Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 8
8 DV. MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Beirút: Borg í rústum en lítið lát á átökum. Skærur í Líbanon i vopnahléinu Vopnahléð í Líbanon þykir nú mjög ótryggt eftir að ísraelskar orrustuþotur eyðilögðu eldflaugna- skotpalla Sýrlendinga í Dekaa-daln- um í þriðju loftárás sinni á fimm dögum. Samtímis loftárásinni í gær lýstu forystumenn ísraela því yfir, að þeir Hua Kuofeng: Uti í kuldanum. Hua látinn víkja Hua Kuofeng, sem Mao formaöur valdi fyrir eftirmann sinn á sinum tíma, var látinn víkja úr æösta ráðinu, á fundi nýkjörinnar miðstjórnar kín- verka kommúnistaflokksins, síðustu áhrifastöðu hans í flokknum. Fundurinn staðfesti kjör Hu Yao- bang sem framkvæmdastjóra flokks- ins en það er valdamesta embættið síðan flokksþingið afnam formanns- embættið í síðustu viku. — Hua hafði gegnt formennsku þar til fyrir rúmu ári, þegar hann var gagnrýndur fyrir vinstrivillu. Þessar ráðstafanir þykja styrkja ítök umbótasinna, sem lotið hafa for- ystu Deng Xiaoping. Deng hefur komið því til leiðar að yngri menn hafi verið valdir til miðstjórnar og æðri embætta flokksins, um leið og hans eldrí sam- herjar draga sig í hlé. Deng heldur þó enn um valdataumana i sæti sínu í æðsta ráðinu og sem formaöur her- málanefndar miðstjómar. Deng þykir nú hafa lokið því ætlun- arverki sínu, sem var aö hreinsa valdakerfið af rauðum varðliðum menningarbyltingarinnar og öðrum maoistum. væru að missa þolinmæðina meö því sem þeir kölluöu síendurtekin vopna- hlésbrot Sýrlendinga. Árásina í gær gerðu þeir á Sam-9 loftvarnaeldflaug sem er á hreyfanlegum skotpalli. Voru Sýr- lendingar að lauma henni í gegnum f jallaskarð til þess að koma henni fyrir við þjóöveginn milli Damaskus og Beirút. — Israelar hafa marglýst því yfir aö þeir muni ekki líða Sýrlending- um að setja upp fleiri skotpalla fyrir loftvarnaeldflaugar. Israelsmenn sögðu í gær, að fjölgað hefði árásum, sem gerðar væru á varðstöðvar þeirra og varðflokka frá hemámssvæði Sýrlendinga í austur- hluta Líbanon. Þrír ísraelskir her- menn féllu í gær þegar farartæki þeirra var veitt fyrirsát. Skotið var af þungum vélbyssum á varöstöð Israels- manna. 1 gær kom einnig til skótbardaga í miðborg Beirút milli Líbanonhers og vinstrisinna skæruliða, og þykja nú litlar vonir til þess að borgaraleg stjóm landsins nái nokkrum tökum á höfuöborginni. Bardagamir brutust út í gærmorgun og héldu áfram meö hlé- um til kvölds. Lentu franskar friöar- gæslusveitir í eldlínunni. Sex ökutæki þeirra urðu fyrir skotum og ein þeirra, sem flutti skotfæri, sprakk í loft upp. 46fórustá flugsýningu V-Þýska lögreglan segist hafa fundið 46 lík i braki bandarísku þyrlunnar sem hrapaöi og sprakk á bílvegi skammt frá flugvellin- um í Mannheim í gær. Með þyrl- unni fómst 38 fallhlífarstökks- menn (borgaralegir), tveir kvik- myndatökumenn sjónvarps frá Bandaríkjunum og sex manna áhöfn þyrlunnar. I hópi fallhlífarstökkvaranna vom 23 Frakkar, 9 Bretar og 6 V- Þjóðverjar. — Fjórar konur voru í hópnum. Þyrlan hrapaði skömmu eftir að hún hafði tekið sig á loft við að- þjóðlegu flugsýninguna sem efnt hafði verið til vegna 375 ára af- mælis Mannheim. Bað flug- maöurinn um leyfi í talstöðinni til þess að fá að nauðlenda strax, en þyrlan hrapaði áöur en hann gat það. Rændi feguröargyðjunni Maður, sem bergnuminn var af suöur-kóreanskri feguröardrottn- ingu, rændu henni og hafði með sér í 16 þúsund km ferðalag. Nauðgaði hann henni og pyntaði, en lögreglan í Denver í Bandaríkjunum bjargaði stúlkunni loks úr höndum plagarans. Hinni 28 ára gömlu fegurðardís, Soon Bok Lee, var rænt í Seoul höfuð- borg S-Kóreu í síðasta mánuöi og haföi ræningi hennar hana með sér yfir til Bandarík janna, þar sem hann ferðaðist milli Los Angeles, New York, Cleveland og Cincinatti. Hún kunni ekki að tala ensku og auk þess sat maðurinn um hana, svo að hún gæti ekki leitað á náðir annarra. Fékk hún þó talið hann á að leyfa henni að hafa samband við nokkra vini hennar sem búa nærri Denver. Þótt plagarinn hefði á stúlkunni fullar gætur tókst henni aö vekja grun hjá þessum vinum sínum um að ekki mundi allt vera með feildu. Geröu þeir lögreglunni viðvart. Þegar lögreglan bjargaði stúlk- unni var hún öll í marblettum eftir barsmíðar ræningjans og auk þess víða á líkama hennar brunablettir eftir vindlingaglóð. Hann hafði margnauðgað henni. — Þótti stúlkan sýna furðumikla stillingu og k jark. Maðurinn hafði séö Soon í fegurð- arsamkeppni og orðið svo heillaður af fegurð hennar að hann ákvaö að nema hanaábrott. Á stjórn Schmidts skammt eftir? Wiliy Brandt, formaöur sósíaldemókrata í V-Þýskalandi, sagðist í gær vera svartsýnn á framtíð samsteypustjórnar Schmidts kanslara í samvinnu við frjáislynda demókrata. Deilur innan stjórnarinnar vegna stefnunnar í efnahagsmálum hafa framkallað bresti í samstarfi sósíai- demókrata og frjálslyndra. Þýsku blöðin spáðu því um helgina að frjáls- lyndir, undir forystu Hans-Dietrich Genschers utanríkisráðherra, mundu slíta stjómarsamstarfinu innan tveggja mánaða. — Kjörtímabilið rennur ekki út fyrr en 1984. „Eg er ekki bjartsýnn á framtíö samsteypustjómarinnar,” sagði Willy Brandt, fyrram kanslari, í viðtali í út- varpi í gær. Sagði hann að örlög stjóm- arinnar mundu ráðast í síöari helmingi næsta mánaðar. Genscher hefur sett samningana um f járlögin fyrir árið 1983 á oddinn og undanfama daga veist harkalega að tillögum samstarfsmanna sinna í ríkis- stjóminni í efnahagsmálunum. — Margir ætla samt að þótt Genscher sé fylgjandi samstarfsslitum séu þeir flokksbræður hans fleiri sem síður vilji rj úfa samstarfið sem stendur. Tímaritið Der Spiegel heldur því fram að Genscher bíði einvörðungu kosninganna sem fram eiga að fara í Hesse eftir tvær vikur og Bæjaralands- kosninganna, sem fram eiga að fara i næsta mánuði, til þess að fá átyllu til aðsegjasig úrstjóminni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.