Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. 3 Ríkisstjórnin vill enn þinglausnir 30. apríl: Vill afgreiða yfir 40 mál á 6-7 dögum f rumvörp um staðgreiðslu skatta, f ramhaldsskóla og lyfjalög dagar uppi Unnið er af krafti við undirbúning að byggingu Seðlabankahúss við Arnarhvol. (DV-mynd S) Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á ársf undi bankans: „Umskipti til hins verra” „Veruleg umskipti hafa orðið til hins verra í framvindu efnahagsmála á síðastliðnu ári,” sagði dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í fyrradag. „Þessi umskipti, sem fyrst fóru að koma í ljós undir lok ársins, fólust í versnandi útflutningshorfum, minni aukningu þjóðarframleiðslu og vax- andi viðskiptahalla við útlönd,” sagði dr. Jóhannes. Hins vegar hélzt at- vinnustig hátt og verulega dró úr verðbólgu. Á undanförnum árum hefur verið um sáralitla aukningu raunverulegra þjóðartekna að ræða og að því er virðist hreina stöðnun í þjóðartekjum á mann, sagði Jóhannes Nordal. „Eng- ar horfur eru á bata á þessu ári og jafnvel ekki þótt lengra sé litið fram í tímann. Sé hins vegar litið á ráðstöfunarhlið þjóðarbúskaparins kemur í ljós, að þjóðarútgjöld hafa undanfarin þrjú ár aukizt verulega um- fram vöxt þjóðartekna og hefur þessi mismunur farið vaxandi ár frá ári og komið fram í auknum viðskiptahalla við útlönd. Mestur varð þessi mis- munur á síðasta ári, en þá nam aukning þjóðarútgjalda 4,2% samanborið við 1,6% aukningu þjóðartekna. Meginhluti útgjaldaaukningarinnar stafaði af meiri einkaneyzlu ...” Dr. Jóhannes sagði, að búast mætti við, að greiðslubyrðin af erlendum skuldum mundi vaxa ört. Hlutfall vaxta og afborgana af útflutnings- tekjum gæti vaxið i 20% þegar á þessu ári og hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslunni gæti orðið 40%. Ennfremur sagði dr. Jóhannes, að sérstök hætta væri á peningaþenslu á þessum og næsta ársfjórðungi. Kæmi þar til árstíðarbundin aukning á endur- kaupum og skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann, auk þess miklar erl. lántökur til opinberra framkvæmda. Seðlabankinn hefði leitazt við að hamla gegn þessari peningaþenslu með því að beita hinni sveigjanlegu bindi- skyldu, sem var tekin upp á síðastliðnu ári. Hafa þegar verið bundin 5% af heildarinnlánum innlánsstofnana með þessum hætti og ætlunin væri að hækka það hlutfall enn á næstu vikum, eftir því sem nauðsynlegt væri. Vera mætti, að Seðlabankinn yrði að gripa til harðari aðgerða, bæði með aukinni innlánsbindingu og breyttum kjörum í viðskiptum innlánsstofnana við Seðla- bankann. -HH. Símaskráin kemur í júní „Simaskránni mun seinka um einn mánuð, miðað við síðasta ár og kemur út í byrjun júní í síðasta lagi,” sagði Hafsteinn Þorsteinsson bæjarsímstjóri, en margir hafa undrazt þessa seinkun símaskrár fyrir árið 1982. „Ástæðan er sú að við unnum götuskrá, sem er nýkomin út. Götuskrá hefur annars ekki komið út síðan 1978. Það er sama fólkið og sama tölvan sem vinna að báðum skránum og því hefur þetta tekið svona langan tíma. Við erum núna að leggja síðustu hönd á tölvuvinnslu símaskrárinnar og svo fer hún beint i prentverkið,” sagði Haf- steinn að lokum. -gb- Forsætisráðherra og formenn þing- flokka á Alþingi hafa undanfarið fjallað um mál, sem rikisstjórnin leggur áherzlu á að ljúka fyrir þinglausnir. Þau eru 40—45 talsins, en auk þess koma vafalaust nokkur mál til meðferðar, sem flutt hafa verið af einstökum þingmönnum, einum eða fleiri í senn. Og eftir er að svara all- mörgum fyrirspurnum. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja enn stefna að þinglausnum 30. apríl. Áður en þingfundir hófust á miðvikudag voru óafgreidd 52 ríkis- stjórnarfrumvörp og 6 þingsályktunar- tillögur, en þá var enn von á frumvarpi um rikisábyrgð vegna kaupa á nýrri Akraborg. Vissa var um að fáein þingmannafrumvörp væru á leið frá nefndum og kæmu til umræðu, en ekki var búizt við að neitt þeirra hlyti end- anlega afgreiðslu. Þá var von á svörum við ýmsum fyrirspurnum, sem beðið hefur verið eftir mislengi, en allt frá þvi í þingbyrjun í haust. Af þessum málum, frumvörpum og þingsályktunartillögum ríkisstjórn- arinnar, er eins og fyrr segir lögð áherzla á af hennar hálfu að ljúka yfir 40. Mörg þeirra eru svokölluð „af- greiðslumál”, en önnur eldheit, eins og virkjanatillagan og verksmiðju- frumvörpin, svo og mál sem varða beint stjórnarstefnuna eins og skyldu- sparnaðinn. Þá er steinullarmálið þing- mannamál, sem tæplega verður saltað. Og einnig má nefna flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, sem mun koma til umræðu eftir afgreiðslu nefndar. Ljóst er að þrjú meiriháttar mál dagar uppi. Það eru frumvörpin um staðgreiðslu opinberra gjalda, fram- haldsskóla og lyfjalög. Samkomulag er um það milli þing- flokka að sjá enn til, hvort tekst að ljúka þingstörfum 30. apríl. Þingfundir voru fram eftir miðvikudegi og verða einnig nokkuð langir í dag, en ekki var í morgun ljóst, hvort fundað yrði í kvðld og á morgun. Takist að ljúka þing- störfum fyrir mánaðarlok, verða eldhúsdagsumræður 29. apríl. -HERB. ELJUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 244 GL ARG. 1980. ckinn 33 þús. sjálfskiptur vcrð kr. 163.00: VOLVO 244 GL ARG. 1980. ckinn 31 þús. km, sjálfskiptur. Vcrð kr. 163.000 VOLVO 244 GL ARG. 1979. ckinn 51 þús. km, sjálfskiptur. Vcrð kr. 145.000.- VOLVO 244 GL ARG. 1979. ckinn 56 þús. km, bcinskiptur. Vcrð kr. 165.000, VOLVO 244 GL ARG. 1979. ckinn 56 þús. km, bcinskiptur. Vcrð kr. 140.000. VOLVO 343 DL ARG. 1978. ckinn 26 þús. km, bcinskiptur. Vcrð kr. 95.000. VOLVO 244 DL ARG. 1978. ckinn 55 þús. km, sjálfskiptur. Vcrð kr. 118.000 VOLVO 245 DL ARG. 1978. ckinn 42 þús. km, sjálfskiptur. Vcrð kr. 145.000. VELTR 35200 SUÐURLANDSBRAUT16 Opið laugardag kl. 10—16. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIS HÚSINU11JU HÚSINU 0PIÐ DEILDUM TIL KL10 í KVÖLD NfJAR VÖRURIÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar á flestum vörufiokkum. Allt niður i 20% út- borgun og lánstími allt að 9 mánuðum. /A a a a a a Jón Loftsson hf.___ Hringbraut 121 E) C2 eb 01 urauriL ŒJ Ll l“ l~ lJ UI]IJL1.TUÍ^ ...... a nKjjpottrriiSi UHriUUIUMiHHl’NSaii^ Simi 10600 0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.