Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. Þjátfarar . Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri óskar að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla fyrir næsta keppnistímabil. Uppl. í síma 96-23512 á kvöldin TU sölu af sérstökum ástæðum Helmingur af nýju 10 hesta hesthúsi í Víðidal. Einnig eru til sölu 2 hestar og reiðtygi. Upplýsingar á auglýsingaþjónustu DV, merkt H—220. S5-******************************************# 'Ht 3- 3?- 35- «- 35- 35- 35- 35- 35- 35- 35- Italskir karlmannaskór — unga línan * -yl -0! <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t •ýt <t <t <t <t <t Tcg. 24262 Litur: grátt lcður mcð lcðursóla Stærðir: 43—45 Verð kr. 449,- PÓSTSENDUM STJÖRNUSKÓBÚDIN Laugavegi 96 - Við hliðina á Stjörnubiói Sími 23795 J5-J?J?9J?J?.<?J?J?J?J?J?J?J?.J?J?J?J?J?J*ítJ*J^<tJ?Jí9J?9J?-J?J?ílJ?J?ílJ7í!-J«W'{t KEFLVIKINGAR StlÐGRNESJAMENN XEROX Ijósritun Fullkomin ljósritunarþjónusta •Skýrari Ijósrit •Minnkum skjöl og tölvublöó •Fjölföldum NÝJA XEROX VÉUN OKKAR TRYGGIR GÆÐIN EINTAKsf XEROX ljósritunarþjónusta Hafnargötu23, sóni 1187 Víkurbœjarhúsinu, 2.hæó Keflavík Útlönd Útlönd Útlönd Kratar fylkja sérábak við Schmidt Sósíaldemókratar V-Þýzkalands ljúka 5 daga landsþingi sinu í MUnchen í dag, eftir aö yfirgnxfandi meirihluti flokksins fylkti sér aö baki stefnu kanslarans í öryggis- og orkumálum. Eftir sjö klukkustunda umræður í gær, sem entust langt fram á kvöld, samþykktu þingfulltrúar stefnu Schmidt um að hafna hugmyndum um frystingu á áætlunum um uppsetningu kjarnorkueldflauga í V-Evrópu. í staðinn varð flokksþingið við áskorun- um Schmidts kanslara um að styðja stefnu NATO í eldflaugamálinu og við- ræður Bandaríkjamanna við Rússa um vopnatakmarkanir. Lokaákvörðun um uppsetningu Cruise og Pershing Ii-flaugarinnar var frestað til sérstaks fundar seint á næsta ári. Schmidt hlaut einnig stuðning gegn umhverfisverndarsinnum í flokknum með samþykkt um að haldið skyidi opnum möguleikum Bonnstjórnarinn- ar til þess að nota kjarnorku meira. Kanslarinn sagði í umræðunum í gær að vesturveldin yrðu að geta veifað hót- uninni um kjarnorkueldflaugarnar yfir Rússum til þess að þrýsta á þá til samn- inga. Ella kynnu Rússar einn daginn að nýta sér yfirburði sína til þess að þrýsta á V-Þýzkaland. — „Mér hugnar ekki ef þýzka þjóðin stæði einhvern tíma frammi fyrir slíku,” sagði Schmidt. Þótt kanslarinn hafi fengið flokk sinn til þess að styðja áfram stefnu sína i þessum aðalhitamáium í V-Þýzka- landi á hann þó enn eftir að fá sam- starfsflokkinn, frjálsa demókrata, til fylgis viö aðrar ályktanir flokksfélaga hans um sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr atvinnuleysi. Þær kalla á nýja skatta og auknar erlendar lántök- ur sem leiðtogar frjálsra demókrata hafa flýtt sér að hafna. Helmut Schmldt: Fékk flokldnn til að fylgja stefnu sinni i eldflauga- og orku- málum. PRINSESSAN ER EKKIÁSTFANGIN Margrét prinsessa: Hreint ekki trúlofuð. Margrét Bretaprinsessa hefur borið til baka frétt þess efnis að hún sé nú ástfangin á ný og að brúðkaup standi fyrir dyrum innan sex mánaða. Fylgdi það sögunni að prinsessan fengi eina þrjá trúlofunarhringi til að innsigla sambandið. Þessi nýi maður er sagður vera Norman Lonsdale, en hann hefur fylgt prinsessunni í fri til eyjarinnar Mustique f Karabiska hafinu. Prinsessan gerði grín að öllu saman með því að mæta til hádegisverðar í London með tvo gullhringi og einn demantshring á löngutöng vinstri handar. Brosti hún glettnislega til blaðamanna og dró síðan hanzka á hönd sér. Norman Lonsdale, sem missti konu sína fyrir þremur árum, bar fréttina sömuleiðis til baka. — Viðerumekkitrúlofuðoghöfum slíkt ekki heldur i hyggju, sagði hann við blaðamenn. — Þið trúið því kannski ekki, en við erum í raun og veru bara góðir vinir. — Það er ekki nokkur fótur fyrir þessari sögu, sagði talsmaður prinsess- unnar. Sagan komst á kreik er hin fráskilda prinsessa sást með hring á fingri, sem líktist trúlofunarhring. Lonsdale sagðist ekki hafa gefið henni hann og bætti við að þetta væri hringur sem prinsessan hefði átt í 25 ár. RISASKÝ YFIR JÖRDU Bandarískur vísindamaður hefur fundið það út að risaský sem nær alla leið frá Mexíkó til Saudí-Arabíu hindri töluvert af sólarljósi í að ná til jarðar. Vísindamaðurinn, Brian Toon, segir að ský þetta sem er 24 km að lengd og 3 km á þykkí sé mettað gosefnum frá eldfjallinu Chilchonal í S-Mexíkó, en það gaus 29. marz sl. Toon vinnur fyrir bandarísku geim- vísindastofnunina (NASA) og er stað- settur við rannsóknarstöð í Kaliforníu. Hann sag£i, í símaviðtali að skýið gæti haft þau áhrif að hitaslig jarðar lækkaði. Hann sagði að bandarískur könnunarflugmaður, Bob Erickson, hefði náð myndum af skýinu. — Erickson hefur unnið við veður- kannanir í um 20 ár og hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ský og þetta, sagði Toon. Timman sneri á Karpov Portisch frá Ungverjalandi hefur ekki linaö á sókninni siðan hann komst í 1. sætið á stórmeistaramót- inu í London. f 6. umferð sigraði hann Speelmann, sem var jafn Karp- ov og Spassky i 3.-5. sæti. f 7. um- ferð sigraöi Portisch Andersson frá Sviþjóð, sem var i 2. sæti, 1/2 vinn- ing á eftir Portisch, og er áfram í 2. sæti, en nú 1 1/2 vinning á eftir. Karpov gerði sitt sjötta jafntefli i 6. umferð og telfdi við Gel. í 7. um- ferðinni viröist Timman frá Hollandi hafa snúið á hann með undirbúnu af- brigði af Sikileyjarvörn. Þurfti Karpov meiri tíma í byrjunina, og komst í þröng í lokin. Hefur Timman peð yfir og vinningsstöðu í biðskák- inni að margra mati. Spassky er í 3. sæti. Gerði Spassky jafntefli í báðum umferðunum, ann- að við Christansen frá USA og hitt við Speelman. AÐEINS 50 EFTIR ísraelsk yfirvöld halda áfram í dag að fjarlægja hina þrjózku iandnema í Yamit í norðurhluta Sínaí, og er búizt við að þeir síðustu hafíst á brott fyrir kvöldið. Á sunnudaginn á aö skila Egyptum þessu svæði. i Ymait lentu hermenn í ryskingum og handalögmálum við kyrrsetumenn í gærkvöldi, en af þeim þrjú þúsund mönnum, sém búið höfðu um sig til þess að veita hermönnunum mót- spyrnu, eru aðeins fimmtíu eftir. Þessir fimmtíu hafa hins vegar búið um sig hvað rammbyggilegast. Einhverjir eru ofan í neðanjarðarloftvarnabyrgi og aðrir uppi á stríðsminnisvarða, og verður ekki auðsótt að þeim. Á meðan vinna jarðýtur stöðugt að því að jafna byggingar viðjörðu íbæn- um en ísraelskir diplómatar fóru í morgun til Karíó í þvi skyni að jafna síðasta ágreininginn við Egypta, áður en Sínaí verður skilað. Begin forsætisráðherra skýrði Stoes- sel, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá því í sérstöku viðtali í gær að þrátt fyrir ioftárásir tsraelsmanna á bækistöðvar Palestfnuskæruiiöa í S- Líbanon á miðvikudag, litu ísraeis- menn svo á, að vopnahlé þeirra og Palestínuaraba væri áfram í fullu gildi. — Loftárásirnar voru sagðar gerðar vegna þess að skæruliðar hefðu rofið vopnahléð, bæði meö hryðjuverkaárás- um inn í ísrael og eins með því að leggja jarðsprengjur við landamærin. Á norðurlandamærum ísraels við Líbanon sváfu íbúar í loftvarnabyrgj- um í nótt og fyrrinótt vegna hættunnar á hefndaraðgerðum skæruliða. Falklandseyja- deilanogheims- meistarakeppnin Joao Havelange, forseti alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), segist ekki trúaður á að Falklandseyjadeilan milli Breta og Argentínumanna verði til þess að spilla fyrir heimsmeistara- keppninni. „Það kemur varla til leikbanns, að mínu mati,” sagði hann fréttamönnum í Brasilíu í gær. Upp höfðu komiö hugmyndir um að þrjú brezk knattspyrnulið, Englands, Skotlands og N-írlands, ættu að láta sig vanta í júní-úrslitin á Spáni í sumar í mótmælaskyni við hernám Argentínu- manna á Falklandseyjum. Sagði Havelange, að FIFA léti ekki draga sig inn í pólitískar þrætur aöild- arfélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.