröppur með ryðguðu handriði, sem gæti eins vel verið frá dögum Snorra, og til laugarinnar. Á botni hennar eru ryðgaðir gosflösku- tappar og leifar af mjólkurfernum. Fyrir framan jarðgöngin er venjulega drullupollar og moldarsvað, svo að aðeins þeir sem vel eru búnir tíl fót- anna, komast yfir til að geta kíkt inn í þessi margfrægu jarðgöng. Við höfum varið milljónum króna til að fá ferða- mennina tíl að koma, en þeir kornast ekki til að sjá söluvöruna nema í stíg- vélum. Það er í rauninni ekki einu sinni hægt, kinnroðalaust, að bjóða þeim að fá sér veitingar eða kasta af sér vatni í skólahúsinu. I ferðamannabæklingum er sagt frá því að á staðnum sé bókasafn helgað minningu Snorra, en hafi það einhvern tíma verið ætlunin, hefur það ekki komizt í verk ennþá. En hugsið ykkur hvað það myndi auka gildi heimsóknar í Reykholt ef þar væri hægt að sýna safn bóka eftír og um Snorra, mismun- andi útgáfur, og sýna myndir þær, sem menn hafa gert af honum og glími við að hugsa sér hvernig hann var útlits. Normenn hefðu ekki verið í vand- ræðum með að gera staðinn fróðlegan og eftírminnilegan fyrirgestí. Enginstefna eða óætiun Með þessum orðum hef ég viljað leggja áherzlu á að það er fyrir löngu oröið tlmabært að við verjum stærri hluta af ráðstöfunarfé til ferðamála i að undirbúa ferðamannastaði okkar undir komur ferðamannanna, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir. Landkynning erlendis á rétt á sér, en það á líka landkynning hér heima fyrir. Er hugsanlegt að við verjum fé til land- kynningar í öfugu hlutfalli við áhrifa- mátt og mikilvægi? Getur verið að við þurfum aðra og markvissari stefnu í ferðamálum? Islendingar hafa verið orðlagðir fyrir gestrisni. Það hefur verið talinn góður siður hjá húsmæðrum að taka til hjá sér, áður en gestir koma. Með land- kynningu erlendis erum við að bjóða erlendum gestum til landsins. Það er fyrir löngu kominn tími tíl, og við megum ekki vanrækja það lengur, að taka tíl hjá okkur áður en þeir koma, búa okkur sjálf og ferðamannastaðina undir komur þeirra. Það er tvímæla- laust bezta landkyningin. Ég hef aðeins talað hér um fáeina ferðamannastaði, en hefði getað haldið áfram umhverfis landið. Tilgangurinn er ekki sá að ráðast að einum eða neinum heldur aðeins að benda á ýmislegt sem mætti betur fara í ferðamannamóttökunni. Ég hef ekki talað um hálendisstaði og ekki um tjaldsvæðin, sem verið er að byggja upp á sama tíma og ákveðnir ferðamálaaðilar markvisst sniðganga þau. Ég hef ekki talað um þá aukningu á fjölda ferðamanna sem Ferðamála- ráð hefur spáð fyrir næstu árin og hvernig við ætlum okkur að geta tekið á móti þeim aukna fjölda skammlaust. Það er engin stefna eða áætlun tíl um það, hvernig standa eigi að móttöku á enn fleiri ferðamönnum. Þetta sagði Birna G. Bjarnleifsdóttir meðal annars, en hún er reyndur og þaulkunnugur leiðsögumaður ferða- manna vítt og breitt um landið. Orð hennar hljóta að vekja menn tíl um- hugsunar um hvort ekki sé kominn tim- inn til að taka ákvörðun um hvort hér á að stunda : ferðamannaþjónustu af reisna eða ekki. Eða kærum við okkur kannski ekkert um erlenda ferðamenn og þær gjaldeyristekjur sem þeir færa okkur? Það sem margir taka gagnrýni óstinnt upp, hvort sem hún er réttmæt eða ekki, er rétt að undirstrika það hér að Birna vakti athygli á ýmsum misfell- um í þeim tilgangi að gangskör yrði gerð að úrbóíum, en ekki til að koma höggi á einn né neinn. Hér er um sam- eiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða. -SG. Ferðamál Sæmundur Guðvinsson I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.