Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. Eldamennskan endaði með ósköpum hjá þeim sem ætlaði sér forskot á sunnudagssteikina um borð í Sturlaugi ÁR-7 þar sem hann lá í Horn'afjarðarhöfn um síðustu helgi. Vart varð við mikinn reyk í bátnum árla sunnudagsmorguns, um sexleytið, og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Óttast var að maður væri um borð og fóru þvi reykkafarar niöur í bátinn. Engan fundu þeir manninn en sáu að kviknað var í eldavélinni. Vel gekk að slökkva eldinn en dýrindis lamba- hryggur var orðinn heldur ólystugur, vel brunninn. Ekki er talið útilokað að einhver, nýkominn af dansleik f sveitinni, hafi ætlað að seðja hungur sitt um nóttina en gleymt steikinni i ofninum. -KMU/Júlia, Höfn. Seðiabankinn: Stórtap á rekstrínum Lambahryggur varó að Ssku Halldór Ásgrimsson. Afkoma Seðlabankans varð á siðasta ári mun lakari en árið áður. Gjöld umfram tekjur á rekstrarreikningi námu 233,8 milljónum króna. Halldór Ásgrímsson alþingismaður, formaður bankaráðsins, sagði um þetta á ársfundi bankans í fyrradag: ,,í því sambandi ber þó meöal annars að hafa eftirtalin atriði í huga: Endurgreiðslur á gengismun endurkaupalána námu um 66 milljónum króna. Afföll af skulda- bréfi vegna Otvegsbanka íslands námu um 30,5 milljónum króna. Vaxtakjör- um gengisbundinna endurkaupalána var ekki breytt þrátt fyrir niðurfeliingu gengisviðmiöunar siðustu tvo mánuði ársins, og er áætlað vaxtatap bankans um 32,2 milljónir króna. Auk þessara atriða ræðst afkoma bankans að nokkru af stöðu innlánsstofnana gagn- vart Seðlabankanum á árinu.” -HH Zuzukinn stóö sig prýðilega í torfærunum. Suzuki-jeppi í DV-getrauninni: (DV-mynd Bjarnleifur) „Ljón fyrir utan \egjm —segir Birgir Björgvinsson áhugamaður um ökutæki ff „Ég get hiklaust mælt með Suzuki- jeppanum sem hentugum borgarbíl og FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 3, 5, 10, og 12 gíra reiðhjól. Heimsfræg gæðavara. Varahluta og viðgerðarþjónusta á staðnum. Reiðhjólahandbók Fálkans með leiðbeiningar um notkun og viðhald, lylgir öllum Raleigh reiðhjólum. Utsölustaðir og þjónusta víða um land. Opið laugardag til hádegis. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ^ ” 1--b | I n~* eftir að hafa reynt hann í torfæruakstri er ég sannfærður um að enginn utan- bæjarmaður verður svikinn af hon- um,” sagði Birgir Björgvinsson, kunnur áhugamaður um ökutæki í Reykjavik, sem reyndi Suzuki LJ 80 á dögunum ásamt undirrituðum. Suzuki-jeppinn er annar bíllinn sem dreginn er út í áskrifendakeppni DV. Dráttur fer fram næsta miðvikudag en á morgun, laugardag, verða birtir get- raunaseðlar. Birgir bætti við: „Bíllinn er lipur borgarjeppi, léttur og stöðugur. Hann er ágætur í stýri og rásar ekki. Hann hefur einnig verið seldur út um allt land og verið til dæmis til á lager á Akureyri, Húsavik og Reyðarfirði. Bíllinn hefur því verið reyndur við misjafnar aðstæður.” Við Birgir reyndum bflinn á dögun- um sem fyrr segir og brugðum okkur í ýmsar torfærur í nágrenni Reykjavíkur og reyndist hann prýðilega enda með sagði kraftmikla 41 hestafla vél, 800 rúmsentimetra. „Ljón fyrir utan veginn,' Birgir í einni malargryfjunni, „undir- vagninn er mjög sterkbyggður. Að mörgu leyti virðist mér Suzuki-jeppinn líkur gamla Willys-jeppanum og hentugur sem bændabíll. Drifiö er aldeilis i lagi og hann er léttur, aðeins 785 kg, en burðarþol hans er 250 kg.” „En sem bæjarbíll?” „Suzuki-jeppinn er mitt á milli jeppa og bæjarbíls. Hann eyðir mjög litlu og er auðvitað ómissandi í vetrarumferð- inni. Hann er tveggja sæta en hægt er að koma fyrir sætum aftan í, bæði venjulegum og svo hliðarsætum. Annars man ég sjaldan eftir eins þægi- legum framsætum í jeppa. Eftir því sem ég hef komizt næst gefa flestir kunnáttumenn þessum jeppa meðmæli sín.” -gb. Islenzka saltið gefur góða raun —segir í skýrslu Rannsóknarstof nunar fiskiðnaðarins Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins er islenzkt salt jafngott og innflutt til fisksöltunar. Undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi fór þess á leit við Rannsóknarstofnunina að gerðar yrðu samanburðartilraunir með söltun á þorski og síld úr innfluttu þvegnu Miðjarðarhafssalti og til- raunasalti. framleiddu á Reykjanesi. Niðurstaða þessara rannsókna liggur nú fyrir. Gerðar voru 12 samanburðartil- raunir i verstöðvum auk tilrauna sem gerðar voru á rannsóknarstofu stofn- unarinnar. Þar kom fram að islenzka saltið innihélt nær eingöngu klalsiumklóríö af aukasöltum og gæti verksmiðjan ráðið magni þess að vild. Náðist beztur árangur með 0,5% af kalsíumklóriði. Kopar eða skaðlegt járnmagn fannst hins vegar ekki við efnarannsókn en i Miðjarðarhafssalti er lítilsháttar magn af gifsi og magníumsöltum. Segir í skýrslunni að þegar á heildina er litið hafi saltfiskur, sem saltaður var með islenzka saltinu, komið nokkru betur út við saltfiskmat en samanburðarfiskurinn. Þá segir einnig I skýrslunni að i íslenzka saltinu hafi ekki fundizt roðgerlar sem verði að teljast ótvíræður kostur. Ennfremur kom fram að geymsluþolstilraunir, sem gerðar voru gagnvart roðaskemmd- um á fullstöðnum saltfiski við 21 gráðu hita, hafi gefið mun betri raun fyrir fisk úr íslenzku salti en inn- fluttu. Athugun varöandi sildarsöltun með islenzku salti benti einnig til þess að það væri nothæft en þó með þeim fyrirvara að vigtað væri í hverja sildartunnu. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.