Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 40
NÝJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARIFILMA SEM
FÆST ALLS STAÐAR
Ung stúlka varð fyrir bifreið á
Fríkirkjuveginum fyrir utan
Frikirkjuna um klukkan hálfþrjú
aðfaranótt föstudagsins. Var
stúlkan á gangi á miðri götunni, er
bíllinn kom aðvifandi. Hægði öku-
maður bilsins á sér og ætlaði að
sveigja rólega fram hjá stúlkunni
er hún gekk í veg fyrir bilinn, og
slangraðist utan i hann. Ekki munu
meiðsli stúlkunnar hafa verið
alvarleg.
-JGH/DV-mynd S.
Piltarmeð hnff
réðustámann
Sex piltar á aldrinum 15 tÖ 16 ára
réöust á mann um fertugt og ógnuðu
honum með hnífi á Suðurgötunni um
klukkan tvö á föstudagskvöldið.
Maðurinn, sem var einn á ferð, var
að fara yfir Suðurgötuna á móts við
Galleríið á Suðurgötu 7. Réðust þá pilt-
amir á hann og gerðu tilraun til að
ræna hann. Hann þráaðist við og drógu
þeir þá upp hníf. Voru þeir komnir með
hendur á veskið, er lögreglan kom á
vettvang. Tóku þeir þá á rás og hlupu í
burtu. Lögreglan náðitveimur þeirra.
Ekki sakaði manninn er varð fyrir
árásinni og veskinu slepptu piltarnir
strax er þeir urðu varir við lögregluna.
_________________________JGH
Löggurog
fangarkepptu
ífótbolta
Ovenjulegur knattspymuleikur fór
fram um helgina. Lið lögreglumanna
úr Reykjavík og lið fanga mættust. Fór
leikurinn fram á Litla-Hrauni á laug-
ardag.
Leikar fóru svo að lögreglumenn
báru sigur úr býtum. Unnu þeir með
átta mörkum gegn fjórum. Staöan í
leikhléi var6—1.
Aö sögn Helga Gunnarssonar fang-
elsisstjóra var leikurinn fjörugur og
hressilegur. Léku bæði liöin
prúðmannlega knattspyrnu.
Dómarinn var úr röðum fanga. Lét
hann menn ekki komast upp með nein
fangbrögð. Að sögn fangelsisstjórans
mótmælti enginn dómum hans.
Níu menn voru í hvoru liöi. Iæiktími
var2x35mínútur. -KMU.
LOKI
Reagan óttast mest að
Vigdís farí á móti honum
í kosningunum 1984.
QJLJL I | RITSTJÓRN
| | SÍÐUMÚLA 12—R
AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
SKRIFSTOFA
ÞVERHOLTI 11
27022
ELDSNEYTIFYRIR TUGI
MILUÓNA HENT í HAFIÐ?
Hendum viö árlega í hafið hráefni
sem vinna má úr eldsneyti að verð-
mæti um fimmtíu milljónir króna?
Slíkt er ekki fjarri lagi ef við
gefum okkur þá forsendu að lýsi
megi nota sem eldsneyti í staö svart-
oh'u eöa jafnvel í stað gasolíu. Og
reynsla þeirra sem reka bræðsluna í
Sandgerði og þeirra sem aka vörubíl
Lýsis hf. bendir einmitt til þess að
nýta megi lýsiö sem eldsneyti og það
ímiklum mæli.
Orkugildi lýsis er mjög svipað
orkugildi gasoliu. Samt er gífurleg-
um hráefnum, sem lýsi má vinna úr,
hentísjóinn.
Togaraflotinn hendir nærallri lifur
þegar fiskurinn er slægður um borð.
Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns
Arasonar, efnaverkfræðings hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,
má ætla að um 25 þúsund tonn af lifur
fáist úr þorskafla landsmanna á einu
ári, miðað við 460 þúsund tonna
heildarafla. Úr allri þessari lifur má
vinna um 15 þúsund tonn af lýsi. A
síðasta ári framleiddu íslendingar
hins vegar aðeins um fjögur þúsund
tonn af þorskalýsi. Þorsklifur sem
innihélt um ellefu þúsund tonn af lýsi
varþvíhentíhafið.
-KMU.
Starfsmenn Jarðborana rikisins i Flatey með borinn Drífanda. A innfelldu myndinni sóst borinn við vitann í aynnl.
DV-mynd GS/Akureyri.
IFLATEY?
OLÍA
Skyldu þeir finna olíu í jarðlögun-
um undir Flatey á Skjálfandaflóa?
Hver veit, ef til vill á Flatey eftir að
iða af mannlífi á ný. Gárungamir
segja vonina um olíu á Skjálfanda
síöasta hálmstrá ríkisstjómarinnar.
Hvað um það, sl. fimmtudag komu
starfsmenn Jaröborana ríkisins út í
Flatey með jarðborinn Drífanda. Á
föstudagskvöldið vom þeir byrjaðir
að bora við vitann austast á eynni og
var holan orðin um 3 m djúp þegar
tíðindamenn DV litu við í Flatey á
laugardaginn. Meiningin er að bora
niður á 400—500 m til að kanna setlög
undir eynni. Kjaminn úr holunni
verður tekinn til rannsóknar og mun
vera ætlunin að senda sýni úr honum1
til Noregs til frekari greiningar.
Fimm menn frá Jarðborunum ríkis-
ins voru í Flatey á laugardaginn og á
myndinni sjást Sigurgeir Ingimund-
arson, Björg Pétursdóttir og Gunnar
Hólm að störfum. Á innfelldu mynd-
inni sést borinn hreykja sér við hlið
vitans austast á Flatey. Nánar verð-
ur sagt frá heimsókninni í Flatey í
blaöinu á morgun.
DV myndir GS/Ak
Spennistöð í
Grundarfirði
gjöreyðilagð-
ist í eldi
Ein af þremur spennistöðvum í
Grundarfirði gjöreyðilagðist í eldi um
tvöleytið aðfaranótt laugardagsins.
Eldsupptök em ekki kunn, en talið er
að rafmagnstengin í stöðinni hafi
ofhitnaö og það sé orsök eldsins. Tjónið
á stöðinni er metið á um 1,5 milljónir
króna.
Það var um klukkan hálftvö um
nóttina sem hringt var í starfsmann
rafmagnsveitunnar og honum tilkynnt
um að rafmagn hefði farið af hluta
bæjarins. Hann fór strax í spenni-
stöðina og sá að tvö öryggi voru ónýt.
Skipti hann strax um öryggi og virtist
þá allt vera komið í lag. En þegar hann
var kominn út í bíl fóru götuljósin
skyndilega af bænum. Hann fór þvi inn
aftur og sá þá eld í háspennuskáp.
Ekkert handslökkvitæki var í stöðinni,
þannig að hann hljóp í lögreglubíl sem
þama var skammt hjá. Þegar hann
kom til baka lagði mikinn reyk úr
stöðinni. Hann kvaddi þá slökkviliðið
straxtil.
Brunaboöi slökkviliðsins á spenni-
stööinni varð óvirkur og þurfti því lög-
reglan að aka um þorpið og kalla
slökkvilið út. Þegar það kom að spenni-
stöðinni var hún alelda. Notuöu
slökkviliðsmenn kvoöu við aö slökkva
eldin til að byrja með, en það gekk ekki
sem skyldi. Var því ákveðið að taka
allt rafmagn af bænum og sprauta sjó
á eldinn. Gekk þá mjög vel aö ráða
niðurlögum eldsins, og var
slökkvistarfið búið um klukkan þr jú.
Tjónið í eldinum er metið á um 1,5
milljónir króna, en það eru fyrst og
fremst rafmagnstæki sem eru ónýt.
Húsið s jálft er ekki mjög illa farið.
Bærinn var raf magnslaus f ram eftir
laugardegi og var ekki hægt aö vinna í
frystihúsunum eins og staðiö hafði til.
Mátti litlu muna að tjón yrði á fiski, því
öll fiskverkunarhús í bænum voru full
af fiski þar sem togarinn Runólfur
landaði seinni partinn á föstudeginum.
Einnig voru allar f rystigeymslur fullar
af unnum fiski sem átti að fara að
skipa út. Rafmagn komst síðan á
bæinn seinni hluta laugardagsins og
eru ekki lengur neinar rafmagns-
truflanirvegnaþessaóhapps. -JGH.
Stúlka ók á
Ijósastaur
Ung stúlka ók á ljósastaur á Reykja-
nesbraut á móts við veitingahúsið
Broadway klukkan hálffjögur aðfara-
nótt sunnudagsins. Farþegi í bílnum
slasaðist lítillega á höfði og var fluttur
á slysadeild. Ekki urðu miklar
skemmdir á bílnum. Grunur leikur á
að stúlkan hafi ekiö bilnum ölvuð. -JGH