Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 6
6 DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982. 1/öruleiðir hf. flytja vörur til og frá Reykjavík á eftirtalda staði: Dalasýslu. Búöardal. Skriðuland. Austur- Baröastrandasýslu. Króksfjaröarnes. Reykhóla. Strandasýslu. Hólmavík. Drangsnes. Akureyri. Eyjafjörö. Greni- vík. Hrísey. Grímsey. Hornafjörö. Öræfi. Fagurhólsmýri. Selfoss. Eyrarbakka. Stokkseyri. Hveragerði. Voga. Vatns- leysustr. Njarövíkur. Keflavík. Kefla- víkurflugvöll. Hafnir. Garð. Sandgerði. Grindavík. Reykjanes. Vörumóttakan er opin frá 8—12 og 13—17. VÖRULEIÐIR HF. Kleppsmýrarvegi 8. Sími 83700. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á Hraðfrystihúsi Voga hf. Vogum, ásamt lóð úr Norðurkoti, þingl. eign Voga hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Útvegsbanka Islands, föstudaginn 17. sept. 1982, kl. 11.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Þórukoti i Hafnarhreppi, þingl. eign Friðjóns Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og Jóns G. Briem hdl. föstudaginn 17. sept. 1982 kl. 10.30. Sýsiumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað, og siðasta á fasteigninni Víkurbraut 12 í Grindavík, þingl. eign Jóhanns M. Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Páls Arnórs Páissonar hrl., Skúla J. Pálmasonar hri., Árna Guðjónssonar brl., Vaigarðs Briem hrl. og Ævars Guðmundssonar hdl. fimmtu- daginn 16. sept. 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Grindavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Garðbraut 81 í Garði, þingl. eign Torfa Steinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Steingríms- sonar hrl. fimmtudaginn 16. sept. 1982, kl. 14.30. Sýslumaöurinn í Gullbringusýsiu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 7 í Njarðvík, þingl. eign Vilhjálms Eyjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Jóns Kr. Sólnes hdi., Olafs Axelssonar bdl. og Hafsteins Sigurössonar hrl. fimmtudaginn 16. sept. 1982 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Njarðvik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 15., 17. og 19. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Borgartangi 2, Mosfellshr., þingl. eign Kristbjörns Árna- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs, Inga Ingimundar- sonar hrl. og Áma Guðjónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 16. sept. 1982 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Neytendur Neytendur Neytendur Myndin er tekin i ingóHsapóteki. Minnstu sjúkrakssarnir eru úr plasti, þeir kosta um 200 krónur með sjúkra- vörum. Hinir stærri um 300krónur en járnkassarnir kosta tómir frá 300—800kr. DV-mynd GVA. Margir eiga sjúkrakassa — en vita ekki um nauðsynlegasta innihaldið Sjúkrakassi er hlutur sem ætti að vera til á vísum stað á hverju heimili. Á vinnustöðum og víðar eru sjúkra- kassar en viðhald á þeim er litið sem ekkert. Sumir þykjast góðir ef þeir eiga plástur og skæri og þá eiga þeir jafnvel verkjatöflur að auki. En ef far- ið er að hugleiöa þetta þá er það ekki nikil fyrirhöfn að útbúa sjúkrakassa. I raun má nota hvaða box sem er, aðal- atriðið er aö innihald kassans sé þaö rétta. I Iðunnarapóteki fengum við lista yfir allt það helsta sem þarf að vera í sjúkrakassa. I öilum lyfjaverslunum sem við höfðum samband við, er boðiö upp á þá þjónustu að endumýja sjúkrakassa. Algengt er að fólk komi með sína gömlu kassa og láti yfirfara þá. Síðan er greitt fyrir hin nýju stykki sem látin eru í. Sjúkrakassar era fáan- legir tómir ef fólk óskar eftir að kaupa í þá sjálft. Þeir eru úr járni í mismun- andi stærðum. Verð á járnkössunum er frá 200 krónum í 800 f er það eftir stærð. Stærstu kassarnir eru teknir í skip og báta, síðan era sér stærðir fyrir verk- stæði og aðrar fyrir heimili. Vörur fluttar inn í sjúkrakössum Sjúkratöskur era fáanlegar tii að hafa í bílum. Þær eru í laginu eins og púðar, þannig að hægt er að leggja þær undir höfuðsjúklings. Flestar þessar töskur era innfluttar og þá eru leiðbeininga- bækur á erlendum tungumálum. Þetta er að sjálfsögðu ókostur og gæti þaö komiö sér illa fyrir marga að geta ekki lesið sér til á slysstað. Eitt er víst að fjöldi fólks kaupir sér sjúkratöskur og kassa með öllum sjúkravörum en kynnir sér ekki hvað er í kassanum fyrr en þörf er á. Þá er of seint að fara að lesa utan á umbúðirnar til að kanna hvers kyns innihaldið er. Sjúkratösk- umar sem okkur voru sýndar eru þýskar og kosta um 700 krónur. Tilbúnir sjúkrakassar eru í mun meira úrvali en hinir tómu. Þeir eru flestir innfluttir en einnig útbúnir í lyfjaverslunum. Verð á þeim er allt frá 200 í 600 krónur. Það er misjafnt hvaða kröfur fólk gerir og hve nægjusamt það er. I tilbúnum, innfluttum sjúkraköss- um, sem kosta um 200 krónur, era plástrar, sárabindi, nælur, svöðusára- bindi, þrýstiumbúðir, sem notaðar eru ef blæðir mikið, t.d. úr slagæð, einnig eru í kassanum bómull, skæri augn- leppur og fingurbindi. Þetta er dæmi- gert innhald í þessum innfluttu kössum og vantar þar mikið á aö þeir komi aö raunverulegu gagni. Það vantar til dæmis sáravatn, branasmyrsl, brennsluspíritus sárasmyrsl og jafn- vel verkjatöflur í minnstu kassana. Fyrir þá sem vilja kaupa inn sjúkravörar sjálfir, og koma þeim fyrir í sína kassa, þá birtum við vöru- listann ásamt áætluðu verði á hverjum hlut. I sjúkrakassa þarf: plásturpakka, mismunandi stærðir, pakkinn kostar ca 30 kr., heftiplástursrúllur 3 stærðir verð frá 8—20 krónur. brunasmyrsl dós á 13 kr., túpa á 25 kr., brennsluspíritus 100 ml, kr. 13.30, sárasmyrsl, 27 kr. Ayrton’s græðandi smyrsl, kr. 15.90, sárabindi í mismunandi stærðum, 10— 20 kr. pakkinn, magnyltöflur, 20 stk., kr. 12.90, höfuðverkjatöflur, 30 stk., kr. 21.30, verkjatöflur, 20töflur, kr. 18.75, skæri, kr. 8.65, nælur, 12 stykki á 4 kr., flísatöng, 19 krónur, sótthreinsuð baðmull, 15 g, kr. 3.30, rautt joð (sáravatn) 10 ml, kr 15.40. brjóstsviðatöflur, 50—100 stk. á 44—50 krónur, svöðusárabindi, litlir pakkar, 10—17 krónur, sáragrisjur, 2—4 krónur, teygjubindi, lengd 4,5 m, 7 cm br., kr. 30,10 cmbr.,kr. 40, eyrnardropar mikilvægir ef ungböm eru á heimilinu, baðmullarpinnar. Þetta er það helsta sem ætti að vera í sjúkrakössum og væri ekki úr vegi að hvert heimili ætti islenska bók með hjálp í viðlögum. Það er ekki nóg að hún sé til, innihald hennar þarf að lesa stöku sinnum. Sumir segjast kunna blástursaðferðina og það sé alveg nóg. En rétt handtök era afar mikilvæg á slysstað sama hve lítið óhapp getur orðið. -RR. Nær barnið upp í handlaugina? Þaö er aldrei of oft rætt og skrifað um bömin. Þau geta ekki gert kröfur eins og fullorðna fólkið og verða því oft að sætta sig við hlutina eins og þeir eru hannaðir fyrir fullorðna. Við rákumst á litla fótaskemla í versluninni BB- byggingavörur. Þessir skemlar hafa Iengi verið fáanlegir víða í verslunum, þeir kosta nú 77 krónur. Ætlunin er aö- eins að vekja athygli á því hvað við getum gert fyrir þau minnstu án mikils kostnaður. Skemlamir eru til margs nýtir, til að standa á við vask, þegar bamið þvær sér og burstar tennur. A sumum heimilum hafa böm ekki að- gang aö tannbursta eða greiöu án þess aö fullorðnir rétti þeim hjálparhönd. Víðast hvar hanga speglar það hátt uppi aö þau hafa ekki gagn af þeim. Lengi mætti upp telja og mætti þá bæta við að aðstaða barns við matar- borð er oft bágborin. Eftir að notkun bamastólsins lýkur, sitja bömin ann- aöhvort á hnjánum, eða aö þau ná rétt upp fyrir borðbrún. I hlutfalli við hend- ur bams era venjuleg hnífapör allt of stór og því miður er oft ætlast til að þau noti sömu stærð og fullorðnir. Glös eru það sver að böm ná ekki tökum á þeim nema með báðum höndum. Svo er verið aö skammast eða afsaka þau, ef hellist niöur við að leggja frá sér glas- ið. Hvemig þætti okkur að drekka úr haldlausri lítrakönnu? Sem betur fer hafa augu manna opn- ast mikið fyrir breytingum á opinber- um stööum þar sem gert er ráð fyrir börnum og fleira fólki með sérþarfir. Leikhom sem komið hefur veriö upp á opinberum stöðum eru mikið til bóta. Það skaðar ekki að fólk setji sig stund- um i spor bamsins og athugl hve mikið er gert fyrir þau tll að leyfa þeim að bjarga sér sjálf, í fatahenginu, á bað- herberginu, í eldhúsinu eða annars staöar. -RR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.