Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. Útlönd Útlönd Utlönd Fáninn skal varinn til hinsta manns ...er vilji Galtieri forseta Argentínu ogfyrirmæli tii hemáms- liðsins á Falklandseyjum Leopoldo Galtieri, forseti Argen- tínu, fór í heimsókn til Falklandseyja í gær og dvaldi þar í fimm stundir við að skoða viðbúnað hernámsliðsins. „Ég er sannfærður um að enginn Argentínumaður mun nokkru sinni fella argentínska fánann á Falklands- eyjum. Ef hann verður dreginn niður, mun það tákna, að þá er enginn Argen- Á meðan hefur Mexíkóstjórn látið á sér skilja að hún muni leggjast gegn því á utanríkisráðherrafundi Samtaka Ameríkuríkja (OAS) eftir helgina að Ríó-sáttmálinn verði látinn taka til deilu Argentínu og Bretlands en hann kveður á um að öll Ameríkuríki skuli koma til varnar ef utanaðkomandi ríki ræðst á eitt þeirra. — Þó segjast Mexíkanar styðja kröfur Argentinu til Falklandseyja. 1 Bretlandi eru embættismenn ekkert yfirmáta vongóðir um að deilan leysist eftir diplómatískum leiðum en Pym utanríkisráðherra er staddur i Washington til viðræðna við Haig starfsbróður sinn sem annazt hefur milligöngu í deilunni. tínumaður lífs eftir á eyjunum,” sagði Galtieri forseti. Hið 9 þúsund manna hernámslið Argentínumanna veit þá, hvað til síns friðar heyrir því að brezka stjómin hefur margheitið því að endurheimta eyjarnar úr höndum Argentínu. Brezka fiotadeildin á nú ekki eftir nema sólarhringssiglingu til stríðs- svæðisins við eyjarnar en argentínskar flugvélar eru farnar að hætta sér í námunda við hana þótt herþotur fiug- móðurskipanna stuggi þeim jafn- harðan frá. Argentínustjórn hefur lýst því yfir i útvarpi sínu að flugher Argen- tínu hafi öll yfirráð i lofti. Brezka herskipið Invincible á leið til Falklandseyja: Nægir tælandi konu- rödd til að sigra brezka flotann? Beitir Argentína kvenlegum yndis- þokka gegn Bretum? Sérfræðingar brezku leyniþjónust- unnar grúska nú í hijóðritunum af töframagnaðri konurödd sem þeir telja að Argentínumenn útvarpi til dátanna í brezku fiotadeiidinni, sem skammt á eftir ófarið til Falklandseyja. Þula þessi hagar orðum sínum og seiðandi sírenurödd á þann veg sem hún vildi sá ótta og heimþrá í hjörtu brezku sjóliðanna. — Kallar hún sig „Liberty”. Eins og „Tokýo-Rósa”, sem Japanir létu útvarpa til bandamanna í siðari heimsstyrjöldinni, ávarpnr þessi seið- kona hlustendur sína munúðarfullri röddu og hnýtir saman brennheitum ástarkveðjum og nýjustu fréttir úr ensku knattspyrnunni en i útsendingar- lok heyrist kunnuglegur klukknahljóm- ur Big Ben. Engar fréttir fara af því hvort þessi sírena hrífur á sjóliðana, því að ekki er látið uppi, hvort þeir heyra nokkuð til hennar. Það var radíóamatör í Eng- landi sem heyrði útsendingar hennar og hljóðritaði. ' . S mmmm Wm ■///■■■■ í- - '■;',. ■/,,/r s.W*//*""'*' Wm ■ • • - - . •■■/W • STÁLVASKAR 9 Laugardag 24. apríl kl. 10—17 Sunnudag 25. apríl kl. 14—17. ^ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MULAMEGIN > Sími38900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.