Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 12
12 DV. MÁNUDAGUR 13.SEPTEMBER 1982. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufólag: FRJÁLS FJÚLMIDLUN HF. Stjómarformaður og útgáfuatjóH: SVEINN R. EYJÚLFSSON. FramkvœmdaatjóH og útgáfuatjóri: HÚRÐUR EINARSSDN. Ritatjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aflatoðarritatjórí: HAUKUR HELGASON. Fráttaatjéri: JÚNAS HARALDSSON. Auglýaingaatjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON. ! Ritatjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI 8S611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33! SÍMI 27022Í ^ Afgreiðala, áakriftir, amáauglýaingar, akrifatofa. ÞVERHOLT111. SÍMI27022. Sími ritatjómar 86611. Satning, umbrot, mynda- og pltítugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prantun: ÁRVAKUR HF SKEIFUNN119. Áakriftarvarfl á mánufll 130 kr. Varfl I lauaasölu 10 kr. Halgarblað 12 kr. Ellefu skulu þeir vera Guðmundur J. Guðmundsson, Dagsbrúnarformaður og alþingismaður, hefur leyst frá skjóðunni. Hann veifaði rauðum vasaklútnum framan í verkamennina hjá Haf- skip og bauð blaðamanni frá Helgarpósti í heimsókn. Og svo kom svarið við stóru spurningunni, hvort hann hefði greitt atkvæði í þingflokki Alþýðubandalagsins meö kaupskerðingu bráðabirgðalaganna: „Ég kýs aö svara þessu á þann veg einan, að útséð var að af ellefu þingmönnum flokksins myndu ellefu greiða atkvæði með. En svo eru til varaþingmenn . . . menn geta líka sagt af sér þingmennsku. Flokkar verða að standa saman á örlagastundu”. Menn þurfa sennilega að lesa þessi spakmæli tvisvar áöur en þeir ná meiningunni. Það er ekki fyrir alla að skilja véfréttir í viðtengingarhætti! Þetta svar tók Dagsbrúnarformanninn rúma viku að bræða saman, framlengdi meira að segja sumarfríið til að liggja yfir orðalaginu, enda mikið í húfi að styggja hvorki flokksforystuna né verkamennina í Dagsbrún. I framhjáhlaupi telur Guðmundur ekki tímabært að titla sig sem þjóðhetju, en segist setja skilyrði fyrir stuðn- ingi sínum viö kaupskerðinguna og hneykslast á Eggert Haukdal fyrir selstöðukaupmennsku í pólitískum hrossa- kaupum. Nú er það í sjálfu sér athyglisvert, að Guðmundur er sjálfur kominn á kaf í hrossakaup, úr því hann vill versla með kaupskeröinguna með skilyrðum. Kaupmátturinn, verðbæturnar og orlofið eru nefnilega líka markaðsvörur í hrossakaupunum, alveg eins og Ölfusárbrú og Land- eyjavegur ef út í það er farið. Kjarasamningar eru hins vegar verðmeiri skiptimynt heldur en vegagerð austur í sveitum ef menn stunda sel- stöðukaupmennsku af alvöru. Það veit að minnsta kosti Dagsbrúnarformaðurinn í Reykjavík, sem hefur meira dálæti á heildsölunum heldur en „sjálfskipuðum mönnunum í gáfumanna- félaginu, sem hafa löggiltar skoðanir á því hvað flokkn- um sé fyrir bestu í öllum sköpuðum málum”. Allt eru þetta þó orðaleikir í ljósi véfréttarinnar í viö- tengingarhættinum. tJr henni má lesa þá einföldu niður- stöðu, að Guðmundur muni styðja kaupskerðinguna, eða víkja sæti ella fyrir öðrum þingmanni, sem þægari verður flokksforystunni á örlagastundinni. Hingað til hefur það nefnilega ekki vafist fyrir neinum, að ellefu séu ellefu. Ef þaö er fyrirséð aö allir ellefu þing- menn Alþýðubandalagsins muni greiða atkvæði með bráðabirgðalögunum, þá er lítið pláss fyrir jakann. Þá er ljóst að Dagsbrúnarformaðurinn hyggst flýja af hólmi, ef hrossakaupin ganga ekki upp. Þá ætlar hann að taka flokkinn fram yfir Dagsbrún. Það hlýtur að vera fróðlegt fyrir Dagsbrúnarverka- menn að heyra þessar yfirlýsingar formannsins. Það sem hann er að segja er nefnilega þetta: Flokkurinn er búinn að samþykkja kaupskeröinguna. Ég má ekki svíkja hann á örlagastundu. Ég ætla að gera tilraun til að versla með kaupiö og verðbæturnar, en ef það tekst ekki, þá mun ég hleypa varamanni mínum á þing, eða segja af mér þingmennsku. Kaupskerðingin blífur. Hún hlýtur ellefu atkvæði frá Alþýðubandalaginu, og ellefu skulu þeir vera. Og svo er ekki að efa að formaðurinn mun veifa rauða vasaklútnum niöur á eyri og segja við strákana sína: Ekki greiddi ég atkvæði með kaupskerðingunni. Ég er ykkar maður. Ég stóð meö ykkur! ebs. Ein staðreynd er auðvitað skýr og kristalklár: Ríkisstjómin í landinu er meirihlutastjóm, og verður það enn um sinn. Lagahefðir á Islandi em veikar, stjórnarskráin gömul og óklár í mörgum efnum, og ekki hafa lögfræð- ingar og dómstólar bætt um betur. Undantekningar em þó til, eins og grein Haralds Blöndal, lögfræðings, um bráðabirgðalög hér í DV fyrir nokkrum dögum. Þessar veiku lagahefðir gera hins vegar að verkum að framkvæmdavald leikur þann leik aftur og aftur að túlka lögin sér í hag. Og ekki aöeins lögin, heldur einnig stjómarskrána. Það breytir ekki þessari ofur ein- földu staðreynd: Þessi vonda ríkis- stjórn, sem misst hefur allt niðuram sig, hefur enga stjórn á efnahags- málum og ætlar að skeröa stórlega kjörin í landinu 1. desember, einkum vegna eigin mistaka og óstjórnar, hefur meirihluta á Alþingi. Hún hefur aö minnsta kosti 31 þingmann. Þó hún missti enn einn, og hefði 30, gæti hún setið áfram. Ríkisstjómir eru einfald- lega ekki felldar meö öðm en vantrausti, og vantraust þarf 31 atkvæði. Þó svo stjómarandstaöan stæði öll saman að slíku, hefur hún enn ekki afl atkvæða. Það er ekkert sem segir að ríkisstjóm þurfi að koma lagafrum- vörpum í gegn á Alþingi. Mönnum getur þótt þaö æskilegt, en það er engin skylda. Ríkisstjómir fara frá með tvennum hætti. Þær segja af sér, eöa þær em felldar með vantrausti. Van- traustsleiðin er einfaldlega ófær, og sennilega ætla þeir ekkert að segja af sér í svipinn. Þaö er allt og sumt. Eggert og Albert skipta einfaldlega engu máli, svo mikið sem þá kann að langa tii þess að spila stóra rullu. Þeir skipta engu máli. Geir Hallgrímsson og Olafur G. Einarsson geta tuðað til eilíföamóns um lýðræðið og þingræðið, stjómar- skrána, forsetaembættið og virðingu Alþingis. Það skiptir heldur engu máli. (Þau fjögur ár sem ég hefi setið á Alþingi hefi ég raunar aldrei heyrt Olaf G. Einarsson halda ræðu um annað en „lýðræðið” og „virðingu Alþingis”!) Þeir em hins vegar ekki stjómarskrá lýðveldisins. Hún er rúmlega hundrað ára plagg og þar 1 DV þann 28. ágúst sl. birtist athugasemd frá Gunnari Valdimars- syni forstöðumanni Póstgíróstofunnar. Athugasemd þessi er sögð vera við grein, sem undirrítaöur reit í DV þann 19. ágúst sl. og fjallaði m.a. um samanburö á ávöxtun orlofsfjár ann- ars vegar hjá Póstgíró, og hins vegar samkvæmt því samkomulagi, sem gert var á s .1. vori á Vestfjörðum um ávöxt- un orlofsfjárins á félagssvæöi A.S.V. Heldur finnst undirrituöum þunnur þrettándinn í athugasemdum forstöðu- manns, en þó rétt að gera almenningi ljósan leikaraskap hans, sem forstööu- manns opinberrar stofnunar. Gunnar segir þrjár meinlegar villur koma fram í grein minni, sem hann segist vilja leiörétta. Fyrsta /eiðrótting? Fyrsta leiðrétting Gunnarsá aðvera við þá fullyrðingu mína, að ávöxtun orlofsfjár samkvæmt samningi AJS.V. félaganna, sé mun betri en Póstgíró hefur f engist til að greiöa. Leiðrétting forstöðumannsins er sú aö það sé félagsmálaráðuneytiö, sem ákveður vexti á orlofsfé hjá Póstgiró hverju sinni. Rétt er það hjá Gunnari að formlega séð er það félagsmálaráðherra, sem ákveöur þessa vexti. En eigi aö síður er það í gegnum Póstgírókerfið, sem ávöxtun orlofsfjár launafólks hefur ekki verið hagstasðari en raun ber vitni. En heldur finnst nú undirrituöum það litilmannlegt hjá forstööumannin- um að skjóta sér bak við ráðherra vegna þessa. Og vel á minnst vegna þessarar athugasemdar forstöðumannsins. Hefur Gunnar Valdimarsson veriö á annarri skoðun en ráöuneytið eða ráð- herra varðandi vaxtamálin? Hefur t.d. forstöðumaðurinn talað máli hærri vaxta á orlofsfé hjá Póst- gíró en ráðherra hefur ákveðið og for- stöðumanninn þannig greint á við ráð- herrann? Og ef svo er, hverjar hafa þá verið hugmyndir eða tillögur forstöðu- mannsins um vaxtakjör á orlofsfé hjá Póstgíró? Undirritaður minnist þess ekki að hafa heyrt um eða séð hugmyndir Gunnars eða tillögur um betri ávöxtun á orlofsfénu. Hafi slíkar tillögur eða hugmyndir komið frá Gunnari, en þær t.d. verið drepnar af ráöherra, er nauösynlegt að slíkt verði dregið fram í dagsljósið, ekki síst þegar for- stöðumaðurinn lætur að því liggja, óbeint að vísu, að ráðuneytið eða ráð- herra hafi verið þröskuldur í vegi betri ávöxtunar hjá Póstgíró. Karvel Pálmason Ég er þess fullviss, að forstöðumaðurimi verður við þeirri beiðni undirritaðs, að birta nú þó seint sé hugmyndir sínar eða tillögur um betri ávöxtunarkjör hjá Póstgíró, hafi hann hreyft slíku og það fest rætur hið innra með honum að ráðherra hafi ákveðið of lága vexti á orlofsféð. Væri svo gæti a.m.k. launafólk borið hlýrri tilfinningar til hans en ráðherra. En slíkar tilfinningar launafólks biða aö sjálfsögöu þar til forstöðumaðurinn hefur svift hulunni af þessum leyndardómi og birt sínar hugmyndir fyrir alþjóð. önnur leiðrétting Gunnars? I öðm lagi segir Gunnar mig fara mjög frjálslega með tölur í saman- burðinum á ávöxtun orlofsins hjá Póst- gíró og samkvæmt Vestfjarðasam- komulaginu. Eg visa algerlega á bug slikum fullyrðingum. Enda er þetta svo einfalt reikningsdæmi að hver og einn, sem kann einföldustu margföldunaraðferð (spuming hvort stofnanamargföldunin nær til þess), getur reiknaö þetta sjálfur. Það er staðreynd, sem ekki veröur gengið framhjá, að hefði launa- fólk notið þeirrar ávöxtunar sl. orlofs- ár sem Vestfjarðasamkomulagiö býöur upp á hefði það þýtt frá 3,31% og upp í 7,1% betri ávöxtun en þeir vextir vom semPóstgírógreiddi ogskalenn vísaö til þeirra útreikninga, sem starfsmaður kjararannsóknamefndar framkvæmdi og lagðir em til gmnd- vallar. Hafi forstöðumaðurinn ekki skiliö þetta þá þýðir það á velskiljanlegri íslensku, að Póstgírókerfið, hefur haft af hverjum launþega á siöasta orlofs- ári miðað við tekjuupphæö kr. 117.900. sem lögð er til grundvallar, frá kr. 369.- og allt upp í kr. 763.-, miðað við þaö, sem Vestfjarðasamkomulagið býöur upp á. Og til frekari upplýsinga fyrir for- stöðumanninn, skal tekið fram, að hefði ávöxtun Vestfjarðasamkomu- lagsins gilt fyrir orlofsárið 1980 til 1981, hefði munurinn verið enn meiri eða allt upp í 9,1%, sem Póstgíró bauð upp á verri ávöxtun. Rétt þykir að vekja athygli forstöðu- mannsins á, hafi hann ekki gert sér grein fyrir því, að í mínum saman- burði er verið að gera ráð fyrir því, að ef borgað væri orlof af öllum félögum innan AJS.V. og A.S.I. annars vegar inn í Póstgíró og hins vegar samkvæmt því samkomulagi sem nú hefur tekist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.