Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982.
PANTANIR
SÍMI13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
TIMBUR
BYGGINGAVÖRUR
Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki •
Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi «
Baðhengi • Baðmottur.
Harðviður • Spónn • Spónaplötur •
Viðarþiljur • Einangrun »Þakjárn • Saumur •
Fittings
Ótrúloga hagstæðir greiðsluskilmólai
allt niður f 20% útborgun
og eftirstöðvar allt að 9 mánuðum.
Mánudaga til fimmtudaga
frá kl. 8—18
i
EE
Föstudaga frá kl. 8—22.
Laugardaga kl. 9—12.
HRINGBRAUT119, SIMAR10600-28800.
Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi
lsraelskir hermenn Hytja á brott landnema sem höföu lokaó sig inni i húsi sínu og kveikt elda i kringum það.
íbúamir í Yamit
á Sinaiskaga
„Nauðungarf lutningarnir stuðla ekki að varanlegum f riði”
Konan fór upp á þak húss síns í
Tamit, eyðimerkurborginni á Sinai.
Þar bjó hún um sig á bak við víggirð-
ingu af sandpokum.. Það dugði
henni ekki lengi. Lyftivinda var send
á staöinn og karfa dregin upp á
þakið. Henni fylgdu tveir hermenn af
kvenkyninu. Þær þvinguðu konuna
til að setjast í körfuna og síðan var
hún látin siga niður.
í nokkurra metra fjarlægð fleygðu
tveir ungir ísraelsmenn sér niður fyrir
framan jarðýtu á vegum hersins til
að stöðva hana. Þeir voru tafarlaust
dregniríburtu.
Aðeins þeir sem orðið hafa vitni að
atburðum eins og þessum geta að
fullu skilið hversu sársaukafullir
nauðungarflutningarnir frá Sinai eru
fyrir ísraelsmenn.
tsraelsmenn náöu þessu svæði á
vald sitt í sex daga stríðinu 1967. 1978
lofaði forsætisráðherra ísraels,
Begin, þáverandi leiðtoga Egypta,
Sadat, að skila landinu til baka. 25.
apríl nk. verða ísraelsmenn að hafa
rýmtSinai að fullu.
Þessi margumdeildi skagi er 61.000
ferkm að stærð og eiga fsraelsmenn
aðeins eftir að rýma tæpl. 1/3 af
honum. Svæðið sem íbúarnir verja
svo ákaft mælist ekki nema nokkur
hundruð ferkm eða tæplega 1%
skagans: Það heitir Yamit og er i
suður af Gaza.
fbúarnir sem beita öllum ráðum til
að koma í veg fyrir þá rýmingu sem
stjórn þess hefur skipaö eru fulltrúar
þeirrar rótgrónu, israelsku hefðar að
enginn yfirgefi þá jörð sem hann
hefur sjálfur ræktað.
Breyttu hrjóstrugum
eyðimerkursandi
í blómlega byggð
Því þarna hafa rúml. 200 israelskar
fjölskyldur breytt hrjóstrugum eyði-
merkursandi í blómlega byggð á
tæpum áratug. Stór hluti þeirra
tómata og blóma sem fólk f Efna-
hagsbandalagslöndunum kaupir á
veturna kemur þangað á markaðinn
flugleiðis fráYamit.
Og nú þarf allt þetta fólk að finna
sér nýjan samastaö. fsraelsstjórn
hefur að vísu lofað þvi bótum fyrir
glataöar eignir. En það er lítil sárabót
fyrir þá tilfinningalegu röskun sem
fylgir því að verða að rífa sig upp
með rótum frá landinu sem lögð
hefur verið svo mikil vinna í.
í hafnarborginni Ashkelon eru
búðir fyrir það fólk sem bíður þess að
því verði úthlutaö nýjum heimkynn-
um. Einn af þessum „flóttamönn-
um” er Doreen Hill. Hún er fædd í
Skotlandi, foreldrar hennar eru
þýzkir og búa nú i Þýzkalandi. Sjálf á
Doreentvöbörn.
Það var blaðaauglýsing sem freist-
aði Doreen og fjölskyldu hennar til
að flytja til þorpsins Talmei Yosef í
Yamit.
— Byrjunarörðugleikarnir voru
miklir, segir Doreen. — Þarna virtist
ekkert nema fleiri tonn af sandi og
við höfðum ekkert rafmagn. Um-
hverftð var okkur gjörsamlega fram-
andi og okkur urðu ótal mistök á.
Svo tókst okkur að koma okkur upp
gróðurhúsum og hagurinn tók að
vænkast. Við ræktuðum ljúffenga
tómata sem seldust vel.
Lfffið lagt í rúst
í ársbyrjun 1982, eða tæpum
fjórum mánuðum fyrir flutningana,
fengu þau loks opinbera tilkynningu
um að þau yrðu að yfirgefa heimili
sitt.
Jóhanna Þráinsdóttir
— Þegar ég horfði á verkamenn-
ina leggja húsið mitt i rúst án þess að
ég fengi nokkuð að gert fannst mér
sem líf mitt hefði lika verið lagt i rúst,
segir Doreen. — Það var eins og þeir
rifu stykki úr mínum eigin líkama.
Doreen trúir því heldur ekki að sú
fórn sem hún varð að færa þjóni til-
gangi sínum.
— Ég er svartsýn á þaö, segir
hún. — Ég held að þetta stuðli ekki
að neinum varanlegum friði.
Sumir Yamit-búar hafa gengið í
„Hreyfmguna gegn brottflutningum
frá Sinai. ” Þar á meðal er Weizmann
,fjölskyldan sem hefur lokað sig inni í
húsinu sínu í þorpinu Sador. Þegar
hún er spurð að því hvað til bragös
skuli taka er Egyptarnir komi segir
hún:
— Sá dagur mun aldrei upp renna.
Nauðungar-
f lutningarnir geta
kostað mannslff
Þrátt fyrir stranga hergæzlu hefur
3000 Israelsmönnum frá öðrum
svæðum tekist að lauma sér til Yamit
i þeim tilgangi að hjálpa þeim sem
neitaað fara.
Einn af leiðtogum þessara andófs-
manna er þingmaöurinn Hannan
Porat.
— Af hverju leggja Egyptar svona
mikla áherzlu á aö fá Yamit, spyr
hann. — Þá vantar ekkert land.
Aftur á móti kostar það okkur stór-
kostlegt tap og erfiðleika að skila því
aftur. Skýringin er einföld. Egyptar
þröngva okkur inn fyrir gömlu landa-
mærin og svo finna þeir sér nýtt yfir-
varp til að rjúfa friðinn.
Lítill hópur andófsmanna hefur
lokað sig inni i loftvarnarbyrgi. Leið-
togi þeirra er bandariski rabbíinn
Meir Cahane og er sagt að hópurinn
sé vopnaður.
Sendiherra ísraels í Bandaríkjun-
um, Moshe Arens, hefur látið í ljós
áhyggjur vegna þess að nauðungar-
flutningarnir geti kostaö mannslif —
jafnvel vegna sjálfsmorða.
fsraelsmenn skila
Egyptum þvf sem
þeir tóku: Sandi
ísraelsmenn ilytja á brott allt sem
unnt er að hirða, jafnvel götusteina
og símastaura. Afganginn leggja þeir
í rúst og flugvelli hafa þeir lika eyði-
lagt.
— Við skilum Egyptum því sem
við tókum frá þeim fyrir 15 árum —
sandi, segir próf. Weitz, forstöðu-
maður nýræktardeildarinnar
„Jewish Agency”.
Áætlaður kostnaöur við rýmingar-
aðgerðirnar er 17 milljaröar Banda-
ríkjadala. Það er mikið fé fyrir
Israelsmenn en þó er hernaöarlegt tap
þeirra mun sárara. Sinaiskagi stóö
sem 250—400 km „stuðari” á milli
ísraels og Egyptalands.
Margir Yamit-búar verða nú enn á
ný að skapa sér framtíð í eyðimörk-
inni. Hill-fjölskyldan býst við að fá
u.þ.b. 2,4 milljónir króna í skaða-
bætur. Stór hluti upphæðarinnar
rennur aftur til ríkisins sem kostn-
aður vegna nýs landnáms — að þessu
sinni i nýstofnuðu þorpi 1 Eres 1 ná-
grenni við Gaza.
Þar er enn unnið að þvi að ryðja
burt sandinum en brátt eiga að risa
þar nauðsynlegustu bæjarmannvirld
eins og kjörbúð, sjúkrahús, stjórnar-
ráð, félagsheimUi og barnaihelmiU
með gasþéttu loftvarnarbyrgi.
Mitt 1 sandinum stendur einmana,
litill græöUngur. Húsin eru enn
óbyggð — en einhver er þegar byrj-
aður á því aö gróöursetja döðlu-
pálma.
(Stytt úr Welt am Sonntag)