Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982.
frfáJst, ahað daghlað
Útgófufólag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Höröur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellert B. Schram.
Aöstoöarritstjóri: Haykur Helgason.
Fróttastjóri: Sæmundur Guövinsson.
Auglýsingastjórar: Póll Stefónsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritsfjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiösla, óskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskriftarverö ó mánuöi 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblaö 11 kr.
Réttlætið sigraði
Réttlætið hafði sigur á Falklandi rétt í þann mund, er
síðasta og helzta blóðbaðið var að hefjast. Argentínska
herliðið sýndi skynsemi, þegar kreppti að. Það gafst upp,
þegar ósigur var vís fyrir brezku lokasókninni.
Mannfallið í þessu stríði nemur mörgum hundruðum,
en hefði getað skipt þúsundum, ef umtalsverð átök hefðu
orðið á landi. Vel undirbúin sókn Breta og síðbúið raunsæi
Argentínumanna gerðu mannfallið minna en búast mátti
við.
Margir spyrja vafalaust, hvort Bretum sé 250 fallinna
sona virði að hafa aftur náð tangarhaldi á þessum 1.800
manna eyjum. Slíkar spumingar em áleitnar í heimi
friðarhreyfinga og endurvakningar kristilegra lögmála.
Flestir eru þó enn nógu raunsæir að viðurkenna, að
ofbeldi í samskiptum þjóða og ríkja geti þvingað þann,
sem fyrir því verður, til að grípa til vopna, rétti sínum og
lífsháttum til varnar, jafnvel þótt mannslíf fari fyrir lítið.
Heimurinn væri ólíkur því, sem hann er nú, ef banda-
menn hefðu ekki um síðir mannað sig upp í að standa
gegn yfirgangi og útþenslu nasista. Þá vom færðar gífur-
legar mannfómir til aö verja lífshætti vestrænnar mann-
réttindastefnu.
Ljóst er, aö íbúar Falklands em og vilja vera brezkir.
Þeir kæra sig ekki um að verða þegnar í harðstjórnarríki
argentínskra hershöfðingja, sem em slík illmenni, að
Kremlverjar eru eins og kórdrengir í samanburði.
Frelsun Falklands og upphitun brezka flotaveldisins
eru eins og krepptur hnefi framan í alla harðstjóra heims-
ins, hvort sem þeir heita Galtieri, Brésnéf eða Obote. Hún
er yfirlýsing um, að enn sé blóð í vestrænu kúnni.
Ef villimennirnir, sem stjóma Argentínu, hefðu haft
sitt fram á Falklandi, mundu þeir bæði hafa treyst sig í
sessi og fundið hvatningu til að halda áfram á sömu braut
ofbeldis inn á við og út á við. Eftir því voru þeir að
sækjast.
Tugir harðstjóra um allan heim biðu eftir, að Galtieri
hershöfðingja tækist að sýna fram á, að bezt væri að taka
meö valdi það, sem mann langar í. Lexían hefur hins veg-
ar orðiö önnur í reynd, svo er þrjózku Breta fyrir að
þakka.
Mikilvægast er þó, að Kremlverjum hefur óbeint verið
bent á, að Vesturlönd em ekki ein allsherjar friðarsæng
nytsamra sakleysingja í Hyde Park, hæfilega þroskuð til
að gleypa. Falklandsstríðið linar útþensluþrá Kreml-
verja.
Falkland er svo engan veginn úr sögunni, þótt Bretar
hafi unnið orrastu. Þeir verða nú að halda þar úti setuliði
fyrir 300 milljónir punda á ári. Og satt að segja er það of
dýrt á erfiðum tímum aö ver ja svo f jarlægar eyjar.
Svo lengi sem argentínskir hershöfðingjar þurfa að
dreifa athygli kúgaðs lýösins frá óstjórn og hryðjuverk-
um stjórnvalda, er alltaf hætta á, að ný atlaga verði gerð
að Falklandi. Sigur Breta er engan veginn endanlegur.
Bezt væri því að nota friðinn til að koma á viðræðum
um varanlega skipan mála, sem tekur tillit til, að Falk-
land kemst næst því landfræðilega að teljast suður-
amerískur eyjaklasi og varðar því hagsmuni þar í álfu.
Ef Bretar vilja hins vegar fórna peningum um ófyrir-
sjáanlegan tíma til að tryggja Falklendingum það ríkis-
fang, sem þeir vilja, og þau mannréttindi, sem þeir vilja,
— þá eigum við ekki aö lasta Breta, heldur hrósa þeim.
Jónas Kristjánsson
Mega flugum-
f erdarstjórar ekki
hafa skoðun?
Þegar þetta er ritaö, stendur yfir
atkvæöagreiösla hjá félagi flug-
umferöarstjóra um aö reka einn
félagsmanna, Olaf Haraldsson úr
félaginu. Olafur hefur þaö eitt til
saka unniö aö hafa aðra skoðun en
stjórn félagsins á því, hversu marga
menn þurfi til þess aö stjóma flug-
umferö um KeflavíkurflugvöU.
Olafur lét þessa skoöun sína í ljós
sem trúnaöarmaöur ríkisvaldsins.
Stjóm félagsins er þeirrar skoðunar,
aö Olafi sé óheimilt aö setja fram
aðrar skoöanir opinberlega en þær,
sem hún hefur sjálf. Þess vegna á aö
reka Olaf.
Rétt er aö hafa í huga, aö sam-
kvæmt samþykktum félagsins mega
félagar í félagi flugumferðarstjóra
ekki vinna meö Olafi ef hann veröur
rekinn úr félaginu. Atkvæðagreiösl-
an er því í raun atkvæðagreiðsla um
aö svipta Olaf atvinnu sinni vegna
skoðana sinna.
Vald verkalýðsfélaga
Þessi atlaga stjórnar félags flug-
umferöarstjóra aö tjáningarfrelsi
félagsmanna sinna leiöir huga
manna að valdi verkalýösfélaganna.
Þaö er ekki verið að halda því
fram, aö forustumenn verkalýös-
félaganna hafi misfarið með vald
sitt, þótt þeirri skoöun sé lýst, að
tryggja þurfi minnihlutanum
lágmarksréttindi.
Þegar nýju hlutafélagalögin voru
sett, voru meöal nýmæla ákvæði um
rétt minnihlutans. I hlutafélagi getur
tiltekinn minnihluti krafist hlutfalls-
kosninga og reglur um vægi atkvæöa
er þannig, aö nái minnihluti tiltek-
inni stærö, á hann aö koma manni að
„Atkvæðagreiðslan um að reka Ólaf Har-
aldsson úr félagi flugumferðarstjóra er tilræði
við skoðana- og tjáningarfrelsi í landinu,”
segir Haraldur Blöndal í grein sinni.
Þorsteinn og Ásmundur
Tvær innistæöu-
lausar ávfsanir
Nærri því daglega er okkur f rétta-
hlustendum útvarps og sjónvarps
velgt undir uggum. Þá eru þeir
leiddir fram Þorsteinn Pálsson og
Ásmundur Stefánsson til þess aö
segja þaö sama og þeir sögðu í fyrra,
sögöu í hittiöfyrra. Þeir eru báöir á-
búöarmiklir, báöir drengilegir. Við
hinir höfum ekki við að vera sam-
mála þeim. Þeir hafa báðir áhyggjur
af þjóöarhag, og þó sérstaklega tals-
maöur Vinnuveitendasambandsins.
Hann vill engar kollsteypur.
Eg reyni aö rifja upp um hvaöa
efnisatriði menniniir hafa veriö að
tala í tugum viötala í útvarpi og
sjónvarpi undanfamar vikur. Ég
man varla eða ekki eftir einu
einasta. Þeir pústra svolítið hvor
utan í annan. Annars ekki neitt. Þeir
eru báöir drengilegir, kurteisir og
ákafir talsmenn almannaheillar,
hvor meö sínum áherslum. Um
mann fer öryggissæla. Þetta hlýtur
allt aö vera allt í lagi.
Þorsteinn og Ásmundur ætla að
gera samning. Þeir segja þaö að vísu
ekki, en viö hin vitum, aö það gerir út
af fyrir sig ekkert til. I fyrsta lagi
gerir þaö ekkert til vegna þess, aö á
eftir koma sérsamningar sem skipta
miklu meira máli, en einhverjir
samningar sem þeir kynnu aö gera.
Ef þeir ákveða einhverja tölu, sem
meöaltalsmennimir, sem ráöleggja
ríkisstjóminni segja að sé of há, þá
er því umsvifalaust kippt til baka
Vilmundur Gylfason
Þeir em hvor um sig svo
drengilegir, prúðir og penir, aö þeir
spurja engra spurninga um gmnd-
völlinn, sem þeir em aö semja á;
þeir valda umhverfi sínu og yfir-
boðurum engum erfiðleikum, engum
andvökunóttum. Þeir draga
meðaltölin ekki í efa, gera ekki
athugasemdir við hiö hripleka
skattakerfi. Með öörum orðum, þeir
emídeaL
Nú er það aö vísu svo, aö
samningurinn sem þeir Ásmundur
og Þorsteinn koma til meö aö gera
skiptir stóran hluta launþega engu
máli. Þeir eru nefnilega yfirborg-
aðir. Einhvers staöar viröast því
vera til peningar. Og staðreynd er
líka að kaupmáttur opinberra starfs-
manna hefur á nokkmm missemm
„Prúðu piltamir eiga í rauninni miklu
meira sameiginlegt en hitt, sem skilur þá
að. Og þeir eiga sér sameiginlegan óvin:
„Upplausnaröflin í þjóðfélaginu”,” segir Vil-
mundur Gylfason í grein sinni.
meö gengisbreytingu og/eöa öörum
aðgerðum.
rýmaö um 30%. Þeir em hins vega
allflestir, ekki yfirborgaðir. Þeir ei