Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Guðmundur Kristjðnsson í Sœvori tolur viðskiptavini sína kunna vol að mota broytingar,
bœði á húsnœði og f ramboði.
Rúnar Marvinsson moð lifandi krabba, som nælt or (við bauju sox.
Nýjungar
fisksölu:
Hér liggur fiskur undir steini eða
með öðrum orðum, eitthvað mikið
býr undir.Þegar blm. og ljósmyndari
frá DV reru til fiskjar einn morgun í
síðustu viku kom gamla spakmælið
um fiskinn undir steininum upp í
hugann. Ekki var róið í dögun og
ekki á bátkænu og áralagi beitt.
Heldur var blikkbeljan notuð til sam-
göngu og ftskimiðin voru tvær fisk-
búðir í Reykjavík. Kúrsinn var fyrst
settur á fiskbúð í Miðbæ við Háa-
leitisbraut, sem heitir Sæver. Þaðan
var stefnan tekin á nýja verzlun i
Afíinn á neytenda-
markaði glæðist
Borgartúni, Forðabúrið. Athygli
okkar hafði beinzt að þessum tveim
fiskbúðum vegna nýjunga sem þær
bjóða viðskiptavinum sínum.
Gömul fiskbúð f
nýjum búningi
Sæver við Háaleitisbraut hefur ver-
ið starfrækt i mörg ár, en nýlega var
búðin stækkuö og miklar breytingar
gerðar þar.
„Við erum þeð þessum breyting-'
um að fylgja breyttum kröfum fólks
Hið stórglæsilcga kæliborð or yfirfullt af fjöibroyttum fiskróttum og tog-
undum.
Tilbúnir fiskróttir í ðlbökkum oru handhægir þogar timi til matroiðslu or
naumur. Iris Francis afgroiðslumaður sýnir okkur hór tvo som kosta kr.
35.- og kr. 38.-
enda kunna allir sem hingað koma
vel að meta það,” sagði Guðmund-
ur Kristjánsson, sem við hittum að
máli í Sæveri. Faðir hans, Kristján
Guðmundsson, hefur rekið þessa
fiskbúð i sautján ár. Ein breytingin í
Sæveri er sú að nú greiðir viðskipta-
vinurinn ekki fyrir fiskinn sinn og
annað sem hann kaupir þar yfir borð-
ið til afgreiðslumanns, heldur er
kassaafgreiðsla sem flýtir fyrir allri
þjónustu. Aðalbreytingin er hið
mikla framboð og fjölbreytni fisk-
afurða sem eru á boðstólum í búð-
ini. Sá sem vanur er að mæta
oðningunni í bakka með roði, haus
»g uggum, þarf margs að spyrja þeg-
ir við augum blasa ótal fískréttir og
'isktegundir í Sæveri.
rilbúnir fiskróttir
Ýsuflök með sveppafyllingu, rauð-
ipretturúllur með rækjum, reyktur
iteinbítur, kræklingur, hörpuskel-
fiskur, síld, silungur, rauðmagi og
grafkarfi segja sina sögu af úrvalinu.
Tilbúnir fiskréttir í álbökkum sem
aðeins þarf baka i ofni í 13 mínútur
eru girnilegir og freistandi að kaupa
þegar tími er naumur til matreiðslu.
Þennan morgun sem róið var voru
tveir tilbúnir ýsuréttir í borðinu,
annar var ýsa með spænskrí sósu.
Kíló af ýsuflaki kostar kr. 24.10 en
spænski rétturinn kostar kr. 35. —
(7—800 g), Marineruð ýsuflök kosta
kr. 44.00 kílóið og ýsuflök eða ýsu-
stykki „paneruð” með sveppafyll-
ingu kosta kr. 68. — kílóið. Rauð-
spretturúllur með rækjum kosta kr.
59.— kg og rauðmagi (skorinn) kr.
35 kg. Annars mun verð á heilum
rauðmaga vera kr. 15.— á kg. Annað
sem vert er upp að telja af því sem á
boðstólum er í Sæveri, er kræklingur
(kr. 34. —/kg) og svartfugl (kr. 25
stk). Þá stund sem staldrað var við í
fiskbúöinni við Háaleitisbraut voru
fleiri en forvitnir DV-menn sem
spurðu afgreiðslufólkið. Auðheyri-
legt var á viðskiptavinum að fískréttir
og aukið úrval fisktegunda vakti
athygli þeirra.
Sprelllifandi krabbi
Þá var það Forðabúrið við Borgar-
tún, yngsta fiskbúðin í höfuðborg-
inni. Við héldum reyndar að hér væri
eingöngu um fiskbúð að ræða, sem
hefði einungis fisk og fiskrétti til
sölu, en reyndin er önnur. Fleira er
forði en fiskurinn en að sjálfsögðu
stendur verzlunin undir nafni. En
sokkabuxur og shampoo, mjólk og
mjöl fást líka í Forðabúrinu. „Aðal-
áherzlan er lögð á fiskmetið og allt í
kringum fisk enda er það óendanlega
breið lína,” sagði Rúnar Marvinsson,
forsvarsmaður hluthafanna sex, sem
eiga og reka Forðabúrið. „Okkur
fannst kominn tími til að hressa upp
á fisksölu og breyta fiskneyzlu. Fólk
sem leggur leið sína hingað er greini-
lega opið fyrir nýjungum.” Rúnar
hefur unnið við matreiðslu í ein tutt-
ugu ár og alltaf lagt mikla áherzlu á
fiskrétti. Undanfarin sumur hefur
hann ásamt fleirum kokkað fyrir
ferðalanga á Hótel Búðum á
Snæfellsnesi. Blm. er einmitt ákaf-
lega minnisstæður skötuselsréttur
sem hann borðaði einu sinni á Búð-
um og hefur síðan haft dálæti á fisk-
réttum Rúnars.
Lifandi krabbi frá bauju sex
heilsaði í búðarborðinu. Stykkið af
krabbanum kostar kr. 12 og ráðlegg-
ingar varðandi matreiðslu fylgja
með. Þeir eru ósparir á að leggja á
ráðin í Forðabúrinu ef matreiðsla
hinna ýmsu fisktegunda vefst eitt-
hvað fyrir viðskiptavinunum. Einn af
aðstoðarmönnum Rúnars og hjálpar-
kokkur er franskur og sagður hafa
hina finu frönsku tilfinningu fyrir
matargerðinni.
Grýsa og feitt kjöt
Fyrir auga bar fleira en krabbann
lifandi, kræklingur (kr. 34.— kg)
reyktar kinnar (kr. 27.— kg),
sítrónumarineruð ýsa og salat með
reyktri sild. Ýsuflök skorin í stykki,
tvö stykki lögð saman og banana-
kræklinga-rækju- ost- kryddfylling á
milli (kr. 76.— kg) tilbúið á pönn-
una. Grafinn fiskur verður æ vinsælli
og fyrir utan graflaxinn og grafkarfa
eru þeir félagar líka með grafna ýsu
(kr. 60 -kg).
Eitt sinn kom einn ágætur áskor-
andi með uppskrift að grafinni ýsu í
blaðið og gaf réttinum hið ágæta
heiti -Grýsa- og leyfum við okkur hér
að koma því orði á framfæri öðru
sinni.
Róðrinum er lokið, hér lýkur
fisksjá. Aflaföng komin að landi og
tími breyttrar fiskneyzlu landsmanna
runninn upp, því að fleira er matur
enfeittkjöt. -ÞG
Sd franski, hjálparkokkurinn, Rúnar og oinn stóriax.
DV-myndir GVA
Mikið úrval i kæliborðinu og viðskiptavinir þurfa margs að spyrja varð-
andi fisktogundir og matroiðslu. Starfsfólk Forðabúrsins cr ákaflcga fúst
til svara.