Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 16
16 DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982. Spuíhingin Treystirðu þór til að halda ræðu á opinberum vettvangi? Eygló Gunnarsdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki, enda hef ég aldrei flutt neina. Gaman af ræðum? Ekki svo, leiöast að minnsta kosti langar ræður hjá stjóm- málamönnum. Guömundur Olafsson verkamaður: Ja, ég held að ég myndi treysta mér til þess. En hef þó aldrei flutt neina. Nei, ég hef aldrei kynnt mér ræðumennsku. Erna Valsdottir tækniteiknari: Nei, alls ekki. Myndi engan veginn treysta mér til að standa upp í fjölmenni, þar sem maöur þekkir engan og halda ræðu. Annaö kannski innan um kunn- ingjana. Bára Jónsdóttir húsmóðir: Nei. Og ég hef áldrei haldið neina ræðu. Lærai ræðumennsku? Nei, ég hef ekki hugsaðj mér þaö. Grétar Sölvason kjötiðnaðarmaður: Nei, ég treysti mér ekki til þess. Læra ræðumennsku? Jú, ég gæti vel hugsað mér að læra slíkt, enda kemur það sér ábyggilega vel að kunna aö halda ræðu. Eiríkur Greipsson tæknifræðingur:' Ekkert mál. Hef reyndar haldið ræðu í nokkrum sinnum. Skemmtilegustu I ræðumar? Ætli það séu ekki þessar stuttu þar sem nokkrir brandarar fljóta með. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Beini óg eindregið þeirri áskorun til forvigismanne sjávarútvegsmála að halda ekki að sór höndum og kanna hvað hægt erað gera, áður en gripið er til þess að stöðva flotann" — segir kona útgerðarmanns i Vestmannaeyjum. STÖÐVUN BÁTAFLOTANS ÖRÞRIFARÁÐ Til útvarpsins: Meira efni fyrir gamla fólkið — útvarpið oft eina afþreying þess Bjöm Jónsson hringdi: Ég er einn margra. sem eru þakklátir útvarpinu okkar fyrir ýmsa fróðlega og skemmtilega þætti. Þó finnst mér öll dagskráin taka meira mið af þörfum táninganna og unga fólksins heldur en tíðkaöist hér áður fyrr. Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs, hversu vel sem staðiö er að dag- skrárgerðinni, en væri ekki hægt að fá aðeins meira efni fyrir eldri kynslóðina? Blessuð bömin og ungling- arnir em t.d. í skólum allan daginn á veturna, og hlusta sennilega hvort eö er ekki eins mikið á útvarp og gamla frá því að sjávarútvegsráðherra væri að fara í fimm daga ferð til útlanda. Er slíkt tímabært þegar svona stendur á? Til bílstjóra: Reiðhjól og skellinöðrur eiga líka umferðarrétt S.J. skrifar: Undanfama mánuöi hef ég heyrt um hvert skellinööruslysið á fætur ööm, þar sem ekið hefur veriö á skellinöðmr, þó þær hafi verið í rétti. Tilefni þessa bréfs er þó það að um daginn var snarsvínað fyrir mig; beygt fyrir mig, svo að lá við slysi. Eg slapp samt meö skrekkinn. Af einhverjum ástæðum er eins og sumir bílstjórar taki ekki mark á j skellinöðm- og reiðhjólamönnum. Álíta þeir okkur þriðja flokks borgara eða hvað? Eg held svo sem ekki að veriö sé að stofna okkur í hættu af á- settu ráði. Okkur stafar samt jafn- mikill háski af að vera ekki álitnir jafnréttháir og aðrir í umferöinni. Ég vona að Umferðarráð taki þetta bréf mitt til athugunar, og láti þaö verða til þess að brýna enn betur fyrir bílstjórum, að reiðhjól og skellinöðrur em líka til. Þá mætti taka annaö með í leiðinni. Það er að litlu pollamir, sem em nýbúnir að fá skellinöðrupróf, em oft með alls konar stæla. Þessi fífla- skapur fer í taugarnar á öllum, sér- staklega bílstjómm, sem láta þaö svo kannske bitna á næsta skellinöðrumanni. Stuölum að j afnrétti í umferðinni. „Utvarpið er oft eine afþreying þeirra sem orðnir eru gamlir og þreyttir. Það fólk er jafnframt oft mjög ein- mana og umkomulaust," — segir Björn Jónsson. fólkið. Utvarpið er oft eina afþreying þeirra sem orðnir eru gamlir og þreyttir. Þaö fólk er jafnframt oft mjög einmana og umkomulaust. Væri nú ekki hægt að hafa fleiri dagskrárliði um liðinn tíma? Þá á ég viö efni, sem við köllum þjóðlegan fróðleik, en á raunar erindi við alla aldursflokka. „Af einhverjum ástæðum »r eins og sumir bilstjórar taki ekkl mark á skellinöðru- og reíðhjólamönnum, ” — segir S.J. i brófi sinu. öll stöðvun hefur samdrátt íför með sér, segir kona útgerðarmanns 7386—8378 hringdi frá Vestmanna- eyjum: Eg er kona útgerðarmanns, og þeg- ar ég heyrði í hádegisútvarpinu sl. miövikudag að stöðva ætti bátaflotann, brá mér illilega. Mér er vel kunnugt um það hversu mikil þörfin er fyrir áframhaldandi vinnu við öflun og úrvinnslu fisksins. Fyrir hönd mannsins mins legg ég nefnilega oft inn á bankabækur skips- hafnarinnar, og þegar greiðslur falla niöur vegna stoppa, þá er hringt til mín, því fjárhagsvandamálin hrannast upp. Því beini ég eindregið þeirri á- skorun til forvígismanna sjávarút- vegsmála að halda ekki að sér höndum og kanna hvað hægt er að gera, áöur en gripið er til þess að stöðva flotann. Þaðerörþrifaráð. öll stöðvun, hvers kyns sem hún er, hefur samdrátt í för með sér. Og þaö er eins gott að almenningur, ekki síður en stjórnvöld, geri sér grein fyrir aö stöðvun bátaflotans mun hafa víðtæk og óheillavænleg áhrif á fjár- hagsafkomu landsmanna yfirleitt. Pyngja margra er áreiðanlega mjög létt um þessar mundir, á sama tíma og víxlar og aðrar greiðslur falla í gjalddaga. Margt verkafólk í fisk- vinnslustöðvum er nú að koma aftur í vinnu eftir sumarfrí. Þetta fólk hefur reitt sig á að vinna væri framundan. Jafnframt get ég ekki stillt mig um að geta þess, að samtímis þessum stöðvunarfréttum í útvarpi var greint

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.