Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. ÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN — MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF ■ Ragnar Lár og Guðmundur Ármann opna vinnustofugallerí „Vrijum kynna grafíska listsköpun” „Við Guðmundur höfum báðir fengizt talsvert við grafik og svartlist á undanförnum árum. Við erum að koma verkum okkar á framfæri með því að opna gallerý á vinnustofu okk- ar, þar sem auðvelt er fyrir fólk að skoða þau, jafnframt því hvernig þau verðatil.” Það er Ragnar Lár sem hefur orðið í samtali við DV, en hann og Guðmundur Ármann opnuðu um sl. helgi „Gallerý Stíl”, sem er til húsa i vinnustofu þeirra í Hafnarstræti 86. Gallerí þeirra félaga mun ekki eiga sér hliðstæður hérlendis, en slík vinnustofugallery eru algeng erlendis. „Við viljum gefa almenningi kost á að sjá menn að störfum við grafíska myndgerð, jafnframt því sem gestir okkar geta virt árangurinn fyrir sér á veggjum vinnustofunnar”, sagði Ragnar og við gefum honum orðið áfram. „Við bjóðum hér grafísk verk, teikningar og svartlist. Grafisku verkin vinnum við með þvi að rista þau í dúk eða tré, en síðan er þeim þrykkt á pappir með frumstæðum, en fullgildum aðferðum. Þá notum við einnig silkiþrykk, sem er gömul og gild aðferð til að fjölfalda myndir. Gefa þessar aðferðir margvíslega möguleika. Til að mynda er hægt að fjölfalda þannig myndir í eins mörg- um litum og maður vill”. ' í samtalinu við Ragnar kom fram, ■ að þeir félagar hafa hug á að kynna Galleríið á fjölförnum ferðamanna- stöðum. Ýmislegt fleira hafa þeir í pokahorninu, t.d. langar þá til að gefa gestum sínum kost á að fá sér kaffisopa á sólverönd, sem er sunnan á húsinu, sem hýsir Galleríið. „Til að koma í veg fyrir mis- skilning, þá er rétt að ég taki það fram, að hér er ekki um eiginlegan sýningarsal að ræða. Við erum aðeins að opna okkar vinnustað. Fólk er vel- komið í heimsókn, hafi það áhuga á að kynna sér grafískar aðferðir við listsköpun. Þess vegna verður galleri okkar aðeins opið á venjulegum i vinnutíma, nema ef til vill þegar ferðamannahópar eru hér á ferðinni og óska sérstaklega eftir að fá að koma í heimsókn á öðrum tíma”, sagði Ragnar Lár í lok samtalsins. -'■■v - DV-avadir GS/AK. Guömundur Armann raðir viö galledgesti. Nei Arni, þessu trúi ég ekki, gæti Friörik Vestmann verið að segja við Arna Jónsson á þessari mynd. iAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.