Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 1
>vSÍ:3tó
■
'
: : :
90. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 23. APRtL 1982.
frfálst, úháð dagUað
Hávaði fVestmannaeyjum vegna skólahúsnæðis fyrir bama- og grunnskóla:
Skólastjóri segir upp og
37 kennarar meö honum
— breytum ekki afstöðu okkar með þvingunum, segir Guðmundur Ólafsson bæjarf ulltrúi
Deilur miklar hafa risið meðal
skólamanna í Vestmannaeyjum
vegna skólahúsnæðis og hafa af þeim
sökum 37 kennarar og skólastjóri
grunnskólans þar sagt upp störfum.
Undanfarið hefur grunnskólinn
haft til umráða húsnæði í Barnaskól-
anum og Gamla gagnfræðaskól-
anum, þar sem kennsla 7., 8. og 9.
bekkjar hefur farið fram, en þar í
húsnæðinu hefur og kennsla fram-
haldsskólans verið. Nú hefur bæjar-
stjórn Vestmannaeyja hins vegar
ákveðið, að framhaldsskólinn einn
verði til húsa í Gamla gagnfræða-
skólanum.
„Við ákváðum að taka í notkun í
haust 7 nýjar stofur í nýja Hamars-
skólahúsnæðinu, sem verið hefur í
byggingu að undanförnu og þar
höfum við ákveðið að 7. og 8. bekkur
verði, alls um átta bekkjardeildir, en
9. bekkur verði áfram i Gamla gagn-
fræðaskólanum um sinn,” sagði
Guðmundur Þ. B. Ólafsson bæjar-
stjórnarfulltrúi í samtali við DV, ,,þá
hefur og verið ákveðið að fara þess á
leit við skólayfirvöld Sjöunda dags
aðventista að þau leigi okkur hús-
næði undir forskóladeildirnar sem
hingað til hafa verið til húsa i Barna-
skólanum.
,,Þetta er tómur misskilningur,”
sagði Eiríkur Guðnason, skólastjóri
grunnskólans, ,,það á að setja 7., 8.
og 9. bekk í húsnæði Barnaskól-
ans og forskóladeildirnar í nýja
húsnæðið. Við þetta getum við eícki
sætt okkur, við hreinlega getum ekki
unnið við þessi skilyrði, svo mikil
þrengsli eru fyrirsjáanleg. Þetta með
leiguhúsnæði. Sjöunda dags aðvent-
ista er ekki rétt. Það er alveg ljóst að
þeir sem gera svona samþykktir hafa
ekkert sett sig inn f málið. Við tókum
því þá ákvörðun í fyrradag að segja
upp til að bæjarstjórn taki málið til
endurskoðunar. ”
— En hvað segir bæjarstjórnar-
maðurinn um uppsagnir kennarana
og skólastjórans?
,,Ég veit ekki til þess að þeir hafi
sagt upp, hef einungis heyrt sögu-
sagnir þar um, hins vegar munum við
ekki breyta afstöðu okkar með þving-
unum af þessu tagi. Mér þykja full-
yrðingar skólastjórans furðulegar,
hann fer ekki með rétt mál varðandi
húsnæðisfyrirkomulagið og hann
ætti að vita betur,” sagði
Guðmundur Þ. B. Ólafsson.
— Hvað segir skólastjórinn svo
um málflutning bæjarstjórnar-
mannsins?
„Þetta er misskilningur hjá honum
og verði ekki tekið tillit til krafna
okkar er ljóst að næsta haust verða
auglýstar hér í Eyjum 37 kennara-
stöður og skólastjórastaða,” sagði
Eiríkur Guðnason.
Með þessum breytingum yrði það
rúmt um bekkjardeildir framhalds-
skólans að þar yrði aðeins kennt á
morgnana, þar sem grunnskóla-
kennarar þyrftu að kenna bæði fyrir
og eftir hádegi.
-KÞ.
Halldor Laxness skáld og rithö
blaðið ít Vísir færði skáldint
árnaðaróskum i tilefni dagsins o<
myndari þessa mynd af h/ónunui
færi. Gjafir voru þegar farnar að
og i dag verður afmælisbarninu h