Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 9
rétta þér verður að ala nýta þjóðfélagsþegna og heilar kynslóðir upp i vitundinni um að vinna og verkefni séu ekki fyrir hendi. Reynslan sýnir að við slikar aðstæður þrífst spilling, sem vekur upp hinar verstu hvatir, sálar- angist og niðurlægingu hjá ólíkleg- asta fólki. Hvað svo sem íslendingar segja um langan vinnudag og þreytu erfiðisins, þá er hið gamla spakmæli enn í fullu gildi: vinnan göfgar. IHöHög fslenskt æskufólk getur einnig hrósað happi yfir því að búa í þjóðfé- lagi, þar sem friður og frelsi er i hávegum haft. Við kunnum ekki að meta þau forréttindi að vera laus við einræði, lögregluríki, vopnað vald, eins og margar þjóðir búa við, raunar meirihluti mannkyns. í Evrópu standa flestar þjóðir á gömium merg, eiga sér langa og merkilega sögu. Straumar menningar og mennta, fé- lagslegra umbóta og lýðræðislegrar vakningar hafa leikið um borgir eins og Prag og Varsjá, Sofíu og Búda- pest. íbúar þessara borga eru í engu frábrugðnir fslendingum að því er varðar löngun þeirra og þörf fyrir frjálsræði huga og handa. Samt verða þeir að sæta þeim illu örlögum að vera fjötraðir i hlekki ómann- eskjulegs þjóðskipulags, lúta i einu og öllu boðum og bönnum allsráð- andi valdhafa. Flýja ættjöröína Þetta fólk þarf að flýja ættjörð sina til að öðlast þau iágmarksmann- Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar réttindi, sem okkur sjálfum finnst sjálfsögð. f vikunni rændu tveir ung- ir, pólskir hermenn flugvél og neyddu flugmanninn til að fljúga frá Pól- landi til Austurríkis. Þeir tefldu lifi sínu í tvísýnu, réðust í fifldjarfan flótta, til þess eins að fá að lifa eðli- legu, frjálsulífi. Og svo erum við að kvarta í slending- ar. Nei, islensk æska hefur svo sann- arlega ástæðu til að gera sér glaðan dag með ærslum og sprelli og þakka fyrir frelsi sitt og hamingju. Einmitt i ljósi þessara staðreynda var það heldur óaðlaðandi og ósmekklegt að sjá menntaskólapilta arka um í nasistabúningum undir hakakrossinum. Vist átti þetta að vera saklaust gaman, en því miður gbra ungir menn sér ekki næga grein fyrir öllu þvi andstyggilega, sem nasistafáninn táknar. Þeim er vork- unn þvi unga kynslóðin þekkir aðeins af afspurn þann óhug og fyrirUtn- ingu, þá glæpi og mannvonsku, sem tengjast nasistafánanum og brún- stökkunum. Nasisminn vakti upp allt það versta í fari mannsins, rétt eins og kommúnisminn gerir í dag. Ein- ræðið, í hvaða mynd sem er, leiðir af sér frelsissviptingu, fjöldagiæpi, mannfyrirlitningu. Andúö á vopnum En ef uppákoma í nasistabúning- um á að vera saklaust grín i einn dag, þá er það öllu sorglegra, að stórir hópar ungmenna skuli vísvitandi ganga einræðiskenningunum á hönd og telja að islenskri þjóð sé best borgið við kommúnískt skipulag. í annan stað starfa hér á landi sam- tök svokaUaðra hernámsandstæð- inga, sem einnig draga að sér ungt fólk. Að mörgu leyti er vel hægt að skUja, að ungt fólkt hafi imugust á her í landi, og þjóðemismetnaður hnígur allur i þá átt að bægja frá limdinu erlendum her, hvenær og hvaðan sem hann kemur. Engin ástæða er heldur til að efast um ein- lægan friðarvilja fjölmargra aðstand- enda þessara samtaka. Þeir lita á Atlantshafsbandalagið sem hernað- arbandalag og sjá vopn i hverju skúmaskoti á KeflavíkurflugveUi. DAGBLAÐIÐ& VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Nú er vor i lofti, og þótt við getum búizt við páskahreti og næturfrost- um, þá stöðvar ekkert sólarganginn og eftirvæntinguna um að sumar sé i vændum. Það var vorstemmning í Reykjavík á fimmtudaginn, fólk sat úti og sleikti sólargeislana og dimmit- tentar úr menntaskólum borgarinnar sprönguðu um götur i fjölbreytileg- um gervum, almenningi og sjálfum sér tU upplyftingar. Dimmission er sú hátið menntskæUnga í efsta bekk, þegar þeir bregða á leik áður en loka- spretturinn fyrir stúdentsprófin hefst. Fyrir þá, sem upplifað hafa skemmtileg skólaár, strangan próf- lestur og lífsgleði stúdentsins, er það tregablandin ánægja að sjá þetta unga námsfólk gera sér glaðan dag i tUefni dimmisionar. Treginn stafar af söknuði yfir því að þeir dagar koma aldrei aftur, ánægjan stafar af þeim minningum, sem rifjast upp við slik tækifæri. Alvaran tekur vlð Hundruð ungUnga, glæsilegs æskufólks, ljúka sinni framhalds- skólagöngu á þessu vori. Stúdents- húfan er eftirsóknarverð kóróna, en þrátt fyrir allan sinn sjarma er hún þvi miður engin trygging fyrir bjart- ari framtíð eða miklum frama. Það unga fólk, sem nú leggur síðustu prófin að velU, á enn langt og strangt nám eftir, áður en lokatakmarkinu er náð. Einmitt á þeim timamótum, þegar við stöndum á tvítugu, tekur alvaran við. Áhyggjuleysi æskuár- anna er lokið. Enginn veit hver örlög og æviskeið þessara tápmiklu menntaskólanema verða þegar fram líða stundir, og hvers vegna þá ekki að gleðjast og gamna sér meðan búk- sorgir og basl eru víðsfjarri og langt undan? Vinnan göfgar Æskufólk á íslandi getur hrósað happi. Á meðan atvinnuleysi herjar flestar vestrænar þjóðir og hámennt- að fólk gengur verkefnalaust um göt- ur, eru hér á landi næg verkefni fyrir aUar vinnufúsar hendur. Ekkert er eins andstyggilegt, niðurdrepandi og mannskemmandi og iðjuleysi. Ekkert er eins sjúkt og það þjóðfélag, sem Þegar ungt, óþroskað og reynslu- lítið fólk er annars vegar, er engin ástæða til annars en að taka þvi af skilningi, Þegar það lætur í ljós and- úð á vopnum og vigbúnaði. Undir það geta aUir tekið. Heiðarlegur og rökstuddur málflutningur í nafni friðarins á fuUan rétt á sér og minnir okkur á, að aldrei má taka erlent varnarUð sem ævarandi staðreynd. Andóf gegn því heldur voninni vak- andi um að einhvern tunann geti runnið upp sá tími, að við tslendingar getum án slíks varnarUðs verið. Vatnámyllu andstæðinga En eins og sakir standa og allar götur síðan Atlantshafsbandalagið var stofnað hefur það verið rökleysan einber, að þátttaka okkar í Nato stofnaði friðnum í hættu. Nato er bandalag frjálsra þjóða, hornsteinn þess, að við búum við frelsi og frið. Ungt fólk, hversu friðelskandi sem það er, og einmitt vegna þess, á að horfast í augu við þá bláköldu stað- reynd, að frelsið og friðurinn verði ekki varðveitt nema í skjóli vopna. Einhliöa afvopnun, einhliða úrsögn úr Nato er vatn á myllu þeirra ein- ræðisafla, sem heyja sína lævísu bar- áttu í nafni þjóðskipulags, heims- kommúnisma, en ekki þjóðfrelsis og tillitsins til einstaklinganna. Friðurinn verður ekki tryggður með því að veikja Atlantshafsbanda- lagið og einlægir friöarsinnar vinna málstað sínum ekki gagn með and- róðri gegn Nato. Þess vegna var það afar misráðið, þegar friðarpostulinnEdwardThomp- son, sem hingað kom í síðustu viku, 'ét hafa sig i það að troða upp á sam- komu herstöðvarandstæðinga undir slagorðinu; gegn Nato — herinn burt. Á íslandi sagnar Thompson engu Uði í þágu síns málstaðar, ef Atlantshafsbandalagið á að vera skotspónninn. Þær friðarhreyfingar, sem risið hafa upp austan hafs og vestan, geta aldrei orðið hlutlausar og óháðar, ef foringjarnir taka sér stöðu á villigöt- um herstöðvarandstæðinga á Islandi. Ellert B. Schram Ef æskan vill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.