Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 32
Aukin bindiskylda í Seðlabanka veldur vandræðum:
Bankar og sparí-
sjóðirmunu tæmast
—segir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri
„Þetta er þaö alvarlegt vandamál
að ég sé ekki fram úr því og mér
virðist sem bankar og sparisjóðir
verði taemdir með þessu móti,” sagði
Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
er hann var inntur álits á þeirri
ákvörðun að auka bindiskyldu bank-
anna um 5% svo hún nemur nú40%.
„Þetta hefur leitt til þess að bind-
ingin er svipuð og innlánsaukningin
þannig að bankarnir verða næstum
að loka fyrir öll útlán. En ástandið á
þó eftir að versna því að í ræðu seöla-
bankastjóra á aðaifundi bankans var
boðuð enn frekari binding á næstu
vikum. Binding með svo snöggum
hætti gerir það að verkum að bank-
arnir lenda í yfirdrætti hjá Seðla-
bankanum og þurfa að greiða af því
80 % ref si vexti á ári.
Þessar aðgerðir bera ekki vitni um
að virtur sé réttur þeirra sem spara.
Það er verið að binda peninga í
Seðlabankanum sem síðan fara
þaðan út bakdyramegin i ýmsa fjár-
sveita sjóði, en bankarnir og spari-
sjóðirnir verða að loka fyrir
útlánin,” sagði BaldvinTryggvason.
-ÓEF.
~ ----•—-------**-----— —o |Aiooari íwmj
iiðu sumrií gær. Þrátt fyrir hretíð var fjöimennt á skemmtun Laugarneshverfi og Kópavogi.
skáta í Elfíðaárhólma og sumir skreyttu sig i tilefni dagsins
(DV-mynd: GVA,
Tæknimennirnir og kosningasímar:
„ÞEiRSTANDA EKKI
m YFIRLÝSINGUNA"
„Það verður engin stöðvun á fram-
kvæmdum við uppsetningu á þessum
símum þrátt fyrir þessa yfirlýsingu,”
sagöi Jón Skúlason póst-og simamála-
stjóri i morgun er við spurðum hann
hvað gerðist nú þegar félagar I 5. deild
FÍS, símvirkjar, hefðu neitað að vinna
við uppsetningu á kosningasímum fyrir
st j ór nm ála flok ka na.
—segir póst- og símamálastjóri
að vinna ekki við uppsetningu á þessum hafi fyrstir riðið á vaðið með yfirlýs-
kosningasímum þó svo að tæknimenn ingu sinni, en hún hljóðaði þannig:
Sóttu veikan sjóliða
— Þar sem ríkisvaldið neitar að
greiða tæknimðnnum Pósts og síma
mannsæmandi Iaun telur fundurinn
óverjandi að á sama tíma er vinna
þeirra svo gott sem gefin stjórnmála-
flokkunum í landinu eins og gert er
með nýrri heimild frá samgönguráðu-
neytinu um greiðslur fyrir kosninga-
síma.
„Þeir menn sem setja upp þessa
síma, linumenn og símsmiðir, standa
ekki að þessari yfirlýsingu. Það hefur
því ekkert stoppað enn,” sagði pósi-og
símamálastjóri.
Línumenn og símsmiðir verða með
fund á morgun þar sem m.a. verður
fjallað um þetta mál. Virðist vera mikil
samstaða meöal manna innan FÍS um
Veikur sjóliöi var sóttur í kafbát út
af Austfjörðum síðastliðinn þriðjudag.
Það mun vera skýringin á atburðunum
sem DV skýrði frá á forsíðu miðviku-
dagsblaðsins, samkvæmt upplýsingum
frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Björgunarþyrla flaug frá Keflavíkur-
flugvelli, ásamt eldsneytisflugvél af
Hercules-gerð, til móts við kafbátinn,
sem mun hafa veriö bandarískur. Kaf-
báturinn kom upp á yftrborðið skammt
frá togaramiðunum út af Austfjörðum
og sjóliðinn var hífður upp í þyrluna.
Var flogið með hann á sjúkrahúsið á
Keflavíkurflugvelli.
Að sögn Mik Magnússonar, blaða-
fulltrúa Varnarliðsins, var sjóliðinn
imikið veikur og líðan hans eftir at-
Fundurinn samþykkir að beina þeim
tilmælum til tæknimanna Pósts og
síma að enginn vinna verði innt af
hendi við þennan símabúnað nema
gegn eðlilegri greiðslu, og mótmælir
því að tekjumöguleikar stofnunarinnar
séu skertir með spilltum stjómar-
ákvörðunum —.
frfálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982.
Enginn þjóf-
urfinnstá
Seyðisfirði
Enn stendur yfir rannsókn á inn-
brotinu sem framið var í Kaupfélagi
Seyðisfjarðar aðfaranótt páskadags
þar sem stolið var um 45 þúsund
krónum.
Hefur ekkert komið fram sem
upplýsir hverjir þar hafi verið að verki
og verður rannsókn því haldið áfram.
-JB.
Lenti út af
vegna hálku
Það voru ekki glæsileg akstursskil-
yrði sem mættu bílstjórunum á Reykja-
víkursvæðinu á sumardaginn fyrsta,
fljúgandi glerhálka víðast hvar.
Enda urðu nokkur óhöpp beinlínis
vegna hálkunnar. Eitt slíkt varð í Mos-
fellssveit aðfaranótt fimmtudags, þar
sem kona nokkur missti stjórn á litlum
Fiat-bíl á leið austur Reykjaveg. Valt
hann út af veginum vinstra megin og
mun víst óhætt að afskrifa bifreiðina
með öllu eftir þá ferð.
Tveir farþegar voru í bilnum og slas-
aðist annar þeirra töluvert á höfði. -JB
■•■^■■■■■■■■^■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B
Patreksfjörður:
Formaðurkrata
á lista óháðra
„Hann var bara ósáttur við úrslit
prófkjörsins. Hann gaf kost á sér í 1.
sæti en ekkert annað og alveg kolféll.
Lenti í 5. sæti,” sagði Hjörleifur Guð-
mundsson, formaður Verkalýðsfélags
Patreksfjarðar og efsti maður á lista
Alþýðuflokks fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar, um Gunnar R.
Pétursson.
Gunnar er núverandi formaður Al-
þýðufiokksfélagsins á Patreksfirði en er
nú kominn i framboð á öðrum lista. Er
Gunnar efstur á lista óháðra en hafði
tekið þátt í prófkjöri Alþýðufiokksins.
Blaðinu tókst ekki að ná tali af honum í
morgun. -KMU.
Eskifjörður:
Listi Framsóknar
Framboðslisti Framsóknarflokksins
á Eskifirði fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar í mai hefur verið lagður fram.
Hann skipa eftirtaldir menn:
1. Aðalsteinn Valdimarsson skip-
stjóri. 2. AlrúnKristmannsdóttir hús-
móðir. 3. Júlíus Ingvarsson banka-
mtður. 4. Skúli Magnússon húsa-
smiöur. 5. Emil K. Thorarensen skrif-
stofumaður. 6. Magnús Pétursson raf-
virkjameistari. 7. Sigrún Jónsdóttir
húsmóðir. 8. Þorbergur Hauksson. 9.
Sigurrós Ákadóttir húsmóðir. 10. Óli
Fossberg verkamaður. 11. Kristinn
Hallgrimsson verkamaður. 12. Jón
Arngrímsson verkamaður. 13. Sigur-
þór Hreggviðsson hafnarstjóri. 14.
Geir Hólm byggingarmeistari.
-Regina Eskifirði.
LOKI
Mór er sagt að kjósendur
voni heitt og ínnilega að
tmknknenn sknans standi við
orðskt.
-kip-