Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ& VtSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRlL 1982. 5 SAS lækkar fargjöld innan Norðurlanda Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- ritara DV i Sviþjófl: SAS-flugfélagið hefur boðað mikla verðlækkun á flugfargjöldum, innan Norðurlanda frá og með júni næst- komandi, að því er sænsk dagblöð skýra frá. Vissa daga býðst farþegum að fljúga á ferðamannafarrými fyrir aðeins fjórða hluta venjulegs farþegagjalds. Frá þessu skýrði SAS- forstjórinn Jan Carlzon á blaða- mannafundi í Washington i gær. Reglurnar varðandi þetta flug munu verða kynntar nánar innan Norðurlanda eftir eina viku. Fargjaldið kemur til með að vera mismunandi eftir vikudögum. Dýrara verður t.d. að fljúga á mánudögum en laugardögum. Mis- munur verður á þjónustu eftirþví hvort farþegar eru á ferðamannafar- rými eða greiða fullt verð. Ætlunin er að halda sömu þjónustu og verið hefur á ferðamannafarrými, en auka hana meðal farþega sem greiða fullt fargjald. Skilyrði fyrir hinum ódýru far- gjöldum munu verða að farþegar greiði miðann tveimur vikum fyrir brottför, kaupi miða fram og til baka og eigi þess ekki kost að fá miðann endurgreiddan, þótt þeir geti ekki notfært sér báðar ferðir. Þá skýrði Carlzon frá því að SAS hefði gert samning við ákveðið innanlandsflugféiag í Bandaríkjun- um um samstarf á fiugleiðum þar í landi. Hann vildi að svo komnu máli ekki skýra frá hvaða flugfélag þetta væri. SAS stefnir einnig að því að bjóða sams k'onar afslætti í Evrópuflugi í haust. SAS-forstjórinnskýrði einnig fá því að það markmið sem flug- félagið hefði sett sér, um tuttugu milljón dala hagnað í ár, virtist ætla aðnást. -KMU. Á aðeins við um Skandinavfu ,,Ég held að þetta eigi aðeins við um Skandinavíu, því miður,” sagði Guðríður Tómasdóttir á skrifstofu SAS í Reykjavík. SAS-skrifstofan hér hafði ekki fengið upplýsingar um hin nýju far- gjöld, en Guðríður taldi nokkuð víst að þau ættu ekki við um flug SAS til íslands . Sagðist hún bíða nánari fregna fráaðalstöðvum SAS. SAS flýgur nú einu sinni í viku til íslands. Ferðum verður fjölgað í tvær í viku um miðján júní og í júlí og ágúst verða fjórar ferðir í viku. -KMU. Nef nd um þróun Þjóðskjalasafns Á aldarafmæli Þjóðskjalasafns íslands 3. þ.m. skipaði menntamála- ráðherra nefnd til þess að fjalla um þróun safnsins og fyrirkomulag opinberrar skjalavörzlu. Skal nefndin í því sambandi hyggja að hlutverki héraðsskjalasafna og tengslum þeirra við Þjóðskjalasafn. Einnig ber að kanna hvort leggja skuli ríkari skyldur en nú er á atvinnufyrirtæki og umsvifa- miklar opinberar stofnanir um skjala- geymd og safnþjónustu í tengslum við Þjóðskjalasafn. Þá er nefndinni ætlað að rannsaka ítarlega hugmyndir um grisjun embættisskjala og hvern hlut tæki af ýmsu tagi gætu átt í hagstæðri þróun Þjóðskjalasafns og skjalavörzlu. Nefndinni ber að leggja mikla áherzlu á að meta húsnæðisþörf Þjóðskjalasafns og gera tillögur um hvernig hagfelldast verði að fullnægja henni og þá höfð hliðsjón af því að Þjóðskjalasafni er ætlað að fá til sinna nota allt Safnahús- ið þegar Landsbókasafn flytzt i Þjóðar- bókhlöðuna. I nefndina eru skipaðir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, formaður, Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður og Bjami Einarsson, framkvæmda- stjóri byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins. -BrS. IVPTflRA-OG VCIAMÓflUSTflfl Borvélar 12hraðar 3/4 ha. mótor Verðkr. 4890,- m/söluskatti Smerglar 6 tommu Verðkr. 1358,- m/sö/usk. Bandsög %% SMIÐJUVEGUR 54. KÚPAVOGI, - SÍMI77740. Þaó kostar ekki nema 1500 krónur að auki aó taka„sólargeislann” meó sér til Mexico .MEXICO p ACAPULCO _ FLUGLEIÐIR Hugsaðu þér baral Sautján daga ferð til œvtntýralandslns. Fyrst er flogið til New York með stórri Flugleiðaþotu. Síðan er haldið áfram til Mexico - til Mexico City eða Taxco eða Acapulco, þar sem sólin skín allan guðslangan daginn. Svona ferðir kosta auðvitað peninga, en það kostar ekki nema 1500 krónur í viðbót að taka „sólargeislann" með, - það er að segja ef hann er ekki orðinn 2ja ára! Annars kostar það örlítið meira. En það hlýtur að vera ánœgjunnar virði að haía hann með í stað þess að þurfa að sakna hans alveg óskaplega í rúmlega hglfan mánuð í sól og hita í Acapulco. „Sólargeislinn" gaeti meira að segja sungið „LítHI Mexikani með som-som- brero" íyrir alla karlana í Acapulco. Til að byrja með verða famar 4 hópferðir með islenskum farar- stjóra. Brottíarir eru 20. mars, 3. apríl (páskaferð), 1. maí og 15. mcn'. í þessum ferðum verður gist eina nótt í New York, 4 í Mexico- ' • borg, 2 í Taxco og 9 í Acapulco. Svo er auðvitað hœgt að fram- lengja í New York í bakaleiðinni. Auk þessara hópferða eru í boði einstaklingsferðir til Mexico og er þar hœgt að velja um fleiri ferðamöguleika og brottlarardaga. Sennilega er „sólargeislinn" ekki nógu gamall til að geta lesið þessar línur, en hún mamma hans les þœr vonandi. Annars geta pabbi og mamma fengið allar upplýsingar um œvintýraíerðir Flugleiða til Mexico hjá Flugleiðafólkinu eða hjá nœstu ferða- skrifstofu. Verð fyrir fullorðna er írá 12.573 krónum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.