Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Qupperneq 35
DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hvað verður um Gunnar Eydal? t hlnum miklu tilfcrslum sem ráðeerðar eru innan embættismannakerfis Reykjavíkurborgar hefur af einhverjum ástæðum einn maður „gleymst”. Er það skrifstofustjóri borgarverk- fræðings, Gunnar Eydal. í tíllögum Davíðs borgar- stjóra er hvergi minnst á hvað gera skuli við skrifstofu- stjórann. Velta menn því fyrir sér hvort þetta sé með ráðum gert. Gunnar Eydal er nefnUega alþýðubandalags- maður og var gerður að skrif- stofustjóra i tið vinstri meirihlutans. Grunar ýmsa að Davið ætii sér að einangra Gunnar og helst að svæia bannút. • HeHræðin sem Sighvat- urfékk Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins mætti sem gestur á fundi hjá JC-félagi hér í borg fyrir skömmu. Flutti hann þar skörulega ræðu um stjómmálaviðhorfið og höfðu menn gaman af. Þingmaðurinn kvaðst þó hálffeimínn við að halda ræðu í þessum félagsskap, sem hefur meðal annars það markmið að þjálfa menn upp í ræðumennsku. Sighvatur kvaðst aldrei hafa farið á slíkt námskeið. Þau væra aldrei haldin i flokki sinum, sem væri þekkt- ari fyrir flest annað en öflugt félagsstarf. Þó hefðu skóla- bræður sinir þrir í Mennta- skólanum á Akureyri gefið sér nokkur heUræði. HaUdór Blöndai, þing- maður Sjáifstæðisflokksins, hefði sagt sér að ef menn byrjuðu á brandara og enduðu ræðuna með öðram þá skipti engu máli hvað sagt væri á milli. Þröstur óiafsson, sem margir telja hægri hönd f jár- málaráðherra og sumir vinstri hönd bans iíka, tjáði Sighvati að það hefði hann lært að væra menn með brandara annað slagið í ræðunni þá væri öUu borgið. Framsóknarmaðurinn og héraðsdómarinn Már Péturs- son — bróðir HöUustaða-Páls — skýrði Sighvati einnig frá lærdómi sinum um ræðumennsku. Hann hafði lært það innan sins flokks að engu máU skipti hvað menn segðu — héldu þeir áfram að skipta við KEA. • Næsti sýslu- maður Skag- firóinga? Jóhann Salberg Guðmunds- son, sýslumaður í Skaga- f jarðarsýslu, varð sjötugur á dögunum. Mun hann því láta af störfum á árinu. Verður það 1. nóvember næst- komandi. Menn era þegar farnir að skeggræða um eftirmann. t því sambandi heyrist oftast nefnt nafn HaUdórs Þ. Jóns- sonar, bæjarfógeta á Siglufirði. Er talið liklegt að HaUdór muni sækja um sýslu- mannsembættið. HaUdór Þ. Jónsson er frá Mel í Skagafirði. Hann er bróðir Magnúsar, fyrrum ráðherra. Áður en HaUdór gerðist bæjarfógeti á Siglufirði var hann fulltrúi sýslumannsins í Skagafirði. Ekki ætti það að spUla fyrir HaUdóri að elga soninn Jón Orm sem er aðstoðar- maður Gunnars Thoroddsens forsætísráðherra. Þýðingar í leyfis- leysi Sigurður A. Magnússon gaf fyrir skömmu út bókmennta- timarit á ensku undir heitinu Iceiandic Writing Today. Mun Sigurður hafa í hyggju að selja það hvarvetna sem sýningar verða á vegum nor- rænu meuningarkynningar- innar i Bandarikjunum, Scandinavia Today, sem standa mun út næsta ár. Er þar væntanlega mikUl mark- aður fyrir bókmenntatimarit af þessu tagi. En hvort sem Sigurður hefur ætlað að drýgja tekjur sínar eða að hann er bara gleyminn, þá láðist honum að leita eftir leyfi hjá höfundum þeirra ljóða eða smásagna sem þýdd voru í timaritinu. Hefur heyrst að margir höfundanna séu ekki ýkja ánægðir með þá f rammistöðu Sigurðar. Umsjón: Kristján Már Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir ■ Laugarásbíó, Archer og seiðkerfingin: Hvorki f ugl ne f iskur Laugarásbió, Archer og seiökerlingln (The Archer and the Sorceressh Stjórn: Nicholas Chorea. Handrit: Nicholas Chorea. Kvikmyndun: John McPherson. Tónlist: lan Underwood. Listrœnn ráðunautur: Lloyd S. Papez. Aðalhlutverk: Lane Claudell, Belinda Bauer, George, Kennedy, Victor Campos, Kabir Bedi. Framleiðandi: Nicholas Chorea. Svonefndar ævintýramyndir virð- ast vera að ryðja sér til rúms að nýju hvað vinsældir snertir. Þetta eru myndir sem fjalla um seiðskratta og ættarbönd og trylltar hefndir. Söguþráðurinn er jafnan byggður upp á mannvígum þar sem mennskir eiga í baráttu við alls kyns óvætti og kynjaverur. Sérstakir effektar eru þá iðulega notaðir til aðmagna efnis- þráðinn. Utkoman hefur oftast nær orðið heldur óraunveruleg. Nýlega urðu reykvískir kvik- myndaáhorfendur vitni að einni slíkri galdramynd. Þar var á ferðinni The Sword and The Sorcerer, sem hún Anna okkar Björns kom nokkuð við sögu í. Sú mynd var að mínu mati rétt undir meðallagi hvað gæði snerti. The Archer and the Sorceress nefnist sams konar mynd sem nú hef ur verið tekin til sýninga í Laugarásbíói. I samanburði við kvikmynd önnu Bjöms og félaga er sú mynd frá- munalega léleg. Hún er hvorki fugl né fiskur. Allt hjálpast þar að; óvandaður leikur, einföld kvik- myndataka, efnisþráöur af þreytt- ara taginu og þeir effektar sem ætlaðir hafa verið til að magna til- búning eru oft á tíðum mjög hjákát- legir. Þetta er leiöinleg mynd á að horfa, mynd sem skilur ekkert eftir, nema ef vera skyldi hláturinn yfir því hversu illa hún er unnin. Söguþráðurinn er í Prins Valiant stíl og margtugginn að því leyti: Borgarastríð hefur verið í landinu Malveel árum saman. Það land byggja tólf ættbálkar og þeir berjast um yfirráðin. En loks kemur að því að einum foringjanna er nóg boðið. Meö nokkurri fyrirhöfn tekst honum að fá sex ættkvislanna til að ganga í bandalag viðsig. Þegar fréttir berast af liðs- sveitum, sem ætla sér að leggja í stríð gegn bandalaginu er kallaður saman fundur til að ræða sameigin- legar vamir. En fundurinn ber ekki þann árangur sem gert er ráð fyrir og þegar foringi bandalagsins er myrtur er sonur hans, Toran, sakaður um athæfiö. I andarslitrun- um tekst foringjanum þó að segja syni sinum hver moröinginn var og segir honum ennfremur að hann skuli leita uppi hinn máttuga Lazar- Sa, sem geti veitt honum kraft til hefnda. Toran hefur síðan leitina en hún er á allan hátt erfið því margir óvinir gera allt sem þeir geta til þess að ná til hans og vinna á honum. Honum tekst þó um síðir að ná settu marki með aðstoö undurfagrar gyðju sem í raun hefur örlög Torans á valdi sínu og svo framvegis. — Æ, þetta er vond mynd. Alla spennu vantar í hana til að gera hana að einhverju sem kalla má viðburða- ríka ævintýramynd. Svona efni fellur kannski í kramið hjá Könum, þó ég efist um það. Þó er verst með þessa afurð Nicholas Chorea, sem á þann vafasama heiður að liafa gert þetta leiðindaverk, að undir lok kvikmynd- ar hans er það gefið til kynna að framhald geti orðið á myndinni. Sem sagt: The Archer and the Sorceress II, en í guðanna bænum, Chorea, forðaðu þeim er áhuga hafa á góðum kvikmyndum frá þeim óþurftarleik! -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir endurbætur varanleari oluaoar okkar með breytingmn, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavöm auk þess sem það er baðað í fúavamar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framieiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Endurbættar samsetningar kar eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn rneiri stöðugleika sam- skeytanna. öll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. 1 Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu hiinjfli/firifcmiAifl fáanlegu þéttingu gegn vindi og vatni. llUiuavt;ii\oiiliU|a ystjnn er festur (spor [ karmstykkinu. Hann NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 má taka úr glugganum, t.d. við málun eða Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. fúavörn. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.