Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. 13 Vegamál á Norðuriandi og kjúklingadansar við Miðjarðarhafið. Þegar sonur minn var fjögurra ára skrapp hann einn sólríkan sumardag suður í Hafnarfjörð með móður sinni að hitta danska konu. Þegar hann kom til baka hélt hann því fram að hann hefði farið til útlanda og skildi ekkert í honum föður sínum að hafa ekki komið þangaö eins og það vaeri gaman þar og stutt að fara. Þetta gerðist á þeim árum sem við öngruðum Reykvíkinga með nærveru okkar, en nú er ég hræddur um að við yrðum lengur að aka til Hafnar- fjarðar en Hafnfirðingar að fljúga til útlanda, að þvi tilskildu auðvitað að þjóðvegur711 sé yfirleitt fær bilum. Þegar þetta er skrifað er hann í sínum versta ham, enda gerðist það 1 gær, sem hefur ekki komið fyrir áður, að álft flaug hér framhjá, en varð að snúa við hjá Mýri og er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem vegurinn er ekki einu sinni fær fuglinum fljúgandi. Annars á þessi vegur bæði langa og merkilega sögu, sem á þó trúlega eftir að verða enn lengri og að sama skapi merkilegri. En þá fundu þeir upp hestakerruna En það er upphaf þessa máls að nokkrum öldum eftir að hjólið kom til sögunnar, guð skapaði það nefni- lega ekki, eins og maður gæti þó haldið, gerðist sá merkisatburöur að íslenska hestakerran var fundin upp og setti sú uppfmning Íslendinga í hinn mesta vanda. Það kom sem sagt f ljós að vegleysur þær sem trússhest- ar höfðu lötrað hest fram af hesti og farið létt með, reyndust kerruklárum allsendis ófærar. Var því ekki nema um eitt að gera, ef þessi bylting í sam- göngum átti að verða að veruleika; það varð að leggja vegi. En á meðan íslendingar dunduðu við vegagerð handa kerruklárum með ærinni fyrir- höfn og óbilandi þrautseigju, tóku menn upp á því í útlöndum að smiða bila og stóðst það á endum, að þegar lokið var við að gera landið þokka- lega kerruklárafært var fyrsti billinn fluttur til landsins. Sá bíll skapaði hins vegar fleiri vandamál en hann leysti, eins og þingmenn segja þegar þeir ætla ekki að fella gengið en gera það samt. Bíll- inn komst nefnilega ekki upp brekk- ur, þótt honum gengi furðu vel niður þær, en á Islandi fyrirfannst engin brekka sem lá eingöngu niður í móti. Einnig spólaði hann talsvert í vega- gerðinni og sáu landsmenn að við svo búið mátti ekki standa, eitthvað varð að gera í málinu. Þeir gripu til þess ráðs sem beinast lá við, keyptu kraft- meiri bíla. Síðan hefur sú lausn verið allsráðandi í vegamálum okkar, því að enn búum við, mörg hver, við gömlu vegina sem ætlaðir voru þarfasta þjóninum. Að setja lög um þjóðvegina Ég býst við að það sé til of mikils mælst að ríkið geri vegina sína bíl- færa með þvi móti að koma þeim upp úr jörðinni og læt ég það því vera. Á hinn bóginn finnst mér ekki nema sanngjarnt að ríkið moki snjó af þessum vegum sfnum á sinn kostnaö, en eins og er skikkar það okkur til að taka þátt í þeim kostnaði að hálfu. En kannski er þarna einnig til of mikils mælst og dettur mér þá ekki nema eitt í hug sem kostar lítið og ætti að koma að góðu gagni, en það er að Alþingi setji lög um þjóðveginn sem hljóðuðu eitthvað á þessa leið: Eigi skal snjóa á þjóðveg 711 nema annað sé sérstaklega tekið fram. En þetta er nú kannski aukaatriði í því máli sem hjarta mínu er skyldast þessa stundina. Ég las nefnilega í blöðum um daginn að ferðaskrifstof- ur, sem eru með friðsamari skrifstof- um, séu komnar í stríð út af okkur dreifbýlismönnum. Þær eru farnar að berjast um það hver sem betur get- ur að koma okkur til útlanda, og þeirra útland er ekki aldeilis í Hafnarfirðinum, heldur einhvers staðar allt annars staðar. Og þetta ætla þær að gera okkur að kostnaðarlausu og sækja okkur alla leið inn í eldhús ef við förum fram á það. Ég varð bæði hissa og hrærður þegar ég las þetta því að slíkri um- hyggjusemi eigum við hreint ekki að venjast. Þœr klœðalitlu og þ»r úlpuklœddu Eins og gefur að skilja er illt vel- boðnu að neita og varð ég mér því úti um bæklinga varðandi þessar ferðir, því að mér er ekki sama hvert ég fer og vil t.d. síður lenda í Sahara eða miðri Magnitogorsk, jafnvel þótt það yrði mér að kostnaðarlausu. En þeg- ar ég ætlaði að fara að bera saman verð og gæði gekk það vægast sagt brösuglega, því að á hverri siðu í bæklingunum voru myndir af berum kvenmönnum, sem áttu lengi vel at- hygli mína alla. Stafaði það ekki af því að ég hafi mikinn áhuga fyrir klæðalitlu kvenfólki á mynd, heldur hinu hve klæðnaðurinn stakk gjör- samlega í stúf við okkar ágætu úlpu- klæddu fegurðardísir hér norðan- Háaloftið Benedikt Axehson f lands. Loks kom að þvl að ég gat slit- ið mig frá hinum kviknöktu stað- reyndum sóldýrkenda og farið að kanna verðlag og brottfarartíma. Ég komst fljótt að raun um að brott- farardagar hentuðu mér yfirleitt ágætlega, en annað var því miður uppi á teningnum þegar ég fór að athuga verð. Þegar ég hafði marg- faldað allar tölur með fjórum kom í ljós að það yrðu aðrir en við að taka að sér að kynna sér bjórtegundir og kjúklingadansa og hitastigið í Miðjarðarhafinu. Við verðum að halda áfram að horfa á Atlantshafið og þær úlpu- klæddu, því að það kostar ekki neitt g þegar ekkert er margfaldað með fjórum kemur út afskaplega við- ráðanleg tala. Kveðja, Ben Ax. Ríkisstjómin hefur bnefiizt íhúsnæðismálum Svo er að sjá sem vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gjörir, þegar litið er á athafnir félags- og fjármála- ráðherra i fjármálum húsnæðislána- kerfisins. Fyrir páska kepptist stjórn- arliðið við að skera niður lögboðna tekjustofna Húsnæðismálastjórnar. Með tveimur atrennum samþykktu stjórnarliðar að skerða tekjur hús- næðislánakerfisins af launaskattin- um einum saman um hvorki meira né minna en 86,4 millj. kr. Eftir páska rennur svo skyndilega upp fyrir þeim, að fjárhagur Bygg- ingarsjóðs ríkisins er í kalda kolum. Skuldir hlaðast upp og útlánsgeta sjóðsins er á þrotum. Þá leggur fjár- málaráðherra allt í einu fram frum- varp til laga um 6% skatt í formi skyldusparnaðar, sem á að skila ríkis- sjóði 35 millj. kr. í heild er áætlað að skyldusparnaðurinn geti skilað Bygg- ingarsjóði tæplega helmingi þess fjár, sem hirt var af honum í ríkishítina fyrir páska. Ríkisstjórnin segist ætla að nota þetta fé til að rétta hlut frumbyggja, þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn. En hvað segir Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hús- næðismálastofnunar, um það? Hann segir, að Byggingarsjóði ríkisins skorti nú þegar um 40 millj. kr. til þess að standa í skilum við Seðla- banka á skuldabréfaláni og milli 20— 30 millj. kr. vegna yfirdráttarláns hjá Seðlabanka. Það er m.ö.o. ljóst, að einungis lítill hluti fyrirhugaðs skyldusparnaðar fer í að styrkja út- lánsgetu Byggingarsjóðs. Hann fer að mestu leyti til að greiða vanskila- skuldir, sem sjóðurinn er kominn í, vegna þess, að ríkissjóður hefur stol- ið tekjustofnum hans. Hátekjuskattur? En er ekki skyldusparnaðurinn sjálfsagður hátekjuskattur? Er ekki með honum verið að láta ,,breiðu bökin” axla réttlátar byrðar fyrir frumbyggjana, sem rikisstjórnin hef- ur flæmt út af ibúðamarkaðnum á sl. 2 árum? Þvi miður er svo ekki. Hr. N.N., sjálfstæður atvinnurekandi, hvort heldur er lögfræðingur, fast- eignasali, tannlæknir eða iðnaðar- maður, sem telur fram lágar tekjur, mun ekki borga 1 nýkr. í skyldu- sparnað. Skyldusparnaðurinn mun hins vegar lenda með skilum á herð- um margra launþegafjölskylda, sem tíunda allar sínar tekjur tU skatts. Ungu hjónin, sem leggja nótt við dag til þess að geta komið sér upp þaki yf- ir höfuðið, þau munu mörg hver greiða skyldusparnað. M.ö.o. það fólk, sem að nafninu til á að njóta góðs af skyldusparnaðinum, verður að standa undir honum að hluta sjálft í formi þvingaðs sparnaðar. Þess ber að geta, að einungis um 6 millj. kr. af áætluðum 35 millj. kr. tekjum vegna skyldusparnaðar fer til lánveitinga. Hitt fer til að greiða .óreiðuskuldir. Oft er vitnað til hinna háu (allt að 80%) jaðarskatta á hátekjufólk á Norðurlöndum. Hinu vilja menn gleyma, að þessir háu jaðarskattar eru lagðir á tekjur sem eru 3—4 sinn- um hærri en tíðkast i hæstu launa- flokkumhérálandi. Sláttumennska Staðreyndin er sú, að fjármála- ráðherra hefur farið ránshendi um lögboðna tekjustofna Byggingar- sjóðs. Með frv. Magnúsar H. Magnússonar var að því stefnt, að al- menn nýbyggingarlán Byggingar- sjóðs hækkuðu í áföngum í 80% brúttó byggingarkostnaðar á 10 ár- um. Til þess að ná því marki, og tryggja þar með sjálfstæðan fjárhag húsnæðislánakerfisins, þurfti að hækka bein framlög ríkissjóðs að meðaltali um 30% frá mörkuðum tekjustofnum. Alþýðubandalagið tók þátt í því í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar að ábyrgjast þá aukn- ingu framlaga og lána sem til þyrfti til að ná settum markmiðum. En í stað þess að hækka framlög rikis- sjóðs hefur núverandi rikisstjórn lækkað þau um hvorki meira né minnaen 47% Þetta minnir á það, hvernig ríkis- stjórnin hefur meðhöndlað orkujöfn- unargjaldið. Það er nýr skattur, sem skilar ríkissjóði 190,1 millj. kr. Þar af er einungis 30 millj. varið til að greiða olíustyrk á olíuhitunar- svæðunum. Afgangurinn fer í ríkis- sjóð. Svo talar iðnaðarráðherra um það að taka þurfi upp nýjan skatt til raunverulegrar orkujöfnunar. Alþýðuflokksmenn hafa hvað eftir annað varað við því á Alþingi, í um- ræðum um húsnæðismálin, að skerða tekjustofna Byggingarsjóðs og gera hann þess í stað að mestu háðan lánsfjáröflun. Félagsmálaráð- herra, Svavar Gestsson, hefur látið þær viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Nú blasa afleiðingarnar við: Sivaxandi skuldasöfnun Byggingar- sjóðs og skert útlánageta. Þessi sláttumennska Svavars i hús- næðismálunum hefur gert að engu yfirlýst markmið um, að útlán fari stighækkandi sem hlutfall byggingar- kostnaðar. í félagsmálaráðherratið Svavars hafa allar áætlanir um skuldabréfa- kaup lífeyrissjóða, atvinnuleysis- tryggingasjóðs og tekjur Byggingar- sjóðs af skyldusparnaði ungmenna verið áætlaðar allt of hátt til þess að réttlæta síminnkandi ríkisframlag sem aðeins hefur verið tilbúin af- gangsstærð. Vaxtamunur Verst er þó að Byggingarsjóður hefur verið tilneyddur að taka lán með hærri vöxtum og til skemmri tíma en hann lánar út. Byggingar- sjóði er gert að taka lán hjá lífeyris- sjóðum með 3,25% vöxtum og fullri verðtryggingu til 15 ára. Þetta fjár- magn endurlánar Byggingarsjóður með 2% vöxtum til 21 árs. Vaxta- munurinn nemur 1,25%. Með þessu móti tapar Byggingarsjóður ríkisins 6,3 millj. kr. á hverju ári næstu árin í vaxtamun. Þetta þýðir, að innan fárra ára mun óbreytt ríkisframlag að raungildi fara allt til þess að greiða vaxtamun. Við þetta bætist að tekjur Bygging- arsjóðs af skyldusparnaði ungmenna eru í reynd engar. Skyldusparendum fer fækkandi. Vaxtamunurinn veldur því, að Byggingarsjóður tapar á við- skiptunum. Nú er svo komið, að ríkisframlagið til Byggingarsjóðs ríkisins er lægra í krónum talið en það var árið 1979, í ráðherratíð Magnúsar H. Magnús- sonar. Á sama tíma hafa lántökur sjóðsins hins vegar meira en 40-fald- ast. Samdráttur ibúðabygginga Nú er svo komið, að venjulegt hús- næðisstjórnarlán nemur aðeins 16% byggingarkostnaðar staðlaibúðar, í stað þess að vera 40% þá þessu ári, eins og tillögur Magnúsar H. Magnússonar um fjármögnun hús- næðislánakerfisins gerðu ráð fyrir og ætluðu fétil. í frv. Magnúsar var gengið út frá því, að 2000 íbúðir yrðu byggðar ár- lega. Það var talið nauðsynlegt til að sinna þörfum landsmanna til íbúðar- húsnæðis. Á þessu ári verða ekki byggðar nema tæplega 1200 íbúðir, það er 60% þess sem nauðsynlegt er talið. íbúðum byggðum á vegum ein- staklinga hlýtur því enn að fækka á þessu ári, fimmta árið í röð. Enda er nú svo komið, að rikissjóðsframlagið til Byggingarsjóðs hrekkur ekki fyrir heildarskttldum Byggingarsjóðs við Seðlabanka. Tillögur Alþýðuflokks Þingmenn Alþýðuflokksins hafa með margs konar tillöguflutningi á sl. tveimur árum reynt að bjarga því sem bjargað verður í fjárrtiálum hús- næðislánakerfisins. Með verðtrygg- ingarstefnu sinni hefur Alþýðuflokk- urinn lagt sitt af mörkum til þess að stuðla að aukinni sparifjármyndun. Sú stefna hefur skilað takmörkuðum árangri. Það var aftur forsenda þess, að á sl. þingi fluttu þingmenn Alþýðuflokksins frv., sem gerði bankakerfinu skylt að auka stórlega útlán sín til húsbyggjenda. Skv. því frv. áttu lán Húsnæðisstjórnar aldrei að fara niður fyrir 35% af byggingar- kostnaði staðalíbúðar. Jafnframt skyldi bankakerfið skuld- binda sig til að veita viðbótarlán til íbúðarkaupa og íbúðarbygginga, til 15 ára með verðtryggingu og lágum vöxtum. Þetta lán átti að nema 1/2 húsnæðisstjórnarlánum. Greiðslu- byrði af því láni heföi þá numið 17,4% af meðalatvinnutekjum í verkamannafjölskyldu á febrúar- verðlagi 1981. Samsvarandi upphæð vaxtaaukalána til skamms tíma hefði hins vegar þýtt greiðslubyrði sem nam 55% af atvinnutekjum slíkrar fjölskyldu. Á yfirstandandi þingi hafa þing- menn Alþýðuflokksins lagt fram frv. um breytingar á lögum um Seðla- banka, þar sem bankakerFinu er gert skylt að veita hverjum, sem byggir eða kaupir íbúð, 200 þús. kr. viðbót- Jón Baldvin Hannibalsson arlán við húsnæðisstjórnarlán til 20 ára með 2—3% vöxtum. Fjármálaráðherra hefur að undan- förnu iðulega hælt sér af góðum hag ríkissjóðs. í skýrslu Þjóðhagsstofn- unar um framvindu efnahagsmála á þessu ári kemur fram, að á fyrstu 2 mánuðum þessa árs eru tekjur ríkis- sjóðs 68% hærri en á sama tíma í fyrra. Samt burðast ríkisstjórnin við að telja sjálfri sér og öðrum trú um, að verðbólgustigið sé aðeins í kring- um 40%. Trúi ríkisstjórnin sjálf þess- um áróðri, hlýtur hún að játa, að tekjuaukning ríkissjóðs er langt um- fram verðbólgustig. Það stafar m.a. af óhemju miklum innflutningi, sem og því, að rikissjóður hefur í sívax- andi mæli sölsað undir sig markaða tekjutofna t.d. Byggingarsjóðs ríkis- ins. Fremur en að leggja á nýja skatta, væri ríkissjóði nær, miðað við þessar aðstæður, að skila aftur til Byggingarsjóðs ríkisins og húsnæðis- lánakerfisins þessu þýfi sínu. Alþýðuflokkurinn þarf ekki að leggja fram nýjar tillögur er eigi að koma í staðinn fyrir skyldusparnað- arskattheimtu ríkisstjórnarinnar. Fyrir Alþingi liggur þegar frv. Alþýðuflokksins um viðbótarlán úr bankakerfinu. Til vara má gera þá tillögu, að hluta af áætluðum 45 millj. kr. tekjum af skatti á banka og innlánsstofnanir verði varið til hús- næðislánakerfisins. Það er að vísu lakari lausn, þar sem ætla má, að bankarnir muni velta greiðslubyrði þessa skatts að verulegu leyti af sér yfir á sparifjáreigendur eða lántak- endur. Ríkisstjórn, sem sjálf hefur kerfis- bundið skert lögboðna tekjustofna ríkissjóðs, hefur engar siðferðilegar forsendur til að leggja á nýja skatta til þess að vega upp skerta tekju- stofna. Henni væri nær að skila Byggingarsjóði ríkisins aftur þýfi sínu. Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.