Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Síða 4
4 DV. MANUDAGUR13. SEPTEMBER1982. Geirlandsá, er án efa frægasta sjóbirtingsá landsins núna. Ætli menn segðu ekki eitthvað ef hann hyrfi sporlaust. Þar hafa veiðst gifurlega stórir birtingar . DV-mynd: Gunnar Bender. HVAÐ VARD UM AIL- AN SJÓBIRTINGINN? SLÖSUÐUST Á BIFHJÓU Tveir piltar á bifhjóli slösuðust er þeir óku upp á gangstétt og lentu á húsinu númer 19 við Laugaveg. Gerðist þetta um sjöleytið á laugardagskvöld. Piltamir óku niður Laugaveginn og ætluðu að fara fram úr bíl sem var á undan þeim. Beygði bíllinn skyndilega til vinstri og hélt ökumaður bifhjólsins að verið væri að hleypa þeim fram úr. Er þeir voru komnir upp að hliö bilsins beygði hann skyndilega aftur til hægri. Reyndu piltarnir að forðast árekstur með þeim afleiðingum að þeir hentust upp á gangstéttina og höfnuðu á húsinu. Meiðsli þeirra munu ekki vera mjög alvarleg. —JGH. Lokatölurúr EHiðaániim: Alls veiddust 1219 laxar „Allt gott er að segja um sumariö, um 4000 laxar gengu í ána. En takan var ekki i hlutfalli viö það. Maður veit ekki, kannski of margar stangir, það er barið allan daginn,” sagði Garðar Þórhalls- son, formaöur Elliöaárnefndar, er ljóst var aö veiðst höfðu 1219 laxar í ánni. Það ernokkru betra en í fyrra en þá komu 1074 laxar. Sá stærsti sem veiddist var 16 punda. -DV-mynd: G. Bender. — Þór Guðjónsson veiðimálastjóri svarar: „Höfum ekki nógar upplýsingar til að vita þetta” Sjóbirtingur getur verið skemmti- legur á færi, það vita þeir sem glímt hafa við þennan fisk. Þess vegna hlýt- ur það að vera mikill missir að sjá á bak þessum fiski. Menn segja að hann gefi laxinum h'tið eftir. Vitað er aö um 19 punda sjóbirtingar hafa veiðst hér í ám nú síöustu árin. Hér áður voru þeir ennþá stærri. En minnkar ekki allt eða hverfur? „Hér áður fyrr var allt morandi af sjóbirtingi við Pennu og Móru, þar veiddi maöur oft. Þetta voru vel vænir fiskar, þeir stærstu um 10 pund. Hann kom yfirleitt seint, upp úr miðjum ágúst og í september. En nú fæst hann varla. Þetta var á sínum tíma fræg- asta sjóbirtingssvæði á landinu. En hvaö orðið hefur um allan þennan fisk veit enginn. Fiskifræðingamir hafa ekki einu sinni hugmynd um þaö, hvernig ættum viö þá að vita það. Við sjáum eftir þessumfiski hér um slóðir, það geta menn verið vissir um. Þess vegna væri fróðlegt að fá svar við „sjó- birtingshvarfinu”. Þetta hafði einn af veiöiáhugamönnunum á Vestfjöröum að segja um þetta hvarf. Og hann held- ur áfram. „Við höfum rætt þessi mál okkar á milli og erum með ýmsar get- gátur. Það gæti verið að skilyröin í sjónum hafi breyst núna síðustu árin. Þessi fiskur lifir víst mest á sandsíl- um, þeim getur hafa fækkað verulega. Minkurinn og selurinn hafa líka eitt- hvað að segja í þessu máli. Þeir taka svo sannarlega sitt.” Þaö skyldi engan undra þó menn sjái eftir þessum fiski. Áður fyrr gátu menn veitt mikið af vænum og falleg- um fiski. Sjóbirtingur er einn besti matfiskur sem menn geta veitt. En hvers vegna hvarf sjóbirtingurinn? Var kannski um ofveiði aö ræða? Eða kom upp sýki ístofninum? Við hringdum í Veiðimálastofnun til að vita hvort þeir vissu eitthvað um „sjóbirtingshvarfið”. Við höfum mjög litlar upplýsingar frá þessum slóð- um,” sagði Þór Guöjónsson veiðimála- stjóri. Menn hafa veriö latir að senda okkur inn fréttir um sjóbirting. Getur ekki verið að menn hafi ruglaö saman sjóbirtingi og sjóbleikju? Svo getur verið að einn veiði mikiö og næsti lítið. Ur þessu geta spunnist heilmiklar sög- ur, stundum er margfölduð smáveiði. Því miður getum viö ekki svarað þessu meö sjóbirtingshvarfið, vantar allar upplýsingar,” sagði Þór. G. Bender Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Það má lengi finna einn lóuþræl Þá er komið að síðustu hálm- stráunum í viðureigninni við Davíð Oddsson, borgarstjóra, út af fyrir- ætlunum hans um strandbyggð. Hafa kommúnistar alveg tapaö glórunni, þegar ljóst var að ekki yröi farið að þeirra ráðum um byggð á sprungu- svæði við Rauðavatn, og stefna nú öllum tiltækum vargi og kjafta- kerlingum gegn hinni skynsamari leið að byggja við sjó. Hefur lengi verið vitað aJ hinir leðurklæddu kommissarar Landvemdar, Náttúrurveradar og Umhverfis- málaráðs era hálsliðsmúkir, þegar húsbóndinn kallar. Mátti sjá á Þjóðviljanum fyrir helgina, að nú hafa þessir kommissarar einu sinni enn verið kaUaðir á vettvang tU að gefa andófinu gegn strandbyggðinni vísindalegt yfirbragð. Góður flokksmaður rak ágætan veitingastað í botni HvaUjarðar og óttaðist ekkert meira í lífinu en veg og brú yfir fjörðinn gegn Þyrli. Erf- itt var um andmæU en þá sendi flokkurinn skeggjaðan frelsara á vettvang, sem fór að telja pöddur í Hvalfjarðarbotni. Þar fann hann marfló, sem hafði einhvera afbrigði- Iegan fótaburð, sem var talinn svo merkJlegur, að hver marfló af þess- ari tegund var metin tU kýrverðs. Þetta var fyrir nokkrum árum og náttúrurveradin eða umhverfis- veradin eða landverndin hefur fram að þessu stöðvað aUar frekari fram- kvæmdir við gerð varanlegs vegar um Hvalf jörð, nema farið verði inn i botn, þ.e. inn fyrir marflóna. Sömu aðferö á nú að beita varðandi Grafarvog, og sést það best á ÞjóðvUjanum fyrir helgina, en þeir eru drjúgir núna þar á bæ eftir að hafa rekið flugstöðvarbygginguna oní kok á Ólafi Jóhannessyni. Nú er hin Ulþefjandi og háeitraða leira innst í Grafarvori oröin að heilagri jörð lóuþræla og rauðbrystings, þótt aldrei sjáist þar fugl, og mundi líklega drepast ef hann tyllti þar niður fæti. Alfheiöur Ingad., hinn pólitiski fuglafræðingur Alþýöubandalagsins, hefur krafist þess í cinhverju ráðinu, að vegurinn yfir Grafarvog verði hannaður í samræmi við sjónarmið pödduteljaranna í Alþýðubandalag- inu. Náttúrurveradarráð, Landverndin og Umhverfismálaráð eru nógu pólitísk til að taka svona kerlingarprump alvarlega, og stefna sýnilega að því að banna manna- byggö á svæðinu vegna lóuþræls og rauðbrystings. Þess hefur auðvitað aldrei verið getið, né aö það hafi varðað Náttúruveradarráð miklu, hvaða fiðurfé leitaði skjóls í jarðsprungunum við Rauðavatn og verpti þar. Um þá háttu mófugla þurfti ekki að blása til fundahalda í frægustu kjaftasamtökum landsins. Það hefurlöngum verið álitið að Island vantaði allt annað en land- rýmni. Og ef sú grundvallarstefna á að rikja, að hvar sem verði vart við fugl eða pöddu megi engin mann- virki rísa, er alveg eins gott að leggja niður hið fyrsta alla manna- bygfeð svo ráðin þrjú og hinir leður- klæddu og loðfeldsprýddu kommiss- arar fái að ráða einir með pöddunum yfir því llfriki, sem þá verður eftir. Alþýöubandalagið hefur hvað eftir annað troðið á lifrikinu á íslandi, og gerir það þegar því sýnist. Það heyr- ist hins vegar aldrei i Náttúrur- verndarráði nema þegar þetta sama pólitíska bandalag þarf að siga því eins og hundi fyrir þær „afvega- leiddu” hjarðir, sem kjósa sér heppi- lega búsetu hvað sem pöddulífinu lið- ur, og í fullri vissu þess að seint muni takast með dvinandi landbúnaði og dræmri fólksfjölgun að byggja fuglum úr landinu. Dæmið um Grafarvog er eitt af þessum sígildu fyrirbærum, þar sem geymdum einstaklingum í ráðum er startað eins og pólitiskum róbótum til að hefja árásir á sjálfsagða mannabyggð. Og fáist Náttúrur- veradarráð ekki til að láta af stjóra- málaskoðunum verður að setja lög, sem takmarka verksvið þess við svæði, sem eru almannaeign, svo sem eins og jökla og sanda öræfanna. Svartböfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.