Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Page 10
10 DV. MANUDAGUR13. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ung frönsk kona, sem í sumar var dæmd til dauða í Malaysíu fyrir hlutdeild í eiturlyfjasmygli, leiddi athygli fjölmiöla á Vesturlöndum að þeim mikla vanda sem stjómin í Kuala Lumpur á við að glíma vegna eiturlyfjanna. Malaysía hefur verið eins og þjóð- braut eiturlyfjasmyglara og þar í gegn hefur leiðin legiö með heróínið frá „gullna þríhyrningnum” (Thailand, Laos og Burma) og „gullna hálfmánanum” (Pakistan, Afghanistan, Iran og Tyrkland) til hinna svörtu markaða á Vestur- löndum. Töluvert situr þó eftir þar því að af 13 milljóna þjóö er um ein milljón manna sögð ánetjuð óþverr- anum. Vegna þessarar óheillaþróunar og fyrir þrýsting frá stjórnvöldum á Vesturlöndum hefur stjómin í Kuala Lumpur hert baráttuna gegn eitur- lyfjasmyglinu. Um 3000 manna lögregluliö fæst nú algerlega og ein- vörðungu við það verk. Viðurlög hafa verið hert og varðar nú dauðarefs- ingu ef í fórum manns finnast meira en 100 g af heróíni. Hefur henni veriö beitt ótæpilega en dauðarefs- ingu er fullnægt í gálganum í Malay- síu. Fjórir útlendingar hafa verið dæmdir til dauða í sumar í Malaysíu og þar á meðal franska stúlkan. Hefði hún verið leidd í gálgann fyrst Vesturlandabúa, ef hún hefði ekki viö áfrýjun dómsins fengiö honum breytt í lífstíöarfangelsi. Á meðan hafa átta Malaysíubúar veriö teknir af lífi fyrir eiturlyf jasmygl og 28 til viðbótar bíða í dauðadeildinni. „Ungfrú Saubin (franska stúlkan) var heppin. Hún slapp við gálgann,” sagði lögmaður einn í Kuala Lumpur. „En sá dagur hlýtur aö renna upp að útlendingur verði leiddur í gálgann. Ef við tökum landsmenn okkar af lífi, því þá aö hlífa útlendingum?” 45 útlendingar hafa verið hand- teknir viöriðnir eiturlyfjasmygl á fyrra helmingi þessa árs i Malaysíu. (Lögreglan hefur gengið mjög ötul- lega fram og yfir 5000 hafa veriö handteknir eftir hús- eða farangurs- leit) Tíu þessara útlendinga voru Ástralir, átján voru Thailendingar, átta frá Singapore en hinir frá Frakklandi, Pakistan, Indónesíu, Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Irlandi, Nýja Sjálandi og Argentínu. Hin 20 ára Beatrice Saubin haföi verið tekin á flugvellinum í Penang þegar tolleftirlitsmönnum fannst hún hafa grunsamlega glæsilega ferðatösku. I fóðrinu í töskunni fundust falin 534 grömm af hreinu heróíni. Stúlkan kom algerlega af fjöllum og vissi hvorki upp né niöur. Hún hafði leitaö á vit ævintýranna í hinum fjarlægu Austurlöndum en með lítil fararefni og varð fljótlega peningalaus. Kvaðst hún hafa kynnst í Malaysíu Kínverja sem hún varð ástfangin af en þegar ástin dofnaði ákvað hún aö snúa aftur heim til Frakklands. Kínverjinn gaf henni nýju feröatöskuna í staö gömlu tuðr- unnar sem hún haföi haft. Þessi saga þótti ekki sérlega trúverðug enda hafði Saubin látið undir höfuö leggjast aö nefna Kínverjann í fyrstu yfirheyrslum. I Malaysíu vilja menn kenna eitur- lyfjanotkunina ungum vestrænum ferðamönnum fremur en harðsvír- uöum alþjóölegum smyglurum. Hinir fyrrnefndu eru margir sjálfir háðir eiturlyfjum og koma nýjum vinum sínum í Malaysíu á bragöið. — Dómstóllinn í Penang lét sig litlu skipta þótt Saubin væri ung, falleg og Daglega ganga þar vörubílar milli Songkhla í S-Thailandi og Kedah- héraðsins í Malaysíu. Segist lögreglan ekki hafa nokkurt bolmagn til þess að leita í þeim öllum. Ennfremur eru til skógarstígar við landamærin sem smyglarar þekkja út og inn. Aukið framboð heróíns frá gullna hálfmánanum hefur lækkað eitur- lyfin um 25% í veröi í Malaysíu en sagt er aö smyglhringarnir líti nú fast á markaðsmöguleikana í Ástralíu og sýnist aukinn fjöldi Astrala, sem Malaysíulögreglan hefur afskipti af, styðja þær grun- semdir. Hefur kveðið rammast að þessu á ferðaeyjunni Penang sem er vinsæll viðkomustaður ferðalanga á þessum slóöum. Ungt fólk, sem af ævintýra- mennsku leggur leiö sína til Austur- landa og er vant léttúð ungmenna á Vesturlöndum í umgengni við fíkni- efni, varar sig ekki á hörkunni sem þarna rikir í réttvísinni. Af galgopa- hætti lætur það vitandi eða óafvit- andi nota sig til fíkniefnadreifingar eða smygls og er sér ekki meövitandi um hættuna fyrr en skuggi gálgans fellur á það. Ur sínu heimalandi þekkir þetta unga fólk ekki annað en að dauðarefsingin heyri fortíöinni til og samfélagið sé með hugann við mannúðlegan aðbúnað í fangelsum. I þessum heimshluta eru menn hins vegar uppteknari af öðrum vanda- málum sem eru meira aökallandi en að tryggja lögbrjótum í dýflissum einhver lágmarksþægindi. Af þeim sökum væri óskandi að ungt fólk léti sér reynslu Saubin og dapurleg örlög að kenningu verða því að þótt Saubin hafi sloppiö við gálgann er óvist að ævilöng vist í fangelsi í Malaysíu sé Vesturlanda- konu neitt mildari örlög. frönsk. I gálgann skyldi hún. En heima í Frakklandi rann mönnum til rifja að ung stúlka, hugsanlega leiksloppur illmenna, skyldi hljóta slik örlög og var þrýst aö frönskum stjórnvöldum aö bjarga henni. Þau treystu sér ekki til þess að blanda sér i starf dómstóla i Malaysíu en hæstiréttir bjargaði Saubin frá gálganum eins og áður er getið. Mikiö af heróíninu, sem finnst í Malaysíu, hefur komiö yfir landamærin frá Suöur-Thailandi. Beatrice Saubin, handjámuö viO lögreglukonu i Maiaysiu. Hjá henni fókk ævintýriö ekkigóOan endi. Þrenningin, indira, Maneka og Sanjay, meOan allt lók i lyndi. hverrar úlfúöar innanflokks hjá kongressflokknum. Flokkur forsætisráðherrans hefur brugðist harkalega við óhlýðni Maneku. Þegar hún flutti ræðuna í Punjab reyndu ungfélagar úr kongressflokknum að hleypa upp fundinum en aðferðir þeirra minna oft á algera glæpamennsku. I upp- þotinu slösuöust tuttugu manns. 1 j úlí lagði lögreglan eina af skrifstofum Maneku í Delhi í rúst og bar eld að. Verkiö var réttlætt með því að bygg- ingin hefði verið reist í óleyfi. Þegar Maneka boöaði í síðustu viku fyrir- hugaöa stofnun nýs stjómmálaflokks var annar þingmaðurinn, sem hún hafði reitt sig á, barinn til óbóta. Maneka hefur fordæmt þessar of- beldisaðgerðir og kallað blett á lýð- ræðinu og reginhneyksli. Stjómar- andstæðingar úr öömm flokkum hafa samt ekki mikla samúð með henni þótt þeir kunni margir hverjir frá svipaöri reynslu að segja. Það var nefnilega Sanjay heitinn, eigin- maður Maneku, sem drjúgan þátt átti í því að innleiöa slikar baráttuaö- ferðir í indversk stjórnmál, og atti óspart unggæðingum sinum fram til slfkra verka á meðan hann stóö viö hliðmóðursinnar. Indira Gandhi, forsætisráðherra Tndlands, mætir nú nýrri pólitískri samkeppni úr sinni eigin fjölskyldu. Það er Maneka tengdadóttir hennar sem setur á laggirnar nýjan stjóm- málaflokk í næsta mánuði með stuðn- ingi margra vina eiginmannsins sál- uga, Sanjay Gandhi. Það hafði engin gengiö þess dulinn að Indíra hafði ætlað Sanjay syni sín- um forystuhlutverkið eftir sinn dag en Sanjay fórst í flugslysi 1980. Maneka ól með sér von um aö hún öðlaöist sæti Sanjays, sérílagi þar sem eldri sonur Indíra, flugstjórinn Rajiv, var tregur til stjórnmálaaf- skipta og vildi helst halda áfram starfi sínu hjá indverska flugfélag- inu. En Indíra er viljaföst kona og Rajiv sneriséraðstjómmálunum. Sanjay hafði verið ötull við að| koma unggæðingum sínum til áhrifa í kongressflokknum sem fer með völdin í Indlandi. Rajiv beið hins beran fund sem vinir Sanjays höfðu boöaö til í trássi viö fyrirmæli Indíra. Sagt er að heiftarlegt rifrildi hafi brotist út heima hjá Indíru eftir f und- inn milli þessara tveggja kvenna. Mun því hafa lokiö meö því að Maneku var vísað á dyr. Fram til þess hafði Maneka út i frá sýnt tengdamóður sinni tryggð en þaöan í frá hefur hún ekki farið dult með gagnrýni sína á ríkisstjórnina. Það var umtalsverður fjöldi þing- manna og rikisstjóra sem átt hafði embættisgengi sitt að þakka Sanjay og ekkjan taldi sig eiga stuöning þeirra vísan. I því liði voru þó marg- ir tækifærissinnaðri en svo að þeir þyrðu að bjóða Indíru og Rajiv byrg- inn með því að ganga til liðs við Maneku. Annar þeirra tveggja þing- manna sem Maneka taldi visa stofn- félaga í nýja flokknum hefur afneit- að henni opinberlega. Framundan era fylkiskosningar í fjóram fylkjum en talið er vafasamt að flokkur Maneku fái þar nokkurn mann kjörinn þótt hún telji nú þegar 15 fylkisþingmenn meðal áhangenda sinna. Þetta brölt tengdadótturinnar gæti þó alið á sundurþykkju innan kongressflokksins og af því stafar Indíru meiri hætta en af stjórnarand- stööuflokkunum. Uppreisnarskarfar innan kongressflokksins uröu þess valdandi að flokkurinn vann ekki hreinan meirihluta i kosningum í maí í vor í tveim fylkjum á Norður- Indlandi. 1 öllum fylkjum gætir ein- Rajiv sem gegn vilja slnum settist i krónprinssæti Sanjays. vegar ekki lengi með aö víkja þeim frá og koma sinum fylgismönnum aö í staöinn. Þaö mislíkaöi mágkonu hans, Maneku, mjög og venslin fóra kólnandi. Upp úr sauð í mars síðasta vetur þegar Maneka ávarpaöi opin- Maneka sýpur nú sjáH seyOiO af baráttuaOferöum eiginmannsins sáluga, Sanjay, syni Indiru. I ÆVINTÝRALEIT í SKUGGA GÁLGANS fjölskyldunni Valkyrjurnar í Gandhi-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.