Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Side 17
DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvenær er von á plötu fanganna? Sigurður hringdi: IDV þriðjudaginn 31. ágúst er ákaf- lega athyglisverð frétt um hljóm- plötuútgáfu fanga á Litla Hrauni. Ég er mjög áhugasamur um þessa plötu, enda þekki ég af eigin reynslu h'f innan múra. Mig langar til að vita hver gefur plötuna út og hvenær von er á henni? „Vonandi fyrir jól... " Umsjónarmaður lesendasíðu hringdi í Ásgeir Hannes Eiriksson, sem er föngunum innan handar með útgáfuna. Hann sagöi aö fangamir gæfu plötuna út sjálfir. Hann kvaðst ekki geta tiltekiö útgáfutíma nákvæm- lega en sagöist vona aö hún kæmi út fyrir jól. Ásgeir bætti því við, aö ef illa færi; tap yrði á útgáfunni, myndu fangarnir bera tapiö sjálfir. En ef gróöi yrði, myndu tveir þriðju hlutar renna til Fangahjálparinnar og tómst undamála f anga. -ás. Nokkrir núvarandi og fyrrverandi fangar standa nú i hljómplötuútgáfu. ÍSLENSKI FRÍMERKJABANKINN IVERÐBRÉFA MARKAÐUR LÆKJARGÖTU 2, NÝJABIÚHÚSI. SlMI 22680 BOX 28S 121 REYKJAVÍK. Berð þú ábyrgö á peningum annarra? Átt þú aö ávaxta sparifé barnanna, gamla fólksins eöa félagssjóöinn? Viö erum miölarar meö alls konar skuldabréf — verðbréf og víxla. Haföu samband. ,,/ vetur ætlum við að vera með dansmúsik, eitthvað fyrir alla — og vonum auðvitað að við fáum eitt- hvað að gera hérna heima," segir i bréfi frá hljómsveitinni Sokkaband- inu á ísafirði. Hljómsveitin Sokkaband ertil — „eldhressar dömur á aldrinum 15-38 ára" Frá hljómsveitinni Sokkabandinu, Isa- firöi: Vegna nýlegs lesandabréfs frá Charles Hilt, þar sem ýmist er talað um aö viö séum til eða ekki, sendum viö þessar linur. Víst erum viö til, eldhressar dömur á aldrinum 15—38 ára og æfum á fullu í bílskúr — neö krakkana vafrandi í kringum okkur. Sem stendur erum við aö pæla í frumsömdu efni eftir 3 meðlimi hljómsveitarinnar. Þaö munum við koma fram meö á tónleik- um hér á Isafirði, ásamt Allsherjar- frík. Einnig vonumst við til þess að spila fyrir sunnan seinni partinn í september. 1 vetur ætlum viö aö vera með dansmúsík, eitthvaö fyrir alla — og. vonum auðvitaö aö viö fáum eitthvað að gera hérna heima. Viö höfum heyrt sagt að við séum þriöja kvennahljómsveitin á Islandi í gegn um árin sem ber nafnið Sokkaband. Meðlimir hljómsveit- arinnar eru: Bryndís Friögeirsdóttir, setn leikur á trommur; Ásthildur Þóröardóttir, leikur á bassa; Oddný Sigurvinsdóttir, á gítar; Eygló Jónsdóttir, á rythma-gítar; Rannveig Ásgeirsdóttir sér um hljómborðið og Ásdís Guðmundsdóttir syngur. VIÐ LEITUM AÐ FÓLKI MEÐ HUGMYNDIR Ef þú ert að velta fyrir þér hug- mynd um smáiðnað eða skyldan rekstur geturðu sótt um þátttöku í verkefni um stofnun og þróun smá- fyrirtækja. Kannski viltu líka reyna nýjung- ar í rekstri, sem þegarer hafinn. Ekki er krafist sérstakrar þekking- ar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á að koma hug- myndum í framkvæmd. Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð við að meta möguleikana og koma þér í startholumar. Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutunum skipu- leggur verkefnið í umboði iðnaðarráðuneytisins og í sam- starfi við iðnráðgjafa í landshlutunum. Verkefnið er m.a. styrkt af Iðnþróunarsjóði, Iðnrekstrar- sjóði og Byggðasjóði. Það miðar að því að fjölga litlum fyrirtækjum, efla þau sem fyrir eru og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífinu. ÞU VERÐUR AÐ LEGGJA HART AÐ ÞÉR Þetta er ekkert venjulegt námskeið: Þú leggur sjálfur til efniviðinn og það erfrum- kvæði þitt og vinna sem ræður úrslitum um árangur- inn. Þú átt auðveldlega að geta sameinað þátttöku í verkefninu núverandi starfi, en gerðu ráð fyrir að mikið af frítíma þínum fari í verkefnið. Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með um þriggja mánaða millibili. Þar verður unnið í hópum og leið- beinendur aðstoða þátttakendur við að meta hugmyndir þeirra og skipuleggja starfið stig af stigi. Milli vinnufundanna þarftu að glíma við verkefni sem öll tengjast hugmynd þinni um stofnun fyrirtækis eða nýbreytni í rekstri. Þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Áður en valið fer fram færðu tækifæri til að gera grein fyrir hugmynd þinni og aðstæðum í viðtali. UPPLÝSINGAR GEFA: Halldór Árnason Vinnusími 91-42411 Heimasími 91 -37865 Þorsteinn Garðarsson Vinnusími 99-1350 Heimasími 99-3834 Theodór Blöndal Vinnusími 97-2300 Heimasími 97-2260 SAMST ARFSNEFND UMIÐNRÁÐGJÖF í LANDSHLUTUNUM. Iðntæknistofnun íslands, Vesturvör 27,200 Kópavogur, sími 91 -42411.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.